Landsréttur komi fram við ákæruvaldið eins og lítið barn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. apríl 2024 21:33 Frá meðferð málsins í héraði. vísir „Hér er Landsréttur að taka fram fyrir hendurnar á ákæruvaldinu, koma fram við það eins og lítið barn sem nýtur ekki lögræðis,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson verjandi hjúkrunarfræðings, sem var sýknaður af ákæru fyrir manndráp á geðdeild Landspítala á síðasta ári. Í dag var dómur héraðsdóms ómerktur í Landsrétti og lagt fyrir héraðsdóms að taka málið til meðferðar á ný. Það gerir Landsréttur með vísan til þess að ákæruvald hafi aðeins ákært hjúkrunarfræðinginn Steinu Árnadóttur fyrir manndráp af ásetningi, en ekki manndráp af gáleysi eða stórfellda líkamsárás sem bani hefði hlotist af. Til upprifjunar taldi Héraðsdómur Reykjavíkur sannað að Steina hefði valdið dauða sjúklingsins með því að hella næringardrykk upp í hann þar til hann kafnaði. Steina var sýknuð þar sem ásetningur hennar til manndráps þótti ekki sannaður. „Nær ekki nokkurri átt“ Vilhjálmur furðar sig á fyrrgreindum vinnubrögðum Landsréttar í ljósi þess að ákæruvald hafi fengið efnisdóm um það sakarefni sem lagt hafi verið upp með af hálfu ákæruvaldsins, sem skuli njóta sjálfstæðis í störfum sínum. „Það liggur fyrir að ákæruvaldið ákærir í málinu fyrir manndráp af ásetningi. Það var engin varakrafa. Þetta var meðvituð ákvörðun af hálfu ákæruvaldsins í málinu. Málið er ekki flutt um það að hugsanlega megi heimfæra háttsemi ákærðu undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga eða 215. gr. sömu laga,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi og heldur áfram: „Í mínum huga nær það ekki nokkurri átt að ákæruvaldið breyti kröfum sínum, þegar það kemur að málsmeðferð í Landsrétti, og það geti leitt til þess að dómur sem er ekki haldinn neinum formgöllum skuli ómerktur án kröfu af hálfu ákæruvalds. Þetta gengur bara ekki upp,“ segir Vilhjálmur. Ekki kunnugt um fordæmi Ákæruvaldið sé óháð dómsvaldinu og því sé um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði ákæruvaldins. „Það hafa fallið dómar, um mat ákæruvaldsins á því hvort eigi að gefa út ákæru og fyrir hvað, þar sem niðurstaðan er að það sæti ekki endurskoðun dómstóla. Hér er Landsréttur að taka fram fyrir hendurnar á ákæruvaldinu, koma fram við það eins og lítið barn sem nýtur ekki lögræðis.“ Reglan um sjálfstæði ákæruvaldsins skuli ganga í báðar áttir, það er bæði í þágu ákæruvaldsins og í þágu sakbornings. Vilhjálmur kveðst ekki vera kunnugt um fordæmi þess að æðri dómstóll ómerki samskonar dóm og leggi fyrir héraðsdóm til meðferðar á ný. Ljóst er að málsmeðferðin lengist töluvert, en ekki er kveðið á um það, í úrskurði Landsréttar, frá hvaða tímapunkti málsmeðferðin skuli endurtekin. „Það er því óljóst hvort að það verði frá þingfestingu ákæru eða að það eigi bara að endurtaka munnlegan málflutning. En vitni þurfa að koma aftur fyrir dóm, þó að Landsréttur láti það liggja á milli hluta.“ Dómsmál Andlát á geðdeild Landspítala Landspítalinn Lögmennska Tengdar fréttir „Þetta er ekki leiðin til að halda heilbrigðisstarfsfólki í vinnu“ Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, fagnar niðurstöðu héraðsdóms í dag í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítalans. 21. júní 2023 12:12 „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Sorglegt að enginn beri ábyrgð á andláti á geðdeild Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar, segir sorglegt að manneskja geti látið lífið á geðdeild án þess að nokkur beri ábyrgð. 22. júní 2023 13:01 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Það gerir Landsréttur með vísan til þess að ákæruvald hafi aðeins ákært hjúkrunarfræðinginn Steinu Árnadóttur fyrir manndráp af ásetningi, en ekki manndráp af gáleysi eða stórfellda líkamsárás sem bani hefði hlotist af. Til upprifjunar taldi Héraðsdómur Reykjavíkur sannað að Steina hefði valdið dauða sjúklingsins með því að hella næringardrykk upp í hann þar til hann kafnaði. Steina var sýknuð þar sem ásetningur hennar til manndráps þótti ekki sannaður. „Nær ekki nokkurri átt“ Vilhjálmur furðar sig á fyrrgreindum vinnubrögðum Landsréttar í ljósi þess að ákæruvald hafi fengið efnisdóm um það sakarefni sem lagt hafi verið upp með af hálfu ákæruvaldsins, sem skuli njóta sjálfstæðis í störfum sínum. „Það liggur fyrir að ákæruvaldið ákærir í málinu fyrir manndráp af ásetningi. Það var engin varakrafa. Þetta var meðvituð ákvörðun af hálfu ákæruvaldsins í málinu. Málið er ekki flutt um það að hugsanlega megi heimfæra háttsemi ákærðu undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga eða 215. gr. sömu laga,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi og heldur áfram: „Í mínum huga nær það ekki nokkurri átt að ákæruvaldið breyti kröfum sínum, þegar það kemur að málsmeðferð í Landsrétti, og það geti leitt til þess að dómur sem er ekki haldinn neinum formgöllum skuli ómerktur án kröfu af hálfu ákæruvalds. Þetta gengur bara ekki upp,“ segir Vilhjálmur. Ekki kunnugt um fordæmi Ákæruvaldið sé óháð dómsvaldinu og því sé um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði ákæruvaldins. „Það hafa fallið dómar, um mat ákæruvaldsins á því hvort eigi að gefa út ákæru og fyrir hvað, þar sem niðurstaðan er að það sæti ekki endurskoðun dómstóla. Hér er Landsréttur að taka fram fyrir hendurnar á ákæruvaldinu, koma fram við það eins og lítið barn sem nýtur ekki lögræðis.“ Reglan um sjálfstæði ákæruvaldsins skuli ganga í báðar áttir, það er bæði í þágu ákæruvaldsins og í þágu sakbornings. Vilhjálmur kveðst ekki vera kunnugt um fordæmi þess að æðri dómstóll ómerki samskonar dóm og leggi fyrir héraðsdóm til meðferðar á ný. Ljóst er að málsmeðferðin lengist töluvert, en ekki er kveðið á um það, í úrskurði Landsréttar, frá hvaða tímapunkti málsmeðferðin skuli endurtekin. „Það er því óljóst hvort að það verði frá þingfestingu ákæru eða að það eigi bara að endurtaka munnlegan málflutning. En vitni þurfa að koma aftur fyrir dóm, þó að Landsréttur láti það liggja á milli hluta.“
Dómsmál Andlát á geðdeild Landspítala Landspítalinn Lögmennska Tengdar fréttir „Þetta er ekki leiðin til að halda heilbrigðisstarfsfólki í vinnu“ Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, fagnar niðurstöðu héraðsdóms í dag í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítalans. 21. júní 2023 12:12 „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Sorglegt að enginn beri ábyrgð á andláti á geðdeild Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar, segir sorglegt að manneskja geti látið lífið á geðdeild án þess að nokkur beri ábyrgð. 22. júní 2023 13:01 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
„Þetta er ekki leiðin til að halda heilbrigðisstarfsfólki í vinnu“ Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, fagnar niðurstöðu héraðsdóms í dag í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítalans. 21. júní 2023 12:12
„Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31
Sorglegt að enginn beri ábyrgð á andláti á geðdeild Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar, segir sorglegt að manneskja geti látið lífið á geðdeild án þess að nokkur beri ábyrgð. 22. júní 2023 13:01