Ég styð Baldur sem næsta forseta! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 26. maí 2024 08:01 Ég var mjög ánægður með að Baldur Þórhallsson bauð sig fram til embættis forseta Íslands í komandi forsetakosningu. Í þeim kosningum eru margir hæfir frambjóðendur. Að mínu mati er Baldur sá frambjóðandi sem er hæfastur til að vera forseti og sameina þjóðina. Ég kannast við Baldur, enda erum við kollegar úr stjórnmálafræðinni. Baldur er sveitastrákur frá Rangárvallasýslu sem menntaði sig vel og lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá háskólanum í Essex í Englandi. Baldur hefur kennt stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í tæpa þrjá áratugi og starfar í dag sem prófessor í stjórnmálafræðideild HÍ. Baldur hefur helgað sig í kennslu í alþjóðastjórnmálum, sérstaklega hvað varðar stöðu smáríkja í alþjóðamálum. Þar skiptir máli að hafa þekkingu á stöðu smáríkja eins og Íslands og hvaða möguleika þessi ríki hafa til að hámarka áhrif sín. Baldur hefur einnig látið öryggis- og varnarmál smáríkja og sérstaklega Íslands sig varða og hefur talað um að það skiptir máli að sýna ábyrgð í öryggis- og varnarmálum landsins. Baldur hefur verið áberandi í baráttu fyrir betri heim, fordómaleysi og meira umburðarlyndi. Baldur hefur verið virkur í baráttu fyrir réttindum samkynhneigðra og hinsegin fólks. Öll viljum við búa í betri og umburðarlyndari heimi, en það gerist ekki af sjálfu sér og fyrir baráttu hans og Felix eiga þeir miklar þakkir skildar. Baldur hefur marga prýðilega kosti og að auki á hann frábæran maka, Felix Bergsson. Ég þekki Felix ágætlega úr Vesturbæ Reykjavíkur enda einstaklega góður og glaðsinna maður. Það skiptir máli hver verður næsti forseti, hver hefur þá sýn að nýta embættið til góðra verka og verða sameiningartákn þjóðarinnar þegar kosningum lýkur. Því treysti ég Baldri Þórhallsyni fullkomlega til að takast á við embætti forseta Íslands, þjóðinni til heilla! Höfundur er stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ég var mjög ánægður með að Baldur Þórhallsson bauð sig fram til embættis forseta Íslands í komandi forsetakosningu. Í þeim kosningum eru margir hæfir frambjóðendur. Að mínu mati er Baldur sá frambjóðandi sem er hæfastur til að vera forseti og sameina þjóðina. Ég kannast við Baldur, enda erum við kollegar úr stjórnmálafræðinni. Baldur er sveitastrákur frá Rangárvallasýslu sem menntaði sig vel og lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá háskólanum í Essex í Englandi. Baldur hefur kennt stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í tæpa þrjá áratugi og starfar í dag sem prófessor í stjórnmálafræðideild HÍ. Baldur hefur helgað sig í kennslu í alþjóðastjórnmálum, sérstaklega hvað varðar stöðu smáríkja í alþjóðamálum. Þar skiptir máli að hafa þekkingu á stöðu smáríkja eins og Íslands og hvaða möguleika þessi ríki hafa til að hámarka áhrif sín. Baldur hefur einnig látið öryggis- og varnarmál smáríkja og sérstaklega Íslands sig varða og hefur talað um að það skiptir máli að sýna ábyrgð í öryggis- og varnarmálum landsins. Baldur hefur verið áberandi í baráttu fyrir betri heim, fordómaleysi og meira umburðarlyndi. Baldur hefur verið virkur í baráttu fyrir réttindum samkynhneigðra og hinsegin fólks. Öll viljum við búa í betri og umburðarlyndari heimi, en það gerist ekki af sjálfu sér og fyrir baráttu hans og Felix eiga þeir miklar þakkir skildar. Baldur hefur marga prýðilega kosti og að auki á hann frábæran maka, Felix Bergsson. Ég þekki Felix ágætlega úr Vesturbæ Reykjavíkur enda einstaklega góður og glaðsinna maður. Það skiptir máli hver verður næsti forseti, hver hefur þá sýn að nýta embættið til góðra verka og verða sameiningartákn þjóðarinnar þegar kosningum lýkur. Því treysti ég Baldri Þórhallsyni fullkomlega til að takast á við embætti forseta Íslands, þjóðinni til heilla! Höfundur er stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar