Fótboltafortíð fjölskyldunnar í sviðsljósinu í viðtali DR við Andra Lucas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 09:00 Eiður Smári Guðjohsen með ungum syni sínum þegar Eiður var leikmaður Chelsea. Getty/Matthew Ashton Andri Lucas Guðjohnsen hefur vakið mikla athygli í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni enda kominn með ellefu mörk í deild og úrslitakeppni. Danska ríkisútvarpið fjallaði sérstaklega um íslenska landsliðsmiðherjann sem skrifaði nýverið undir þriggja ára samning við Lyngby. Sjónvarpsmaður DR spurði Andra meðal annars út í föður hans Eið Smára Guðjohnsen sem er næstmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi og vann titla i bæði ensku og spænsku deildinni. DELT TOPSCORER I SUPERLIGAEN 💪🏻💙Med sit 11. sæsonmål i 3F Superligaen hoppede Andri Gudjohnsen i dag op på en delt førsteplads på topscorerlisten ⭐️Áfram 🇮🇸 #SammenForLyngby pic.twitter.com/kHy79C01h1— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) April 21, 2024 DR birti brot úr myndbandinu á samfélagsmiðlum sínum þar sem mátti sjá þegar Andra var sýnd gömul mynd af þeim feðgum eftir að Eiður Smári varð Englandsmeistari með Chelsea. Þar mátti sjá Eið halda á Andra en eldri bróðir hans, Sveinn Aron, var síðan við hlið þeirra. Hefur séð þessa mynd mörgum sinnum „Ég hef séð þessa mynd mörgum sinnum. Þarna er faðir minn og hann var þarna að vinna ensku úrvalsdeildina annað árið í röð. Ekki auðvelt að ná því,“ sagði Andri Lucas og benti á myndina. „Þarna er líka stóri bróðir minn Sveinn. Ég er þessi litli sem faðir minn heldur á,“ sagði Andri. „Fótboltinn hefur verið í fjölskyldu minni í marga ættliði. Faðir minn var aðstoðarlandsliðsþjálfari þegar ég spilaði minn fyrsta landsleik og faðir minn kom inn á sem varamaður fyrir afa minn í hans fyrsta landsleik,“ sagði Andri. Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni „Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar þegar Barcelona mætti Manchester United í Róm (2009). Það er mín fyrsta minning af því að hafa séð föður minn á stærsta sviðinu. Þá sá ég að þetta væri eitthvað sem ég væri til að gera í framtíðinni,“ sagði Andri en Eiður Smári vann þá Meistaradeildina með Barcelona. „Þetta hefur verið gott tímabil fyrir mig og ég hef náð að sýna hvað ég get gert inn á fótboltavellinum,“ sagði Andri. „Þegar þú ert sonur svona stórs leikmanns þá eru gerðar til þín ákveðnar væntingar. Við erum ólíkir leikmenn þótt ég geti auðvitað lært mikið af honum. Hann horfir á næstum því alla mína leiki og ég reyni að hlusta á hans ráð. Ég nota hann sem innblástur um hvað ég get náð langt,“ sagði Andri. Það má sjá allt viðtalsbrotið hér fyrir neðan. Danski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Danska ríkisútvarpið fjallaði sérstaklega um íslenska landsliðsmiðherjann sem skrifaði nýverið undir þriggja ára samning við Lyngby. Sjónvarpsmaður DR spurði Andra meðal annars út í föður hans Eið Smára Guðjohnsen sem er næstmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi og vann titla i bæði ensku og spænsku deildinni. DELT TOPSCORER I SUPERLIGAEN 💪🏻💙Med sit 11. sæsonmål i 3F Superligaen hoppede Andri Gudjohnsen i dag op på en delt førsteplads på topscorerlisten ⭐️Áfram 🇮🇸 #SammenForLyngby pic.twitter.com/kHy79C01h1— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) April 21, 2024 DR birti brot úr myndbandinu á samfélagsmiðlum sínum þar sem mátti sjá þegar Andra var sýnd gömul mynd af þeim feðgum eftir að Eiður Smári varð Englandsmeistari með Chelsea. Þar mátti sjá Eið halda á Andra en eldri bróðir hans, Sveinn Aron, var síðan við hlið þeirra. Hefur séð þessa mynd mörgum sinnum „Ég hef séð þessa mynd mörgum sinnum. Þarna er faðir minn og hann var þarna að vinna ensku úrvalsdeildina annað árið í röð. Ekki auðvelt að ná því,“ sagði Andri Lucas og benti á myndina. „Þarna er líka stóri bróðir minn Sveinn. Ég er þessi litli sem faðir minn heldur á,“ sagði Andri. „Fótboltinn hefur verið í fjölskyldu minni í marga ættliði. Faðir minn var aðstoðarlandsliðsþjálfari þegar ég spilaði minn fyrsta landsleik og faðir minn kom inn á sem varamaður fyrir afa minn í hans fyrsta landsleik,“ sagði Andri. Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni „Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar þegar Barcelona mætti Manchester United í Róm (2009). Það er mín fyrsta minning af því að hafa séð föður minn á stærsta sviðinu. Þá sá ég að þetta væri eitthvað sem ég væri til að gera í framtíðinni,“ sagði Andri en Eiður Smári vann þá Meistaradeildina með Barcelona. „Þetta hefur verið gott tímabil fyrir mig og ég hef náð að sýna hvað ég get gert inn á fótboltavellinum,“ sagði Andri. „Þegar þú ert sonur svona stórs leikmanns þá eru gerðar til þín ákveðnar væntingar. Við erum ólíkir leikmenn þótt ég geti auðvitað lært mikið af honum. Hann horfir á næstum því alla mína leiki og ég reyni að hlusta á hans ráð. Ég nota hann sem innblástur um hvað ég get náð langt,“ sagði Andri. Það má sjá allt viðtalsbrotið hér fyrir neðan.
Danski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira