Katrín á Bessastaði Björn Snæbjörnsson skrifar 21. maí 2024 09:03 Þegar Guðni forseti Íslands lýsti því yfir að hann sæktist ekki eftir endurkjöri fór fólk að svipast um eftir góðum forseta. Margir festu augun á Katrínu Jakobsdóttur til verksins. Ekki kom þar síst til yfirgripsmikil þekking hennar á stjórnkerfinu eftir sjö ár sem forsætisráðherra, dugnaður hennar og hæfileikar til þess að laða fólk til samstarfs. Það er engin nýlunda að fyrrverandi stjórnmálamenn sitji á Bessastöðum í embætti forseta Íslands, enda er embættið svo tengt stjórnmálalífinu í landinu að ekki verður skilið á milli. Það er því undarlegt að það sé talið neikvætt að hafa verið í stjórnmálum og ákvarðanir sem voru teknar, eða látnar bíða í samsteypustjórn þriggja flokka frá vinstri til hægri. Það er nokkuð afrek hjá Katrínu að hafa komist í gegn um þetta samstarf, stjórnað því í sjö ár með friðsömum hætti. Það sýnir ljóslega lagni hennar í mannlegum samskiptum. Í þeim geira samfélagsins sem ég þekki best hafa náðst víðtækir kjarasamningar á síðustu árum án teljandi átaka. Þáttur ríkisvaldsins var verulegur í þeim samningum og á engan er hallað þó sagt sé að Katrín hafi verið tengiliður í samskiptum ríkiisvaldsins og stórs hluta verklýðshreyfingarinnar. Á löngum ferli í kjarasamningagerð sem formaður Starfsgreinasambandsins var Katrín sú eina í stól forsætisráðherra sem var hringjandi til að vita hvernig gengi hvað þyrfti að gera til að leysa málin og þannig var hún vel inn í öllum málum. Þetta m.a. sýndir hæfileika hennar til þess að laða fólk til samstarfs. Forseti Íslands þarf að vera þaulkunnugur stjórnkerfinu, þar á meðal verklýðshreyfingunni. Hann þarf að kunna skil á menningaramálum, menntun og erlendum samskiptum svo eitthvað sé nefnt, og hafa skilning á mikilvægi öflugs atvinnulífs. Staða forsætisráðherra í sjö ár að hluta til á erfiðum tímum, hefur byggt upp reynslu hjá Katrínu sem mundi kom henni afar vel í embætti forseta Íslands. Gangi henni allt í haginn. Katrín er minn forseti Höfundur er ellilífeyrisþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar Guðni forseti Íslands lýsti því yfir að hann sæktist ekki eftir endurkjöri fór fólk að svipast um eftir góðum forseta. Margir festu augun á Katrínu Jakobsdóttur til verksins. Ekki kom þar síst til yfirgripsmikil þekking hennar á stjórnkerfinu eftir sjö ár sem forsætisráðherra, dugnaður hennar og hæfileikar til þess að laða fólk til samstarfs. Það er engin nýlunda að fyrrverandi stjórnmálamenn sitji á Bessastöðum í embætti forseta Íslands, enda er embættið svo tengt stjórnmálalífinu í landinu að ekki verður skilið á milli. Það er því undarlegt að það sé talið neikvætt að hafa verið í stjórnmálum og ákvarðanir sem voru teknar, eða látnar bíða í samsteypustjórn þriggja flokka frá vinstri til hægri. Það er nokkuð afrek hjá Katrínu að hafa komist í gegn um þetta samstarf, stjórnað því í sjö ár með friðsömum hætti. Það sýnir ljóslega lagni hennar í mannlegum samskiptum. Í þeim geira samfélagsins sem ég þekki best hafa náðst víðtækir kjarasamningar á síðustu árum án teljandi átaka. Þáttur ríkisvaldsins var verulegur í þeim samningum og á engan er hallað þó sagt sé að Katrín hafi verið tengiliður í samskiptum ríkiisvaldsins og stórs hluta verklýðshreyfingarinnar. Á löngum ferli í kjarasamningagerð sem formaður Starfsgreinasambandsins var Katrín sú eina í stól forsætisráðherra sem var hringjandi til að vita hvernig gengi hvað þyrfti að gera til að leysa málin og þannig var hún vel inn í öllum málum. Þetta m.a. sýndir hæfileika hennar til þess að laða fólk til samstarfs. Forseti Íslands þarf að vera þaulkunnugur stjórnkerfinu, þar á meðal verklýðshreyfingunni. Hann þarf að kunna skil á menningaramálum, menntun og erlendum samskiptum svo eitthvað sé nefnt, og hafa skilning á mikilvægi öflugs atvinnulífs. Staða forsætisráðherra í sjö ár að hluta til á erfiðum tímum, hefur byggt upp reynslu hjá Katrínu sem mundi kom henni afar vel í embætti forseta Íslands. Gangi henni allt í haginn. Katrín er minn forseti Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun