Hefur allt sem þarf Vilborg Gunnarsdóttir skrifar 23. apríl 2024 13:31 Fyrstu kynni mín af Höllu Tómasdóttur voru í tengslum við vinnustað þar sem hún kom einn dag og ræddi við hópinn. Þessi dagur breytti svolítið lífi mínu því þarna uppgötvaði ég í raun hvernig ég get tekið stjórn á eigin lífi. Halla varpaði á skjá mynd af vatnsglasi sem í var vökvi um það bil að miðju glasi. Hún talaði um viðhorf okkar og hvernig við tökumst á við það sem lífið færir okkur. Stundum verðum við fyrir mótlæti – misjafnlega alvarlegu – en með því að temja mér viðhorf Höllu um að horfa alltaf á glasið hálf fullt, í stað hálf tómt breyttist allt. Að velja hvernig við bregðumst við þegar á móti blæs með jákvæðni í stað þess að sjá allt svart, er svo gott. Eftir þennan fund var ég svo lánsöm að fá að kynnast Höllu betur. Fékk að heyra um gildin hennar og sýn á framtíðina sem hún brennur fyrir. Ég var ein af þeim sem kaus Höllu fyrir átta árum þar sem mér fannst hún þá, eins og nú, sú eina sem raunverulega hefur það sem þarf til að verða forseti Íslands. Og hvað er það, kann einhver að spyrja. Halla brennur fyrir málefnum sem eru mér mikilvæg. Þar má nefna jafnrétti í sinni breiðustu mynd, umhverfismál og heiðarleika í viðskiptum. Þessi eru meðal margra góðra gilda Höllu sem hún brennur fyrir og hefur alltaf talað fyrir – ekki bara núna í aðdraganda þessara kosninga. Halla Tómasdóttir þurfti ekki að grafa þau upp og pússa upp á nýtt. Þá þurfti hún ekki heldur að „hreinsa“ samfélagssíðurnar sínar. Hún er einfaldlega það sem hún segist vera og hefur allt sem þarf. Það að eiga kost á því að velja konu eins og Höllu Tómasdóttur sem forseta Íslands eru forréttindi og tækifæri sem við megum ekki sleppa. Halla mun sem forseti Íslands vekja athygli hvar sem hún kemur fyrir sitt hlýlega viðmót og glæsileika. Hún mun tengja saman fólk sem vill vinna að mikilvægum málum og tala fyrir mikilvægi Íslands sem miðju góðra gilda. Ég hvet þau sem ekki hafa gert upp hug sinn að kynna sér þau málefni sem Halla Tómasdóttir stendur fyrir og ákveða svo hvert krossinn fer á kjörseðlinum. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Fyrstu kynni mín af Höllu Tómasdóttur voru í tengslum við vinnustað þar sem hún kom einn dag og ræddi við hópinn. Þessi dagur breytti svolítið lífi mínu því þarna uppgötvaði ég í raun hvernig ég get tekið stjórn á eigin lífi. Halla varpaði á skjá mynd af vatnsglasi sem í var vökvi um það bil að miðju glasi. Hún talaði um viðhorf okkar og hvernig við tökumst á við það sem lífið færir okkur. Stundum verðum við fyrir mótlæti – misjafnlega alvarlegu – en með því að temja mér viðhorf Höllu um að horfa alltaf á glasið hálf fullt, í stað hálf tómt breyttist allt. Að velja hvernig við bregðumst við þegar á móti blæs með jákvæðni í stað þess að sjá allt svart, er svo gott. Eftir þennan fund var ég svo lánsöm að fá að kynnast Höllu betur. Fékk að heyra um gildin hennar og sýn á framtíðina sem hún brennur fyrir. Ég var ein af þeim sem kaus Höllu fyrir átta árum þar sem mér fannst hún þá, eins og nú, sú eina sem raunverulega hefur það sem þarf til að verða forseti Íslands. Og hvað er það, kann einhver að spyrja. Halla brennur fyrir málefnum sem eru mér mikilvæg. Þar má nefna jafnrétti í sinni breiðustu mynd, umhverfismál og heiðarleika í viðskiptum. Þessi eru meðal margra góðra gilda Höllu sem hún brennur fyrir og hefur alltaf talað fyrir – ekki bara núna í aðdraganda þessara kosninga. Halla Tómasdóttir þurfti ekki að grafa þau upp og pússa upp á nýtt. Þá þurfti hún ekki heldur að „hreinsa“ samfélagssíðurnar sínar. Hún er einfaldlega það sem hún segist vera og hefur allt sem þarf. Það að eiga kost á því að velja konu eins og Höllu Tómasdóttur sem forseta Íslands eru forréttindi og tækifæri sem við megum ekki sleppa. Halla mun sem forseti Íslands vekja athygli hvar sem hún kemur fyrir sitt hlýlega viðmót og glæsileika. Hún mun tengja saman fólk sem vill vinna að mikilvægum málum og tala fyrir mikilvægi Íslands sem miðju góðra gilda. Ég hvet þau sem ekki hafa gert upp hug sinn að kynna sér þau málefni sem Halla Tómasdóttir stendur fyrir og ákveða svo hvert krossinn fer á kjörseðlinum. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur frambjóðanda til embættis forseta Íslands.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun