Segir franska hermenn í Úkraínu lögmæt skotmörk Rússa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júní 2024 06:38 Lavrov er á ferð um Afríku og sést hér með Morissanda Kouyate, utanríkisráðherra Gíneu. AP/Utanríkisráðuneyti Rússa Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir franska hermenn sem kunna að ferðast til Úkraínu til að þjálfa Úkraínumenn í hernaði „lögmæt skotmörk“ Rússa. Þetta sagði ráðherrann á blaðamannafundi með Jean Claude Gakosso, utanríkisráðherra Vestur-Kongó, en Lavrov er nú í opinberri heimsókn í Afríku. Úkraínumenn greindu frá því í síðustu viku að greitt hefði verið fyrir því að franskir hermenn gætu komið til Úkraínu í þeim tilgangi að þjálfa úkraínska hermenn. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagðist hins vegar aðspurður um staðhæfingarnar ekki vilja tjá sig um eitthvað sem gæti mögulega gerst. Hann myndi tjá sig um málið þegar þess yrði minnst síðar í þessari viku að 80 ár væru liðin frá innrás bandamanna í Normandí. Lavrov sagðist telja að Frakkar væru þegar komnir til Úkraínu en óháð stöðu þeirra þá væru allir embættismenn hersveita og allir málaliðar lögmæt skotmörk Rússa. Undir þetta tók Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, en hann sagði að þeir sem tækju þátt í þjálfun úkraínskra hermanna nytu engrar friðhelgi og þá gilti einu þótt þeir væru Frakkar. Á blaðamannafundinum talaði Lavrov einnig niður friðarráðstefnu sem Úkraínumenn hafa boðað til í Sviss síðar í þessum mánuði. Rússum var ekki boðið að taka þátt og sagði Lavrov ráðstefnuna merkingarlausa. Aðeins væri um að ræða tilraunir til að varðveita bandalag sem væri að liðast sundur. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Frakkland Hernaður Vestur-Kongó Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Sjá meira
Þetta sagði ráðherrann á blaðamannafundi með Jean Claude Gakosso, utanríkisráðherra Vestur-Kongó, en Lavrov er nú í opinberri heimsókn í Afríku. Úkraínumenn greindu frá því í síðustu viku að greitt hefði verið fyrir því að franskir hermenn gætu komið til Úkraínu í þeim tilgangi að þjálfa úkraínska hermenn. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagðist hins vegar aðspurður um staðhæfingarnar ekki vilja tjá sig um eitthvað sem gæti mögulega gerst. Hann myndi tjá sig um málið þegar þess yrði minnst síðar í þessari viku að 80 ár væru liðin frá innrás bandamanna í Normandí. Lavrov sagðist telja að Frakkar væru þegar komnir til Úkraínu en óháð stöðu þeirra þá væru allir embættismenn hersveita og allir málaliðar lögmæt skotmörk Rússa. Undir þetta tók Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, en hann sagði að þeir sem tækju þátt í þjálfun úkraínskra hermanna nytu engrar friðhelgi og þá gilti einu þótt þeir væru Frakkar. Á blaðamannafundinum talaði Lavrov einnig niður friðarráðstefnu sem Úkraínumenn hafa boðað til í Sviss síðar í þessum mánuði. Rússum var ekki boðið að taka þátt og sagði Lavrov ráðstefnuna merkingarlausa. Aðeins væri um að ræða tilraunir til að varðveita bandalag sem væri að liðast sundur.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Frakkland Hernaður Vestur-Kongó Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Sjá meira