Baulað á keppanda Ísrael á æfingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2024 16:30 Baulað var á Eden Golan á æfingu hennar í gær. Getty/Jens Büttner Hótanir hafa borist ísraelska Eurovision-teyminu og keppandinn hefur varla yfirgefið hótelherbergi sitt vegna þessa. Baulað var á hana á æfingu í gær en hún stígur á svið í Malmö í kvöld, á síðara undanúrslitakvöldi keppninnar. Greint er frá því á vef breska ríkisútvarpsins að baulað hafi verið á Eden Golan á meðan hún söng lagið Hurricane, framlag Ísrael í Eurovision þetta árið. Í yfirlýsingu segist Golan stolt af því að stíga á sviðið í Malmö fyrir hönd lands síns. Ísraelska ríkisútvarpið hefur kvartað til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, vegna baulsins og farið fram á að sambandið komi í veg fyrir að slíkt gerist á keppninni í kvöld. Þá hafa fjölmenn mótmæli farið fram í miðborg Malmö í dag vegna framgöngu Ísraela á Gasasvæðinu. Mótmælendur báru margir palestínska fánann og skilti sem á stóð: Sniðgangið Ísrael. Öryggisgæsla hefur verið efld í sænsku borginni, sér í lagi við Eurovision höllina enda gert ráð fyrir að mótmælt verði við hana meðan á keppni stendur. EBU tók ákvörðun um það í janúar að Ísrael yrði ekki meinuð þátttaka í söngvakeppninni. Kallað hafði verið eftir því úr ýmsum áttum að Ísraelum yrði meinuð þátttaka, á sama grundvelli og Rússum eftir innrás þeirra í Úkraínu fyrir tveimur árum. Eurovision Ísrael Svíþjóð Tengdar fréttir Áhorf á Eurovision hríðfellur Meðaláhorf á fyrri undankeppni Eurovision í gærkvöldi var 35 prósent og 56 prósent uppsafnað áhorf. Er það gríðarleg breyting frá áhorfi á undankvöldið sem Ísland tók þátt í í fyrra. 8. maí 2024 11:02 Texta Október-regns breytt að kröfu forseta Ísrael Ísraelar hafa samþykkt að breyta texta lagsins „October Rain“ sem þykir líklegast til að verða framlag landsins í Eurovision í ár. Um er að ræða ballöðu sem sungin er af Eden Golan og virðist fjalla um árás Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. 4. mars 2024 07:17 Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. 26. febrúar 2024 10:38 Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Fleiri fréttir Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ Sjá meira
Greint er frá því á vef breska ríkisútvarpsins að baulað hafi verið á Eden Golan á meðan hún söng lagið Hurricane, framlag Ísrael í Eurovision þetta árið. Í yfirlýsingu segist Golan stolt af því að stíga á sviðið í Malmö fyrir hönd lands síns. Ísraelska ríkisútvarpið hefur kvartað til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, vegna baulsins og farið fram á að sambandið komi í veg fyrir að slíkt gerist á keppninni í kvöld. Þá hafa fjölmenn mótmæli farið fram í miðborg Malmö í dag vegna framgöngu Ísraela á Gasasvæðinu. Mótmælendur báru margir palestínska fánann og skilti sem á stóð: Sniðgangið Ísrael. Öryggisgæsla hefur verið efld í sænsku borginni, sér í lagi við Eurovision höllina enda gert ráð fyrir að mótmælt verði við hana meðan á keppni stendur. EBU tók ákvörðun um það í janúar að Ísrael yrði ekki meinuð þátttaka í söngvakeppninni. Kallað hafði verið eftir því úr ýmsum áttum að Ísraelum yrði meinuð þátttaka, á sama grundvelli og Rússum eftir innrás þeirra í Úkraínu fyrir tveimur árum.
Eurovision Ísrael Svíþjóð Tengdar fréttir Áhorf á Eurovision hríðfellur Meðaláhorf á fyrri undankeppni Eurovision í gærkvöldi var 35 prósent og 56 prósent uppsafnað áhorf. Er það gríðarleg breyting frá áhorfi á undankvöldið sem Ísland tók þátt í í fyrra. 8. maí 2024 11:02 Texta Október-regns breytt að kröfu forseta Ísrael Ísraelar hafa samþykkt að breyta texta lagsins „October Rain“ sem þykir líklegast til að verða framlag landsins í Eurovision í ár. Um er að ræða ballöðu sem sungin er af Eden Golan og virðist fjalla um árás Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. 4. mars 2024 07:17 Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. 26. febrúar 2024 10:38 Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Fleiri fréttir Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ Sjá meira
Áhorf á Eurovision hríðfellur Meðaláhorf á fyrri undankeppni Eurovision í gærkvöldi var 35 prósent og 56 prósent uppsafnað áhorf. Er það gríðarleg breyting frá áhorfi á undankvöldið sem Ísland tók þátt í í fyrra. 8. maí 2024 11:02
Texta Október-regns breytt að kröfu forseta Ísrael Ísraelar hafa samþykkt að breyta texta lagsins „October Rain“ sem þykir líklegast til að verða framlag landsins í Eurovision í ár. Um er að ræða ballöðu sem sungin er af Eden Golan og virðist fjalla um árás Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. 4. mars 2024 07:17
Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. 26. febrúar 2024 10:38
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið