„Hefðum þegið betri markvörslu“ Hjörvar Ólafsson skrifar 21. apríl 2024 20:09 Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var sáttur við spilamennsku sinna manna þrátt fyrir tapið. Vísir/Hulda Margrét Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var heilt yfir ánægður með frammistöðu leikmanna sinna þó svo að liðið hafi lotið í lægra haldi fyrir FH í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. „Ég myndi ekki breyta neinu hvað varðar hvernig ég setti upp leikinn eða leikmennirnir framkvæmdu það sem lagt var upp með. Mér fannst sóknaleikurinn ganga smurt og vel og varnarleikurinn bara lengstum flottur,“ sagði Magnúst eftir að flautað var af. „Það sem skildi kannski að þegar á hólminn var komið var að við fengum litla markvörslu í þessum leik. Við þurfum að fá þá í betra stuð í næstu leikjum og kannski getum við gert eitthvað til þess að hjálpa þeim betur við að klukka fleiri bolta. Við þurfum að skoða það fram að næsta leik,“ sagði Magnús þar að auki. „Eins og við var að búast var þetta bara hörkuleikur þar sem liðin skiptust á að hafa yfirhöndina. Það er lítið sem skilur þessi lið að og við megum búast við sams konar bardögum í næstu viðureignum liðanna. Nú bara setjumst við yfir þessa spilamennsku og búum okkur vel undir næsta leik í Eyjum. Mér skilst að það eiga að gera dag úr þeim leikdegi og ég býst við alvöru Eyjastemmingu á fimmtudaginn kemur,“ sagði Eyjamaðurinn um næstu rimmu liðanna. Magnús og aðrir Eyjamenn voru ekki alls kostar sáttur við dómaraparið á köflum í leiknum en þjálfarinn sagði dómarana hins vegar heilt yfir hafa dæmt leikinn vel: „Eins og gengur og gerist í handboltaleikjum þar sem mikið er tekist á þá er maður ekki sammála öllum ákvörðunum sem teknar eru af dómaraparinu. Í hita leiksins blæs maður aðeins út og dómarar gerðu mistök í þessum leik bara eins og leikmenn og þjálfararnir. Þeir höfðu ekki áhirif á úrslit leiksins,“ sagði Magnús um frammistöðu Árna Snæs Magnússonar og Þorvars Bjarma Harðarsonar. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
„Ég myndi ekki breyta neinu hvað varðar hvernig ég setti upp leikinn eða leikmennirnir framkvæmdu það sem lagt var upp með. Mér fannst sóknaleikurinn ganga smurt og vel og varnarleikurinn bara lengstum flottur,“ sagði Magnúst eftir að flautað var af. „Það sem skildi kannski að þegar á hólminn var komið var að við fengum litla markvörslu í þessum leik. Við þurfum að fá þá í betra stuð í næstu leikjum og kannski getum við gert eitthvað til þess að hjálpa þeim betur við að klukka fleiri bolta. Við þurfum að skoða það fram að næsta leik,“ sagði Magnús þar að auki. „Eins og við var að búast var þetta bara hörkuleikur þar sem liðin skiptust á að hafa yfirhöndina. Það er lítið sem skilur þessi lið að og við megum búast við sams konar bardögum í næstu viðureignum liðanna. Nú bara setjumst við yfir þessa spilamennsku og búum okkur vel undir næsta leik í Eyjum. Mér skilst að það eiga að gera dag úr þeim leikdegi og ég býst við alvöru Eyjastemmingu á fimmtudaginn kemur,“ sagði Eyjamaðurinn um næstu rimmu liðanna. Magnús og aðrir Eyjamenn voru ekki alls kostar sáttur við dómaraparið á köflum í leiknum en þjálfarinn sagði dómarana hins vegar heilt yfir hafa dæmt leikinn vel: „Eins og gengur og gerist í handboltaleikjum þar sem mikið er tekist á þá er maður ekki sammála öllum ákvörðunum sem teknar eru af dómaraparinu. Í hita leiksins blæs maður aðeins út og dómarar gerðu mistök í þessum leik bara eins og leikmenn og þjálfararnir. Þeir höfðu ekki áhirif á úrslit leiksins,“ sagði Magnús um frammistöðu Árna Snæs Magnússonar og Þorvars Bjarma Harðarsonar.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira