„Við erum vanir að spila einum færri“ Hinrik Wöhler skrifar 1. apríl 2024 22:44 Arnar Gunnlaugsson hampaði bikar að leik loknum vísir / hulda margrét Víkingur sigraði Val í Meistarakeppni KSÍ í Víkinni í kvöld eftir vítaspyrnukeppni. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var glaðbeittur á svip eftir leikinn í kvöld. „Ég er gríðarlega sáttur, miðað við aðstæður í fyrri hálfleik þá var þetta góð gæði hjá báðum liðum og flottur fótbolti. Það var vel tekist á og það var enginn vorbragur yfir þessum leik. Í seinni hálfleik vorum við stórkostlegir og hreint út ótrúlegt að við höfum ekki skorað í byrjun,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Halldór Smári Sigurðsson fékk að líta sitt annað gula spjald á 60. mínútu og Víkingur lék einum manni færri sem eftir lifði leiks. „Eftir að Halldór var rekinn út af þá þurftum við að draga djúpt inn og verja markið okkar vel, sem við gerðum. Mér fannst þetta sanngjarn sigur.“ Ótrúlegt að hafa ekki skorað í seinni hálfleik „Þetta er alltaf snúið en við reyndum að verja markið okkar og við erum orðnir nokkuð góðir í því. Við erum vanir að spila einum færri, það eru nokkrir leikir sem við höfum gert það. Við kunnum það alveg en á móti svona gæðaliði þá þarf bara að halda fókus og einbeitingu í 90 mínútur. Ég skil ekki hvernig náðum ekki að skora í seinni hálfleik, það lá mjög mikið á Valsmönnum á tímabili. Það sýndi hvað við gerðum vel í fyrri hálfleik á móti vindi að Valur komst varla fram yfir miðju þessar fyrstu 20 mínútur í seinni hálfleik þegar við vorum með jafnmarga leikmenn inn á." Það var talsverður hiti í leiknum og stympingar milli leikmanna, sérstaklega eftir að Halldór Smári var rekinn af velli og fékk Hajrudin Cardaklija í þjálfarateymi Víkinga rautt spjald í kjölfarið. Arnar var þó sammála dómara leiksins. „Mér fannst Halldór Smári fara frekar groddaralega í þessa tæklingu. Hann var búinn að vera mjög aggresívur í leiknum og láta finna vel fyrir sér. Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt rautt spjald, því miður.“ Arnar var vel dúðaður á hliðarlínunni í kvöldvísir / hulda margrét Lærisveinar Arnars hefja leik í Bestu deildinni eftir aðeins fimm daga en liðið mætir Stjörnunni á heimavelli í opnunarleik deildarinnar þann 6. apríl. „Ég er mjög sáttur við hópinn en ég hefði viljað hafa fleiri leikmenn heila, menn eru að skríða saman og ekki allir klárir í fyrsta leik en við erum með stóran og sterkan hóp og mætum vel stemmdir til leiks,“ sagði Arnar að lokum þegar hann var spurður út í stöðuna á leikmannahóp Víkinga. Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. 1. apríl 2024 12:31 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
„Ég er gríðarlega sáttur, miðað við aðstæður í fyrri hálfleik þá var þetta góð gæði hjá báðum liðum og flottur fótbolti. Það var vel tekist á og það var enginn vorbragur yfir þessum leik. Í seinni hálfleik vorum við stórkostlegir og hreint út ótrúlegt að við höfum ekki skorað í byrjun,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Halldór Smári Sigurðsson fékk að líta sitt annað gula spjald á 60. mínútu og Víkingur lék einum manni færri sem eftir lifði leiks. „Eftir að Halldór var rekinn út af þá þurftum við að draga djúpt inn og verja markið okkar vel, sem við gerðum. Mér fannst þetta sanngjarn sigur.“ Ótrúlegt að hafa ekki skorað í seinni hálfleik „Þetta er alltaf snúið en við reyndum að verja markið okkar og við erum orðnir nokkuð góðir í því. Við erum vanir að spila einum færri, það eru nokkrir leikir sem við höfum gert það. Við kunnum það alveg en á móti svona gæðaliði þá þarf bara að halda fókus og einbeitingu í 90 mínútur. Ég skil ekki hvernig náðum ekki að skora í seinni hálfleik, það lá mjög mikið á Valsmönnum á tímabili. Það sýndi hvað við gerðum vel í fyrri hálfleik á móti vindi að Valur komst varla fram yfir miðju þessar fyrstu 20 mínútur í seinni hálfleik þegar við vorum með jafnmarga leikmenn inn á." Það var talsverður hiti í leiknum og stympingar milli leikmanna, sérstaklega eftir að Halldór Smári var rekinn af velli og fékk Hajrudin Cardaklija í þjálfarateymi Víkinga rautt spjald í kjölfarið. Arnar var þó sammála dómara leiksins. „Mér fannst Halldór Smári fara frekar groddaralega í þessa tæklingu. Hann var búinn að vera mjög aggresívur í leiknum og láta finna vel fyrir sér. Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt rautt spjald, því miður.“ Arnar var vel dúðaður á hliðarlínunni í kvöldvísir / hulda margrét Lærisveinar Arnars hefja leik í Bestu deildinni eftir aðeins fimm daga en liðið mætir Stjörnunni á heimavelli í opnunarleik deildarinnar þann 6. apríl. „Ég er mjög sáttur við hópinn en ég hefði viljað hafa fleiri leikmenn heila, menn eru að skríða saman og ekki allir klárir í fyrsta leik en við erum með stóran og sterkan hóp og mætum vel stemmdir til leiks,“ sagði Arnar að lokum þegar hann var spurður út í stöðuna á leikmannahóp Víkinga.
Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. 1. apríl 2024 12:31 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. 1. apríl 2024 12:31