Hvað viljum við? 21. maí 2024 15:30 Það er makalaust að nú rúmri viku fyrir kosningar sé enginn frambjóðandi sem nær að höfða til meirihluta þjóðarinnar. Samkvæmt skoðanakönnunum mælist Katrín efst en samt eru 78% sem velja hana ekki sem forsetaefni. Næst er Halla Hrund sem 80% þjóðarinnar velur ekki. Þar næst er Baldur sem 82% þjóðarinnar velur ekki. 84% velja ekki Höllu Tómasar og 87% ekki Jón, 94 % ekki Arnar og 99% þjóðarinnar velur ekkert okkar hinna? Hvað vill þjóðin? Það er í það minnsta víst að ekkert okkar frambjóðendanna nær því að ná almannahylli nema síður sé og það er rannsóknarefni. Hvað vill þjóðin? Eftir að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar gekk með eftirminnilegum hætti fram af þjóðinni tryggði VG Sjálfstæðisflokki og Framsókn áframhaldandi stjórnarsetu þrátt fyrir loforð um annað. Sú stjórn hafði kosningaloforð að engu og efndir ekki í sjónmáli. Tökum dæmi. Alþingi er verið að girða fyrir fjölskyldusameiningu flóttafólks, selja okkur að dýraníð í kvíum og að vindmyllur séu lausnin á öllum okkar vanda, þrátt fyrir heims kunnar staðreyndir um hið gagnstæða. Þjóðin vildi þjóðfélagsbreytingar eftir hrunið og með búsáhaldabyltingu átti að skapa sátt og von um nýja tíma, en hvað gerðist svo? Því er enn fleygt í útlöndum af ráðamönnum að við höfum gert upp sakirnar við ráðamenn og eignafólk sem tefldu þjóðinni á tæpasta vað þótt við vitum öll að það er langt frá því að vera sannleikur. Því sumir sitja enn og leiða jafnvel ríkisstjórn Íslands. 78% þjóðarinnar er ósátt við þann ráðahag. Um 45.000 manns skrifuðu undir afsögn Bjarna Benediktssonar. Um óhæfi Bjarna ríkir meiri samstaða en um nokkurn forsetaframbjóðanda. Það liggur allavega ljóst fyrir að almenningur er ekki sáttur, ekki glaður, ekki með nokkurt forsetaefni og alls ekki með ríkisstjórnina. Og þá spyr maður, hvað getur forseti gert fyrir ósátta þjóð, eitthvað það sem sameinar þjóðina, færir henni gleði von og trú á samfélagið okkar? Því það er hans hlutverk að hlusta eftir vilja þjóðarinnar. Ég er með þessum skrifum að reyna allt sem ég get til að skilja þetta samfélag okkar og hvað það er sem við viljum. Forseti er þjónn þjóðarinnar, hann hefur aðeins vald með þjóðarvilja og ef forseti á að vera sameiningartákn þá lýtur hann vilja þjóðarinnar í einu og öllu. Sumsé, ef það er raunverulegur vilji þjóðar að losna við þessa ríkisstjórn, getur forseti komið því í kring ef þjóðin kallar eftir því. Ef það sem þjóðin vill eru stjórnarslit og hún kallar eftir því, getur forseti með athafnaleysi þreytt stjórnina með því að skrifa ekki undir lög þau er fram eru borin, þar til ríkisstjórnin sér sóma sinn í að hrökklast burt. Íslendingar eru orðnir langþreyttir á því að á þá sé ekki hlustað. Tæplega 100.000 manns vildu umbætur í heilbrigðiskerfinu. Ekkert gerðist. Kallað hefur verið eftir afsögn óhæfs fólks af almenningi en þingið ver það fram í rauðan dauðann. Þeir sem krafðir eru um afsögn skipta um stól. Skoðanakannanir sýna fram á mikla óánægju með ríkisstjórn Katrínar og Bjarna, en allt kemur fyrir ekki. Á æðsta valdið, þjóðina sjálfa, er ekki hlustað. En forseti getur hlustað og forseti sem hefur aðeins skyldur við almenning í landinu og þarf bara beiðni hluta þjóðar til að fara að hennar vilja. Samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs nægir að 10% þjóðar skori á forseta. Tillögur Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskrá og hvað þyrfti til að forseti virti vilja þjóðar var að markið ætti að setja við 15%. Forseta ber fyrsta skylda til að verja þingræðið og þótt meirihluti tryggi núverandi ríkisstjórn völdin, þá snýst þingræði um það að við stýrið sé ríkisstjórn sem þingið getur afborið. Ef eitthvað er að marka skoðanannakannanir sem lýsa óánægju með Bjarna Benediktsson og ríkisstjórn hans og það er raunverulegur vilji þjóðarinnar að koma þessari óvinsælu ríkisstjórn frá völdum í eitt skipti fyrir öll þá er hægur vandi fyrir þjóðina að kalla eftir því að forseti staðfesti ekki lög sem ríkisstjórnin setur fram. Og krefja svo forsetaframbjóðendur um slíkt loforð. Ef forseti hlýtir ákalli þjóðarinnar og staðfestir ekki lög frá ríkisstjórninni þarf ríkisstjórnin að vera tilbúin að leggja sjálfa sig að veði með því að reyna að fella forsetann. Þá verða samkvæmt stjórnarskrá þrír fjórðu hlutar þingsins að krefjast þess að forseti fari frá og knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um forseta. Fái forseti fleiri atkvæði en þingið er stjórnin fallin og boða þarf til alþingiskosninga. Er þetta það sem þjóðin vill raunverulega? Er eitthvað að marka skoðannakannanir sem lýsa óánægju með ríkisstjórnina? Er eitthvað að marka skoðanakannanir yfirleitt? Já, skoðanakannanir veita ábendingar um afstöðu þjóðarinnar til manna og málefna. Þær segja að ríkisstjórnin og Bjarni Benediktsson séu óvinsæl. Þær segja að þjóðin vilji ríkisstjórnina burt. Þjóðin segist vilja sameiningartákn. Sameiningartákn verður að hafa innihald. Að vera sameiningartákn snýst ekki um það að vera óaðfinnanleg manneskja, því slík manneskja er einfaldlega ekki til. Forseti þarf hinsvegar að vera sú manneskja sem stendur með fólkinu í landinu. Ég vil biðja ykkur lesendur góðir ,að hugsa alvarlega um það til hvers þið ætlist af forseta svo þjóðinni megi auðnast að eignast forseta með mikið og almennt traust en ekki ríflega 20% fylgi. Höfundur er leikkona og í forsetaframboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það er makalaust að nú rúmri viku fyrir kosningar sé enginn frambjóðandi sem nær að höfða til meirihluta þjóðarinnar. Samkvæmt skoðanakönnunum mælist Katrín efst en samt eru 78% sem velja hana ekki sem forsetaefni. Næst er Halla Hrund sem 80% þjóðarinnar velur ekki. Þar næst er Baldur sem 82% þjóðarinnar velur ekki. 84% velja ekki Höllu Tómasar og 87% ekki Jón, 94 % ekki Arnar og 99% þjóðarinnar velur ekkert okkar hinna? Hvað vill þjóðin? Það er í það minnsta víst að ekkert okkar frambjóðendanna nær því að ná almannahylli nema síður sé og það er rannsóknarefni. Hvað vill þjóðin? Eftir að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar gekk með eftirminnilegum hætti fram af þjóðinni tryggði VG Sjálfstæðisflokki og Framsókn áframhaldandi stjórnarsetu þrátt fyrir loforð um annað. Sú stjórn hafði kosningaloforð að engu og efndir ekki í sjónmáli. Tökum dæmi. Alþingi er verið að girða fyrir fjölskyldusameiningu flóttafólks, selja okkur að dýraníð í kvíum og að vindmyllur séu lausnin á öllum okkar vanda, þrátt fyrir heims kunnar staðreyndir um hið gagnstæða. Þjóðin vildi þjóðfélagsbreytingar eftir hrunið og með búsáhaldabyltingu átti að skapa sátt og von um nýja tíma, en hvað gerðist svo? Því er enn fleygt í útlöndum af ráðamönnum að við höfum gert upp sakirnar við ráðamenn og eignafólk sem tefldu þjóðinni á tæpasta vað þótt við vitum öll að það er langt frá því að vera sannleikur. Því sumir sitja enn og leiða jafnvel ríkisstjórn Íslands. 78% þjóðarinnar er ósátt við þann ráðahag. Um 45.000 manns skrifuðu undir afsögn Bjarna Benediktssonar. Um óhæfi Bjarna ríkir meiri samstaða en um nokkurn forsetaframbjóðanda. Það liggur allavega ljóst fyrir að almenningur er ekki sáttur, ekki glaður, ekki með nokkurt forsetaefni og alls ekki með ríkisstjórnina. Og þá spyr maður, hvað getur forseti gert fyrir ósátta þjóð, eitthvað það sem sameinar þjóðina, færir henni gleði von og trú á samfélagið okkar? Því það er hans hlutverk að hlusta eftir vilja þjóðarinnar. Ég er með þessum skrifum að reyna allt sem ég get til að skilja þetta samfélag okkar og hvað það er sem við viljum. Forseti er þjónn þjóðarinnar, hann hefur aðeins vald með þjóðarvilja og ef forseti á að vera sameiningartákn þá lýtur hann vilja þjóðarinnar í einu og öllu. Sumsé, ef það er raunverulegur vilji þjóðar að losna við þessa ríkisstjórn, getur forseti komið því í kring ef þjóðin kallar eftir því. Ef það sem þjóðin vill eru stjórnarslit og hún kallar eftir því, getur forseti með athafnaleysi þreytt stjórnina með því að skrifa ekki undir lög þau er fram eru borin, þar til ríkisstjórnin sér sóma sinn í að hrökklast burt. Íslendingar eru orðnir langþreyttir á því að á þá sé ekki hlustað. Tæplega 100.000 manns vildu umbætur í heilbrigðiskerfinu. Ekkert gerðist. Kallað hefur verið eftir afsögn óhæfs fólks af almenningi en þingið ver það fram í rauðan dauðann. Þeir sem krafðir eru um afsögn skipta um stól. Skoðanakannanir sýna fram á mikla óánægju með ríkisstjórn Katrínar og Bjarna, en allt kemur fyrir ekki. Á æðsta valdið, þjóðina sjálfa, er ekki hlustað. En forseti getur hlustað og forseti sem hefur aðeins skyldur við almenning í landinu og þarf bara beiðni hluta þjóðar til að fara að hennar vilja. Samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs nægir að 10% þjóðar skori á forseta. Tillögur Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskrá og hvað þyrfti til að forseti virti vilja þjóðar var að markið ætti að setja við 15%. Forseta ber fyrsta skylda til að verja þingræðið og þótt meirihluti tryggi núverandi ríkisstjórn völdin, þá snýst þingræði um það að við stýrið sé ríkisstjórn sem þingið getur afborið. Ef eitthvað er að marka skoðanannakannanir sem lýsa óánægju með Bjarna Benediktsson og ríkisstjórn hans og það er raunverulegur vilji þjóðarinnar að koma þessari óvinsælu ríkisstjórn frá völdum í eitt skipti fyrir öll þá er hægur vandi fyrir þjóðina að kalla eftir því að forseti staðfesti ekki lög sem ríkisstjórnin setur fram. Og krefja svo forsetaframbjóðendur um slíkt loforð. Ef forseti hlýtir ákalli þjóðarinnar og staðfestir ekki lög frá ríkisstjórninni þarf ríkisstjórnin að vera tilbúin að leggja sjálfa sig að veði með því að reyna að fella forsetann. Þá verða samkvæmt stjórnarskrá þrír fjórðu hlutar þingsins að krefjast þess að forseti fari frá og knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um forseta. Fái forseti fleiri atkvæði en þingið er stjórnin fallin og boða þarf til alþingiskosninga. Er þetta það sem þjóðin vill raunverulega? Er eitthvað að marka skoðannakannanir sem lýsa óánægju með ríkisstjórnina? Er eitthvað að marka skoðanakannanir yfirleitt? Já, skoðanakannanir veita ábendingar um afstöðu þjóðarinnar til manna og málefna. Þær segja að ríkisstjórnin og Bjarni Benediktsson séu óvinsæl. Þær segja að þjóðin vilji ríkisstjórnina burt. Þjóðin segist vilja sameiningartákn. Sameiningartákn verður að hafa innihald. Að vera sameiningartákn snýst ekki um það að vera óaðfinnanleg manneskja, því slík manneskja er einfaldlega ekki til. Forseti þarf hinsvegar að vera sú manneskja sem stendur með fólkinu í landinu. Ég vil biðja ykkur lesendur góðir ,að hugsa alvarlega um það til hvers þið ætlist af forseta svo þjóðinni megi auðnast að eignast forseta með mikið og almennt traust en ekki ríflega 20% fylgi. Höfundur er leikkona og í forsetaframboði.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun