Sökktu rússneskum hraðbát með sjálfsprengidróna Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2024 09:54 Drónanum var siglt á hraðbátinn og sprakk hann þá í loft upp. Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband sem sýna á vel heppnaða drónaárás á hraðbát rússneska hersins undan ströndum Krímskaga í nótt. Sveit sem kallast „Group 13“ notaði Magura V5 dróna til að sökkva bátnum á Úskaflóa. Báturinn sem um ræðir var tiltölulega lítill og var notaður til að reyna að stöðva drónann, samkvæmt yfirlýsingu frá GUR. Þessir drónar hafa verið notaðir til að sökkva fjölda rússneskra herskipa á Svartahafi frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Það eru fjarstýrðir drónar sem geta marrað í hálfu kafi og geta borið mikið magn sprengiefna. Þeim hefur ítrekað verið siglt í miklum fjölda að rússneskum herskipum og drónarnir sprengdir upp við skipin. Sjá einnig: Sökktu enn einu herskipinu Tveimur skipum sem hönnuð eru til að flytja hermenn til orrustu var grandað á sama flóa í fyrra. Annað þeirra hét Sesar Kúnikov og var sú árás einnig gerð af GUR. Í tilkynningu frá GUR segir að Rússar þori ekki lengur að nota stór herskip á Svartahafi, vegna árása Úkraínumanna og vegna þess hve mörgum skipum þeir hafi sökkt. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að fimm drónum hafi verið grandað. Myndband sem ráðuneytið birti sýnir að þyrla var notuð til að verjast drónunum. Rússneskir herbloggarar hafa haldið því fram í morgun að Úkraínumenn hafi komið loftvarnarflugskeytum fyrir á einhverjum drónum eins og Magura V5. Þyrlur hafa reynst Rússum vel í að granda drónum þessum úr lofti. Hér á neðan má sjá myndband sem mun hafa verið tekið um borð í rússneskri þyrlu í morgun. Þyrlan grandar drónanum á endanum en sjá má flugskeyti á drónanum. Footage from a Russian Ka-29 helicopter, firing at the Ukrainian naval drone carrying a R-73 air-to-air missile. Eventually it is destroyed. https://t.co/r1LwNiRLmN pic.twitter.com/6qBPHwrqTX— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) May 6, 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3. maí 2024 17:00 Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. 2. maí 2024 11:57 Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. 30. apríl 2024 13:24 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Báturinn sem um ræðir var tiltölulega lítill og var notaður til að reyna að stöðva drónann, samkvæmt yfirlýsingu frá GUR. Þessir drónar hafa verið notaðir til að sökkva fjölda rússneskra herskipa á Svartahafi frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Það eru fjarstýrðir drónar sem geta marrað í hálfu kafi og geta borið mikið magn sprengiefna. Þeim hefur ítrekað verið siglt í miklum fjölda að rússneskum herskipum og drónarnir sprengdir upp við skipin. Sjá einnig: Sökktu enn einu herskipinu Tveimur skipum sem hönnuð eru til að flytja hermenn til orrustu var grandað á sama flóa í fyrra. Annað þeirra hét Sesar Kúnikov og var sú árás einnig gerð af GUR. Í tilkynningu frá GUR segir að Rússar þori ekki lengur að nota stór herskip á Svartahafi, vegna árása Úkraínumanna og vegna þess hve mörgum skipum þeir hafi sökkt. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að fimm drónum hafi verið grandað. Myndband sem ráðuneytið birti sýnir að þyrla var notuð til að verjast drónunum. Rússneskir herbloggarar hafa haldið því fram í morgun að Úkraínumenn hafi komið loftvarnarflugskeytum fyrir á einhverjum drónum eins og Magura V5. Þyrlur hafa reynst Rússum vel í að granda drónum þessum úr lofti. Hér á neðan má sjá myndband sem mun hafa verið tekið um borð í rússneskri þyrlu í morgun. Þyrlan grandar drónanum á endanum en sjá má flugskeyti á drónanum. Footage from a Russian Ka-29 helicopter, firing at the Ukrainian naval drone carrying a R-73 air-to-air missile. Eventually it is destroyed. https://t.co/r1LwNiRLmN pic.twitter.com/6qBPHwrqTX— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) May 6, 2024
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3. maí 2024 17:00 Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. 2. maí 2024 11:57 Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. 30. apríl 2024 13:24 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3. maí 2024 17:00
Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. 2. maí 2024 11:57
Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. 30. apríl 2024 13:24