Sameiningartákn? Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 12. maí 2024 10:30 Forseti Íslands sinnir margvíslegum skyldum sem eru allar mikilvægar á sinn hátt. Þó liggur aðeins ein þessara skyldna einvörðungu á herðum forseta. Engra annarra. Eitt af hlutverkum forsetans er að efla stöðu Íslands alþjóðlega og styðja hagsmuni þjóðarinnar út á við, efnahagslega sem og pólitískt séð. Það er einnig æðsta hlutverk utanríkisráðherra landsins og gjörvallrar utanríkisþjónustunnar, stofnana eins og Íslandsstofu og svokallaðra Millilandaráða, sem og einkaaðila. Forsetinn vinnur jafnframt að því að efla stöðu íslenskrar menningar og lista á alþjóðasviðinu. Það gera einnig menningarmálaráðherra og -ráðuneyti, utanríkisþjónustan, Miðstöð íslenskra bókmennta, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Tónlistarmiðstöð, og Miðstöð íslenskrar myndlistar, til að nefna nokkra, sem og fjöldi einkaaðila. Forsetinn leggur sitt lóð á vogarskálarnar alþjóðlega við eflingu þeirra gilda sem standa okkur næst: mannréttinda, friðar, lýðræðis og réttarríkis. Það er einnig eitt helsta hlutverk utanríkisþjónustunnar og fjölda frjálsra félagasamtaka. Forsetinn veitir fulltrúum stjórnmálaflokka umboð til ríkisstjórnarmyndunar, sér til þess að í landinu sé starfshæf ríkisstjórn, og staðfestir lög frá Alþingi. Samkvæmt þingræðisreglu stjórnarskrár er ríkisstjórnarmyndun og lagasetning þó fyrst og fremst í höndum alþingismanna. Loks stendur forsetinn að jafna vörð um íslenskan menningararf, tungu, og náttúru, sem og grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi. Því hlutverki sinna einnig ótal menningarstofnanir, ráðuneyti, dómskerfið, umhverfisverndarsamtök, mannréttindasamtök og fræðasamfélagið, sem og einkaaðilar. En hvaða hlutverk stendur þá eftir, sem hvílir fyrst og síðast á herðum forsetans? Það er að vera sameiningartákn og sameiningarafl þjóðarinnar. En hvað þýðir það í raun? Það þýðir að forseti Íslands sé fólksins. Ekki einungis í orði heldur einnig á borði. Að forsetinn geti sett sig í spor allra hópa samfélagsins, sama hversu vel eða illa þeir standa. Að forsetinn eigi auðvelt með að finna til samkenndar og sýna öðru fólki raunverulega samkennd. Að hlusta. Að vera algjörlega til staðar hverju sinni. Að hugsa hlutina út frá öðru fólki, samfélaginu, en ekki eingöngu sér eða sinni tilveru. Að geta myndað innihaldsrík tengsl við annað fólk, þar með talið þau sem upplifa sig á jaðri samfélagsins. Til þess að geta myndað slík tengsl þarf fólk að hafa öðlast reynslu og gengið í gegnum erfiðleika í eigin lífi, lært af þeim og vaxið. Og ekki einungis eflst og styrkts persónulega heldur einnig aukið getu sína til að setja sig í spor annarra. Aukið getu sína til að setja sjálf sitt og samfélagsstöðu sína algjörlega til hliðar þegar aðstæður kalla á. Þannig forseti gefur sig að þeim sem á þurfa að halda, og beitir í framhaldinu áhrifum sínum til að bæta stöðu þeirra. Talar þeirra máli. Þannig forseti leiðir saman ólíka hópa og stuðlar að sátt og samlyndi, eflir samfélagsheildina. Þannig forseti er fyrirmynd okkar allra. Forsetinn þarf því að búa yfir bæði lífsreynslu og visku. Við þurfum nefnilega ekki mest af öllu annan stjórnmálamann eða embættismann, eða fulltrúa hagsmunasamtaka, í stól forseta. Við þurfum heldur alls ekki einstakling sem er fyrst og fremst að hugsa um eiginn framgang og valdastöðu. Við þurfum miklu frekar einstakling sem getur áreynslulaust verið í liði okkar allra, sama á hverju bjátar. Einstakling sem stuðlar að aukinni samkennd, skilningi og hlýju innan samfélags okkar, og þar með talið aukinni samfélagsþátttöku og valdeflingu þeirra sem standa veikt. Á tímum aukinnar skautunar í samfélaginu, og þeirra félagslegu áskorana sem hraðar samfélagsbreytingar skapa, nægir að nefna snjallvæðingu og þróun gervigreindar, er þetta hlutverk forseta Íslands síst minna mikilvægt nú en áður. Núverandi forseti býr yfir þessari getu. Þessum persónueinkennum. Hann hefur gefið fólkinu sig allan í hartnær 8 ár og á miklar þakkir skilið fyrir sitt óeigingjarna starf. Það er að vera raunverulegt sameiningartákn. Þannig forseti vil ég áfram að leiði þjóðina. Höfundur er óákveðinn kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Forseti Íslands sinnir margvíslegum skyldum sem eru allar mikilvægar á sinn hátt. Þó liggur aðeins ein þessara skyldna einvörðungu á herðum forseta. Engra annarra. Eitt af hlutverkum forsetans er að efla stöðu Íslands alþjóðlega og styðja hagsmuni þjóðarinnar út á við, efnahagslega sem og pólitískt séð. Það er einnig æðsta hlutverk utanríkisráðherra landsins og gjörvallrar utanríkisþjónustunnar, stofnana eins og Íslandsstofu og svokallaðra Millilandaráða, sem og einkaaðila. Forsetinn vinnur jafnframt að því að efla stöðu íslenskrar menningar og lista á alþjóðasviðinu. Það gera einnig menningarmálaráðherra og -ráðuneyti, utanríkisþjónustan, Miðstöð íslenskra bókmennta, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Tónlistarmiðstöð, og Miðstöð íslenskrar myndlistar, til að nefna nokkra, sem og fjöldi einkaaðila. Forsetinn leggur sitt lóð á vogarskálarnar alþjóðlega við eflingu þeirra gilda sem standa okkur næst: mannréttinda, friðar, lýðræðis og réttarríkis. Það er einnig eitt helsta hlutverk utanríkisþjónustunnar og fjölda frjálsra félagasamtaka. Forsetinn veitir fulltrúum stjórnmálaflokka umboð til ríkisstjórnarmyndunar, sér til þess að í landinu sé starfshæf ríkisstjórn, og staðfestir lög frá Alþingi. Samkvæmt þingræðisreglu stjórnarskrár er ríkisstjórnarmyndun og lagasetning þó fyrst og fremst í höndum alþingismanna. Loks stendur forsetinn að jafna vörð um íslenskan menningararf, tungu, og náttúru, sem og grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi. Því hlutverki sinna einnig ótal menningarstofnanir, ráðuneyti, dómskerfið, umhverfisverndarsamtök, mannréttindasamtök og fræðasamfélagið, sem og einkaaðilar. En hvaða hlutverk stendur þá eftir, sem hvílir fyrst og síðast á herðum forsetans? Það er að vera sameiningartákn og sameiningarafl þjóðarinnar. En hvað þýðir það í raun? Það þýðir að forseti Íslands sé fólksins. Ekki einungis í orði heldur einnig á borði. Að forsetinn geti sett sig í spor allra hópa samfélagsins, sama hversu vel eða illa þeir standa. Að forsetinn eigi auðvelt með að finna til samkenndar og sýna öðru fólki raunverulega samkennd. Að hlusta. Að vera algjörlega til staðar hverju sinni. Að hugsa hlutina út frá öðru fólki, samfélaginu, en ekki eingöngu sér eða sinni tilveru. Að geta myndað innihaldsrík tengsl við annað fólk, þar með talið þau sem upplifa sig á jaðri samfélagsins. Til þess að geta myndað slík tengsl þarf fólk að hafa öðlast reynslu og gengið í gegnum erfiðleika í eigin lífi, lært af þeim og vaxið. Og ekki einungis eflst og styrkts persónulega heldur einnig aukið getu sína til að setja sig í spor annarra. Aukið getu sína til að setja sjálf sitt og samfélagsstöðu sína algjörlega til hliðar þegar aðstæður kalla á. Þannig forseti gefur sig að þeim sem á þurfa að halda, og beitir í framhaldinu áhrifum sínum til að bæta stöðu þeirra. Talar þeirra máli. Þannig forseti leiðir saman ólíka hópa og stuðlar að sátt og samlyndi, eflir samfélagsheildina. Þannig forseti er fyrirmynd okkar allra. Forsetinn þarf því að búa yfir bæði lífsreynslu og visku. Við þurfum nefnilega ekki mest af öllu annan stjórnmálamann eða embættismann, eða fulltrúa hagsmunasamtaka, í stól forseta. Við þurfum heldur alls ekki einstakling sem er fyrst og fremst að hugsa um eiginn framgang og valdastöðu. Við þurfum miklu frekar einstakling sem getur áreynslulaust verið í liði okkar allra, sama á hverju bjátar. Einstakling sem stuðlar að aukinni samkennd, skilningi og hlýju innan samfélags okkar, og þar með talið aukinni samfélagsþátttöku og valdeflingu þeirra sem standa veikt. Á tímum aukinnar skautunar í samfélaginu, og þeirra félagslegu áskorana sem hraðar samfélagsbreytingar skapa, nægir að nefna snjallvæðingu og þróun gervigreindar, er þetta hlutverk forseta Íslands síst minna mikilvægt nú en áður. Núverandi forseti býr yfir þessari getu. Þessum persónueinkennum. Hann hefur gefið fólkinu sig allan í hartnær 8 ár og á miklar þakkir skilið fyrir sitt óeigingjarna starf. Það er að vera raunverulegt sameiningartákn. Þannig forseti vil ég áfram að leiði þjóðina. Höfundur er óákveðinn kjósandi.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun