Stuðningur við langtímakjarasamninga Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 8. maí 2024 11:31 Í gær mælti ég fyrir frumvarpi um fjáraukalög sem tekur utan um þær aðgerðir ríkissstjórnarinnar sem styðja við gerð skynsamlegra langtímakjarasamninga. Það er óhætt að segja að sú samstaða sem náðist á almenna markaðnum um hófsama kjarasamninga til fjögurra ára sé gríðarlega mikilvæg til þess að hér skapist aðstæður þar sem vextir geta farið lækkandi. Sú sameiginlega sýn sem náðist milli launafólks og atvinnurekenda um í hverju hagsmunir samfélagsins fælust er til mikillar fyrirmyndar og sýnir að samvinna ólíkra aðila er ekki aðeins möguleg heldur nauðsynleg til að ná alvöru árangri. Stjórnvöld áttu í góðu samtali við aðila vinnumarkaðarins í þjóðhagsráði. Út frá þeim samtölum vann ríkisstjórnin hörðum höndum að því að skapa umgjörð sem gæti skilað kjarasamningum til langs tíma sem myndu styðja við lækkun verðbólgu og í kjölfarið lækkun vaxta. Afraksturinn er fjölbreyttur og mun auka ráðstöfunartekjur fjölskyldna verulega á samningstímanum eða um allt að 500 þúsund krónur á ári. Sérstakur einskiptis vaxtastuðningur Til að mæta sérstaklega þeim sem eru með há vaxtaútgjöld vegna íbúðarhúsnæðis kemur til sérstakur einskiptist vaxtastuðningur. Stuðningurinn tekur mið af vaxtagjöldum ársins 2023 og kemur til viðbótar almennum vaxtabótum. Heildarskostnaður er áætlaður sex milljarðar króna og er ekki gert ráð fyrir að aðgerðin verði enduretekin þar sem forsendur kjarasamninga miðast við að vaxtakostnaður heimila muni lækka. Hærri barnabætur og minni tekjuskerðingar Barnabætur verða hækkaðar og dregið úr tekjuskerðingum. Með þessari aðgerð mun foreldrum sem fá stuðning með þessum hætti fjölga um tíu þúsund. Viðbótarkostnaður vegna þessa er áætlaður þrír milljarðar króna. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir Ísland hefur skorið sig úr samanburðarlöndum þegar kemur að fjölgun barna sem búa við fátækt. Til að mæta því hafa margir lagt til að dregið verði verulega úr kostnaði fjölskyldna vegna skólamáltíða. Velferðarvaktin er meðal þeirra sem lagt hafa áherslu á þessa leið sem verður farin, að minnsta kosti út samningstímabilið og hefst frá og með næsta skólaári. Kostnaður ríkisins á þessu ári er áætlaður 1,5 milljarðar króna og munu um 45 þúsund börn njóta gjaldfrjálsra skólamáltíða. Hærri húsnæðisbætur til leigjenda Grunnfjárhæðir húsnæðisbóta til leigjenda hækka um 25% og með því að taka tillit til fjölskyldustærðar verða greiddar húsnæðisbætur fyrir allt að sex heimilismenn í stað fjögurra áður. Breytingin tekur gildi fyrsta júní næstkomandi. Kostnaður vegna þessa verður um 1,3 milljarðar á árinu. Hækkun hámarksgreiðslna úr Fæðingarorlofssjóði Hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði verða hækkaðar úr 600 þúsund krónum á mánuði í 700 þúsund frá 1. apríl síðastliðnum. Viðbótarkostnaður er áætlaður 600 milljónir króna. Aukin gjaldfærsla vegna hlutdeildarlána Með aukinni gjaldfærslu er veitt svigrúm fyrir aukin hlutdeildarlán að upphæð einn milljarður króna. Kostnaður vegna þessa er 320 milljónir króna. Hlutdeildarlánin gagnast þeim sem eru með lágar tekjur litlar eignir og gerir þeim kleift að eignast eigið húsnæði. Framlag til vinnustaðanámssjóðs hækkað 150 milljónir króna eru ætlaðar til að hækka framlag til vinnustaðanámssjóðs til að efla vinnustaðanám og fjölga tækifærum nema til starfsþjálfunar. Aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu Með 50 milljóna króna framlagi er dregið úr kostnaði fólks við að sækja heilbrigðisþjónustu fjarri heimabyggð. Hækkun á hámarksábyrgð Ábyrgðarsjóðs launa Gert er ráð fyrir 49 milljón króna hækkun framlaga til Ábyrgðarsjóðs launa vegna hækkunar á hámarksábyrgð. Þær aðgerðir stjórnvalda sem koma fram í frumvarpi til fjáraukalaga eru mikilvægar til þess að hér skapist aðstæður fyrir lækkun vaxta. Nú er pressan á hið opinbera og viðsemjendur þeirra að fylgja skynsamlegu fordæmi almenna markaðarins. Lengra verður ekki gengið af hálfu stjórnvalda. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kjaraviðræður 2023-24 Alþingi Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í gær mælti ég fyrir frumvarpi um fjáraukalög sem tekur utan um þær aðgerðir ríkissstjórnarinnar sem styðja við gerð skynsamlegra langtímakjarasamninga. Það er óhætt að segja að sú samstaða sem náðist á almenna markaðnum um hófsama kjarasamninga til fjögurra ára sé gríðarlega mikilvæg til þess að hér skapist aðstæður þar sem vextir geta farið lækkandi. Sú sameiginlega sýn sem náðist milli launafólks og atvinnurekenda um í hverju hagsmunir samfélagsins fælust er til mikillar fyrirmyndar og sýnir að samvinna ólíkra aðila er ekki aðeins möguleg heldur nauðsynleg til að ná alvöru árangri. Stjórnvöld áttu í góðu samtali við aðila vinnumarkaðarins í þjóðhagsráði. Út frá þeim samtölum vann ríkisstjórnin hörðum höndum að því að skapa umgjörð sem gæti skilað kjarasamningum til langs tíma sem myndu styðja við lækkun verðbólgu og í kjölfarið lækkun vaxta. Afraksturinn er fjölbreyttur og mun auka ráðstöfunartekjur fjölskyldna verulega á samningstímanum eða um allt að 500 þúsund krónur á ári. Sérstakur einskiptis vaxtastuðningur Til að mæta sérstaklega þeim sem eru með há vaxtaútgjöld vegna íbúðarhúsnæðis kemur til sérstakur einskiptist vaxtastuðningur. Stuðningurinn tekur mið af vaxtagjöldum ársins 2023 og kemur til viðbótar almennum vaxtabótum. Heildarskostnaður er áætlaður sex milljarðar króna og er ekki gert ráð fyrir að aðgerðin verði enduretekin þar sem forsendur kjarasamninga miðast við að vaxtakostnaður heimila muni lækka. Hærri barnabætur og minni tekjuskerðingar Barnabætur verða hækkaðar og dregið úr tekjuskerðingum. Með þessari aðgerð mun foreldrum sem fá stuðning með þessum hætti fjölga um tíu þúsund. Viðbótarkostnaður vegna þessa er áætlaður þrír milljarðar króna. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir Ísland hefur skorið sig úr samanburðarlöndum þegar kemur að fjölgun barna sem búa við fátækt. Til að mæta því hafa margir lagt til að dregið verði verulega úr kostnaði fjölskyldna vegna skólamáltíða. Velferðarvaktin er meðal þeirra sem lagt hafa áherslu á þessa leið sem verður farin, að minnsta kosti út samningstímabilið og hefst frá og með næsta skólaári. Kostnaður ríkisins á þessu ári er áætlaður 1,5 milljarðar króna og munu um 45 þúsund börn njóta gjaldfrjálsra skólamáltíða. Hærri húsnæðisbætur til leigjenda Grunnfjárhæðir húsnæðisbóta til leigjenda hækka um 25% og með því að taka tillit til fjölskyldustærðar verða greiddar húsnæðisbætur fyrir allt að sex heimilismenn í stað fjögurra áður. Breytingin tekur gildi fyrsta júní næstkomandi. Kostnaður vegna þessa verður um 1,3 milljarðar á árinu. Hækkun hámarksgreiðslna úr Fæðingarorlofssjóði Hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði verða hækkaðar úr 600 þúsund krónum á mánuði í 700 þúsund frá 1. apríl síðastliðnum. Viðbótarkostnaður er áætlaður 600 milljónir króna. Aukin gjaldfærsla vegna hlutdeildarlána Með aukinni gjaldfærslu er veitt svigrúm fyrir aukin hlutdeildarlán að upphæð einn milljarður króna. Kostnaður vegna þessa er 320 milljónir króna. Hlutdeildarlánin gagnast þeim sem eru með lágar tekjur litlar eignir og gerir þeim kleift að eignast eigið húsnæði. Framlag til vinnustaðanámssjóðs hækkað 150 milljónir króna eru ætlaðar til að hækka framlag til vinnustaðanámssjóðs til að efla vinnustaðanám og fjölga tækifærum nema til starfsþjálfunar. Aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu Með 50 milljóna króna framlagi er dregið úr kostnaði fólks við að sækja heilbrigðisþjónustu fjarri heimabyggð. Hækkun á hámarksábyrgð Ábyrgðarsjóðs launa Gert er ráð fyrir 49 milljón króna hækkun framlaga til Ábyrgðarsjóðs launa vegna hækkunar á hámarksábyrgð. Þær aðgerðir stjórnvalda sem koma fram í frumvarpi til fjáraukalaga eru mikilvægar til þess að hér skapist aðstæður fyrir lækkun vaxta. Nú er pressan á hið opinbera og viðsemjendur þeirra að fylgja skynsamlegu fordæmi almenna markaðarins. Lengra verður ekki gengið af hálfu stjórnvalda. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar