Þegar orðið einelti er gjaldfellt – Til fylgjenda Katrínar Jakobsdóttur Kolbrá Höskuldsdóttir skrifar 20. maí 2024 08:01 Nokkur orð um ástæður gagnrýnis en ekki eineltis... Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði að hafa eytt atkvæði mínu hérna um árið á Vinstri – græna, einmitt til þess að stuðla að því að Sjálfstæðisflokkurinn kæmist EKKI að, en varð heldur betur ekki að ósk minni. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði við að það skyldi fjölgað hér ráðherraembættum með tilheyrandi kostnaði og að þessir sömu ráðherrar, vissu vart hvert þeir áttu að mæta loksins þegar stjórnarmyndunin var afstaðin, né voru þeir alveg með það á hreinu hvað þeir áttu að gera. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði að eitt af aðal ráðuneytum VG (jaaa, hefði maður haldið) var afhent Sjálfstæðismönnum jafn fúslega og reyndist og síðan þá, hefur orðið náttúruvernd eða umhverfismál varla heyrst í orðfæri VG – liða. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði þegar fötluðu flóttamannafólki var og er hent héðan úr landinu eins og hverju öðru hyski, fólki frá stríðshrjáðum löndum, án þess að heyrðist hvorki hóst né stuna frá forsætis né annarra úr hennar flokki. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði gróflega ærandi þögnin þegar spilltasti stjórnmálamaður síðari tíma, fékk að selja föður sínum banka, skipaði góðvinum sínum í sendiherrastöður, var umbunað fyrir vond störf með öðru ráðuneyti, fékk óáreittur að fyrirskipa að Ísland sæti hjá við vopnahléi á Gaza, fékk óáreittur að kasta fýlusprengju í átt að tjaldbúðum Palestínumanna á Austurvelli, sem vissulega opnaði opinberlega fyrir ormagryfju rasisma í garð þess minnihlutahóps og sem sér ekki fyrir endann á. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði þegar haldnar voru hér rándýrar tvöþúsund milljóna króna ráðstefnur, sem engu skilaði nema að vopnavæða lögregluna enn frekar. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar gróflega þegar yfirlýstur flokkur friðar og gegn hervaldi, tekur þátt í vopnakaupum og flutningum. Já kæru fylgjendur KJ, mér sárnar og blöskrar yfirgengilega við undirlægjuhátt þegar það kemur að þjóðernishreinsunum á innilokuðum íbúum Gaza og því að standa ekki almennilega í lappirnar við stuðningi gagnvart þeim. Að fordæma ekki óhæfuna, viðbjóðinn og slíta stjórnmálasambandi við Ísræla. Að horfa upp á það sem þar er að gerast og gera ekki neitt af alvöru, beita ekki sinni röddu sem KJ hafði sem æðsti maður þjóðar sinnar vissulega getað gert, er ófyrirgefanlegt og skammarlegt. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar þegar þið ásakið réttmætar gagnrýnisraddir fólks og sakið um einelti og er alger gjaldfelling á merkingu orðsins. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar þegar stjórnmálamaður sem ákveður í miðjum klíðum að hlaupa á eftir sinni eigin hégómagirnd og koma sér fyrir í þægilegra starfi. Stjórnmálamanni sem hefur svikið flest sín baráttumál og stefnu eigin flokks. Stekkur frá borði, hafandi setið í afar óvinsælli ríkisstjórn, horft í leiðinni upp á algert hrun síns eigin flokks og leggur síðan lykla forsætisráðuneytisins bókstaflega í hendurnar á þeim spilltasta og óvinsælasta. Skipti þá eftir allt saman í rauninni ekki máli hver stjórnaði? Og sú rökleysa um að sú atburðarás hafi orðið til eftir að hún sagði af sér og ekki getað séð slíkt fyrir er í besta falli hlægileg og út í hött, enda KJ engin amatör í stjórnmálum. Hennar starfsreynslu er jú fyrst og fremst að finna þar. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar og leiðist satt best að segja fórnarlambshlutverk ykkar og því að það sem þið vogið ykkur að kalla réttmæta gagnrýni, einelti. Að manneskja sem var forsætisráðherra fyrir korteri síðan, stólsetan enn hálf volg, ætlar sér að vera öryggisventill þjóðarinnar yfir eigin afar umdeildum frumvörpum. Það að hafa áhyggjur af slíku er ekki aðeins skiljanlegt heldur eðlilegt í lýðræðisríki og ber að benda á og gagnrýna. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar hvað þið notið orðið einelti léttvægt, frambjóðandi ykkar sem með framboði sínu hefur í raun klofið þjóðina í fylkingar og verður að sjálfsögðu ekki hið augljósa, sameiningartákn þjóðar sinnar. Já og að lokum kæru fylgjendur KJ, þegar réttmæt gagnrýni er sett fram og studd með rökum, kallast það ekki einelti, en hinsvegar er hægt að nota slíkan málatilbúnað sem tilburði til þöggunar. Góðar stundir Höfundur er bókmennta- og þjóðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nokkur orð um ástæður gagnrýnis en ekki eineltis... Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði að hafa eytt atkvæði mínu hérna um árið á Vinstri – græna, einmitt til þess að stuðla að því að Sjálfstæðisflokkurinn kæmist EKKI að, en varð heldur betur ekki að ósk minni. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði við að það skyldi fjölgað hér ráðherraembættum með tilheyrandi kostnaði og að þessir sömu ráðherrar, vissu vart hvert þeir áttu að mæta loksins þegar stjórnarmyndunin var afstaðin, né voru þeir alveg með það á hreinu hvað þeir áttu að gera. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði að eitt af aðal ráðuneytum VG (jaaa, hefði maður haldið) var afhent Sjálfstæðismönnum jafn fúslega og reyndist og síðan þá, hefur orðið náttúruvernd eða umhverfismál varla heyrst í orðfæri VG – liða. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði þegar fötluðu flóttamannafólki var og er hent héðan úr landinu eins og hverju öðru hyski, fólki frá stríðshrjáðum löndum, án þess að heyrðist hvorki hóst né stuna frá forsætis né annarra úr hennar flokki. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði gróflega ærandi þögnin þegar spilltasti stjórnmálamaður síðari tíma, fékk að selja föður sínum banka, skipaði góðvinum sínum í sendiherrastöður, var umbunað fyrir vond störf með öðru ráðuneyti, fékk óáreittur að fyrirskipa að Ísland sæti hjá við vopnahléi á Gaza, fékk óáreittur að kasta fýlusprengju í átt að tjaldbúðum Palestínumanna á Austurvelli, sem vissulega opnaði opinberlega fyrir ormagryfju rasisma í garð þess minnihlutahóps og sem sér ekki fyrir endann á. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði þegar haldnar voru hér rándýrar tvöþúsund milljóna króna ráðstefnur, sem engu skilaði nema að vopnavæða lögregluna enn frekar. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar gróflega þegar yfirlýstur flokkur friðar og gegn hervaldi, tekur þátt í vopnakaupum og flutningum. Já kæru fylgjendur KJ, mér sárnar og blöskrar yfirgengilega við undirlægjuhátt þegar það kemur að þjóðernishreinsunum á innilokuðum íbúum Gaza og því að standa ekki almennilega í lappirnar við stuðningi gagnvart þeim. Að fordæma ekki óhæfuna, viðbjóðinn og slíta stjórnmálasambandi við Ísræla. Að horfa upp á það sem þar er að gerast og gera ekki neitt af alvöru, beita ekki sinni röddu sem KJ hafði sem æðsti maður þjóðar sinnar vissulega getað gert, er ófyrirgefanlegt og skammarlegt. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar þegar þið ásakið réttmætar gagnrýnisraddir fólks og sakið um einelti og er alger gjaldfelling á merkingu orðsins. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar þegar stjórnmálamaður sem ákveður í miðjum klíðum að hlaupa á eftir sinni eigin hégómagirnd og koma sér fyrir í þægilegra starfi. Stjórnmálamanni sem hefur svikið flest sín baráttumál og stefnu eigin flokks. Stekkur frá borði, hafandi setið í afar óvinsælli ríkisstjórn, horft í leiðinni upp á algert hrun síns eigin flokks og leggur síðan lykla forsætisráðuneytisins bókstaflega í hendurnar á þeim spilltasta og óvinsælasta. Skipti þá eftir allt saman í rauninni ekki máli hver stjórnaði? Og sú rökleysa um að sú atburðarás hafi orðið til eftir að hún sagði af sér og ekki getað séð slíkt fyrir er í besta falli hlægileg og út í hött, enda KJ engin amatör í stjórnmálum. Hennar starfsreynslu er jú fyrst og fremst að finna þar. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar og leiðist satt best að segja fórnarlambshlutverk ykkar og því að það sem þið vogið ykkur að kalla réttmæta gagnrýni, einelti. Að manneskja sem var forsætisráðherra fyrir korteri síðan, stólsetan enn hálf volg, ætlar sér að vera öryggisventill þjóðarinnar yfir eigin afar umdeildum frumvörpum. Það að hafa áhyggjur af slíku er ekki aðeins skiljanlegt heldur eðlilegt í lýðræðisríki og ber að benda á og gagnrýna. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar hvað þið notið orðið einelti léttvægt, frambjóðandi ykkar sem með framboði sínu hefur í raun klofið þjóðina í fylkingar og verður að sjálfsögðu ekki hið augljósa, sameiningartákn þjóðar sinnar. Já og að lokum kæru fylgjendur KJ, þegar réttmæt gagnrýni er sett fram og studd með rökum, kallast það ekki einelti, en hinsvegar er hægt að nota slíkan málatilbúnað sem tilburði til þöggunar. Góðar stundir Höfundur er bókmennta- og þjóðfræðingur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun