Dregur framboðið til baka Árni Sæberg skrifar 26. apríl 2024 09:21 Sigríður Hrund Pétursdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Vísir Sigríður Hrund Pétursdóttir hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Henni tókst ekki að safna tilskildum fjölda meðmæla, sem skila þarf inn í dag. Í fréttatilkynningu frá Sigríði Hrund segir að hún dragi framboðið til baka með þakklæti og auðmýkt. Öllum meðmælum hafi nú verið eytt, rafrænum sem og á pappír. Það gerir það að verkum að fólk sem hafði mælt með Sigríði Hrund getur nú mælt með öðrum frambjóðanda. Skrifi meðmælendur undir hjá tveimur fær hvorugur þeirra að njóta undirskriftarinnar. „Mig langar að þakka meðmælendum mínum fyrir traustið, hvatninguna og tækifærið sem þau veittu mér. Enn fremur langar mig að taka fram að á ferðum mínum um landið hefur verið vel á móti mér tekið í hvívetna og ég verið aufúsugestur hvar sem mig hefur borið að garði. Það segir margt um okkar einstöku þjóð.“ Áhugaverðar vikur fram undan Þá segir að hún sendi meðframbjóðendum hennar hvatningar-, þakklætis- og stuðningskveðjur á þeirra vegferð. Það sé einstakt að búa í landi sem leyfir virkt lýðræði og tjáningarfrelsi. Að geta staðið upp og stigið fram séu mannréttindi sem við eigum að vernda með því að iðka – átakalaust. „Framundan eru áhugaverðar vikur þar sem þjóðin fær að kynnast fjölbreyttum frambjóðendum ítarlega. Það er einlæg ósk mín að við samgleðjumst og tökum fagnandi á móti hugrökku fólki með mildi og styrk að leiðarljósi.“ Nú eru meðframbjóðendur hennar að undirbúa sig til þess að skila meðmælaundirskriftalistum til landskjörstjórnar í Hörpu á milli klukkan 10 og 12. Vísir verður í beinni útsendingu frá Hörpu. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Sigríði þykir ólíklegt að hún nái undirskriftum Milli klukkan tíu og tólf á morgun mun Landskjörstjórn taka við framboðum til forseta Íslands. Eins og fram hefur komið þarf frambjóðandi að hafa 1500 undirskriftir til að komast áfram í kjörið. Tíminn er því naumur fyrir frambjóðendur sem ekki hafa náð þeim undirskriftafjölda. Helga Þórisdóttir er bjartsýn en Sigríður Hrund ekki. 25. apríl 2024 12:07 Nýr samskiptastjóri Sigríðar: „Kom, sá og sigraði – eins og ég mun gera“ Sigríður Hrund Pétursdóttir, frambjóðandi til embættis Forseta Íslands, hefur ráðið Hörpu Björgu Hjálmtýsdóttur sem samskiptastjóra. 14. febrúar 2024 15:37 Langflestir vilja fleiri undirskriftir fyrir forsetaframboð Mikill meirihluti landsmanna væru hlynntir því að lágmarksfjöldi undirskrifta til að komast í forsetaframboð verði hækkaður. 30. janúar 2024 11:34 Hödd hætt hjá Sigríði Hrund forsetaframbjóðanda Hödd Vilhjálmsdóttir hefur látið af störfum sem fjölmiðla- og samskiptastjóri forsetaframboðs Sigríðar Hrundar Pétursdóttur. 18. janúar 2024 10:59 Flugeldar forsetaframbjóðanda vöktu barn Sigríður Hrund Pétursdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta í gær með pompi, prakt og flugeldum, eflaust til mikillar gleði viðstaddra. Minni gleði vakti það þó hjá íbúum nágrennisins en þeir kunnu ekki að meta uppátæki Sigríðar. 13. janúar 2024 14:40 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Sigríði Hrund segir að hún dragi framboðið til baka með þakklæti og auðmýkt. Öllum meðmælum hafi nú verið eytt, rafrænum sem og á pappír. Það gerir það að verkum að fólk sem hafði mælt með Sigríði Hrund getur nú mælt með öðrum frambjóðanda. Skrifi meðmælendur undir hjá tveimur fær hvorugur þeirra að njóta undirskriftarinnar. „Mig langar að þakka meðmælendum mínum fyrir traustið, hvatninguna og tækifærið sem þau veittu mér. Enn fremur langar mig að taka fram að á ferðum mínum um landið hefur verið vel á móti mér tekið í hvívetna og ég verið aufúsugestur hvar sem mig hefur borið að garði. Það segir margt um okkar einstöku þjóð.“ Áhugaverðar vikur fram undan Þá segir að hún sendi meðframbjóðendum hennar hvatningar-, þakklætis- og stuðningskveðjur á þeirra vegferð. Það sé einstakt að búa í landi sem leyfir virkt lýðræði og tjáningarfrelsi. Að geta staðið upp og stigið fram séu mannréttindi sem við eigum að vernda með því að iðka – átakalaust. „Framundan eru áhugaverðar vikur þar sem þjóðin fær að kynnast fjölbreyttum frambjóðendum ítarlega. Það er einlæg ósk mín að við samgleðjumst og tökum fagnandi á móti hugrökku fólki með mildi og styrk að leiðarljósi.“ Nú eru meðframbjóðendur hennar að undirbúa sig til þess að skila meðmælaundirskriftalistum til landskjörstjórnar í Hörpu á milli klukkan 10 og 12. Vísir verður í beinni útsendingu frá Hörpu.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Sigríði þykir ólíklegt að hún nái undirskriftum Milli klukkan tíu og tólf á morgun mun Landskjörstjórn taka við framboðum til forseta Íslands. Eins og fram hefur komið þarf frambjóðandi að hafa 1500 undirskriftir til að komast áfram í kjörið. Tíminn er því naumur fyrir frambjóðendur sem ekki hafa náð þeim undirskriftafjölda. Helga Þórisdóttir er bjartsýn en Sigríður Hrund ekki. 25. apríl 2024 12:07 Nýr samskiptastjóri Sigríðar: „Kom, sá og sigraði – eins og ég mun gera“ Sigríður Hrund Pétursdóttir, frambjóðandi til embættis Forseta Íslands, hefur ráðið Hörpu Björgu Hjálmtýsdóttur sem samskiptastjóra. 14. febrúar 2024 15:37 Langflestir vilja fleiri undirskriftir fyrir forsetaframboð Mikill meirihluti landsmanna væru hlynntir því að lágmarksfjöldi undirskrifta til að komast í forsetaframboð verði hækkaður. 30. janúar 2024 11:34 Hödd hætt hjá Sigríði Hrund forsetaframbjóðanda Hödd Vilhjálmsdóttir hefur látið af störfum sem fjölmiðla- og samskiptastjóri forsetaframboðs Sigríðar Hrundar Pétursdóttur. 18. janúar 2024 10:59 Flugeldar forsetaframbjóðanda vöktu barn Sigríður Hrund Pétursdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta í gær með pompi, prakt og flugeldum, eflaust til mikillar gleði viðstaddra. Minni gleði vakti það þó hjá íbúum nágrennisins en þeir kunnu ekki að meta uppátæki Sigríðar. 13. janúar 2024 14:40 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Sigríði þykir ólíklegt að hún nái undirskriftum Milli klukkan tíu og tólf á morgun mun Landskjörstjórn taka við framboðum til forseta Íslands. Eins og fram hefur komið þarf frambjóðandi að hafa 1500 undirskriftir til að komast áfram í kjörið. Tíminn er því naumur fyrir frambjóðendur sem ekki hafa náð þeim undirskriftafjölda. Helga Þórisdóttir er bjartsýn en Sigríður Hrund ekki. 25. apríl 2024 12:07
Nýr samskiptastjóri Sigríðar: „Kom, sá og sigraði – eins og ég mun gera“ Sigríður Hrund Pétursdóttir, frambjóðandi til embættis Forseta Íslands, hefur ráðið Hörpu Björgu Hjálmtýsdóttur sem samskiptastjóra. 14. febrúar 2024 15:37
Langflestir vilja fleiri undirskriftir fyrir forsetaframboð Mikill meirihluti landsmanna væru hlynntir því að lágmarksfjöldi undirskrifta til að komast í forsetaframboð verði hækkaður. 30. janúar 2024 11:34
Hödd hætt hjá Sigríði Hrund forsetaframbjóðanda Hödd Vilhjálmsdóttir hefur látið af störfum sem fjölmiðla- og samskiptastjóri forsetaframboðs Sigríðar Hrundar Pétursdóttur. 18. janúar 2024 10:59
Flugeldar forsetaframbjóðanda vöktu barn Sigríður Hrund Pétursdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta í gær með pompi, prakt og flugeldum, eflaust til mikillar gleði viðstaddra. Minni gleði vakti það þó hjá íbúum nágrennisins en þeir kunnu ekki að meta uppátæki Sigríðar. 13. janúar 2024 14:40