Stórri flotaæfingu NATO lauk í Reykjavík Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2024 16:02 Hollenski kafbáturinn HNLMS Dolfijn við Skarðsbakka í Reykjavík í dag. Kafbáturinn var notaður við æfingar á Atlantshafi undanfarnar tvær vikur. Vísir/Vilhelm Flotaæfingunni Dynamic Mongoose 24 lauk hér í Reykjavík í dag. Sjóliðar frá fjölda bandalagsríkja Íslands í Atlantshafsbandalaginu hafa komið að æfingunni og þar á meðal Svíar sem eru hér í fyrsta sinn frá því þeir gengu í NATO í mars. Dynamic Mongoose eru árlegar æfingar sem haldnar eru í Atlantshafinu. Þær eru haldnar til skiptis á Íslandi og í Noregi. Þetta árið var æfingin haldin samhliða umfangsmiklum flotaæfingum í Miðjarðarhafi og á Eystrasalti, sem bera heitið Neptune Strike 24. Submarines✅ Ships✅ Aircraft✅ Allies✅ Trained✅ Ready✅ #NATO anti-submarine and anti-surface warfare ex #DynamicMongoose24 concluded in 🇮🇸 #Reykjavik today #WeAreNATO #StrongerTogether Read more: https://t.co/Ay9uMGoGo6 pic.twitter.com/XEW34fry1f— NATO Maritime Command (@NATO_MARCOM) May 10, 2024 Undanfarnar tvær vikur hafa sjóliðar frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Færeyjum, Hollandi, Kanada, Noregi, Spáni, Svíþjóð og Þýskalandi æft kafbátahernað í norðanverðu Atlantshafinu. Æfingarnar hófust í Noregi þann 29. apríl. Flotanum var svo siglt til Færeyja og þaðan til Íslands og voru haldnar sífellt flóknari æfingar á leiðinni, samkvæmt grein á vef flotadeildar NATO. Þar er haft eftir aðmírálnum Thomas Wall, sem stýrir kafbátaflota NATO, að æfingarnar undirstriki mátt Bandalagsins og þá sérstaklega þegar kemur að kafbátahernaði. Þá hafi það sýnt sig að fjölmargar æfingar með Svíum hafi haft mikil áhrif og að Svíar muni auka getu NATO í grunnum sjó til muna. Svíar hafi mikla reynslu á því sviði. Áhöfn kafbátsins að störfum í dag.Vísir/Vilhelm Áhafnir kafbáta frá Bandaríkjunum, Hollandi, Noregi og Svíþjóð fóru frá því að vera eltir af áhöfnum skipa yfir í að elta eigin skotmörk í sviðsettum árásum á flota óvinveittra ríkja. Meðal annars var æfingunum ætlað að auka samheldni og bæta samskiptaleiðir milli áhafna skipa og kafbáta frá mismunandi ríkjum. Kafbátaleitarflugvélar frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, Noregi og Þýskalandi komu einnig að æfingunum. Hér að neðan má sjá myndband þar sem sónarbauju er varpað úr leitarþyrlu. Baujan hlustar eftir hljóðum frá kafbátum og sendir upplýsinarnar til skipa á svæðinu. NATO helicopter launching sonobuoys. These are consumable sonar systems that are launched for search and detection of submarines. They are deployed upon impact against the water, extending an underwater hydrophone system and a radio antenna into the air. pic.twitter.com/qOnO11X0Td— COM SNMG1 (@COM_SNMG1) May 10, 2024 NATO Hernaður Öryggis- og varnarmál Reykjavík Hafnarmál Utanríkismál Tengdar fréttir Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00 Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Herskip frá sex NATO-ríkjum taka nú þátt í kafbátarleitaræfingu sem fer fram í Norður-Atlantshafi næstu tvær vikur. Aðstoðaraðmíráll segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki fyrir NATO. 13. júní 2022 23:47 NATO æfir kafbátahernað við Íslandsstrendur Herskip frá sex NATO-ríkjum taka þátt í kafbátaleitaræfingu sem fram fer í Norður-Atlantshafi næstu tíu daga. Æfingin fer að mestu leyti fram á hafsvæðinu við Noreg en að hluta til innan þess loftrýmissvæðis sem Ísland annast. 13. júní 2022 11:33 Fastafloti NATO kominn til Reykjavíkur Fastafloti Atlantshafsbandalagsins, sem er hér á landi vegna kafbátarleitaræfingar sambandsins, hefur nú lagst að bryggju í Reykjavík. 9. júní 2022 11:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Dynamic Mongoose eru árlegar æfingar sem haldnar eru í Atlantshafinu. Þær eru haldnar til skiptis á Íslandi og í Noregi. Þetta árið var æfingin haldin samhliða umfangsmiklum flotaæfingum í Miðjarðarhafi og á Eystrasalti, sem bera heitið Neptune Strike 24. Submarines✅ Ships✅ Aircraft✅ Allies✅ Trained✅ Ready✅ #NATO anti-submarine and anti-surface warfare ex #DynamicMongoose24 concluded in 🇮🇸 #Reykjavik today #WeAreNATO #StrongerTogether Read more: https://t.co/Ay9uMGoGo6 pic.twitter.com/XEW34fry1f— NATO Maritime Command (@NATO_MARCOM) May 10, 2024 Undanfarnar tvær vikur hafa sjóliðar frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Færeyjum, Hollandi, Kanada, Noregi, Spáni, Svíþjóð og Þýskalandi æft kafbátahernað í norðanverðu Atlantshafinu. Æfingarnar hófust í Noregi þann 29. apríl. Flotanum var svo siglt til Færeyja og þaðan til Íslands og voru haldnar sífellt flóknari æfingar á leiðinni, samkvæmt grein á vef flotadeildar NATO. Þar er haft eftir aðmírálnum Thomas Wall, sem stýrir kafbátaflota NATO, að æfingarnar undirstriki mátt Bandalagsins og þá sérstaklega þegar kemur að kafbátahernaði. Þá hafi það sýnt sig að fjölmargar æfingar með Svíum hafi haft mikil áhrif og að Svíar muni auka getu NATO í grunnum sjó til muna. Svíar hafi mikla reynslu á því sviði. Áhöfn kafbátsins að störfum í dag.Vísir/Vilhelm Áhafnir kafbáta frá Bandaríkjunum, Hollandi, Noregi og Svíþjóð fóru frá því að vera eltir af áhöfnum skipa yfir í að elta eigin skotmörk í sviðsettum árásum á flota óvinveittra ríkja. Meðal annars var æfingunum ætlað að auka samheldni og bæta samskiptaleiðir milli áhafna skipa og kafbáta frá mismunandi ríkjum. Kafbátaleitarflugvélar frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, Noregi og Þýskalandi komu einnig að æfingunum. Hér að neðan má sjá myndband þar sem sónarbauju er varpað úr leitarþyrlu. Baujan hlustar eftir hljóðum frá kafbátum og sendir upplýsinarnar til skipa á svæðinu. NATO helicopter launching sonobuoys. These are consumable sonar systems that are launched for search and detection of submarines. They are deployed upon impact against the water, extending an underwater hydrophone system and a radio antenna into the air. pic.twitter.com/qOnO11X0Td— COM SNMG1 (@COM_SNMG1) May 10, 2024
NATO Hernaður Öryggis- og varnarmál Reykjavík Hafnarmál Utanríkismál Tengdar fréttir Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00 Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Herskip frá sex NATO-ríkjum taka nú þátt í kafbátarleitaræfingu sem fer fram í Norður-Atlantshafi næstu tvær vikur. Aðstoðaraðmíráll segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki fyrir NATO. 13. júní 2022 23:47 NATO æfir kafbátahernað við Íslandsstrendur Herskip frá sex NATO-ríkjum taka þátt í kafbátaleitaræfingu sem fram fer í Norður-Atlantshafi næstu tíu daga. Æfingin fer að mestu leyti fram á hafsvæðinu við Noreg en að hluta til innan þess loftrýmissvæðis sem Ísland annast. 13. júní 2022 11:33 Fastafloti NATO kominn til Reykjavíkur Fastafloti Atlantshafsbandalagsins, sem er hér á landi vegna kafbátarleitaræfingar sambandsins, hefur nú lagst að bryggju í Reykjavík. 9. júní 2022 11:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00
Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Herskip frá sex NATO-ríkjum taka nú þátt í kafbátarleitaræfingu sem fer fram í Norður-Atlantshafi næstu tvær vikur. Aðstoðaraðmíráll segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki fyrir NATO. 13. júní 2022 23:47
NATO æfir kafbátahernað við Íslandsstrendur Herskip frá sex NATO-ríkjum taka þátt í kafbátaleitaræfingu sem fram fer í Norður-Atlantshafi næstu tíu daga. Æfingin fer að mestu leyti fram á hafsvæðinu við Noreg en að hluta til innan þess loftrýmissvæðis sem Ísland annast. 13. júní 2022 11:33
Fastafloti NATO kominn til Reykjavíkur Fastafloti Atlantshafsbandalagsins, sem er hér á landi vegna kafbátarleitaræfingar sambandsins, hefur nú lagst að bryggju í Reykjavík. 9. júní 2022 11:57