„Við lendum náttúrulega í því að allt sé rifið upp með rótum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. júní 2024 11:29 Jóhann Árni var aðstoðarþjálfari Grindvíkinga í vetur. vísir/anton brink Jóhann Árni Ólafsson mun þjálfa Hött í Subway-deild karla á næsta tímabili. Fjölskyldan missti heimilið sitt í Grindavík og nú er stefnan tekin austur. Jóhann bjó áður í Grindavík og starfaði þar fyrir íþróttafélagið. Það sama má segja um eiginkonu hans Petrúnellu Skúladóttur. Fjölskyldan varð að yfirgefa bæinn á sínum tíma og atvinnuöryggið farið. Jóhann verður þjálfari Hattar við hlið Viðars Arnar Hafsteinssonar en hann tekur við starfinu af Einari Árna Jóhannssyni sem stýrði Hetti með Viðari í þrjú ár. Á síðasta tímabili komst liðið í fyrsta sinn í úrslitakeppnina þar sem það tapaði fyrir Val, 3-1. „Við lendum náttúrulega í því að allt sé rifið upp með rótum í Grindavík, vinnur og fjölskylda og allt saman. Það var því tilvalið að prófa eitthvað alveg nýtt og fara í eitthvað ævintýri. Við fjölskyldan töluðum svolítið um það að ef ekki núna, hvenær þá?,“ segir Jóhann Árni og heldur áfram. Eftirminnilegasta tímabilið á ferlinum „Það er mikill uppgangur í körfunni fyrir austan og það er mjög spennandi að geta tekið þátt í þeirri uppbyggingu.“ Jóhann var aðstoðarþjálfari Grindavíkur á síðasta tímabili. Liðið komst alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn þar sem það tapaði fyrir Val í oddaleik, 3-2. „Ég held að þetta verði eftirminnilegasta tímabilið á ferlinum hjá okkur öllum sem tóku þátt í þessu. Allt sem gekk á og allt sem var ekkert tengt körfubolta. Og að reyna eitthvað að púsla körfubolta inn í þetta allt saman, það verður ótrúlega eftirminnilegt þó að við höfum ekki náð lokatakmarkinu.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Jóhann sem var í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Subway-deild karla Grindavík Höttur Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
Fjölskyldan missti heimilið sitt í Grindavík og nú er stefnan tekin austur. Jóhann bjó áður í Grindavík og starfaði þar fyrir íþróttafélagið. Það sama má segja um eiginkonu hans Petrúnellu Skúladóttur. Fjölskyldan varð að yfirgefa bæinn á sínum tíma og atvinnuöryggið farið. Jóhann verður þjálfari Hattar við hlið Viðars Arnar Hafsteinssonar en hann tekur við starfinu af Einari Árna Jóhannssyni sem stýrði Hetti með Viðari í þrjú ár. Á síðasta tímabili komst liðið í fyrsta sinn í úrslitakeppnina þar sem það tapaði fyrir Val, 3-1. „Við lendum náttúrulega í því að allt sé rifið upp með rótum í Grindavík, vinnur og fjölskylda og allt saman. Það var því tilvalið að prófa eitthvað alveg nýtt og fara í eitthvað ævintýri. Við fjölskyldan töluðum svolítið um það að ef ekki núna, hvenær þá?,“ segir Jóhann Árni og heldur áfram. Eftirminnilegasta tímabilið á ferlinum „Það er mikill uppgangur í körfunni fyrir austan og það er mjög spennandi að geta tekið þátt í þeirri uppbyggingu.“ Jóhann var aðstoðarþjálfari Grindavíkur á síðasta tímabili. Liðið komst alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn þar sem það tapaði fyrir Val í oddaleik, 3-2. „Ég held að þetta verði eftirminnilegasta tímabilið á ferlinum hjá okkur öllum sem tóku þátt í þessu. Allt sem gekk á og allt sem var ekkert tengt körfubolta. Og að reyna eitthvað að púsla körfubolta inn í þetta allt saman, það verður ótrúlega eftirminnilegt þó að við höfum ekki náð lokatakmarkinu.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Jóhann sem var í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi.
Subway-deild karla Grindavík Höttur Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira