Ólafur og Katrín á RÚV Þorvaldur Logason skrifar 30. apríl 2024 14:00 Stjórnmálaskýrandi Íslands, prófessor Ólafur Þ. Harðarson hefur sagt (á RÚV) um fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðanda Katrínu Jakobsdóttur að hún hafi gert það að listgrein að svara ekki spurningum. En hvaða spurningum á Katrín að svara (á RÚV) þegar Ólafur hefur gert það að listgrein alla tíð að spyrja ekki spurninga? Ólafur og Katrín eru í raun kósí par, hafi þjóðin ekki vitað það. En þau eiga í erfiðleikum með að tala saman svo vit sé í fyrir okkur hin sem hlustum (á RÚV). Því þau trúa ekki á rökræðu um óþægileg átakamál sem gætu valdið afdrifaríkum erjum, hrópum og köllum, ljótu orðfæri, sjokkerandi æsingi, jafnvel meltingartruflunum. Ólafur og Katrín eru draumaparið í íslenskum lopapeysu-stjórnmálum, sá sem ekki spyr og sú sem ekki svarar. Best væri að þau kæmu fram í sömu peysunni. Fólk eins og Óli og Kata, valdhafinn og túlkur hans, eru reyndar í ástarsambandi í fjölmiðlum út um allan heim. Þau eiga það sameiginlegt að hafa aldrei bjargað neinu samfélagi frá hættu. Þegar skellur á stríð segja þau úps! Þegar hungursneið verður segja þau æ! Og þegar þjóðfélag hrynur segja þau, ja hérna hér! Því þegar þau koma fram er aldrei neitt gagnrýnisvert að gerast. Hvöss gagnrýni er ógn við völdin og þeim er aldrei ruggað nema ef forsætisráðherrann er svo óheppinn að lenda í jarðskjálfta í beinni útsendingu. Óli og Kata eru yfir sig ástfanginn af leikjafræði (á RÚV). Nú býður Kata, í hlutverki forsætisráðherra Íslands, sig til dæmis fram í hlutverk forseta Íslands. Ótal óskaplega erfiðar spurningar vakna eins og hagsmunaárekstrar, valdsmisnotkun, vanhæfi, valdabrask og alls konar svoleiðis höfuðverkjandi og ljótt en Óli og Kata láta ekki narra sig frá leiknum.Í sjónvarpi (á RÚV) skýrir Óli málið fyrir okkur hinum með vönduðum áherslum: Nú, ef Katrín fer fram þá snýr Bjarni sennilega aftur og Sigurður Ingi fer til hægri og Þórdís líklega upp en Svandís líklega niður. Ríkisstjórnin gæti fallið, þó er það ólíklegt, líklega verður gos en það varir ekki lengi því þrátt fyrir allt þá er gos stjórnarandstöðunnar og forseta-mótframbjóðenda óttalegur ræfill og upphlaup þeirra mörg hver hreinlega dónaleg. Ólafur og Katrín gæta þess ætíð, í þágu almenns velsæmis, að ráða þeim reglum sem aðrir sem stíga inn á pólitískt leiksvið eiga að fylgja: Allir forsetaframbjóðendur eiga að vera vinir. Enginn forsetaframbjóðandi má gagnrýna annan forsetaframbjóðanda og alls ekki má tala um flokkspólitík, það er ljótur leikur. En nú lenda margir í vanda við að fylgja leikjafræðireglum Óla og Kötu. Kata dásamar auðvitað eigin ríkisstjórn við hvert tækifæri og snýr út úr þegar hún er spurð erfiðra spurninga um hagsmunaárekstra og vanhæfi en samkvæmt reglum sem Óli passar upp á má enginn forsetaframbjóðandi svara þessu beint, einungis dulspekilega, kannski með því að birta öðruvísi lambamyndir og klæðast öðruvísi lopapeysum sem gætu mögulega verið flokkspólitískar og tengdar sveitarómantík. Einhver gæti haldið því fram fyrir misskilning að það væri ekkert fallegt, siðlegt eða göfugt að þegja um óréttlæti, misnotkun valds eða brot gegn stjórnarskrá en svoleiðis pönkarar skilja ekki reglurnar. Engu skiptir þó þeir til dæmis reyni að nýta sér málið og réttinn til að mótmæla því þegar gefa á auðmönnum íslenska firði til að ala lúsugt norskt laxaóféti. Þeir sem tala um það sem á að þegja um verða aldrei stjórnmálaskýrendur (á RÚV), hvað þá pólitískt ópólitískir forsetar. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaskýrandi Íslands, prófessor Ólafur Þ. Harðarson hefur sagt (á RÚV) um fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðanda Katrínu Jakobsdóttur að hún hafi gert það að listgrein að svara ekki spurningum. En hvaða spurningum á Katrín að svara (á RÚV) þegar Ólafur hefur gert það að listgrein alla tíð að spyrja ekki spurninga? Ólafur og Katrín eru í raun kósí par, hafi þjóðin ekki vitað það. En þau eiga í erfiðleikum með að tala saman svo vit sé í fyrir okkur hin sem hlustum (á RÚV). Því þau trúa ekki á rökræðu um óþægileg átakamál sem gætu valdið afdrifaríkum erjum, hrópum og köllum, ljótu orðfæri, sjokkerandi æsingi, jafnvel meltingartruflunum. Ólafur og Katrín eru draumaparið í íslenskum lopapeysu-stjórnmálum, sá sem ekki spyr og sú sem ekki svarar. Best væri að þau kæmu fram í sömu peysunni. Fólk eins og Óli og Kata, valdhafinn og túlkur hans, eru reyndar í ástarsambandi í fjölmiðlum út um allan heim. Þau eiga það sameiginlegt að hafa aldrei bjargað neinu samfélagi frá hættu. Þegar skellur á stríð segja þau úps! Þegar hungursneið verður segja þau æ! Og þegar þjóðfélag hrynur segja þau, ja hérna hér! Því þegar þau koma fram er aldrei neitt gagnrýnisvert að gerast. Hvöss gagnrýni er ógn við völdin og þeim er aldrei ruggað nema ef forsætisráðherrann er svo óheppinn að lenda í jarðskjálfta í beinni útsendingu. Óli og Kata eru yfir sig ástfanginn af leikjafræði (á RÚV). Nú býður Kata, í hlutverki forsætisráðherra Íslands, sig til dæmis fram í hlutverk forseta Íslands. Ótal óskaplega erfiðar spurningar vakna eins og hagsmunaárekstrar, valdsmisnotkun, vanhæfi, valdabrask og alls konar svoleiðis höfuðverkjandi og ljótt en Óli og Kata láta ekki narra sig frá leiknum.Í sjónvarpi (á RÚV) skýrir Óli málið fyrir okkur hinum með vönduðum áherslum: Nú, ef Katrín fer fram þá snýr Bjarni sennilega aftur og Sigurður Ingi fer til hægri og Þórdís líklega upp en Svandís líklega niður. Ríkisstjórnin gæti fallið, þó er það ólíklegt, líklega verður gos en það varir ekki lengi því þrátt fyrir allt þá er gos stjórnarandstöðunnar og forseta-mótframbjóðenda óttalegur ræfill og upphlaup þeirra mörg hver hreinlega dónaleg. Ólafur og Katrín gæta þess ætíð, í þágu almenns velsæmis, að ráða þeim reglum sem aðrir sem stíga inn á pólitískt leiksvið eiga að fylgja: Allir forsetaframbjóðendur eiga að vera vinir. Enginn forsetaframbjóðandi má gagnrýna annan forsetaframbjóðanda og alls ekki má tala um flokkspólitík, það er ljótur leikur. En nú lenda margir í vanda við að fylgja leikjafræðireglum Óla og Kötu. Kata dásamar auðvitað eigin ríkisstjórn við hvert tækifæri og snýr út úr þegar hún er spurð erfiðra spurninga um hagsmunaárekstra og vanhæfi en samkvæmt reglum sem Óli passar upp á má enginn forsetaframbjóðandi svara þessu beint, einungis dulspekilega, kannski með því að birta öðruvísi lambamyndir og klæðast öðruvísi lopapeysum sem gætu mögulega verið flokkspólitískar og tengdar sveitarómantík. Einhver gæti haldið því fram fyrir misskilning að það væri ekkert fallegt, siðlegt eða göfugt að þegja um óréttlæti, misnotkun valds eða brot gegn stjórnarskrá en svoleiðis pönkarar skilja ekki reglurnar. Engu skiptir þó þeir til dæmis reyni að nýta sér málið og réttinn til að mótmæla því þegar gefa á auðmönnum íslenska firði til að ala lúsugt norskt laxaóféti. Þeir sem tala um það sem á að þegja um verða aldrei stjórnmálaskýrendur (á RÚV), hvað þá pólitískt ópólitískir forsetar. Höfundur er heimspekingur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun