Minnstu smáatriði úthugsuð og til þess gerð að skapa hughrif Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. maí 2024 21:00 Kári Sævarsson er sérfræðingur í myndmáli. Hann greindi framboð þeirra fjögurra forsetaframbjóðenda sem mælast efst í skoðunarkönnunum út frá klæðaburði, myndmáli, litavali og svo framvegis. Vísir/Vilhelm/Bjarni Halla Hrund er bæði í fortíð og framtíð í framsetningu framboðs síns. Jón Gnarr er í karakter, Baldur með áferðarfallega ímynd og Katrín eini frambjóðandinn sem forðast fánalitina. Þetta segir sérfræðingur í myndmáli. Nú þegar kosningabaráttan um forsetaembættið er hafin fyrir alvöru er að ýmsu að huga. Fréttastofa fékk listræna stjórnandann Kára Sævarson, einn eiganda auglýsingastofunnar Tvist, til að greina framboð þeirra fjögurra forsetaframbjóðenda sem hafa mælst efst í skoðunarkönnunum út frá klæðaburði, myndmáli, litavali og fleiru. Kári segir frambjóðendurna augljóslega vinna markvisst að því að skapa sér sérstöðu og lyfta ákveðnum þáttum úr eigin fari sem þau telja að falli í kramið hjá fólki. Á sama tíma séu þau svolítið formleg og reyni að passa upp á að vera samboðin því stóra embætti sem forsetisembættið er. „Það hefur verið sýnt fram á það að pólítík, hvort sem verið er að kjósa þjóðhöfðingja eins og við erum að gera í forsetaembættið, eða pólitík eins og á þingi, lýtur sömu lögmálum og vörumerki. Þetta er bara spurning um að vera eftirminnilegur og sýnilegur.“ Það sé til dæmis áhugavert hvað landsbyggðin og sveitin sé fyrirferðarmikil í baráttunni. Frambjóðendur hafa keppst við að birta myndir af sér á samfélagsmiðlum í lopapeysum, haldandi á nýfæddum lömbum „Það er líka áhugavert í ljósi þess að forsetinn er þjóðkjörinn og meirihluti atkvæða er á Suðvesturhorninu. En við sjáum að þau eru dugleg að fara um landið, eru dugleg að vera í lopapeysum og rækta þetta sígilda íslenska.“ Halla Hrund bæði í fortíð og framtíð Það sem sé áhugavert við framsetningu Höllu Hrundar er að hún notast við slagorðið „Fyrir framtíðina" en sæki á sama tíma dálítið í fortíðina. Slagorð Höllu Hrundar er „fyrir framtíðina“ en Kári segir hana þó sækjast svolítið í fortíðina. „Hún svolítið að vinna með fjallkonuna. Bæði hvernig hún er klædd á ljósmyndum og hvernig hún stillir sér upp. Svo er hún að vinna með fánalitina og er með lógó sem er eins og skjöldur á skjaldamerki. Þetta er allt svolítið sígilt og á vissan hátt íhaldssamt. Á sama tíma gefur hún sig út fyrir að vera frambjóðandi framtíðarinnar.“ Margar af ljósmyndunum af Höllu Hrund eru teknar utandyra, hún er gjarnan með vindinn í hárinu; til í slaginn. „Maður sæi hana alveg fyrir sér halda framboðsfund á tröppum Þjóðleikhússins eða í aðalbyggingu Háskólans. Á sama tíma er hún yngsti frambjóðandinn af þeim sem mælast með umtalsvert fylgi og þetta er heilt yfir áhugaverð blanda af gömlu og nýju. Þjóðlegu og alþjóðlegu.“ Jón notist að mestu við heimatilbúið efni Varðandi framsetningu Jóns Gnarr telur Kári að hann sé mikið í karakter. Jón Gnarr í umræddri lopapeysu sem Kári telur slá margar flugur í einni flík. „Allt frá þessari frábæru peysu með fánanum. Sem er einhvern veginn bæði sígild, notar fánann og það er pönk í henni.“ Í kringum framboðið er sköpunagleðin allsráðandi en maður upplifir að það sé verið að spinna hlutina af fingrum fram dag frá degi. Þá telur Kári að Jón notist að mestu við heimatilbúið efni. „Miðað við langan feril Jóns á mörgum sviðum lista, menningar og auglýsingagerðar má eiginlega reikna með því að þessi heimatilbúna nálgun sé frekar meðvituð ákvörðun en að Jón hafi ekki tök á því að gera fágaðra efni. Hann vill koma til dyranna eins og hann er klæddur og hönnunin á að endurspegla það.“ Baldur taki sig ekki of hátíðlega en allt sé úthugsað Kári segir Baldur Þórhallsson vera með áferðarfallega og vel pródúseraða ímynd. Markaðsefni tengt framboði Baldurs Þórhallssonar er stílhreint og með fánalitina í forgrunni. „Myndirnar eru á hæsta kalíberi og það er fagfólk sem heldur um taumana í allri grafík.“ Fánalitirnir séu ríkjandi og útlitið svolítið íhaldsamara. „Það er spurning hvort pælingin sé að reyna að búa til mótvægi við hvað það er í raun róttækt að tveir karlmenn séu nánast að bjóða sig fram saman eins og þeir Baldur og Felix gera. Sú nálgun eins og sést í yfirskrift framboðsins er út fyrir sig afar áhugaverð.“ Þá þykir honum gaman af því að á heimasíðu Baldurs og Felix sé hægt að kaupa bolla og svuntur með einföldum teikningum af þeim hjónum. Á heimasíðu Baldurs og Felix er hægt að kaupa sérmerktan varning tengdan framboðinu. „Það sýnir að þeir taka sig ekki of hátíðlega en eru líka að dansa í takt við ímyndarsköpum sem við þekkjum úr erlendri pólítík þar sem frambjóðendur eru gjarnan mikil íkon. Framboð Barrack Obama gekk til dæmis mjög langt í þeim efnum á sínum tíma.“ Katrín taki ekki áhættu með litavali Það sem sé frábrugðið við framsetningu Katrínar er að mati Kára sú staðreynd að að hún notast ekki við fánalitina. „Hún er með appelsínugula og græna sem ríkjandi liti. Það kemur svolítið á óvart að manneskja sem hefur verið í forsætisráðuneytinu og svona tengd íslenska ríkinu, að hún velji að nota ekki fánalitina. En það skapar henni ótvírætt sérstöðu.“ Katrín Jakobsdóttir sker sig frá öðrum frambjóðendum með því að notast við appelsínugulan lit í markaðsefni sínu. Með litavalinu sé Katrín hugsanlega að reyna að fjarlægja sig frá sinni pólitísku fortíð. „Hún skapar ákveðna fjarlægð milli sinnar persónu og „ríkisins“ með því að sleppa fánalitunum eða öðrum þjóðlegum táknum.Að leggja ríka áherslur á ljósmyndir er eðlileg ákvörun hjá frambjóðanda sem hefur verið í sviðljósinu í áratugi. Meiningin er að vekja hughrif um fyrirsjáanleika og stöðugleika í kringum embættið. Þetta er ekki áhættusækið litaval.“ Mikilvægast að vera þau sjálf Kári telur landsmenn gefa frambjóðendunum mismikið leyfi til að fara í eða úr karakter, líkt og hann orðar það. „Það myndi enginn gera athugasemdir við neitt sem Jón Gnarr gerir í þessum efnum. Hann er búinn að búa sér til ímynd sem innifelur rosalega mikið frelsi. Katrín sömuleiðis, hafandi verið svona fyrirferðarmikil manneskja í þjóðfélaginu í langan tíma, hún hefur held ég líka ákveðið svigrúm til að vinna með þessa hluti.“ Aðrir minna þekktir frambjóðendur hafi minna svigrúm til að fara út af sporinu. „Nýbreytni myndi líka alltaf vekja einhverjar spurningar og þá er eins gott að hafa réttu svörin.“ Minnstu smáatriði séu úthugsuð og til þess gerð að skapa hughrif. Kári ráðleggur frambjóðendum þó fyrst og fremst að vera þau sjálf. Reyna að hafa trú á því sem er kjarninn í þeirra persónu og því sem þau hafa fram að færa. Viðtalið var tekið í síðustu viku áður en en síðasti þjóðarpúls Gallup kom út og Halla Tómasdóttir tók fram úr Jóni Gnarr og mældist meðal fjögurra efstu. Forsetakosningar 2024 Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Nú þegar kosningabaráttan um forsetaembættið er hafin fyrir alvöru er að ýmsu að huga. Fréttastofa fékk listræna stjórnandann Kára Sævarson, einn eiganda auglýsingastofunnar Tvist, til að greina framboð þeirra fjögurra forsetaframbjóðenda sem hafa mælst efst í skoðunarkönnunum út frá klæðaburði, myndmáli, litavali og fleiru. Kári segir frambjóðendurna augljóslega vinna markvisst að því að skapa sér sérstöðu og lyfta ákveðnum þáttum úr eigin fari sem þau telja að falli í kramið hjá fólki. Á sama tíma séu þau svolítið formleg og reyni að passa upp á að vera samboðin því stóra embætti sem forsetisembættið er. „Það hefur verið sýnt fram á það að pólítík, hvort sem verið er að kjósa þjóðhöfðingja eins og við erum að gera í forsetaembættið, eða pólitík eins og á þingi, lýtur sömu lögmálum og vörumerki. Þetta er bara spurning um að vera eftirminnilegur og sýnilegur.“ Það sé til dæmis áhugavert hvað landsbyggðin og sveitin sé fyrirferðarmikil í baráttunni. Frambjóðendur hafa keppst við að birta myndir af sér á samfélagsmiðlum í lopapeysum, haldandi á nýfæddum lömbum „Það er líka áhugavert í ljósi þess að forsetinn er þjóðkjörinn og meirihluti atkvæða er á Suðvesturhorninu. En við sjáum að þau eru dugleg að fara um landið, eru dugleg að vera í lopapeysum og rækta þetta sígilda íslenska.“ Halla Hrund bæði í fortíð og framtíð Það sem sé áhugavert við framsetningu Höllu Hrundar er að hún notast við slagorðið „Fyrir framtíðina" en sæki á sama tíma dálítið í fortíðina. Slagorð Höllu Hrundar er „fyrir framtíðina“ en Kári segir hana þó sækjast svolítið í fortíðina. „Hún svolítið að vinna með fjallkonuna. Bæði hvernig hún er klædd á ljósmyndum og hvernig hún stillir sér upp. Svo er hún að vinna með fánalitina og er með lógó sem er eins og skjöldur á skjaldamerki. Þetta er allt svolítið sígilt og á vissan hátt íhaldssamt. Á sama tíma gefur hún sig út fyrir að vera frambjóðandi framtíðarinnar.“ Margar af ljósmyndunum af Höllu Hrund eru teknar utandyra, hún er gjarnan með vindinn í hárinu; til í slaginn. „Maður sæi hana alveg fyrir sér halda framboðsfund á tröppum Þjóðleikhússins eða í aðalbyggingu Háskólans. Á sama tíma er hún yngsti frambjóðandinn af þeim sem mælast með umtalsvert fylgi og þetta er heilt yfir áhugaverð blanda af gömlu og nýju. Þjóðlegu og alþjóðlegu.“ Jón notist að mestu við heimatilbúið efni Varðandi framsetningu Jóns Gnarr telur Kári að hann sé mikið í karakter. Jón Gnarr í umræddri lopapeysu sem Kári telur slá margar flugur í einni flík. „Allt frá þessari frábæru peysu með fánanum. Sem er einhvern veginn bæði sígild, notar fánann og það er pönk í henni.“ Í kringum framboðið er sköpunagleðin allsráðandi en maður upplifir að það sé verið að spinna hlutina af fingrum fram dag frá degi. Þá telur Kári að Jón notist að mestu við heimatilbúið efni. „Miðað við langan feril Jóns á mörgum sviðum lista, menningar og auglýsingagerðar má eiginlega reikna með því að þessi heimatilbúna nálgun sé frekar meðvituð ákvörðun en að Jón hafi ekki tök á því að gera fágaðra efni. Hann vill koma til dyranna eins og hann er klæddur og hönnunin á að endurspegla það.“ Baldur taki sig ekki of hátíðlega en allt sé úthugsað Kári segir Baldur Þórhallsson vera með áferðarfallega og vel pródúseraða ímynd. Markaðsefni tengt framboði Baldurs Þórhallssonar er stílhreint og með fánalitina í forgrunni. „Myndirnar eru á hæsta kalíberi og það er fagfólk sem heldur um taumana í allri grafík.“ Fánalitirnir séu ríkjandi og útlitið svolítið íhaldsamara. „Það er spurning hvort pælingin sé að reyna að búa til mótvægi við hvað það er í raun róttækt að tveir karlmenn séu nánast að bjóða sig fram saman eins og þeir Baldur og Felix gera. Sú nálgun eins og sést í yfirskrift framboðsins er út fyrir sig afar áhugaverð.“ Þá þykir honum gaman af því að á heimasíðu Baldurs og Felix sé hægt að kaupa bolla og svuntur með einföldum teikningum af þeim hjónum. Á heimasíðu Baldurs og Felix er hægt að kaupa sérmerktan varning tengdan framboðinu. „Það sýnir að þeir taka sig ekki of hátíðlega en eru líka að dansa í takt við ímyndarsköpum sem við þekkjum úr erlendri pólítík þar sem frambjóðendur eru gjarnan mikil íkon. Framboð Barrack Obama gekk til dæmis mjög langt í þeim efnum á sínum tíma.“ Katrín taki ekki áhættu með litavali Það sem sé frábrugðið við framsetningu Katrínar er að mati Kára sú staðreynd að að hún notast ekki við fánalitina. „Hún er með appelsínugula og græna sem ríkjandi liti. Það kemur svolítið á óvart að manneskja sem hefur verið í forsætisráðuneytinu og svona tengd íslenska ríkinu, að hún velji að nota ekki fánalitina. En það skapar henni ótvírætt sérstöðu.“ Katrín Jakobsdóttir sker sig frá öðrum frambjóðendum með því að notast við appelsínugulan lit í markaðsefni sínu. Með litavalinu sé Katrín hugsanlega að reyna að fjarlægja sig frá sinni pólitísku fortíð. „Hún skapar ákveðna fjarlægð milli sinnar persónu og „ríkisins“ með því að sleppa fánalitunum eða öðrum þjóðlegum táknum.Að leggja ríka áherslur á ljósmyndir er eðlileg ákvörun hjá frambjóðanda sem hefur verið í sviðljósinu í áratugi. Meiningin er að vekja hughrif um fyrirsjáanleika og stöðugleika í kringum embættið. Þetta er ekki áhættusækið litaval.“ Mikilvægast að vera þau sjálf Kári telur landsmenn gefa frambjóðendunum mismikið leyfi til að fara í eða úr karakter, líkt og hann orðar það. „Það myndi enginn gera athugasemdir við neitt sem Jón Gnarr gerir í þessum efnum. Hann er búinn að búa sér til ímynd sem innifelur rosalega mikið frelsi. Katrín sömuleiðis, hafandi verið svona fyrirferðarmikil manneskja í þjóðfélaginu í langan tíma, hún hefur held ég líka ákveðið svigrúm til að vinna með þessa hluti.“ Aðrir minna þekktir frambjóðendur hafi minna svigrúm til að fara út af sporinu. „Nýbreytni myndi líka alltaf vekja einhverjar spurningar og þá er eins gott að hafa réttu svörin.“ Minnstu smáatriði séu úthugsuð og til þess gerð að skapa hughrif. Kári ráðleggur frambjóðendum þó fyrst og fremst að vera þau sjálf. Reyna að hafa trú á því sem er kjarninn í þeirra persónu og því sem þau hafa fram að færa. Viðtalið var tekið í síðustu viku áður en en síðasti þjóðarpúls Gallup kom út og Halla Tómasdóttir tók fram úr Jóni Gnarr og mældist meðal fjögurra efstu.
Forsetakosningar 2024 Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira