Líklegt að það styttist í brotmörk Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2024 20:46 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Arnar Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, ræddi stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir kviku streyma djúpt að neðan. Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Vísir/Steingrímur Dúi „Núna í nokkrar vikur eftir að þetta gos hófst hefur kvikan dreifst. Hluti fer upp í gosið og hluti fer í geymslusvæði, kvikuhólfið undir Svartsengi. Kannski á fimm kílómetra dýpi. Sem þýðir að það er þröng leiðin upp og nú er búið að safnast álíka mikið niðri og fyrir þessi gos sem við höfum fengið. Það þýðir að það er líklegt að þetta komi að fara að brotmörkum og þá fáum við nýjan púls í þetta gos,“ segir Magnús Tumi. Klippa: Óvissa við Grindavík Ekki endilega þýði það nýtt gos heldur að það sem er í gangi eflist eða sprungan lengist. „Segjum að sprungan opnist aftur eða opnist ný sprunga sem er nokkurn vegin sama sprungan, ef það gerist hratt fer þetta beint upp og þá kemur það upp þarna þar sem byrjunin hefur verið á hinum gosunum. Norðar heldur en gýs núna. Við getum ekki útilokað, þó það sé ólíklegt, að þetta fari sunnar. Þá þarf kvikan að fara upp og troða sér til hliðar. Þá er mjög líklegt að það taki lengri tíma. Hvort heldur sem er, ef það fer af stað nýtt kvikuhlaup þá þarf að bregðast hratt við og rýma Grindavík,“ segir Magnús Tumi. Hér má sjá hvernig hrauntungan rennur niður varnargarðinn.Vísir/Steingrímur Dúi Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður var stödd á Reykjanesskaganum í dag á svæðinu þar sem hrauntungan fór að renna yfir varnargarðinn. Hún ræddi við Atla Gunnarsson, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurnesjum um stöðuna. „Við erum með aukið viðbragð og eftirlit í Grindavík og erum að fylgjast betur með þeim stöðum sem við teljum okkur þurfa að vera á. Hérna og þar sem fólkið er að fara upp að gosinu, aðallega til að koma í veg fyrir það,“ segir Atli. Atli Gunnarsson er varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Steingrímur Dúi Hafið þið þurft að bægja fólki eitthvað frá í dag? „Já, það er búið að koma fyrir. Að við þurfum að biðja fólk um að snúa við. Fólk er forvitið, eðlilega, en þetta er ekki öruggt svæði til að vera á akkúrat núna. Þess vegna er þetta bannsvæði og við viljum ekki að fólk fari hingað. Það er ekki öruggt, það er sprungið svæði hér í kring. Og eins og þeir hjá Veðurstofunni hafa sagt, þetta getur komið upp alls staðar,“ segir Atli. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Tengdar fréttir Hraun mjakast yfir varnargarð Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er. 27. apríl 2024 13:49 Krafturinn í gosinu gæti aukist verulega haldi kvikusöfnun áfram Eldgosið við Sundhnúk heldur áfram og er enn einn gígur skammt austan við Sundhnúk, virkur. Landris í Svartsengi hefur áfram á sama hraða og eru meiri líkur á því að kraftur eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni aukist verulega, haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða. 26. apríl 2024 13:17 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, ræddi stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir kviku streyma djúpt að neðan. Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Vísir/Steingrímur Dúi „Núna í nokkrar vikur eftir að þetta gos hófst hefur kvikan dreifst. Hluti fer upp í gosið og hluti fer í geymslusvæði, kvikuhólfið undir Svartsengi. Kannski á fimm kílómetra dýpi. Sem þýðir að það er þröng leiðin upp og nú er búið að safnast álíka mikið niðri og fyrir þessi gos sem við höfum fengið. Það þýðir að það er líklegt að þetta komi að fara að brotmörkum og þá fáum við nýjan púls í þetta gos,“ segir Magnús Tumi. Klippa: Óvissa við Grindavík Ekki endilega þýði það nýtt gos heldur að það sem er í gangi eflist eða sprungan lengist. „Segjum að sprungan opnist aftur eða opnist ný sprunga sem er nokkurn vegin sama sprungan, ef það gerist hratt fer þetta beint upp og þá kemur það upp þarna þar sem byrjunin hefur verið á hinum gosunum. Norðar heldur en gýs núna. Við getum ekki útilokað, þó það sé ólíklegt, að þetta fari sunnar. Þá þarf kvikan að fara upp og troða sér til hliðar. Þá er mjög líklegt að það taki lengri tíma. Hvort heldur sem er, ef það fer af stað nýtt kvikuhlaup þá þarf að bregðast hratt við og rýma Grindavík,“ segir Magnús Tumi. Hér má sjá hvernig hrauntungan rennur niður varnargarðinn.Vísir/Steingrímur Dúi Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður var stödd á Reykjanesskaganum í dag á svæðinu þar sem hrauntungan fór að renna yfir varnargarðinn. Hún ræddi við Atla Gunnarsson, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurnesjum um stöðuna. „Við erum með aukið viðbragð og eftirlit í Grindavík og erum að fylgjast betur með þeim stöðum sem við teljum okkur þurfa að vera á. Hérna og þar sem fólkið er að fara upp að gosinu, aðallega til að koma í veg fyrir það,“ segir Atli. Atli Gunnarsson er varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Steingrímur Dúi Hafið þið þurft að bægja fólki eitthvað frá í dag? „Já, það er búið að koma fyrir. Að við þurfum að biðja fólk um að snúa við. Fólk er forvitið, eðlilega, en þetta er ekki öruggt svæði til að vera á akkúrat núna. Þess vegna er þetta bannsvæði og við viljum ekki að fólk fari hingað. Það er ekki öruggt, það er sprungið svæði hér í kring. Og eins og þeir hjá Veðurstofunni hafa sagt, þetta getur komið upp alls staðar,“ segir Atli.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Tengdar fréttir Hraun mjakast yfir varnargarð Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er. 27. apríl 2024 13:49 Krafturinn í gosinu gæti aukist verulega haldi kvikusöfnun áfram Eldgosið við Sundhnúk heldur áfram og er enn einn gígur skammt austan við Sundhnúk, virkur. Landris í Svartsengi hefur áfram á sama hraða og eru meiri líkur á því að kraftur eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni aukist verulega, haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða. 26. apríl 2024 13:17 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Hraun mjakast yfir varnargarð Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er. 27. apríl 2024 13:49
Krafturinn í gosinu gæti aukist verulega haldi kvikusöfnun áfram Eldgosið við Sundhnúk heldur áfram og er enn einn gígur skammt austan við Sundhnúk, virkur. Landris í Svartsengi hefur áfram á sama hraða og eru meiri líkur á því að kraftur eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni aukist verulega, haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða. 26. apríl 2024 13:17