Vilja að ríkið fjármagni sprungufyllingar fyrir hundruð milljóna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. mars 2024 20:30 Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið Grindavíkurbæjar vill að ríkið komi að fjármögnun viðgerða á sprungum í bænum. Vísir/Arnar Bæjaryfirvöld í Grindavík kalla eftir því að ríkið komi að fjármögnun sprungufyllinga og viðgerða í bænum. Verkefnið hleypur á hundruðum milljóna. Níu svæði hafa verið girt af í bænum eftir að niðurstöður úr jarðvegsrannsókn sýndu fram á holrými og hættur sem leynast neðanjarðar. Búið er að gefa út frumniðurstöður jarðkönnunar í Grindavík fyrir vesturhluta bæjarins og voru þær kynntar fyrir bæjarstjórn síðastliðinn þriðjudag. Þar voru tilgreind níu svæði þar sem eru vísbendingar um mögulega holrými á jarðsármælum sem verið er að skoða nánar. Bæjaryfirvöld í samvinnu við vettvangsstjórn lokuðu fyrir aðgengi að þessum svæðum. Þar á meðal eru tvær íbúagötur, Sunnubraut og Kirkjustígur. Þar voru í dag framkvæmdar álagsprófanir þar sem ekki vildi betur til en svo að jörðin gaf sig undan vinnuvél á Kirkjubraut. Engin slys urðu á fólki en atvikið þykir sýna hversu ótraust jörðin er. Hér má sjá holu í malbiki sem gaf sig undan vinnuvél við Kirkjustíg í Grindavík í dag. Vísir/Arnar Verkefnið sé rétt að byrja Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið Grindavíkurbæjar segir næstu daga fara í frekari mælingar og í lok vikunnar muni líklega liggja fyrir hvort lokunum verði viðhaldið eða ekki. „En svo er náttúrulega verkefnið framundan að fara í mjög umfangsmiklar mótvægisaðgerðir á þessum stöðum,“ segir Atli Geir Júlíusson. Ljóst sé að Grindavíkurbær hafi enga burði til að standa fjárhagslega að svo umfangsmiklum framkvæmdum. Það þarf að grafa sprungurnar upp, setja dúka, steypa eða einhverjar plötur. Það verkefni þarf að fjármagna af hálfu ríkisins. „Svo eigum við meira að segja eftir að fara yfir opnu svæðin, sem eru þá lóðirnar, leikskólalóðirnar, íbúðarhúsalóðir, gönguleiðir og fleira. Það er næsti fasi, þannig að þetta verkefni er bara rétt að byrja í raun og veru.“ Hann segir að ekki sé hægt að girða endalaust og því þurfi að vinna hratt að mótvægisaðgerðum. „Maður segir það ekki nógu oft að sveitafélagið mun ekki geta staðið undir þessum kostnaði, þetta mun kosta hundruð milljóna að minnsta kosti,“ segir Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið Grindavíkurbæjar. Á myndinni má sjá Víkurbraut og Dalbraut sem tengist Stamphólsgjá. Þar eru sterkar vísbendingar um holrými.VERKÍS Jarðsjásnið frá Kirkjustíg. Skuggarnir á myndinni sýna vísbendingar um holrými sem voru staðfestar með álagsprófunum í dag. VERKÍS Á Kirkjustíg og Vesturbraut eru vísbendingar um holrými á nokkrum stöðum. VERKÍS Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Búið er að gefa út frumniðurstöður jarðkönnunar í Grindavík fyrir vesturhluta bæjarins og voru þær kynntar fyrir bæjarstjórn síðastliðinn þriðjudag. Þar voru tilgreind níu svæði þar sem eru vísbendingar um mögulega holrými á jarðsármælum sem verið er að skoða nánar. Bæjaryfirvöld í samvinnu við vettvangsstjórn lokuðu fyrir aðgengi að þessum svæðum. Þar á meðal eru tvær íbúagötur, Sunnubraut og Kirkjustígur. Þar voru í dag framkvæmdar álagsprófanir þar sem ekki vildi betur til en svo að jörðin gaf sig undan vinnuvél á Kirkjubraut. Engin slys urðu á fólki en atvikið þykir sýna hversu ótraust jörðin er. Hér má sjá holu í malbiki sem gaf sig undan vinnuvél við Kirkjustíg í Grindavík í dag. Vísir/Arnar Verkefnið sé rétt að byrja Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið Grindavíkurbæjar segir næstu daga fara í frekari mælingar og í lok vikunnar muni líklega liggja fyrir hvort lokunum verði viðhaldið eða ekki. „En svo er náttúrulega verkefnið framundan að fara í mjög umfangsmiklar mótvægisaðgerðir á þessum stöðum,“ segir Atli Geir Júlíusson. Ljóst sé að Grindavíkurbær hafi enga burði til að standa fjárhagslega að svo umfangsmiklum framkvæmdum. Það þarf að grafa sprungurnar upp, setja dúka, steypa eða einhverjar plötur. Það verkefni þarf að fjármagna af hálfu ríkisins. „Svo eigum við meira að segja eftir að fara yfir opnu svæðin, sem eru þá lóðirnar, leikskólalóðirnar, íbúðarhúsalóðir, gönguleiðir og fleira. Það er næsti fasi, þannig að þetta verkefni er bara rétt að byrja í raun og veru.“ Hann segir að ekki sé hægt að girða endalaust og því þurfi að vinna hratt að mótvægisaðgerðum. „Maður segir það ekki nógu oft að sveitafélagið mun ekki geta staðið undir þessum kostnaði, þetta mun kosta hundruð milljóna að minnsta kosti,“ segir Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið Grindavíkurbæjar. Á myndinni má sjá Víkurbraut og Dalbraut sem tengist Stamphólsgjá. Þar eru sterkar vísbendingar um holrými.VERKÍS Jarðsjásnið frá Kirkjustíg. Skuggarnir á myndinni sýna vísbendingar um holrými sem voru staðfestar með álagsprófunum í dag. VERKÍS Á Kirkjustíg og Vesturbraut eru vísbendingar um holrými á nokkrum stöðum. VERKÍS
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira