Fordæmi Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. apríl 2024 08:31 Tveir forsetar lýðveldisins voru þingmenn þegar þeir buðu sig fram til að gegna embættinu og höfðu auk þess báðir verið ráðherrar áður, þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Ásgeir Ásgeirsson. Hvorugur þeirra sagði af sér þingmennsku fyrr en fyrir lá að þeir hefðu náð kjöri. Ásgeir var auk þess bankastjóri Útvegsbankans og sagði að sama skapi ekki af sér þeirri stöðu fyrr en ljóst var að hann hefði landað forsetaembættinu. Hins vegar hefur Katrín Jakobsdóttir sagt sig frá öllum pólitískum trúnaðarstörfum í kjölfar þess að hún tilkynnti framboð sitt til embættis forseta Íslands. Ekki einungis sem formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og forsætisráðherra heldur einnig sem þingmaður mörgum vikum áður en úrslit kosninganna liggja fyrir. Með því hefur hún með afgerandi hætti undirstrikað það að hún sé hætt þátttöku í stjórnmálum. Katrín hefði hæglega getað verið áfram þingmaður, og lagalega séð forsætisráðherra líka eins og Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í stjórnskipunarrétti, hefur bent á, og ekki sagt af sér nema hún næði kjöri. Katrín kaus hins vegar að segja strax af sér og setja þar með nýtt fordæmi. Þá hefur hún afsalað sér biðlaunum, sem hún á fullan rétt til, á meðan á kosningabaráttunni stendur. Finnland ekki þroskað lýðræðisríki? Fullyrðingar um að ekkert dæmi sé um það að sitjandi forsætisráðherra hafi farið í forsetaframboð í þroskuðu lýðræðisríki í Evrópu standast ekki skoðun. Enginn skortur er á dæmum um það að háttsettir ráðherrar í álfunni, til að mynda forsætisráðherrar, utanríkisráðherrar og fjármálaráðherrar, sem og þingmenn og flokksformenn hafi farið í forsetaframboð og þá iðulega ekki sagt af sér embætti nema þeir hafi náð kjöri. Til að mynda má nefna í þeim efnum Mauno Koivisto, fyrrverandi forseta Finnlands, líkt og Stefán Pálsson sagnfræðingur gerði í samtali við mbl.is á dögunum. Koivisto lét ekki af embætti forsætisráðherra fyrr en daginn áður en hann tók við forsetaembættinu 1982. Stefán nefndi einnig Törju Halonen til sögunnar sem sagði ekki af embætti utanríkisráðherra Finnlands fyrr en eftir að hafa verið kjörin forseti árið 2000. Enn fremur má til dæmis nefna þá Carlo Azeglio Ciampi sem var kosinn forseti Ítalíu 1999 og fór beint í embætti forseta úr stóli fjármálaráðherra landsins, Edgars Rinkēvičs sem var kjörinn forseti Eistlands á síðasta ári og sagði af sér embætti utanríkisráðherra sama dag og hann tók við forsetaembættinu og Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýzkalands, sem var enn utanríkisráðherra landsins þegar hann var tilnefndur. Fordæmi bæði innan lands og utan Hvernig sem á málið er annars litið er vægast sagt vandséð hvernig hægt er að fá það út að í því felist valdasækni að segja af sér valdamesta embætti landsins auk þingmennsku og formennsku í stjórnmálaflokki til þess að bjóða sig fram í embætti sem ekki sízt í samanburði hefur sáralítil völd og það löngu áður en nokkuð liggur fyrir um það hvernig kosningarnar fara. Þvert á móti er ljóslega verið að sækjast eftir miklu minni völdum. Hvað varðar tal um það að framboð Katrínar sé orðið að einhvers konar álitshnekki á alþjóðavísu heldur slíkt að sama skapi engu vatni. Þó ekki nema fyrir þá staðreynd að velþekkt er erlendis að bæði þingmenn og ráðherrar fari í forsetaframboð og segi einungis af sér nái þeir kjöri. Miklu fremur er Katrín ekki síður að setja fordæmi alþjóðlega en innanlands um að þingmenn og ráðherrar segi af sér fari þeir í slíkt framboð. Kosningabaráttan fram að forsetakosningunum 1. júní verður vonandi málefnalegri en þau dæmi sem fjallað hefur verið um hér að framan. Með því að beita slíkum meðölum er eðli málsins samkvæmt verið að lýsa því yfir að málefnalegum rökum sé ekki fyrir að fara. Annars væri jú ekki þörf á því að grípa til slíkra óyndisúrræða. Slíkt dæmir sig vitanlega sjálft en stundum er framgangan slík að illa verður orða bundizt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Alþingi Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Tveir forsetar lýðveldisins voru þingmenn þegar þeir buðu sig fram til að gegna embættinu og höfðu auk þess báðir verið ráðherrar áður, þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Ásgeir Ásgeirsson. Hvorugur þeirra sagði af sér þingmennsku fyrr en fyrir lá að þeir hefðu náð kjöri. Ásgeir var auk þess bankastjóri Útvegsbankans og sagði að sama skapi ekki af sér þeirri stöðu fyrr en ljóst var að hann hefði landað forsetaembættinu. Hins vegar hefur Katrín Jakobsdóttir sagt sig frá öllum pólitískum trúnaðarstörfum í kjölfar þess að hún tilkynnti framboð sitt til embættis forseta Íslands. Ekki einungis sem formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og forsætisráðherra heldur einnig sem þingmaður mörgum vikum áður en úrslit kosninganna liggja fyrir. Með því hefur hún með afgerandi hætti undirstrikað það að hún sé hætt þátttöku í stjórnmálum. Katrín hefði hæglega getað verið áfram þingmaður, og lagalega séð forsætisráðherra líka eins og Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í stjórnskipunarrétti, hefur bent á, og ekki sagt af sér nema hún næði kjöri. Katrín kaus hins vegar að segja strax af sér og setja þar með nýtt fordæmi. Þá hefur hún afsalað sér biðlaunum, sem hún á fullan rétt til, á meðan á kosningabaráttunni stendur. Finnland ekki þroskað lýðræðisríki? Fullyrðingar um að ekkert dæmi sé um það að sitjandi forsætisráðherra hafi farið í forsetaframboð í þroskuðu lýðræðisríki í Evrópu standast ekki skoðun. Enginn skortur er á dæmum um það að háttsettir ráðherrar í álfunni, til að mynda forsætisráðherrar, utanríkisráðherrar og fjármálaráðherrar, sem og þingmenn og flokksformenn hafi farið í forsetaframboð og þá iðulega ekki sagt af sér embætti nema þeir hafi náð kjöri. Til að mynda má nefna í þeim efnum Mauno Koivisto, fyrrverandi forseta Finnlands, líkt og Stefán Pálsson sagnfræðingur gerði í samtali við mbl.is á dögunum. Koivisto lét ekki af embætti forsætisráðherra fyrr en daginn áður en hann tók við forsetaembættinu 1982. Stefán nefndi einnig Törju Halonen til sögunnar sem sagði ekki af embætti utanríkisráðherra Finnlands fyrr en eftir að hafa verið kjörin forseti árið 2000. Enn fremur má til dæmis nefna þá Carlo Azeglio Ciampi sem var kosinn forseti Ítalíu 1999 og fór beint í embætti forseta úr stóli fjármálaráðherra landsins, Edgars Rinkēvičs sem var kjörinn forseti Eistlands á síðasta ári og sagði af sér embætti utanríkisráðherra sama dag og hann tók við forsetaembættinu og Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýzkalands, sem var enn utanríkisráðherra landsins þegar hann var tilnefndur. Fordæmi bæði innan lands og utan Hvernig sem á málið er annars litið er vægast sagt vandséð hvernig hægt er að fá það út að í því felist valdasækni að segja af sér valdamesta embætti landsins auk þingmennsku og formennsku í stjórnmálaflokki til þess að bjóða sig fram í embætti sem ekki sízt í samanburði hefur sáralítil völd og það löngu áður en nokkuð liggur fyrir um það hvernig kosningarnar fara. Þvert á móti er ljóslega verið að sækjast eftir miklu minni völdum. Hvað varðar tal um það að framboð Katrínar sé orðið að einhvers konar álitshnekki á alþjóðavísu heldur slíkt að sama skapi engu vatni. Þó ekki nema fyrir þá staðreynd að velþekkt er erlendis að bæði þingmenn og ráðherrar fari í forsetaframboð og segi einungis af sér nái þeir kjöri. Miklu fremur er Katrín ekki síður að setja fordæmi alþjóðlega en innanlands um að þingmenn og ráðherrar segi af sér fari þeir í slíkt framboð. Kosningabaráttan fram að forsetakosningunum 1. júní verður vonandi málefnalegri en þau dæmi sem fjallað hefur verið um hér að framan. Með því að beita slíkum meðölum er eðli málsins samkvæmt verið að lýsa því yfir að málefnalegum rökum sé ekki fyrir að fara. Annars væri jú ekki þörf á því að grípa til slíkra óyndisúrræða. Slíkt dæmir sig vitanlega sjálft en stundum er framgangan slík að illa verður orða bundizt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun