Við styðjum Guðmund Karl! Katrín Valdís Hjartardóttir, Andrea Bóel Bæringsdóttir og Guðbjörg Harpa Ingimundardóttir skrifa 2. maí 2024 11:02 Að syngja í kór er góð skemmtun! En við í Kór Lindakirkju viljum að sem allra flest viti að við stöndum 100% á bak við Sr. Guðmund Karl í biskupskjöri. Þetta er auðvelt fyrir okkur að segja sem höfum fylgst mjög náið með störfum Sr. Guðmundar Karls, eða Gumma Kalla, eins og við þekkjum hann, í gegnum starfið í Lindakirkju, mörg hver til fjölda ára. Við höfum orðið vitni að ótrúlegri uppbyggingu í Lindakirkju undir hans stjórn á þeim árum sem hann hefur starfað þar og vitum að hann getur gert frábæra hluti fyrir þjóðkirkjuna alla. Það er dýrmætt að tilheyra og hefur Gummi Kalli einstakt lag á því að láta öll finnast þau velkomin óháð stétt og stöðu. Hann lyftir hæfileikum hvers og eins og leiðir okkur áfram, enda laðast fólk að starfinu í Lindakirkju og ílengist hér. Starfið í Lindakirkju, sem er ein fjölmennasta sókn landsins, hefur vaxið innan frá og er ótrúlega fjölbreytt, gríðarlega vel sótt allt frá börnum upp í eldri borgara og allt þar á milli. Fjöldi sjálfboðaliða kemur að starfinu og Lindakirkja er full af lífi dag eftir dag. Gummi Kalli nær líka á svo fallegan hátt að sameina hefðirnar sem óneitanlega fylgja kirkjunni við nýja og ferska hluti, sem sést ekki síst í því öfluga kórstarfi sem er í Lindakirkju, en á hverjum tíma eru yfir 50 manns í Kór Lindakirkju og annað eins í barna- og unglinga kórunum. Gummi Kalli er næmur, óhræddur og framsýnn leiðtogi og hefur hann verið opinn fyrir því að prófa ólíka hluti í tónlistarstarfi kirkjunnar, sem hefur leitt af sér glæsileg verkefni innan kirkjunnar og utan. Það er okkar trú að Gummi Kalli sé núna sá leiðtogi sem þjóðkirkjan þarf á að halda, til að auka á einingu hennar, og vaxa og dafna innan frá. Það er von okkar sem störfum með honum og vitum hvaða mann hann hefur að geyma að þið góða fólk sem hafið kosningarétt í biskupskjörinu kjósið vin okkar og samstarfsmann Sr. Guðmund Karl Brynjarsson sem næsta biskup! Fyrir hönd Kórs Lindakirkju, Katrín Valdís HjartardóttirAndrea Bóel BæringsdóttirGuðbjörg Harpa Ingimundardóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Að syngja í kór er góð skemmtun! En við í Kór Lindakirkju viljum að sem allra flest viti að við stöndum 100% á bak við Sr. Guðmund Karl í biskupskjöri. Þetta er auðvelt fyrir okkur að segja sem höfum fylgst mjög náið með störfum Sr. Guðmundar Karls, eða Gumma Kalla, eins og við þekkjum hann, í gegnum starfið í Lindakirkju, mörg hver til fjölda ára. Við höfum orðið vitni að ótrúlegri uppbyggingu í Lindakirkju undir hans stjórn á þeim árum sem hann hefur starfað þar og vitum að hann getur gert frábæra hluti fyrir þjóðkirkjuna alla. Það er dýrmætt að tilheyra og hefur Gummi Kalli einstakt lag á því að láta öll finnast þau velkomin óháð stétt og stöðu. Hann lyftir hæfileikum hvers og eins og leiðir okkur áfram, enda laðast fólk að starfinu í Lindakirkju og ílengist hér. Starfið í Lindakirkju, sem er ein fjölmennasta sókn landsins, hefur vaxið innan frá og er ótrúlega fjölbreytt, gríðarlega vel sótt allt frá börnum upp í eldri borgara og allt þar á milli. Fjöldi sjálfboðaliða kemur að starfinu og Lindakirkja er full af lífi dag eftir dag. Gummi Kalli nær líka á svo fallegan hátt að sameina hefðirnar sem óneitanlega fylgja kirkjunni við nýja og ferska hluti, sem sést ekki síst í því öfluga kórstarfi sem er í Lindakirkju, en á hverjum tíma eru yfir 50 manns í Kór Lindakirkju og annað eins í barna- og unglinga kórunum. Gummi Kalli er næmur, óhræddur og framsýnn leiðtogi og hefur hann verið opinn fyrir því að prófa ólíka hluti í tónlistarstarfi kirkjunnar, sem hefur leitt af sér glæsileg verkefni innan kirkjunnar og utan. Það er okkar trú að Gummi Kalli sé núna sá leiðtogi sem þjóðkirkjan þarf á að halda, til að auka á einingu hennar, og vaxa og dafna innan frá. Það er von okkar sem störfum með honum og vitum hvaða mann hann hefur að geyma að þið góða fólk sem hafið kosningarétt í biskupskjörinu kjósið vin okkar og samstarfsmann Sr. Guðmund Karl Brynjarsson sem næsta biskup! Fyrir hönd Kórs Lindakirkju, Katrín Valdís HjartardóttirAndrea Bóel BæringsdóttirGuðbjörg Harpa Ingimundardóttir
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun