„Þegar þú ferð inn á bókasafn og ferð að klappa og góla þá heyrist hátt“ Siggeir Ævarsson skrifar 10. apríl 2024 22:39 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, er fullur bjartsýni fyrir næsta leik á Egilsstöðum Vísir/Hulda Margrét Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var nokkuð brattur þrátt fyrir tap í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppni efstu deildar en Valsmenn fóru með sigur af hólmi í leik kvöldsins, 94-75. Skýringarnar á tapinu voru klassískar. Hattarmenn fóru út úr því sem þeir ætluðu að gera og öflugir andstæðingar nýttu sér flest mistök Hattar. „Ósáttur með svona kafla hjá okkur í leiknum. Við förum aðeins út úr því sem við ætluðum að gera. Það eru jákvæðar syrpur en svo stakir kaflar þar sem þeir taka of löng áhlaup þar sem við förum út úr hlutunum og missum tök á því sem við ætlum að vera að gera. Það er bara munurinn á móti mjög góðu liði. Þá refsa þeir bara um leið og það eru bara hlutir sem við þurfum að laga fyrir næsta.“ Höttur byrjaði leikinn af krafti en misstu svolítið dampinn þegar á leið. Viðar taldi þó að ekki væri margt sem hann þyrfti að breyta í leik liðsins fyrir næsta leik. „Við þurfum einhvern veginn aðeins að skerpa á fókusnum. Kannski hátt spennustig sem verður til þess að við missum aðeins fókus og þess háttar á augnablikum sem þeir nýta sér mjög vel í flest öll skipti. Það er bara eitthvað sem við þurfum að skerpa á og jafnvel kannski breyta einhverju smotteríi. Annars þurfum við bara aðeins að mannast og vera klárir.“ Það má kannski segja að leikmenn Hattar þurfi nú að taka út mikinn þroska á stuttum tíma. „Inni á körfuboltavellinum já. Menn eru kannski með líkamlegan og andlegan þroska einhversstaðar annarsstaðar í einhverjum lífsárum. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur sem lið og allar þessar klisjur sem að við höfum verið að gera og ég hef fulla trú á því að við komum klárir í áskorunina á sunnudaginn.“ Það vakti athygli að stuðningsmenn Hattar voru miklu háværari en stuðningsmenn Vals, þrátt fyrir að vera töluvert færri í stúkunni. Viðar sagðist ekki gera ráð fyrir neinu öðru en að það yrði rífandi stemming á Egilsstöðum og notaði tækifærið og skaut létt á stemminguna á Hlíðarenda. „Það ætla ég rétt að vona. Við hefðum kannski búist við fleirum frá okkur en voru hérna en „þegar þú ferð inn á bókasafn og ferð að klappa og góla þá heyrist hátt í þér.“ Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Skýringarnar á tapinu voru klassískar. Hattarmenn fóru út úr því sem þeir ætluðu að gera og öflugir andstæðingar nýttu sér flest mistök Hattar. „Ósáttur með svona kafla hjá okkur í leiknum. Við förum aðeins út úr því sem við ætluðum að gera. Það eru jákvæðar syrpur en svo stakir kaflar þar sem þeir taka of löng áhlaup þar sem við förum út úr hlutunum og missum tök á því sem við ætlum að vera að gera. Það er bara munurinn á móti mjög góðu liði. Þá refsa þeir bara um leið og það eru bara hlutir sem við þurfum að laga fyrir næsta.“ Höttur byrjaði leikinn af krafti en misstu svolítið dampinn þegar á leið. Viðar taldi þó að ekki væri margt sem hann þyrfti að breyta í leik liðsins fyrir næsta leik. „Við þurfum einhvern veginn aðeins að skerpa á fókusnum. Kannski hátt spennustig sem verður til þess að við missum aðeins fókus og þess háttar á augnablikum sem þeir nýta sér mjög vel í flest öll skipti. Það er bara eitthvað sem við þurfum að skerpa á og jafnvel kannski breyta einhverju smotteríi. Annars þurfum við bara aðeins að mannast og vera klárir.“ Það má kannski segja að leikmenn Hattar þurfi nú að taka út mikinn þroska á stuttum tíma. „Inni á körfuboltavellinum já. Menn eru kannski með líkamlegan og andlegan þroska einhversstaðar annarsstaðar í einhverjum lífsárum. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur sem lið og allar þessar klisjur sem að við höfum verið að gera og ég hef fulla trú á því að við komum klárir í áskorunina á sunnudaginn.“ Það vakti athygli að stuðningsmenn Hattar voru miklu háværari en stuðningsmenn Vals, þrátt fyrir að vera töluvert færri í stúkunni. Viðar sagðist ekki gera ráð fyrir neinu öðru en að það yrði rífandi stemming á Egilsstöðum og notaði tækifærið og skaut létt á stemminguna á Hlíðarenda. „Það ætla ég rétt að vona. Við hefðum kannski búist við fleirum frá okkur en voru hérna en „þegar þú ferð inn á bókasafn og ferð að klappa og góla þá heyrist hátt í þér.“
Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira