Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 127-114 | Engin bikarþynnka og sigur sem telur meira en aðrir Andri Már Eggertsson skrifar 28. mars 2024 21:45 Pétur Ingvarsson og Remy Martin fagna eftir að Keflavík varð bikarmeistari. Pétur þakkar Remy líklega sömuleiðis eftir leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Ótrúleg frammistaða Remy Martin í 4. leikhluta tryggði nýkrýndum bikarmeisturum Keflavíkur magnaðan sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Leikurinn var spennandi framan af en heimamenn stungu af undir lok leiks. Skoruðu 40 stig í 4. leikhluta og unnu magnaðan sigur. Keflavík jafnar Njarðvík í töflunni og stendur betur í innbyrðis-baráttunni eftir tvo stórsigra í deildinni. Njarðvík byrjaði betur gegn bikarmeisturunum. Gestirnir gerðu fyrstu sjö stigin á meðan Keflavík var að reyna að hrista úr sér bikarþynnkuna. Eftir að hafa ekki gert stig fyrstu tvær mínúturnar gerði Keflavík sjö stig í röð og jafnaði. Fyrsti leikhluti var frábær skemmtun. Spilamennskan minnti á borðtennisleik þar sem liðin voru að keyra upp hraðann og skiptast á körfum. Dwayne Lautier-Ogunleye, leikmaður Njarðvíkur, var öflugur fyrir gestina og gerði 10 stig. Njarðvík var einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta 28-29. Það var gaman að sjá Mario Matasovic aftur í liði Njarðvíkur. Mario spilaði sinn fyrsta leik í dag eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í tæpan mánuð. Innkoma Mario gæti farið í sögubækurnar sem ein sú lélegasta. Mario spilaði tæplega átta mínútur og á tæplega 37 sekúndna kafla tókst honum að næla sér í bæði óíþróttamannslega villu og tæknivillu. Mario hafði því lokið leik. Annar leikhluti spilaðist nákvæmlega eins og fyrsti leikluti. Undir lokin fór að ganga betur hjá Keflavík og heimamenn komust mest sjö stigum yfir. Maciej Baginski endaði fyrri hálfleik á flautuþristi sem var nákvæmlega það sem gestirnir þurftu á að halda þar sem augnablikið var með Keflavík. Staðan í hálfleik var 57-54. Keflvíkingar létu ekki flautuþrist frá Maciej Baginski slá sig út af laginu heldur byrjuðu seinni hálfleik með látum. Heimamenn gerðu fyrstu sjö stigin og það var gríðarlega mikil orka sem einkenndi liðið. Þrátt fyrir að hafa lent mest ellefu stigum undir í þriðja leikhluta var Njarðvík langt frá því að leggja árar í bát. Gestirnir unnu sig betur og betur inn í leikinn og Dwayne Lautier-Ogunleye endaði þriðja leikhluta á flautuþristi úr horninu og jafnaði leikinn 87-87. Undir lok þriðja leikhluta fékk Halldór Garðar Hermannsson óíþróttamannslega villu þegar hann fór með fæturna í sinn fyrrum liðsfélaga Dominykas Milka sem hrundi í gólfið og hélt utan um andlitið. Halldór hafði því lokið leik þar sem hann var búinn að fá tæknivillu fyrr í leiknum. Keflavík byrjaði fjórða leikhluta frábærlega og gerði sautján stig gegn aðeins sex. Bikarmeistararnir skutu ljósin út með Remy Martin í fararbroddi. Keflavík gerði 40 stig í fjórða leikhluta og vann að lokum þrettán stiga sigur 127-114. Af hverju vann Keflavík? Eftir þrjá leikhluta var staðan jöfn en Keflvíkingar sýndu klærnar í fjórða leikhluta og spiluðu nánast fullkominn sóknarleik sem skilaði 40 stigum á 10 mínútum. Hverjir stóðu upp úr? Eins og oft áður fór Remy Martin á kostum. Remy setti upp sýningu í seinni hálfleik þar sem hann gerði átján stig í fjórða leikhluta og endaði með 35 stig. Marek Dolezaj var allt í öllu hjá Keflavík og gerði 25 stig og tók 6 fráköst. Marek var einnig með tilþrif leiksins þegar hann varði skot á þriðju hæðinni. Hvað gekk illa? Mario Matasovic fékk tæknivillu 37 sekúndum eftir að hafa fengið óíþróttamannslega villu sem var ansi heimskulegt og lauk því leik í fyrri hálfleik. Halldór Garðar fékk einnig útilokun en það var seinna í leiknum og kostaði liðið ekki sigurinn. Það gekk lítið upp í varnarleik Njarðvíkur sérstaklega í fjórða leikhluta þar sem Keflavík gerði 40 stig. Hvað gerist næst? Lokaumferð Subway deildarinnar verður spiluð næsta fimmtudag klukkan 19:15. Keflavík fer til Þorlákshafnar og mætir Þór á meðan Njarðvík fær Val í heimsókn. „Þetta var betra en að vinna bikarinn“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var afar ánægður eftir sigur gegn Njarðvík 127-114. „Það var ekki mikið um varnir í kvöld en við spiluðum sókn í staðinn. Við vorum ekki að fara leyfa Njarðvík að koma hingað á okkar heimavöll og vinna,“ sagði Pétur Ingvarsson í viðtali eftir leik. Pétur var ánægður með sóknarleikinn þar sem Keflavík gerði 127 stig. „Njarðvík hefur verið eitt hraðasta liðið í deildinni og við vissum að það væri styrkleiki hjá þeim. Þeir spiluðu ágætlega en við hittum vel og þá fór þetta svona. Þér að segja þá var þetta eiginlega betra heldur en að vinna bikarinn um helgina.“ Halldór Garðar fékk óíþróttamannslega villu og var vikið út úr húsi þar sem hann hafði fyrr í leiknum fengið tæknivillu. Aðspurður út í atvikið sagði Pétur að hann þyrfti að læra af þessu. „Hann átti það örugglega skilið og hann verður að læra af þessu. Mario var líka rekinn út af í leiknum en þetta fylgir þessu og stundum þarf maður að bíta í vörina og segja ekki það sem manni langar að segja,“ sagði Pétur Ingvarsson að lokum. Keflavík ÍF UMF Njarðvík Subway-deild karla
Ótrúleg frammistaða Remy Martin í 4. leikhluta tryggði nýkrýndum bikarmeisturum Keflavíkur magnaðan sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Leikurinn var spennandi framan af en heimamenn stungu af undir lok leiks. Skoruðu 40 stig í 4. leikhluta og unnu magnaðan sigur. Keflavík jafnar Njarðvík í töflunni og stendur betur í innbyrðis-baráttunni eftir tvo stórsigra í deildinni. Njarðvík byrjaði betur gegn bikarmeisturunum. Gestirnir gerðu fyrstu sjö stigin á meðan Keflavík var að reyna að hrista úr sér bikarþynnkuna. Eftir að hafa ekki gert stig fyrstu tvær mínúturnar gerði Keflavík sjö stig í röð og jafnaði. Fyrsti leikhluti var frábær skemmtun. Spilamennskan minnti á borðtennisleik þar sem liðin voru að keyra upp hraðann og skiptast á körfum. Dwayne Lautier-Ogunleye, leikmaður Njarðvíkur, var öflugur fyrir gestina og gerði 10 stig. Njarðvík var einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta 28-29. Það var gaman að sjá Mario Matasovic aftur í liði Njarðvíkur. Mario spilaði sinn fyrsta leik í dag eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í tæpan mánuð. Innkoma Mario gæti farið í sögubækurnar sem ein sú lélegasta. Mario spilaði tæplega átta mínútur og á tæplega 37 sekúndna kafla tókst honum að næla sér í bæði óíþróttamannslega villu og tæknivillu. Mario hafði því lokið leik. Annar leikhluti spilaðist nákvæmlega eins og fyrsti leikluti. Undir lokin fór að ganga betur hjá Keflavík og heimamenn komust mest sjö stigum yfir. Maciej Baginski endaði fyrri hálfleik á flautuþristi sem var nákvæmlega það sem gestirnir þurftu á að halda þar sem augnablikið var með Keflavík. Staðan í hálfleik var 57-54. Keflvíkingar létu ekki flautuþrist frá Maciej Baginski slá sig út af laginu heldur byrjuðu seinni hálfleik með látum. Heimamenn gerðu fyrstu sjö stigin og það var gríðarlega mikil orka sem einkenndi liðið. Þrátt fyrir að hafa lent mest ellefu stigum undir í þriðja leikhluta var Njarðvík langt frá því að leggja árar í bát. Gestirnir unnu sig betur og betur inn í leikinn og Dwayne Lautier-Ogunleye endaði þriðja leikhluta á flautuþristi úr horninu og jafnaði leikinn 87-87. Undir lok þriðja leikhluta fékk Halldór Garðar Hermannsson óíþróttamannslega villu þegar hann fór með fæturna í sinn fyrrum liðsfélaga Dominykas Milka sem hrundi í gólfið og hélt utan um andlitið. Halldór hafði því lokið leik þar sem hann var búinn að fá tæknivillu fyrr í leiknum. Keflavík byrjaði fjórða leikhluta frábærlega og gerði sautján stig gegn aðeins sex. Bikarmeistararnir skutu ljósin út með Remy Martin í fararbroddi. Keflavík gerði 40 stig í fjórða leikhluta og vann að lokum þrettán stiga sigur 127-114. Af hverju vann Keflavík? Eftir þrjá leikhluta var staðan jöfn en Keflvíkingar sýndu klærnar í fjórða leikhluta og spiluðu nánast fullkominn sóknarleik sem skilaði 40 stigum á 10 mínútum. Hverjir stóðu upp úr? Eins og oft áður fór Remy Martin á kostum. Remy setti upp sýningu í seinni hálfleik þar sem hann gerði átján stig í fjórða leikhluta og endaði með 35 stig. Marek Dolezaj var allt í öllu hjá Keflavík og gerði 25 stig og tók 6 fráköst. Marek var einnig með tilþrif leiksins þegar hann varði skot á þriðju hæðinni. Hvað gekk illa? Mario Matasovic fékk tæknivillu 37 sekúndum eftir að hafa fengið óíþróttamannslega villu sem var ansi heimskulegt og lauk því leik í fyrri hálfleik. Halldór Garðar fékk einnig útilokun en það var seinna í leiknum og kostaði liðið ekki sigurinn. Það gekk lítið upp í varnarleik Njarðvíkur sérstaklega í fjórða leikhluta þar sem Keflavík gerði 40 stig. Hvað gerist næst? Lokaumferð Subway deildarinnar verður spiluð næsta fimmtudag klukkan 19:15. Keflavík fer til Þorlákshafnar og mætir Þór á meðan Njarðvík fær Val í heimsókn. „Þetta var betra en að vinna bikarinn“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var afar ánægður eftir sigur gegn Njarðvík 127-114. „Það var ekki mikið um varnir í kvöld en við spiluðum sókn í staðinn. Við vorum ekki að fara leyfa Njarðvík að koma hingað á okkar heimavöll og vinna,“ sagði Pétur Ingvarsson í viðtali eftir leik. Pétur var ánægður með sóknarleikinn þar sem Keflavík gerði 127 stig. „Njarðvík hefur verið eitt hraðasta liðið í deildinni og við vissum að það væri styrkleiki hjá þeim. Þeir spiluðu ágætlega en við hittum vel og þá fór þetta svona. Þér að segja þá var þetta eiginlega betra heldur en að vinna bikarinn um helgina.“ Halldór Garðar fékk óíþróttamannslega villu og var vikið út úr húsi þar sem hann hafði fyrr í leiknum fengið tæknivillu. Aðspurður út í atvikið sagði Pétur að hann þyrfti að læra af þessu. „Hann átti það örugglega skilið og hann verður að læra af þessu. Mario var líka rekinn út af í leiknum en þetta fylgir þessu og stundum þarf maður að bíta í vörina og segja ekki það sem manni langar að segja,“ sagði Pétur Ingvarsson að lokum.
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu