Ísland í öðru sæti Regnbogakortsins um réttindi hinsegin fólks Bjarndís Helga Tómasdóttir og Daníel E. Arnarsson skrifa 15. maí 2024 08:46 Í dag fögnum við hjá Samtökunum ’78 þeim árangri sem náðst hefur í að bæta réttindastöðu hinsegin fólks á Íslandi. Árlega birtir ILGA-Europe, regnhlífarsamtök yfir 700 hinsegin félaga í Evrópu og Mið-Asíu, nýja útgáfu regnbogakortsins en kortið mælir lagalega réttindastöðu hinsegin fólks í 49 löndum. Það eru gleðifréttir að Ísland er nú í öðru sæti kortsins og uppfyllir 83% af viðmiðum ILGA-Europe um réttindi hinsegin fólks. Það er frábær árangur og því er vert að staldra við og líta yfir farinn veg. Fyrir aðeins sjö árum sat Ísland í 17. sæti kortsins og uppfyllti aðeins 47% lagalegra viðmiða. Það er því dálítið sérstök gleði að þrátt fyrir bakslag í almennri umræðu síðustu ár hefur löggjöfin á Íslandi aldrei verið betri þegar kemur að hinsegin málefnum. Mikilvægar breytingar á stuttum tíma Um síðustu áramót tóku gildi lög um bann við bælingarmeðferð, sem er afar jákvætt og mikilvægt skref. Eins hafa þau teymi heilbrigðiskerfisins sem þjónusta trans fólk bætt áætlanir og þjónustu sína í samræmi við lög um kynrænt sjálfræði, sem enn er verið að vinna inn í reglugerðir og áætlanir. Einnig hefur breytum sem tengjast hinseginleikanum, þ.e. kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni, verið bætt við 70. gr. almennra hegningarlaga er varðar þætti sem hafa áhrif á refsihæð glæpa. Regnbogakortið hefur tekið þó nokkrum breytingum á síðasta áratug sem sýnir þá miklu grósku sem hefur verið í hinsegin baráttunni. Það er baráttu þúsunda einstaklinga í fjölda landa að þakka hversu ítarlegt og vandað regnbogakortið er, og á síðustu árum hafa enn fleiri hópar stigið fram og krafist sjálfsagðra réttinda. Þess ber þó að geta að kortið mælir einungis lagalega stöðu en er ekki eftirlit með framkvæmd, það er á herðum félaga hinsegin fólks í hverju landi fyrir sig að standa vörð um þau réttindi sem áunnist hafa í hverju landi fyrir sig. Í ár skiptist kortið í sjö flokka: Fjölskyldumál, jafnrétti og bann við mismunun, hatursglæpi- og áróður, líkamlega friðhelgi og viðurkenningu á skráðu kyni, borgaraleg afnot af rými og landi, alþjóðlega vernd og líkamlega friðhelgi intersex fólks. Í fyrra var Ísland í fimmta sæti af 49 og uppfyllti 71% af þeim lagalegu skilyrðum sem kortið mælir. Baráttan er ekki búin Það er sannarlega gleðiefni hve Regnbogakortið lýsir miklum árangri í málefnum hinsegin fólks hér á landi. En á meðan við fögnum árangrinum hér á Íslandi býr hinsegin fólk í víða í Evrópu og Mið-Asíu enn við mikla ólgu, óvissu og óöryggi. Pólitískur ágreiningur um réttarstöðu hinsegin fólks hefur orðið til þess að lönd detta niður listann eða standa í stað. Í sumum landanna má rekja þetta fall beint til þess skipulagða áróðurs sem beitt hefur verið gegn trans fólki. Sums staðar er slíkum áróðri og hinsegin réttindum almennt beitt sem pólitísku vopni af stjórnmálafólki og stjórnmálaflokkum. Það er rétt að minnast þess að svo grafalvarleg staða er ekki bara uppi í löndum fjarri og ólíkum Íslandi heldur til dæmis í nágrannalöndum eins og Bretlandi, sem hefur fallið hratt niður Regnbogakortið undanfarin ár. Þegar litið er til hinna Norðurlandanna þá falla þau öll niður listann þar sem ekki var unnt að endurskrifa aðgerðaráætlanir í málaflokknum. Það er því mikilvægt að muna að baráttan fyrir lagalegum réttindum hinsegin fólks er síður en svo unnin. Árangur okkar hér á landi hefur ekki komið af sjálfu sér. Á síðustu árum hafa Samtökin ’78 eflt samtal við löggjafar- og framkvæmdarvaldið, sem og samfélagið í heild sinni. Krafan um aukin réttindi kemur frá samfélaginu sjálfu, og því mikilvægt fyrir okkur að vera vel vakandi og miðla þeim skilaboðum til stjórnvalda. Við viljum þakka samfélaginu fyrir stuðninginn og samstöðuna sem hefur skapað þennan árangur á síðustu árum og minnum á að Samtökin ’78 munu áfram standa vörð um réttindi hinsegin fólks, og munu ekki gefa neitt eftir. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78.Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daníel E. Arnarsson Hinsegin Bjarndís Helga Tómasdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við hjá Samtökunum ’78 þeim árangri sem náðst hefur í að bæta réttindastöðu hinsegin fólks á Íslandi. Árlega birtir ILGA-Europe, regnhlífarsamtök yfir 700 hinsegin félaga í Evrópu og Mið-Asíu, nýja útgáfu regnbogakortsins en kortið mælir lagalega réttindastöðu hinsegin fólks í 49 löndum. Það eru gleðifréttir að Ísland er nú í öðru sæti kortsins og uppfyllir 83% af viðmiðum ILGA-Europe um réttindi hinsegin fólks. Það er frábær árangur og því er vert að staldra við og líta yfir farinn veg. Fyrir aðeins sjö árum sat Ísland í 17. sæti kortsins og uppfyllti aðeins 47% lagalegra viðmiða. Það er því dálítið sérstök gleði að þrátt fyrir bakslag í almennri umræðu síðustu ár hefur löggjöfin á Íslandi aldrei verið betri þegar kemur að hinsegin málefnum. Mikilvægar breytingar á stuttum tíma Um síðustu áramót tóku gildi lög um bann við bælingarmeðferð, sem er afar jákvætt og mikilvægt skref. Eins hafa þau teymi heilbrigðiskerfisins sem þjónusta trans fólk bætt áætlanir og þjónustu sína í samræmi við lög um kynrænt sjálfræði, sem enn er verið að vinna inn í reglugerðir og áætlanir. Einnig hefur breytum sem tengjast hinseginleikanum, þ.e. kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni, verið bætt við 70. gr. almennra hegningarlaga er varðar þætti sem hafa áhrif á refsihæð glæpa. Regnbogakortið hefur tekið þó nokkrum breytingum á síðasta áratug sem sýnir þá miklu grósku sem hefur verið í hinsegin baráttunni. Það er baráttu þúsunda einstaklinga í fjölda landa að þakka hversu ítarlegt og vandað regnbogakortið er, og á síðustu árum hafa enn fleiri hópar stigið fram og krafist sjálfsagðra réttinda. Þess ber þó að geta að kortið mælir einungis lagalega stöðu en er ekki eftirlit með framkvæmd, það er á herðum félaga hinsegin fólks í hverju landi fyrir sig að standa vörð um þau réttindi sem áunnist hafa í hverju landi fyrir sig. Í ár skiptist kortið í sjö flokka: Fjölskyldumál, jafnrétti og bann við mismunun, hatursglæpi- og áróður, líkamlega friðhelgi og viðurkenningu á skráðu kyni, borgaraleg afnot af rými og landi, alþjóðlega vernd og líkamlega friðhelgi intersex fólks. Í fyrra var Ísland í fimmta sæti af 49 og uppfyllti 71% af þeim lagalegu skilyrðum sem kortið mælir. Baráttan er ekki búin Það er sannarlega gleðiefni hve Regnbogakortið lýsir miklum árangri í málefnum hinsegin fólks hér á landi. En á meðan við fögnum árangrinum hér á Íslandi býr hinsegin fólk í víða í Evrópu og Mið-Asíu enn við mikla ólgu, óvissu og óöryggi. Pólitískur ágreiningur um réttarstöðu hinsegin fólks hefur orðið til þess að lönd detta niður listann eða standa í stað. Í sumum landanna má rekja þetta fall beint til þess skipulagða áróðurs sem beitt hefur verið gegn trans fólki. Sums staðar er slíkum áróðri og hinsegin réttindum almennt beitt sem pólitísku vopni af stjórnmálafólki og stjórnmálaflokkum. Það er rétt að minnast þess að svo grafalvarleg staða er ekki bara uppi í löndum fjarri og ólíkum Íslandi heldur til dæmis í nágrannalöndum eins og Bretlandi, sem hefur fallið hratt niður Regnbogakortið undanfarin ár. Þegar litið er til hinna Norðurlandanna þá falla þau öll niður listann þar sem ekki var unnt að endurskrifa aðgerðaráætlanir í málaflokknum. Það er því mikilvægt að muna að baráttan fyrir lagalegum réttindum hinsegin fólks er síður en svo unnin. Árangur okkar hér á landi hefur ekki komið af sjálfu sér. Á síðustu árum hafa Samtökin ’78 eflt samtal við löggjafar- og framkvæmdarvaldið, sem og samfélagið í heild sinni. Krafan um aukin réttindi kemur frá samfélaginu sjálfu, og því mikilvægt fyrir okkur að vera vel vakandi og miðla þeim skilaboðum til stjórnvalda. Við viljum þakka samfélaginu fyrir stuðninginn og samstöðuna sem hefur skapað þennan árangur á síðustu árum og minnum á að Samtökin ’78 munu áfram standa vörð um réttindi hinsegin fólks, og munu ekki gefa neitt eftir. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78.Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun