Landris hafið að nýju og má gera ráð fyrir öðru gosi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. júní 2024 10:41 Landris er hafið undir Svartsengi enn eina ferðina. Vísir/Rax Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi en það þýðir að það muni líklegast gjósa aftur á Reykjanesi. Áttunda eldgosið sem stendur yfir um þessar mundir mun því líklegast ekki verða það síðasta á svæðinu. Þetta staðfestir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir það skýrt að landris sé hafið undir Svartsengi en tekur fram að enn sé óljóst hver hraðinn á landrisinu sé en að það muni koma í ljós á næstu dögum. Hann segir að það megi gera ráð fyrir öðru gosi á svæðinu í bráð. Atburðarásin heldur áfram „Það er það stutt síðan landrisið hófst að við sjáum ekki hraðan á þessu en það mun taka einhverja daga að átta sig á því,“ segir Benedikt. Hann bætir við að þetta hafi þá þýðingu að sú atburðarás sem hefur átt sér stað síðustu misseri á Reykjanesinu með endurteknum eldsumbrotum muni halda áfram. „Landrisið er í Svartsengi og það segir okkur að það sé kvikuflæði inn í Svartsengi og það er greinilega að halda áfram. Það er þá ekki öll kvikan að koma upp í eldgosinu heldur er hluti hennar að safnast fyrir. Þetta er bara eins og í síðasta gosi.“ Engin merki um að eldsumbrotunum ljúki Eins og áður hefur verið greint frá hafa Þorvaldur Þórðarson og Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingar spáð mögulegum goslokum í Sundhnúkagígaröð fyrir haustið. Spurður hvaða þýðingu nýtt landris hafi fyrir þessa spá eldfjallafræðinganna segir Benedikt að það grafi vissulega undan þessari spá. „Ég myndi segja að það sé bjartsýnisspá. Auðvitað getur þetta stoppað, þetta stoppar einhvern tímann en það eru engin merki um það enn. Ég myndi ekki þora að spá því að þessu sé lokið í ágúst.“ Gæti tekið tíma að fylla geyminn Spurður hvort að það gæti hafist nýtt eldgos á svæðinu á meðan að enn mallar í gígnum við Sundhnúkagíga segir hann það ekki útilokað. „Það er ekki útilokað en samt frekar ólíklegt að við fáum gos á meðan annað gos er í gangi í sama kerfinu.“ Hann segir að eftir því sem að flæði meiri kvika inn í kvikugeyminn undir Svartsengi því líklegra verður að nýtt eldgos hefjist. Hann setur þó þann varnagla á að það gæti liðið töluverður tími áður en það gýs aftur. „Þetta er alveg tómt núna og núna hefst að fyllast í tóman geymi og það tók tvo mánuði núna síðast en það virðist alltaf þurfa meira og meira svo það gæti tekið lengri tíma en síðast,“ segir hann en ítrekar að hann sé ekki enn með nánar mælingar á hraða landrisins. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þorvaldur tekur undir goslokaspá Haraldar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ef fram heldur sem horfir virðist spámennska Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og félaga vera á réttu róli. Þeir spá goslokum í Sundhnúkagígaröðinni í júlí og þá gæti verið komið 800 ára hlé á umbrotum að sögn Þorvaldar. 31. maí 2024 13:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Þetta staðfestir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir það skýrt að landris sé hafið undir Svartsengi en tekur fram að enn sé óljóst hver hraðinn á landrisinu sé en að það muni koma í ljós á næstu dögum. Hann segir að það megi gera ráð fyrir öðru gosi á svæðinu í bráð. Atburðarásin heldur áfram „Það er það stutt síðan landrisið hófst að við sjáum ekki hraðan á þessu en það mun taka einhverja daga að átta sig á því,“ segir Benedikt. Hann bætir við að þetta hafi þá þýðingu að sú atburðarás sem hefur átt sér stað síðustu misseri á Reykjanesinu með endurteknum eldsumbrotum muni halda áfram. „Landrisið er í Svartsengi og það segir okkur að það sé kvikuflæði inn í Svartsengi og það er greinilega að halda áfram. Það er þá ekki öll kvikan að koma upp í eldgosinu heldur er hluti hennar að safnast fyrir. Þetta er bara eins og í síðasta gosi.“ Engin merki um að eldsumbrotunum ljúki Eins og áður hefur verið greint frá hafa Þorvaldur Þórðarson og Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingar spáð mögulegum goslokum í Sundhnúkagígaröð fyrir haustið. Spurður hvaða þýðingu nýtt landris hafi fyrir þessa spá eldfjallafræðinganna segir Benedikt að það grafi vissulega undan þessari spá. „Ég myndi segja að það sé bjartsýnisspá. Auðvitað getur þetta stoppað, þetta stoppar einhvern tímann en það eru engin merki um það enn. Ég myndi ekki þora að spá því að þessu sé lokið í ágúst.“ Gæti tekið tíma að fylla geyminn Spurður hvort að það gæti hafist nýtt eldgos á svæðinu á meðan að enn mallar í gígnum við Sundhnúkagíga segir hann það ekki útilokað. „Það er ekki útilokað en samt frekar ólíklegt að við fáum gos á meðan annað gos er í gangi í sama kerfinu.“ Hann segir að eftir því sem að flæði meiri kvika inn í kvikugeyminn undir Svartsengi því líklegra verður að nýtt eldgos hefjist. Hann setur þó þann varnagla á að það gæti liðið töluverður tími áður en það gýs aftur. „Þetta er alveg tómt núna og núna hefst að fyllast í tóman geymi og það tók tvo mánuði núna síðast en það virðist alltaf þurfa meira og meira svo það gæti tekið lengri tíma en síðast,“ segir hann en ítrekar að hann sé ekki enn með nánar mælingar á hraða landrisins.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þorvaldur tekur undir goslokaspá Haraldar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ef fram heldur sem horfir virðist spámennska Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og félaga vera á réttu róli. Þeir spá goslokum í Sundhnúkagígaröðinni í júlí og þá gæti verið komið 800 ára hlé á umbrotum að sögn Þorvaldar. 31. maí 2024 13:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Þorvaldur tekur undir goslokaspá Haraldar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ef fram heldur sem horfir virðist spámennska Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og félaga vera á réttu róli. Þeir spá goslokum í Sundhnúkagígaröðinni í júlí og þá gæti verið komið 800 ára hlé á umbrotum að sögn Þorvaldar. 31. maí 2024 13:43