Kjósum sterkan leiðtoga Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir skrifar 23. maí 2024 23:00 Fyrir þó nokkrum árum síðan, árið sem ég varð stúdent var ég svo lánsöm að Halla Tómasdóttir var ein af útskriftarhópnum. Eins og gengur þurfti að skipuleggja dimmision, útskriftarferð og aðrar uppákomur og Halla varð fljótt sjálfskipaður leiðtogi hópsins. Þennan vetur voru ótrúlegustu hlutir framkvæmdir. Ekkert var ómögulegt, hvorki í fjáröflunum né viðburðum, sem leiddi okkur í virkilega eftirminnilega útskriftarferð til Flórída sem þurfti að breyta og endurskipuleggja nokkrum sinnum sökum mjög langs kennaraverkfalls um vorið. Bjartsýni Höllu, staðfestan í hindranir væru einungis til að leysa þær og hæfileikinn til að virkja allan hópinn og láta alla finnast þeir tilheyra var aðdáunarvert og mér, feimnu stelpunni að austan mikil hvatning og fyrirmynd. Eftir útskrift skildu leiðir því ég fór austur að vinna, en ég hef fylgst með Höllu í gegnum árin og virkilega dáðst að því sem hún hefur framkvæmt. Þegar við hittumst þá er eins og hún sé að hitta gamla bestu vinkonu, einlægnin geislar af henni og mér þykir alltaf jafn ljúft hvað hún sýnir innilegan áhuga og væntumþykju. Þessari hlýju er þjóðin nú að fá að kynnast í gegnum framboð Höllu. Mörgum virðist þykja það síðra að Halla komi úr viðskiptalífinu, en er einhvers staðar skrifað að forseti Íslands eigi að hafa bakgrunn hins opinbera starfsmanns? Þau fjögur sem voru efst í skoðanakönnunum framan af tengjast öll opinbera geiranum. Hefur það á einhvern hátt sjálfkrafa gert þau að hæfari forseta? Persónulega þykir mér það síðra að forseti hafi pólitískan bakgrunn eða hafi átt einhæfa starfsævi. Ferilskrá Höllu Tómasdóttur er mögnuð og hún er í senn frumkvöðull, fyrirlesari og forstjóri. Ferilinn spannar ábyrgðarstöður hjá bæði Mars og Pepsi Cola, aðkomu að stofnun og uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og Opna Háskólans, verkefnið Auður í Krafti kvenna, sem valdefldi stóran hóp kvenna og hvatti til nýsköpunar, TED fyrirlestra, stofnun fjármálafyrirtækisins Auður Capital, sem kom öllum sínum skjólstæðingum tjónlaust í gegnum efnahagshrunið 2008 og jú, að vera fyrst kvenna til að gegna stöðu framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Það starf yfirgaf Halla eftir árs setu, því hún fann að það samræmdist ekki gildum hennar um ábyrg viðskipti og stjórnunarhætti. Það að hafa hugrekki til að horfast í augu við sterk öfl, hvort sem eru í viðskiptum eða opinberri stjórnsýslu og skora á þau að breytast, er eitthvað sem fæstum okkar er gefið. Þetta hefur Halla margsinnis gert og ekki síst undanfarin ár sem forstjóri B Team. Ég veit að hún brennur fyrir málefnum sem naga íslenskt samfélag. Líðan unga fólksins sem og þeirra eldri, neikvæðni sem einkennir samfélagsumræðu nútímans og grefur undan góðum verkum, jafnréttismálum og ekki síst orku- og auðlindamálum á þann hátt að íslenska þjóðin auðgist öll á því hversu gjöfult landið okkar er. Ég hvet ykkur eindregið til að kynnast Höllu. Síðustu daga hefur fylgi hennar rokið upp og hún mælist nú í öðru sæti í skoðanakönnunum, enda búin að vera mjög dugleg að kynnast landi og þjóð bæði með heimsóknum og á ýmsum miðlum. Hvarvetna heillast fólk, enda er Halla Tómasdóttir með einstaklega fallega framkomu, góða nærveru, mjög vel máli farin og óhrædd við að tala tæpitungulaust. Ég treysti engri betur en Höllu Tómasdóttur til að láta ekki standa við orðin tóm, heldur hafa hugrekki til að sýna staðfestu, framkvæma, leiða og nýta krafta forsetaembættisins til góðra verka. Höfundur er eigandi hugbúnaðarfyrirtækisins GET Ráðgjafar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Fyrir þó nokkrum árum síðan, árið sem ég varð stúdent var ég svo lánsöm að Halla Tómasdóttir var ein af útskriftarhópnum. Eins og gengur þurfti að skipuleggja dimmision, útskriftarferð og aðrar uppákomur og Halla varð fljótt sjálfskipaður leiðtogi hópsins. Þennan vetur voru ótrúlegustu hlutir framkvæmdir. Ekkert var ómögulegt, hvorki í fjáröflunum né viðburðum, sem leiddi okkur í virkilega eftirminnilega útskriftarferð til Flórída sem þurfti að breyta og endurskipuleggja nokkrum sinnum sökum mjög langs kennaraverkfalls um vorið. Bjartsýni Höllu, staðfestan í hindranir væru einungis til að leysa þær og hæfileikinn til að virkja allan hópinn og láta alla finnast þeir tilheyra var aðdáunarvert og mér, feimnu stelpunni að austan mikil hvatning og fyrirmynd. Eftir útskrift skildu leiðir því ég fór austur að vinna, en ég hef fylgst með Höllu í gegnum árin og virkilega dáðst að því sem hún hefur framkvæmt. Þegar við hittumst þá er eins og hún sé að hitta gamla bestu vinkonu, einlægnin geislar af henni og mér þykir alltaf jafn ljúft hvað hún sýnir innilegan áhuga og væntumþykju. Þessari hlýju er þjóðin nú að fá að kynnast í gegnum framboð Höllu. Mörgum virðist þykja það síðra að Halla komi úr viðskiptalífinu, en er einhvers staðar skrifað að forseti Íslands eigi að hafa bakgrunn hins opinbera starfsmanns? Þau fjögur sem voru efst í skoðanakönnunum framan af tengjast öll opinbera geiranum. Hefur það á einhvern hátt sjálfkrafa gert þau að hæfari forseta? Persónulega þykir mér það síðra að forseti hafi pólitískan bakgrunn eða hafi átt einhæfa starfsævi. Ferilskrá Höllu Tómasdóttur er mögnuð og hún er í senn frumkvöðull, fyrirlesari og forstjóri. Ferilinn spannar ábyrgðarstöður hjá bæði Mars og Pepsi Cola, aðkomu að stofnun og uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og Opna Háskólans, verkefnið Auður í Krafti kvenna, sem valdefldi stóran hóp kvenna og hvatti til nýsköpunar, TED fyrirlestra, stofnun fjármálafyrirtækisins Auður Capital, sem kom öllum sínum skjólstæðingum tjónlaust í gegnum efnahagshrunið 2008 og jú, að vera fyrst kvenna til að gegna stöðu framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Það starf yfirgaf Halla eftir árs setu, því hún fann að það samræmdist ekki gildum hennar um ábyrg viðskipti og stjórnunarhætti. Það að hafa hugrekki til að horfast í augu við sterk öfl, hvort sem eru í viðskiptum eða opinberri stjórnsýslu og skora á þau að breytast, er eitthvað sem fæstum okkar er gefið. Þetta hefur Halla margsinnis gert og ekki síst undanfarin ár sem forstjóri B Team. Ég veit að hún brennur fyrir málefnum sem naga íslenskt samfélag. Líðan unga fólksins sem og þeirra eldri, neikvæðni sem einkennir samfélagsumræðu nútímans og grefur undan góðum verkum, jafnréttismálum og ekki síst orku- og auðlindamálum á þann hátt að íslenska þjóðin auðgist öll á því hversu gjöfult landið okkar er. Ég hvet ykkur eindregið til að kynnast Höllu. Síðustu daga hefur fylgi hennar rokið upp og hún mælist nú í öðru sæti í skoðanakönnunum, enda búin að vera mjög dugleg að kynnast landi og þjóð bæði með heimsóknum og á ýmsum miðlum. Hvarvetna heillast fólk, enda er Halla Tómasdóttir með einstaklega fallega framkomu, góða nærveru, mjög vel máli farin og óhrædd við að tala tæpitungulaust. Ég treysti engri betur en Höllu Tómasdóttur til að láta ekki standa við orðin tóm, heldur hafa hugrekki til að sýna staðfestu, framkvæma, leiða og nýta krafta forsetaembættisins til góðra verka. Höfundur er eigandi hugbúnaðarfyrirtækisins GET Ráðgjafar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar