Leita að fólki sem vill leigja dótið sitt til ókunnugra Lovísa Arnardóttir skrifar 7. apríl 2024 07:00 Sindri, Atli og Andri kynntust þegar þeir unnu saman hjá Advania. Á myndinni halda þeir á hlaupahjóli og pastavél sem er hægt að leigja á Stöff.is Vísir/Vilhelm Á vefsíðunni stoff.is, eða Stöff.is, er nú hægt að leigja út dótið sitt til ókunnugra. Síðan er nýkomin í loftið en þónokkuð af dóti er þegar komið inn. Til dæmis er hægt að leigja þar kajak, rafhjól, sous-vide tæki og allskonar tölvuleiki. Að síðunni standa þrír vinir sem kynntust í vinnu hjá Advania. Á stoff.is er hægt að leigja nánast hvað sem er fyrir utan bíla, íbúðir og skotvopn. Öryggi leigjenda og leigusala er tryggt með því að allir auðkenni sig í gegnum rafræn skilríki eða með því að senda inn afrit af persónuskilríkjum. „Stöff er rafrænt deilihagkerfi sem bíður notendum að leigja út stöffið sitt til annarra notenda á öruggan hátt og styrkja þar með hringrásarkerfið,“ segir á stoff.is. Síðan opnaði nýlega og er enn í byrjunarfasa en það geta allir sett inn dót til leigu. Það eru þrír vinir sem standa að síðunni en hugmyndina fékk einn þeirra, Atli Þór Jóhannsson, frá ættingjum sem höfðu reynslu af svipaðri síðu erlendis. Hinir tveir eru Andri Sigurðsson og Sindri Snær Magnússon. „Við Sindri erum báðir úr Breiðholti og þekkjumst úr ÍR í gamla daga en svo unnum við allir saman hjá Advania,“ segir Atli Þór. Atli Þór hvetur fólk til að kíkja í geymslur og skápa að dóti sem það er til í að leigja til ókunnugra og skrá það svo á síðuna. Vísir/Vilhelm „Þetta er hugmynd sem fæddist hjá mér fyrir fjórum árum. Ég hef lengi verið að spá í hringrásarhagkerfinu og langaði að finna einhverja leið til að takast á við neysluhyggjuna. Við erum ekkert að finna upp hjólið hérna. Það er til dæmis svipuð síða í Noregi,“ segir Atli Þór en hún heitir Nabo-hjelp. Sú síða er aðeins öðruvísi en þar setur fólk inn hvað því vantar, eins og til dæmis marga stóla, og óskar eftir aðstoð nágranna sinna, eða fólksins í hverfinu. Smæðin vinni með þeim Atli Þór segir að hann hafi lengi langað að láta reyna á þetta á Íslandi. Hugmyndin hafi ekki endilega gengið vel þar sem þetta hefur verið reynt en að smæðin geti hér unnið með þeim. Þeir vinirnir hafi hingað til unnið að þessu í hjáverkum en ætli að sjá til hvernig gengur. „Stöff hefur verið í þróun samhliða vinnu og lífinu almennt hjá okkur og það er margt sem mætti vera betra, en við vildum koma síðunni af stað og þróast með notkuninni í staðinn fyrir að bíða mikið lengur.“ Inn á síðunni er núna hægt að leigja til dæmis sous vide tæki, kerru fyrir bíl, hjól og ýmsa tölvuleiki. Á forsíðu heimasíðunnar má sjá þá hluti sem eru nýjastir en með því að hafa allar leitarvalmöguleika auða fær fólk upp alla þá hluti sem eru í boði til leigu. Dæmi um það sem er hægt að leigja á Stöff.is. Skjáskot/Stöff.is Einnig er hægt að leita eftir flokkum en þeir eru til dæmis Heimilið og garðurinn, Raftæki, Eldhúsið og Fatnaður svo eitthvað sé nefnt. Í hverjum flokki eru svo einhverjir undirflokkar. Í Fatnaði er til dæmis flokkað eftir bæði kyni og svo í Barnaföt. Á síðunni er að finna nákvæmar upplýsingar um leiguferlið. Þar segir að eftir að fólk er búið að velja sér hlut og hvenær það ætli sér að leigja það bóki það svo í gegnum síðuna. Eftir það er greiðsla fyrir leigunni fryst á kortinu þeirra en greiðslan er ekki kláruð fyrr en eigandi hlutarins samþykkir leiguna. Eigandi og leigjandi mæla sér mót Eigandi og leigjandi þurfa svo að mæla sér mót með hlutinn og er mælt með því að leigjandi skoði hlutinn vel við móttöku og að ástand hans sé eins og því var lýst á síðunni. Þá er einnig mælt með því að taka myndir af hlutnum til að staðfesta ástandið við skil. Eftir að hlutnum hefur verið skilað er svo hægt að fara inn á Stöff.is og geta báðir aðilar gefið hinum einkunn og skrifað umsagnir. „Fólk bara velur sjálft hvenær leigan byrjar og hvenær henni lýkur og svo kemur fólk sér saman um það sjálft hvernig hluturinn er afhentur og honum skilað,“ segir Atli Þór og að kerfið sé svipað því sem er á AirBnb nema um er að ræða hluti í stað húsa eða íbúða. „Facebook er alger snilld til að selja dót því það maður er alveg til í að selja einhverjum ókunnugum dótið sitt. En það er kannski ekki alveg það sama með dót sem maður á og vill lána eða leigja. Ég lána vinum mínum dótið mitt og er öruggur með það. En það kannski gildir ekki það sama um ókunnuga,“ segir Atli Þór og að með síðunni sé bætt úr þessu. Allir notendur skrái sig inn með rafrænum skilríkjum og séu því auðkenndir. Þau sem ekki eru með rafræn skilríki geta nýskráð sig í gegnum tölvupóst en að þá þarf að senda með afrit af gildum persónuskilríkjum. Þau sem ekki eru innskráð með rafrænum skilríkjum eða búin að senda inn gild persónuskilreíki verða merkt þannig á síðunni. Allt tryggt „Á notendasíðunni hökum við hvort að notandi sé auðkenntur. Þannig það er hægt að vera inni án þess að vera auðkenntur en eigandi dótsins sér það þá og tekur auðvitað sjálfur ákvörðun um það hvort hann leigir til einhvers sem ekki er auðkenntur. Við sjáum svo um greiðsluleiðina og pössum að það sé allt upp á borði. Ef eitthvað kemur upp á þá hefurðu einhvern til að leita til,“ segir hann og að hlutirnir séu allir tryggðir. En þó upp að hámarki 750 þúsund. Á síðunni er hægt að leigja bæði hækjur og pastavél. Bæði afa gagnlegt. En við ólíkar aðstæður. Vísir/Vilhelm „Við tryggjum bara fyrir því sem gerist á meðan hluturinn er í leigu í gegnum Stöff. Ef eitthvað kemur upp á reynum við að laga hlutinn eða kaupa sambærilegan eða nýjan, og eftir því sem er ódýrast.“ Þegar fólk setur inn hluti geta þau sett inn lýsingar á sínum vörum og þau stjórni því alveg sjálf hvað þau setji inn. En því betri lýsing því líklegra sé að fólk leigi hlutinn. Hann segir það erfiðasta við að setja inn hlutina sína hafi verið að verðleggja þá. Eftir því sem meira kemur inn muni þeir geta séð hvað fólk er til í að borga og leigja hlutina sína á. Þá geti þeir sent fólki uppástungur að verði miðað við hvernig aðrir verðleggja. Á Facebook er að finna hópinn Stöff notendur þar sem fólk getur komið á framfæri því sem það vill sjá inni á hópnum. „Við erum í byrjunarfasa og höfum farið milljón sinnum fram og til baka hvað væri næs að hafa þarna inni og hvað væri vinsælt. Fyrir mig þá hugsa ég alltaf fyrst um eitthvað svona útivistardót og kerra fyrir vorverkin. Ég og kærastan mín slysuðumst til dæmis í gönguhóp sem fer á Hornstrandir öll sumur. Ef við hefðum þurft að kaupa allt sem okkur vantaði hefði það auðveldlega getað kostað okkur um 400 þúsund krónur. En ég gat fengið þetta allt lánað hjá félögum og væri bara til að aðrir hafi sömu möguleika á því og ég,“ segir Atli Þór. Fjölbreyttar óskir frá ólíku fólki Hann segir að eftir því fleiri sem þeir ræði við heyri þeir hvað óskir fólks séu fjölbreyttar. Í hópnum hefur til dæmis fólk nefnt háþrýstidælu, djúphreinsitæki, klappstóla, bækur, kerra, allskonar barnadót, búningar, golfsett, tjald og annað sem fylgir útilegum. „En svo hef ég líka rætt við ljósmyndara sem segja að það væri mjög næs að geta leigt ýmsar ljósmyndagræjur.“ Næst hjá þeim vinunum er svo að fá fleira fólk til að setja inn dót sem það er til í að leigja. „Það væri æðislegt að fá inn fyrir sumarið allskonar tjalddót, tjaldvagna, og útisvistardót eins og göngupoka, göngutjöld. Svo væri líka gott að fá inn hjól og annað afþreyingardót fyrir sumarið,“ segir Atli Þór. Einnig kalli þeir eftir fólki sem eigi stórt safn af glösum, diskum og öðrum borðbúnaði. Eða jafnvel stólum. „Það er svo næs að geta leigt þessa hluti í þetta eina skipti sem þú ert kannski að halda stórt matarboð eða veislu,“ segir Atli Þór. Það geti eflaust vel nýst í til dæmis útskriftirnar og brúðkaupin sem eflaust margir eru að plana í vor og sumar. Umhverfismál Loftslagsmál Ferðamennska á Íslandi Börn og uppeldi Deilihagkerfi Tengdar fréttir „Hef oft grínast með að langa að verða ruslamálaráðherra“ Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík, segist klárlega samsvara sig við karakterinn í áramótaskaupinu sem endaði með að flokka sjálfan sig. Og telur reyndar að sjálf hafi hún bæði flokkað og endurnýtt sjálfan sig. 6. janúar 2024 10:00 „Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“ „Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU. 7. desember 2022 07:01 „Fötin eiga að passa á okkur en ekki við í fötin“ Myndlistarkonan Júlíanna Ósk Hafberg er lausnamiðuð þegar það kemur að því að endurnýta föt og leggur áherslu á að laga flíkurnar sínar ef eitthvað kemur fyrir þær, frekar en að henda þeim. 6. febrúar 2022 12:01 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Á stoff.is er hægt að leigja nánast hvað sem er fyrir utan bíla, íbúðir og skotvopn. Öryggi leigjenda og leigusala er tryggt með því að allir auðkenni sig í gegnum rafræn skilríki eða með því að senda inn afrit af persónuskilríkjum. „Stöff er rafrænt deilihagkerfi sem bíður notendum að leigja út stöffið sitt til annarra notenda á öruggan hátt og styrkja þar með hringrásarkerfið,“ segir á stoff.is. Síðan opnaði nýlega og er enn í byrjunarfasa en það geta allir sett inn dót til leigu. Það eru þrír vinir sem standa að síðunni en hugmyndina fékk einn þeirra, Atli Þór Jóhannsson, frá ættingjum sem höfðu reynslu af svipaðri síðu erlendis. Hinir tveir eru Andri Sigurðsson og Sindri Snær Magnússon. „Við Sindri erum báðir úr Breiðholti og þekkjumst úr ÍR í gamla daga en svo unnum við allir saman hjá Advania,“ segir Atli Þór. Atli Þór hvetur fólk til að kíkja í geymslur og skápa að dóti sem það er til í að leigja til ókunnugra og skrá það svo á síðuna. Vísir/Vilhelm „Þetta er hugmynd sem fæddist hjá mér fyrir fjórum árum. Ég hef lengi verið að spá í hringrásarhagkerfinu og langaði að finna einhverja leið til að takast á við neysluhyggjuna. Við erum ekkert að finna upp hjólið hérna. Það er til dæmis svipuð síða í Noregi,“ segir Atli Þór en hún heitir Nabo-hjelp. Sú síða er aðeins öðruvísi en þar setur fólk inn hvað því vantar, eins og til dæmis marga stóla, og óskar eftir aðstoð nágranna sinna, eða fólksins í hverfinu. Smæðin vinni með þeim Atli Þór segir að hann hafi lengi langað að láta reyna á þetta á Íslandi. Hugmyndin hafi ekki endilega gengið vel þar sem þetta hefur verið reynt en að smæðin geti hér unnið með þeim. Þeir vinirnir hafi hingað til unnið að þessu í hjáverkum en ætli að sjá til hvernig gengur. „Stöff hefur verið í þróun samhliða vinnu og lífinu almennt hjá okkur og það er margt sem mætti vera betra, en við vildum koma síðunni af stað og þróast með notkuninni í staðinn fyrir að bíða mikið lengur.“ Inn á síðunni er núna hægt að leigja til dæmis sous vide tæki, kerru fyrir bíl, hjól og ýmsa tölvuleiki. Á forsíðu heimasíðunnar má sjá þá hluti sem eru nýjastir en með því að hafa allar leitarvalmöguleika auða fær fólk upp alla þá hluti sem eru í boði til leigu. Dæmi um það sem er hægt að leigja á Stöff.is. Skjáskot/Stöff.is Einnig er hægt að leita eftir flokkum en þeir eru til dæmis Heimilið og garðurinn, Raftæki, Eldhúsið og Fatnaður svo eitthvað sé nefnt. Í hverjum flokki eru svo einhverjir undirflokkar. Í Fatnaði er til dæmis flokkað eftir bæði kyni og svo í Barnaföt. Á síðunni er að finna nákvæmar upplýsingar um leiguferlið. Þar segir að eftir að fólk er búið að velja sér hlut og hvenær það ætli sér að leigja það bóki það svo í gegnum síðuna. Eftir það er greiðsla fyrir leigunni fryst á kortinu þeirra en greiðslan er ekki kláruð fyrr en eigandi hlutarins samþykkir leiguna. Eigandi og leigjandi mæla sér mót Eigandi og leigjandi þurfa svo að mæla sér mót með hlutinn og er mælt með því að leigjandi skoði hlutinn vel við móttöku og að ástand hans sé eins og því var lýst á síðunni. Þá er einnig mælt með því að taka myndir af hlutnum til að staðfesta ástandið við skil. Eftir að hlutnum hefur verið skilað er svo hægt að fara inn á Stöff.is og geta báðir aðilar gefið hinum einkunn og skrifað umsagnir. „Fólk bara velur sjálft hvenær leigan byrjar og hvenær henni lýkur og svo kemur fólk sér saman um það sjálft hvernig hluturinn er afhentur og honum skilað,“ segir Atli Þór og að kerfið sé svipað því sem er á AirBnb nema um er að ræða hluti í stað húsa eða íbúða. „Facebook er alger snilld til að selja dót því það maður er alveg til í að selja einhverjum ókunnugum dótið sitt. En það er kannski ekki alveg það sama með dót sem maður á og vill lána eða leigja. Ég lána vinum mínum dótið mitt og er öruggur með það. En það kannski gildir ekki það sama um ókunnuga,“ segir Atli Þór og að með síðunni sé bætt úr þessu. Allir notendur skrái sig inn með rafrænum skilríkjum og séu því auðkenndir. Þau sem ekki eru með rafræn skilríki geta nýskráð sig í gegnum tölvupóst en að þá þarf að senda með afrit af gildum persónuskilríkjum. Þau sem ekki eru innskráð með rafrænum skilríkjum eða búin að senda inn gild persónuskilreíki verða merkt þannig á síðunni. Allt tryggt „Á notendasíðunni hökum við hvort að notandi sé auðkenntur. Þannig það er hægt að vera inni án þess að vera auðkenntur en eigandi dótsins sér það þá og tekur auðvitað sjálfur ákvörðun um það hvort hann leigir til einhvers sem ekki er auðkenntur. Við sjáum svo um greiðsluleiðina og pössum að það sé allt upp á borði. Ef eitthvað kemur upp á þá hefurðu einhvern til að leita til,“ segir hann og að hlutirnir séu allir tryggðir. En þó upp að hámarki 750 þúsund. Á síðunni er hægt að leigja bæði hækjur og pastavél. Bæði afa gagnlegt. En við ólíkar aðstæður. Vísir/Vilhelm „Við tryggjum bara fyrir því sem gerist á meðan hluturinn er í leigu í gegnum Stöff. Ef eitthvað kemur upp á reynum við að laga hlutinn eða kaupa sambærilegan eða nýjan, og eftir því sem er ódýrast.“ Þegar fólk setur inn hluti geta þau sett inn lýsingar á sínum vörum og þau stjórni því alveg sjálf hvað þau setji inn. En því betri lýsing því líklegra sé að fólk leigi hlutinn. Hann segir það erfiðasta við að setja inn hlutina sína hafi verið að verðleggja þá. Eftir því sem meira kemur inn muni þeir geta séð hvað fólk er til í að borga og leigja hlutina sína á. Þá geti þeir sent fólki uppástungur að verði miðað við hvernig aðrir verðleggja. Á Facebook er að finna hópinn Stöff notendur þar sem fólk getur komið á framfæri því sem það vill sjá inni á hópnum. „Við erum í byrjunarfasa og höfum farið milljón sinnum fram og til baka hvað væri næs að hafa þarna inni og hvað væri vinsælt. Fyrir mig þá hugsa ég alltaf fyrst um eitthvað svona útivistardót og kerra fyrir vorverkin. Ég og kærastan mín slysuðumst til dæmis í gönguhóp sem fer á Hornstrandir öll sumur. Ef við hefðum þurft að kaupa allt sem okkur vantaði hefði það auðveldlega getað kostað okkur um 400 þúsund krónur. En ég gat fengið þetta allt lánað hjá félögum og væri bara til að aðrir hafi sömu möguleika á því og ég,“ segir Atli Þór. Fjölbreyttar óskir frá ólíku fólki Hann segir að eftir því fleiri sem þeir ræði við heyri þeir hvað óskir fólks séu fjölbreyttar. Í hópnum hefur til dæmis fólk nefnt háþrýstidælu, djúphreinsitæki, klappstóla, bækur, kerra, allskonar barnadót, búningar, golfsett, tjald og annað sem fylgir útilegum. „En svo hef ég líka rætt við ljósmyndara sem segja að það væri mjög næs að geta leigt ýmsar ljósmyndagræjur.“ Næst hjá þeim vinunum er svo að fá fleira fólk til að setja inn dót sem það er til í að leigja. „Það væri æðislegt að fá inn fyrir sumarið allskonar tjalddót, tjaldvagna, og útisvistardót eins og göngupoka, göngutjöld. Svo væri líka gott að fá inn hjól og annað afþreyingardót fyrir sumarið,“ segir Atli Þór. Einnig kalli þeir eftir fólki sem eigi stórt safn af glösum, diskum og öðrum borðbúnaði. Eða jafnvel stólum. „Það er svo næs að geta leigt þessa hluti í þetta eina skipti sem þú ert kannski að halda stórt matarboð eða veislu,“ segir Atli Þór. Það geti eflaust vel nýst í til dæmis útskriftirnar og brúðkaupin sem eflaust margir eru að plana í vor og sumar.
Umhverfismál Loftslagsmál Ferðamennska á Íslandi Börn og uppeldi Deilihagkerfi Tengdar fréttir „Hef oft grínast með að langa að verða ruslamálaráðherra“ Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík, segist klárlega samsvara sig við karakterinn í áramótaskaupinu sem endaði með að flokka sjálfan sig. Og telur reyndar að sjálf hafi hún bæði flokkað og endurnýtt sjálfan sig. 6. janúar 2024 10:00 „Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“ „Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU. 7. desember 2022 07:01 „Fötin eiga að passa á okkur en ekki við í fötin“ Myndlistarkonan Júlíanna Ósk Hafberg er lausnamiðuð þegar það kemur að því að endurnýta föt og leggur áherslu á að laga flíkurnar sínar ef eitthvað kemur fyrir þær, frekar en að henda þeim. 6. febrúar 2022 12:01 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
„Hef oft grínast með að langa að verða ruslamálaráðherra“ Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík, segist klárlega samsvara sig við karakterinn í áramótaskaupinu sem endaði með að flokka sjálfan sig. Og telur reyndar að sjálf hafi hún bæði flokkað og endurnýtt sjálfan sig. 6. janúar 2024 10:00
„Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“ „Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU. 7. desember 2022 07:01
„Fötin eiga að passa á okkur en ekki við í fötin“ Myndlistarkonan Júlíanna Ósk Hafberg er lausnamiðuð þegar það kemur að því að endurnýta föt og leggur áherslu á að laga flíkurnar sínar ef eitthvað kemur fyrir þær, frekar en að henda þeim. 6. febrúar 2022 12:01