Atvinnulaus leikskólakennari, það er víst til Tinna Berg Damayanthi Rúnarsdóttir skrifar 7. júní 2024 15:00 Ég er fjögurra barna móðir, búsett í Árborg, ég er leikskólakennari að mennt ásamt að öðlast BA gráðu í Félagsvísindum núna á næstu vikum. Ég á börn á leikskólaaldri sem hafa seint komist inn á leikskóla og aldrei komist inn til dagforeldra þrátt fyrir að hafa sótt um mjög snemma á meðgöngu. Næst yngsti sonur minn fæddur júlí ´21 komst inn síðasta haust þá rúmlega 2 ára. Yngsti sonur minn kemst ekki inn fyrr en haustið ´25 þá rúmlega 2,5 ára. Og eins og fyrr hefur komið fram enginn af þeim hefur komist til dagforeldra. Undanfarin ár hef ég stundað fullt nám við Háskólann Á Akureyri með börnin heima þar til þeir fá leikskólapláss undir gríðarlegu álagi, safnandi námslánum því sem námsmaður hef ég rétt á 6 mánuðum á fæðingarstyrk námsmanna ( 201.000 kr). Ekki get ég verið heima hjá mér launalaus í rúmlega tvö ár. Það er ekki einungis streituvaldandi að vita ekki hvernig maður á að lifa þegar maður kemst ekki til starfa, heldur maður þarf að leggja á sig og fjölskyldu sína mikið álag til að reyna að hafa einhverjar tekjur. En afhverju furða ég mig á vinnubrögðu sveitarfélagsins? Ég sendi þáverandi sveitarstjóra Fjólu mail í byrjun árs, við höfum átt í þónokkrum samskiptum bæði í gegnum tölvupóst og síma og hefur hún sýnt stöðu minni mikinn skilning og virkilega reynt að leggja sig fram til að hafa einhver svör eða lausnir fyrir mig en eins og flestir vita er hún nú farin frá, ég er henni virkilega þakklát fyrir hjálpina. Nú, eins og fyrr hefur komið fram er ég leikskólakennari að mennt. Auðsótt starf hafði ég haldið því eins og flestir vita er vöntun á leikskólakennurum á leikskóla landsins, en greinilega ekki í Árborg. Þegar ég menntaði mig grunaði mig aldrei að ég yrði einhverntíman atvinnulaus einungis vegna þess að barnið mitt kæmist ekki í daggæslu. Eins og mörgum er kunnugt um þá fer leikskólakennurum fækkandi, þeir snúa ekki til starfa eftir nám eða hefja störf á öðrum vettvangi, færri sækja um námið og svo framvegis, væri þá ekki eðlilegt að reyna að vinna í því að fá leikskólakennara til starfa á leikskólum landsins. Það þarf mikið að breyta bæði vinnuumhverfi starfsfólk leikskóla, aðstæðum og öðrum eins og við flest vitum en að leikskólakennari geti ekki snúið til starfa er eiginlega til háborinnar skammar. Hér í Árborg er enginn starfsmannaforgangur, ekki einu sinni fyrir leikskólakennara. Hér eru engar heimgreiðslur fyrir foreldra sem ekki komast á vinnumarkaðinn vegna vöntunar á daggæslu. Svo núna blasir við mér að ég verði hugsanlega fyrsti atvinnulausi leikskólakennarinn næsta haust, það hljómar nú frekar galið ekki satt? En ekki get ég sótt um atvinnuleysisbætur því ekki er ég með örugga daggæslu fyrir barnið. Það stefnir í að ég fari í Meistaranám í haust á námslánum, á sama tíma og ég er heima með yngsta son minn ( sem sagt ekki að njóta þess að vera með honum) sem er bæði gríðarlegt álag fyrir mig og fjölskyldu okkar, því það er mikið álag að stunda fullt nám, læra fyrir próf, skrifa ritgerðir og reyna að sinna eins árs gömlu barni. Ég er ansi smeyk um að með þessu áframhaldi verði það til þess að ég geti hreinlega ekki snúið aftur til starfa sem leikskólakennari, starfi sem ég lagði á mig menntun til að ná, starfi sem ég elska að sinna, mínu draumastarfi. Ég hef sent margann tölvupóstinn á Árborg eða símtölin, en hef ekki fengið svör, það ætla allir að skoða málið. „afhverju er ekki forgangur fyrir starfsfólk eða leikskólakennara“ Því jú, það ætti nú heldur betur að vera „win win“ fyrir alla. Og afhverju eru ekki heimgreiðslur? Um daginn var bæjarstjórnarfundur þar sem samþykkt var að veita foreldrum styrk sem nú eiga börn hjá dagforeldrum sem eru orðin 18 mánaða, sem er frábært framlag en á meðan eins og svo oft áður gleymist fólkið sem ekki getur snúið til starfa. Mín von er sú að með þessum pistli fái ég einhver svör, að einhverjar breytingar verði gerðar svo ég geti snúið til starfa í draumastarfinu mínu. Höfundur er leikskólakennari, fjögurra barna móðir og námsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Árborg Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er fjögurra barna móðir, búsett í Árborg, ég er leikskólakennari að mennt ásamt að öðlast BA gráðu í Félagsvísindum núna á næstu vikum. Ég á börn á leikskólaaldri sem hafa seint komist inn á leikskóla og aldrei komist inn til dagforeldra þrátt fyrir að hafa sótt um mjög snemma á meðgöngu. Næst yngsti sonur minn fæddur júlí ´21 komst inn síðasta haust þá rúmlega 2 ára. Yngsti sonur minn kemst ekki inn fyrr en haustið ´25 þá rúmlega 2,5 ára. Og eins og fyrr hefur komið fram enginn af þeim hefur komist til dagforeldra. Undanfarin ár hef ég stundað fullt nám við Háskólann Á Akureyri með börnin heima þar til þeir fá leikskólapláss undir gríðarlegu álagi, safnandi námslánum því sem námsmaður hef ég rétt á 6 mánuðum á fæðingarstyrk námsmanna ( 201.000 kr). Ekki get ég verið heima hjá mér launalaus í rúmlega tvö ár. Það er ekki einungis streituvaldandi að vita ekki hvernig maður á að lifa þegar maður kemst ekki til starfa, heldur maður þarf að leggja á sig og fjölskyldu sína mikið álag til að reyna að hafa einhverjar tekjur. En afhverju furða ég mig á vinnubrögðu sveitarfélagsins? Ég sendi þáverandi sveitarstjóra Fjólu mail í byrjun árs, við höfum átt í þónokkrum samskiptum bæði í gegnum tölvupóst og síma og hefur hún sýnt stöðu minni mikinn skilning og virkilega reynt að leggja sig fram til að hafa einhver svör eða lausnir fyrir mig en eins og flestir vita er hún nú farin frá, ég er henni virkilega þakklát fyrir hjálpina. Nú, eins og fyrr hefur komið fram er ég leikskólakennari að mennt. Auðsótt starf hafði ég haldið því eins og flestir vita er vöntun á leikskólakennurum á leikskóla landsins, en greinilega ekki í Árborg. Þegar ég menntaði mig grunaði mig aldrei að ég yrði einhverntíman atvinnulaus einungis vegna þess að barnið mitt kæmist ekki í daggæslu. Eins og mörgum er kunnugt um þá fer leikskólakennurum fækkandi, þeir snúa ekki til starfa eftir nám eða hefja störf á öðrum vettvangi, færri sækja um námið og svo framvegis, væri þá ekki eðlilegt að reyna að vinna í því að fá leikskólakennara til starfa á leikskólum landsins. Það þarf mikið að breyta bæði vinnuumhverfi starfsfólk leikskóla, aðstæðum og öðrum eins og við flest vitum en að leikskólakennari geti ekki snúið til starfa er eiginlega til háborinnar skammar. Hér í Árborg er enginn starfsmannaforgangur, ekki einu sinni fyrir leikskólakennara. Hér eru engar heimgreiðslur fyrir foreldra sem ekki komast á vinnumarkaðinn vegna vöntunar á daggæslu. Svo núna blasir við mér að ég verði hugsanlega fyrsti atvinnulausi leikskólakennarinn næsta haust, það hljómar nú frekar galið ekki satt? En ekki get ég sótt um atvinnuleysisbætur því ekki er ég með örugga daggæslu fyrir barnið. Það stefnir í að ég fari í Meistaranám í haust á námslánum, á sama tíma og ég er heima með yngsta son minn ( sem sagt ekki að njóta þess að vera með honum) sem er bæði gríðarlegt álag fyrir mig og fjölskyldu okkar, því það er mikið álag að stunda fullt nám, læra fyrir próf, skrifa ritgerðir og reyna að sinna eins árs gömlu barni. Ég er ansi smeyk um að með þessu áframhaldi verði það til þess að ég geti hreinlega ekki snúið aftur til starfa sem leikskólakennari, starfi sem ég lagði á mig menntun til að ná, starfi sem ég elska að sinna, mínu draumastarfi. Ég hef sent margann tölvupóstinn á Árborg eða símtölin, en hef ekki fengið svör, það ætla allir að skoða málið. „afhverju er ekki forgangur fyrir starfsfólk eða leikskólakennara“ Því jú, það ætti nú heldur betur að vera „win win“ fyrir alla. Og afhverju eru ekki heimgreiðslur? Um daginn var bæjarstjórnarfundur þar sem samþykkt var að veita foreldrum styrk sem nú eiga börn hjá dagforeldrum sem eru orðin 18 mánaða, sem er frábært framlag en á meðan eins og svo oft áður gleymist fólkið sem ekki getur snúið til starfa. Mín von er sú að með þessum pistli fái ég einhver svör, að einhverjar breytingar verði gerðar svo ég geti snúið til starfa í draumastarfinu mínu. Höfundur er leikskólakennari, fjögurra barna móðir og námsmaður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun