Pólítísk aflúsun Ólafur Þór Ólafsson skrifar 25. maí 2024 18:30 Þar sem ég er á laugardagsmorgni að renna yfir morgunfréttirnar á vefmiðlum landsins sé ég auglýsingu frá einum forsetaframbjóðandanum þar sem hann selur sig út á að hafa aldrei tengst pólitískum öflum. Mér finnst þetta athyglisverð leið til að ná athygli kjósenda og um leið örlítið sorglegt að hún skuli virka. En traustið til stjórnmálanna er laskað og því ekki óvænt að frambjóðandi í fylgisleit reyni að nýta sér það. Skipulagt pólitískt starf er grunnurinn Virk þátttaka í stjórnmálum er grunnurinn að því lýðræðisríki sem við búum í og stjórnmálaflokkar eru faratækin fyrir ólík sjónarmið og mismunandi hagsmuni. Vissulega er flokkafyrirkomulagið langt frá því að vera fullkomið, en það er samt sem áður besta leiðin sem við eigum til að taka sameiginlegar ákvarðanir í flóknu samfélagi. Mér finnst ástæða til þess að fagna því þegar fólk stígur fram fyrir skjöldu og tekur samfélagslega ábyrgð með þátttöku í skipulögðu í pólitísku starfi. Mér finnst það líka kostur að vita af forsetaframbjóðendum sem hafa tekist á við slíka ábyrgð og það er gagnlegt til þess að átta sig á því fyrir hvað þeir standa. Það er engin ástæða til þess að skammast sín Ég er ekki búinn að ákveða hvert atkvæði mitt fer í þessum forsetakosningum enda góður hópur af frambærilegu fólki í framboði. Það mun líklegast fara til frambjóðanda sem hefur verið virkur þátttakandi í stjórmálum frekar en til einhvers sem vill sverja sig frá slíku. Það er nefnilega alls engin ástæða til að skammast sín fyrir að hafa tekið þátt í pólitík. Höfundur hefur verið virkur þátttakandi í stjórnmálum í meira en 20 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Þar sem ég er á laugardagsmorgni að renna yfir morgunfréttirnar á vefmiðlum landsins sé ég auglýsingu frá einum forsetaframbjóðandanum þar sem hann selur sig út á að hafa aldrei tengst pólitískum öflum. Mér finnst þetta athyglisverð leið til að ná athygli kjósenda og um leið örlítið sorglegt að hún skuli virka. En traustið til stjórnmálanna er laskað og því ekki óvænt að frambjóðandi í fylgisleit reyni að nýta sér það. Skipulagt pólitískt starf er grunnurinn Virk þátttaka í stjórnmálum er grunnurinn að því lýðræðisríki sem við búum í og stjórnmálaflokkar eru faratækin fyrir ólík sjónarmið og mismunandi hagsmuni. Vissulega er flokkafyrirkomulagið langt frá því að vera fullkomið, en það er samt sem áður besta leiðin sem við eigum til að taka sameiginlegar ákvarðanir í flóknu samfélagi. Mér finnst ástæða til þess að fagna því þegar fólk stígur fram fyrir skjöldu og tekur samfélagslega ábyrgð með þátttöku í skipulögðu í pólitísku starfi. Mér finnst það líka kostur að vita af forsetaframbjóðendum sem hafa tekist á við slíka ábyrgð og það er gagnlegt til þess að átta sig á því fyrir hvað þeir standa. Það er engin ástæða til þess að skammast sín Ég er ekki búinn að ákveða hvert atkvæði mitt fer í þessum forsetakosningum enda góður hópur af frambærilegu fólki í framboði. Það mun líklegast fara til frambjóðanda sem hefur verið virkur þátttakandi í stjórmálum frekar en til einhvers sem vill sverja sig frá slíku. Það er nefnilega alls engin ástæða til að skammast sín fyrir að hafa tekið þátt í pólitík. Höfundur hefur verið virkur þátttakandi í stjórnmálum í meira en 20 ár.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun