„Veistu það Frosti, ég get ekki tekið þetta viðtal“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. maí 2024 07:00 Frosti Logason segir hispurslaust frá síðustu tveimur árum í sínu lífi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Frosti Logason fjölmiðlamaður segir markmið sitt með umfjöllun sinni um Eddu Falak aldrei hafa verið að hefna sín á henni vegna viðtals hennar við fyrrverandi kærustu hans. Frosti segir blaðamann Stundarinnar hafa boðið honum að segja sína hlið en síðan hætt við það án skýringa. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísir þar sem Frosti er gestur. Þar segir Frosti frá tímanum þar sem Edda Pétursdóttir fyrrverandi kærasta hans steig fram í hlaðvarpsþætti Eddu Falak á Stundinni og sakaði Frosta um hótanir og andlegt ofbeldi. Hann segir Eddu Falak hafa falsað skjáskot þar sem hann er sakaður um nauðgun og birt á samfélagsmiðlum sínum. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Hafi ekki áttað sig á að leita sér aðstoðar Fyrrverandi kærasta hans Edda Pétursdóttir steig fram í viðtali við Eddu Falak í Eigin konum í mars 2022 sem birtist í Stundinni. Þau áttu í sambandi á árunum 2009 til 2012 og lýsti hún því að hún hafi lifað í stöðugum ótta við að Frosti myndi láta verða af hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar. Frosti hefur ávallt neitað því að hafa tekið upp myndbönd án hennar vitundar. Frosti segir í Einkalífinu að um hafi verið að ræða sérlega óheilbrigt samband, hann hafi verið á vondum stað í kjölfarið, verið í algjöru áfalli og ekki áttað sig á því að hann yrði að leita sér hjálpar, heldur þess í stað leitað í áfengi og vímuefni. „Ég viðurkenni það alveg og þetta var mjög vont af mér að hafa sent þessa tölvupósta. En eins og sagan sýnir þá stóð ég ekki við neinar af þessum hótunum eða gerði ekki neitt úr neinu og þetta endaði náttúrulega bara þannig að fjölskylda mín hafði miklar áhyggjur af mér og ég var sendur í meðferð,“ segir Frosti. Flestir þekki þá leið sem hann hafi farið, hann hafi helgað lífi sínu edrúmennsku. Í dag lýsi hann sér fyrst og fremst sem fjölskyldumanni og föður. Málið hafi því komið honum á óvart, tíu árum eftir að sambandinu lauk. „Vissulega, viðbrögðin mín voru ofsafengin, tölvupóstarnir voru mjög óviðeigandi en að ég, augljóslega, þessi fjölskyldumaður að lifa þessu lífi sem ég hef verið að lifa allar götur síðan þá...ég sá ekki alveg tilganginn með því að ég skildi þurfa að verða fyrir þessari árás,“ segir Frosti. „Ég hef svona einhvern veginn, þegar ég hugsa til baka, þá er auðvitað, þá er þetta tilkomið, vil ég segja, það er hálfgert svona sturlunarástand í samfélaginu öllu, þetta er svona siðafár. Við þekkjum siðafár fyrri tíma, það eru allskonar tímabil þar sem einstaklingar eða hópar einstaklinga eru skilgreindir sem ógn við samfélagið og við erum sannarlega að ganga í gegnum eitthvað slíkt þegar þetta stendur sem hæst.“ Frosti lýsir því að hann hafi reynt að leita sátta við Eddu eftir að viðtalið birtist. Hann hafi sent henni SMS og sagst gjarnan vilja biðja hana afsökunar persónulega. Tíu mínútum síðar hafi Edda Falak skrifað á Twitter að hann ætti að drullast til að leita sér hjálpar og ekki hafa samband við fórnarlambið beint. Ekki hafi verið vilji til sátta. Vildi ekki taka viðtal við Frosta Frosti gerir miklar athugasemdir við vinnubrögð Stundarinnar, nú Heimildarinnar, í málinu. Hann segist upphaflega hafa verið inntur eftir viðbrögðum sama dag og viðtalið við fyrrverandi kærustu hans birtist. Hann hafi beðið um tíma til þess að melta, átta sig og leyfa rykinu að setjast en tekið fram að hann yrði til í viðtal seinna. „Svo þegar smá tími var liðinn þá fór ég að hafa samband við þennan blaðamann aftur og hitti hana á kaffihúsi og sagði henni mína sögu þar og mér fannst hún vera svona sjáanlega svolítið slegin. Bara já, það þarna einhverjir punktar sem var greinilega ekki farið rétt með og það var ákveðið að við myndum gera viðtal,“ segir Frosti. Frosti Logason furðar sig á vinnubrögðum Stundarinnar, nú Heimildarinnar fyrir tveimur árum síðan. Vísir/Vilhelm Á þessum tíma hafi hann farið á sjóinn en þau talað um að þau myndu tala saman þegar hann kæmi í land. Hann hafi haft samband en blaðamaðurinn flæmst undan og ekki svarað eða sagst hafa mikið að gera. „Og á endanum, mörgum mánuðum seinna, ég var búinn að ganga á eftir þessu í langan tíma, þá segir hún við mig: Veistu það Frosti, ég get ekki tekið þetta viðtal. Og ég sagði, bíddu hvers vegna ekki?“ segir Frosti. „Ja, það sem verra er, er að ég get ekki sagt þér af hverju. Bara því miður, ég get það ekki. Blaðamaður sem gat fjallað um hlið fyrrverandi kærustu minnar og slengt öllu þar upp, hún gat ekki fjallað um hina hliðina. Þetta er auðvitað brot á siðareglum blaðamanna, að veita mér ekki þann rétt að segja mína hlið þegar á mig eru bornar mjög alvarlegar ásakanir, en ég nennti ekki að vera að fara að kæra til siðanefndar einhverja kollega mína og svona. En þetta voru vinnubrögðin og það er ofsalega ljótt og lýsir eiginlega bara hversu hræðilegt ástand var á samfélaginu öllu á þessum tíma.“ Þér finnst þú hafa verið beittur miklum órétti? „Já, auðvitað var ég það. Ekki það að ég sé eitthvað að væla yfir því þannig. Eins og ég segi, sambandið var ekki gott en ég var ekki ofbeldismaður og jú ég sendi grófa tölvupósta eftir að ég kemst að hræðilegum hlutum sem hún gerði og ég upplifði mig niðurlægðan og svívirtan og svikinn og allt þetta og það er ekkert heilbrigt við það að síðan er bara annarri hliðinni varpað upp og hinn fái ekkert að segja hvernig þetta blasti við honum. Það sjá það allir að maður er miklum órétti beittur þar.“ Umfjöllunin um Eddu Falak ekki um hefnd Frosti stofnaði sinn eigin fjölmiðil, Brotkast í janúar 2023 eftir að hafa eytt nokkrum mánuðum á sjónum. Tíma sem hann lýsir í Einkalífinu sem stórkostlegum tíma. Í kjölfarið hóf hann tíða umfjöllun um Eddu Falak á meðan hún starfaði fyrir Stundina og síðar Heimildina. Í mars 2023 sendi Frosti ritstjórn Heimildarinnar til að mynda opið bréf á Vísi. Það gerði hann eftir að hafa birt innslag á Brotkast undir heitinu „Edda Falak afhjúpuð.“ Þar greindi Frosti frá því að Edda hefði ekki sagt satt og rétt frá eigin starfsferli. Örfáum vikum síðar var greint frá því að Edda hefði hætt störfum á Heimildinni. Varstu að hefna þín á Eddu Falak? „Nei, það eru margir sem hafa velt þessu fyrir sér en í raun og veru var það alls ekki þannig. Hún fór náttúrulega mjög hátt í samfélaginu á þessum tíma og leiðir í raun og veru þetta siðafár sem ég nefndi áðan, sem verður til þess að allt samfélagið sogast með í einhverjum tryllingi þar sem við köstum bara til hliðar reglum réttarríkisins og sakaðir menn fá ekki sanngjarna málsmeðferð og svona.“ Frosti rifjar upp að sér hafi þótt mikið til Eddu koma í upphafi. Hún hafi slegið upp nýjum tón feminísma, talað fyrir því að konur ættu að vera nákvæmlega eins og þær vildu. Hún hafi síðar komið sér upp hlutverki rannsakanda, dómara og böðuls allt í senn. „En ég get alveg sagt þér alveg eins og er að daginn sem hún birti viðtalið við fyrrverandi kærustuna mína að þá gekk hún lengra og hún falsaði sjálf frásögn, nauðgunarsögu,“ segir Frosti. Hann segir Eddu Falak hafa birt meint samskipti á milli sín og ónefndrar konu um kynferðisbrot Frosta. Hann segist strax hafa gert sér grein fyrir því að þessi skjáskot væru fölsuð. „Og þegar ég geri mér grein fyrir því að þessi kona sem er á þessum stalli í samfélaginu er þess megnug að geta logið nauðgunarsögum upp á saklausa menn þá átta ég mig á að það væri einhver pottur brotinn. Að það væri eitthvað undarlegt í gangi. Þannig ég fór eitthvað svona aðeins að kanna málið.“ Umrædd skjáskot sem Edda Falak birti þann 17. mars 2022. Myndirðu segja að þú hafir fengið hana á heilann? „Nei. En það fóru allir að segja mér af þessu, að hún væri ekki best til þess fallin að vera að predika einhvern siðaboðskap yfir þjóðfélaginu, hún var bara með sína baksögu og þegar það kemur upp úr krafsinu að hún hafi hafið alla þessa herferð á lygum í öllum stærstu fjölmiðlum landsins, Mbl, RÚV og Vísi þá fannst mér það bara stórmerkilegt. Og ég hafði samband við alla vini mína á ritstjórnum fjölmiðlanna og það einhvern veginn þorði enginn að fara í þetta. Það voru allir bara: Við erum búin að heyra af þessu, en við náum ekki að staðfesta þetta....“ Frosti segir það ekki hafa tekið á sálarlífið að velta sér upp úr málinu. Hann hafi alla tíð haft unun af því að starfa í fjölmiðlum og það hafi aldrei komið til greina að hætta. Sjómennskan hafi auk þess tekið sinn toll af fjölskyldulífinu. „Það sér það hver maður í hendi sér að það var nauðsynlegt að afhjúpa þetta sem kom fram með Eddu Falak og fyrst enginn annar einhvern veginn gat gert það, auðvitað vissi ég það að það væri óheppilegt að það kæmi endilega frá mér,“ segir Frosti. Enginn annar hafi verið til í slaginn. Hann segir fullyrðingar um að hann hafi verið með hana á heilanum koma sér spánskt fyrir sjónir. Hún hafi tíst mun meira um hann á Twitter en hann nokkurn tímann um hana. „Ég gerði það sem var nauðsynlegt að gera og það náði bara ákveðið langt og svo er það bara ancient history.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísir þar sem Frosti er gestur. Þar segir Frosti frá tímanum þar sem Edda Pétursdóttir fyrrverandi kærasta hans steig fram í hlaðvarpsþætti Eddu Falak á Stundinni og sakaði Frosta um hótanir og andlegt ofbeldi. Hann segir Eddu Falak hafa falsað skjáskot þar sem hann er sakaður um nauðgun og birt á samfélagsmiðlum sínum. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Hafi ekki áttað sig á að leita sér aðstoðar Fyrrverandi kærasta hans Edda Pétursdóttir steig fram í viðtali við Eddu Falak í Eigin konum í mars 2022 sem birtist í Stundinni. Þau áttu í sambandi á árunum 2009 til 2012 og lýsti hún því að hún hafi lifað í stöðugum ótta við að Frosti myndi láta verða af hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar. Frosti hefur ávallt neitað því að hafa tekið upp myndbönd án hennar vitundar. Frosti segir í Einkalífinu að um hafi verið að ræða sérlega óheilbrigt samband, hann hafi verið á vondum stað í kjölfarið, verið í algjöru áfalli og ekki áttað sig á því að hann yrði að leita sér hjálpar, heldur þess í stað leitað í áfengi og vímuefni. „Ég viðurkenni það alveg og þetta var mjög vont af mér að hafa sent þessa tölvupósta. En eins og sagan sýnir þá stóð ég ekki við neinar af þessum hótunum eða gerði ekki neitt úr neinu og þetta endaði náttúrulega bara þannig að fjölskylda mín hafði miklar áhyggjur af mér og ég var sendur í meðferð,“ segir Frosti. Flestir þekki þá leið sem hann hafi farið, hann hafi helgað lífi sínu edrúmennsku. Í dag lýsi hann sér fyrst og fremst sem fjölskyldumanni og föður. Málið hafi því komið honum á óvart, tíu árum eftir að sambandinu lauk. „Vissulega, viðbrögðin mín voru ofsafengin, tölvupóstarnir voru mjög óviðeigandi en að ég, augljóslega, þessi fjölskyldumaður að lifa þessu lífi sem ég hef verið að lifa allar götur síðan þá...ég sá ekki alveg tilganginn með því að ég skildi þurfa að verða fyrir þessari árás,“ segir Frosti. „Ég hef svona einhvern veginn, þegar ég hugsa til baka, þá er auðvitað, þá er þetta tilkomið, vil ég segja, það er hálfgert svona sturlunarástand í samfélaginu öllu, þetta er svona siðafár. Við þekkjum siðafár fyrri tíma, það eru allskonar tímabil þar sem einstaklingar eða hópar einstaklinga eru skilgreindir sem ógn við samfélagið og við erum sannarlega að ganga í gegnum eitthvað slíkt þegar þetta stendur sem hæst.“ Frosti lýsir því að hann hafi reynt að leita sátta við Eddu eftir að viðtalið birtist. Hann hafi sent henni SMS og sagst gjarnan vilja biðja hana afsökunar persónulega. Tíu mínútum síðar hafi Edda Falak skrifað á Twitter að hann ætti að drullast til að leita sér hjálpar og ekki hafa samband við fórnarlambið beint. Ekki hafi verið vilji til sátta. Vildi ekki taka viðtal við Frosta Frosti gerir miklar athugasemdir við vinnubrögð Stundarinnar, nú Heimildarinnar, í málinu. Hann segist upphaflega hafa verið inntur eftir viðbrögðum sama dag og viðtalið við fyrrverandi kærustu hans birtist. Hann hafi beðið um tíma til þess að melta, átta sig og leyfa rykinu að setjast en tekið fram að hann yrði til í viðtal seinna. „Svo þegar smá tími var liðinn þá fór ég að hafa samband við þennan blaðamann aftur og hitti hana á kaffihúsi og sagði henni mína sögu þar og mér fannst hún vera svona sjáanlega svolítið slegin. Bara já, það þarna einhverjir punktar sem var greinilega ekki farið rétt með og það var ákveðið að við myndum gera viðtal,“ segir Frosti. Frosti Logason furðar sig á vinnubrögðum Stundarinnar, nú Heimildarinnar fyrir tveimur árum síðan. Vísir/Vilhelm Á þessum tíma hafi hann farið á sjóinn en þau talað um að þau myndu tala saman þegar hann kæmi í land. Hann hafi haft samband en blaðamaðurinn flæmst undan og ekki svarað eða sagst hafa mikið að gera. „Og á endanum, mörgum mánuðum seinna, ég var búinn að ganga á eftir þessu í langan tíma, þá segir hún við mig: Veistu það Frosti, ég get ekki tekið þetta viðtal. Og ég sagði, bíddu hvers vegna ekki?“ segir Frosti. „Ja, það sem verra er, er að ég get ekki sagt þér af hverju. Bara því miður, ég get það ekki. Blaðamaður sem gat fjallað um hlið fyrrverandi kærustu minnar og slengt öllu þar upp, hún gat ekki fjallað um hina hliðina. Þetta er auðvitað brot á siðareglum blaðamanna, að veita mér ekki þann rétt að segja mína hlið þegar á mig eru bornar mjög alvarlegar ásakanir, en ég nennti ekki að vera að fara að kæra til siðanefndar einhverja kollega mína og svona. En þetta voru vinnubrögðin og það er ofsalega ljótt og lýsir eiginlega bara hversu hræðilegt ástand var á samfélaginu öllu á þessum tíma.“ Þér finnst þú hafa verið beittur miklum órétti? „Já, auðvitað var ég það. Ekki það að ég sé eitthvað að væla yfir því þannig. Eins og ég segi, sambandið var ekki gott en ég var ekki ofbeldismaður og jú ég sendi grófa tölvupósta eftir að ég kemst að hræðilegum hlutum sem hún gerði og ég upplifði mig niðurlægðan og svívirtan og svikinn og allt þetta og það er ekkert heilbrigt við það að síðan er bara annarri hliðinni varpað upp og hinn fái ekkert að segja hvernig þetta blasti við honum. Það sjá það allir að maður er miklum órétti beittur þar.“ Umfjöllunin um Eddu Falak ekki um hefnd Frosti stofnaði sinn eigin fjölmiðil, Brotkast í janúar 2023 eftir að hafa eytt nokkrum mánuðum á sjónum. Tíma sem hann lýsir í Einkalífinu sem stórkostlegum tíma. Í kjölfarið hóf hann tíða umfjöllun um Eddu Falak á meðan hún starfaði fyrir Stundina og síðar Heimildina. Í mars 2023 sendi Frosti ritstjórn Heimildarinnar til að mynda opið bréf á Vísi. Það gerði hann eftir að hafa birt innslag á Brotkast undir heitinu „Edda Falak afhjúpuð.“ Þar greindi Frosti frá því að Edda hefði ekki sagt satt og rétt frá eigin starfsferli. Örfáum vikum síðar var greint frá því að Edda hefði hætt störfum á Heimildinni. Varstu að hefna þín á Eddu Falak? „Nei, það eru margir sem hafa velt þessu fyrir sér en í raun og veru var það alls ekki þannig. Hún fór náttúrulega mjög hátt í samfélaginu á þessum tíma og leiðir í raun og veru þetta siðafár sem ég nefndi áðan, sem verður til þess að allt samfélagið sogast með í einhverjum tryllingi þar sem við köstum bara til hliðar reglum réttarríkisins og sakaðir menn fá ekki sanngjarna málsmeðferð og svona.“ Frosti rifjar upp að sér hafi þótt mikið til Eddu koma í upphafi. Hún hafi slegið upp nýjum tón feminísma, talað fyrir því að konur ættu að vera nákvæmlega eins og þær vildu. Hún hafi síðar komið sér upp hlutverki rannsakanda, dómara og böðuls allt í senn. „En ég get alveg sagt þér alveg eins og er að daginn sem hún birti viðtalið við fyrrverandi kærustuna mína að þá gekk hún lengra og hún falsaði sjálf frásögn, nauðgunarsögu,“ segir Frosti. Hann segir Eddu Falak hafa birt meint samskipti á milli sín og ónefndrar konu um kynferðisbrot Frosta. Hann segist strax hafa gert sér grein fyrir því að þessi skjáskot væru fölsuð. „Og þegar ég geri mér grein fyrir því að þessi kona sem er á þessum stalli í samfélaginu er þess megnug að geta logið nauðgunarsögum upp á saklausa menn þá átta ég mig á að það væri einhver pottur brotinn. Að það væri eitthvað undarlegt í gangi. Þannig ég fór eitthvað svona aðeins að kanna málið.“ Umrædd skjáskot sem Edda Falak birti þann 17. mars 2022. Myndirðu segja að þú hafir fengið hana á heilann? „Nei. En það fóru allir að segja mér af þessu, að hún væri ekki best til þess fallin að vera að predika einhvern siðaboðskap yfir þjóðfélaginu, hún var bara með sína baksögu og þegar það kemur upp úr krafsinu að hún hafi hafið alla þessa herferð á lygum í öllum stærstu fjölmiðlum landsins, Mbl, RÚV og Vísi þá fannst mér það bara stórmerkilegt. Og ég hafði samband við alla vini mína á ritstjórnum fjölmiðlanna og það einhvern veginn þorði enginn að fara í þetta. Það voru allir bara: Við erum búin að heyra af þessu, en við náum ekki að staðfesta þetta....“ Frosti segir það ekki hafa tekið á sálarlífið að velta sér upp úr málinu. Hann hafi alla tíð haft unun af því að starfa í fjölmiðlum og það hafi aldrei komið til greina að hætta. Sjómennskan hafi auk þess tekið sinn toll af fjölskyldulífinu. „Það sér það hver maður í hendi sér að það var nauðsynlegt að afhjúpa þetta sem kom fram með Eddu Falak og fyrst enginn annar einhvern veginn gat gert það, auðvitað vissi ég það að það væri óheppilegt að það kæmi endilega frá mér,“ segir Frosti. Enginn annar hafi verið til í slaginn. Hann segir fullyrðingar um að hann hafi verið með hana á heilanum koma sér spánskt fyrir sjónir. Hún hafi tíst mun meira um hann á Twitter en hann nokkurn tímann um hana. „Ég gerði það sem var nauðsynlegt að gera og það náði bara ákveðið langt og svo er það bara ancient history.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið