Kolólöglegt og hættulegt brúnkulyf í tísku á samfélagsmiðlum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 23:12 Ragna Hlín húðlæknir er uggandi yfir því að ljósabekkir og ólöglega brúnkulyfið Melanotan séu í tísku. vísir/Getty Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húðlæknir á húðlæknastöðinni, segir að ólöglegur brúnku-nefúði sem nú gengur kaupum og sölum á netinu og er mikið auglýstur á samfélagsmiðlum, sé hættulegur. Til að virkja lyfið þarf að fara í ljósabekk eða útsetja húðina fyrir sól. Ragna segir ljósabekki með eindæmum krabbameinsvaldandi og þykir miður að þeir séu nú í tísku. Ólöglega brúnkulyfið Melanotan er efni sem framleitt er á tilraunastofu, hálfgert hormón sem líkir eftir melanocyte-stimulating hormóni, sem örvar myndun melananíns eða litarefnis í húðinni sem gerir okkur brún. Ragna var viðmælandi Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta hefur verið til í fimmtán, tuttugu ár, en var ekkert sérstaklega trendy. Þetta er til bæði í sprautuformi og sem nefsprey sem núna hefur tröllriðið öllu,“ segir Ragna. Fjallað var um lyfið á Vísi fyrir fimm árum síðan. Þá sagðist íslensk kona sem hafði notað lyfið í þeim tilgangi að koma í veg fyrir sólarexem og bruna vera „skíthrædd“ við að nota lyfið. Henni leið skringilega og fékk alls konar nýja fæðingarbletti. Efnið kolólöglegt og hættulegt Ragna segir að lyfið sé kolólöglegt, og hættulegt. Alls konar aukaverkanir geti fylgt notkun lyfsins, og þær hættulegustu geti verið lífshættulegar. „Sko þetta er kallað barbí-lyfið af því að þetta eykur brúnku og minnkar matarlyst, fólki verður óglatt. Svo eykur þetta kynhvöt líka. Það eru mjög alvarlegar aukaverkanir sem geta fylgt líka,“ segir Ragna. Aukaverkanir geti verið nýrnabilun, vöðvaniðurbrot, áhrif á heilann, krampi, og heilabjúgur. „Svo geturðu fengið sortuæxli, sem er lífshættulegt húðkrabbamein. Það er það sem við fáum á okkar borð og höfum áhyggjur af,“ segir Ragna. Ragna segir þó að um sé að ræða smá „svona hænan og eggið dæmi,“ af því að týpurnar sem nota lyfið séu yfirleitt fólk sem annars fer mikið í ljósabekki, liggur lengi í sólinni og annað slíkt. Það sé einnig mjög óhollt fyrir húðina. Uggandi yfir því að ljósabekkir séu aftur í tísku Ragna segir að ljósabekkir séu stórhættulegir, og er uggandi yfir því að þeir séu komnir aftur í tísku. Hún segir að alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi nýlega sett ljósabekki í sama flokk og sígarettur, hlutirnir séu álíka krabbameinsvaldandi. „Ungt fólk er farið að stunda ljós kannski tvisvar, þrisvar í viku. En einn tími í ljósabekk eykur líkur á húðkrabbameini hundraðfalt,“ segir Ragna. Vilji fólk verða brúnt, mælir Ragna með brúnkukremi. „Brúnkukremin eru stórfín, þau eru langbesta brúnkuaðferðin.“ Krabbamein Reykjavík síðdegis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Ólöglega brúnkulyfið Melanotan er efni sem framleitt er á tilraunastofu, hálfgert hormón sem líkir eftir melanocyte-stimulating hormóni, sem örvar myndun melananíns eða litarefnis í húðinni sem gerir okkur brún. Ragna var viðmælandi Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta hefur verið til í fimmtán, tuttugu ár, en var ekkert sérstaklega trendy. Þetta er til bæði í sprautuformi og sem nefsprey sem núna hefur tröllriðið öllu,“ segir Ragna. Fjallað var um lyfið á Vísi fyrir fimm árum síðan. Þá sagðist íslensk kona sem hafði notað lyfið í þeim tilgangi að koma í veg fyrir sólarexem og bruna vera „skíthrædd“ við að nota lyfið. Henni leið skringilega og fékk alls konar nýja fæðingarbletti. Efnið kolólöglegt og hættulegt Ragna segir að lyfið sé kolólöglegt, og hættulegt. Alls konar aukaverkanir geti fylgt notkun lyfsins, og þær hættulegustu geti verið lífshættulegar. „Sko þetta er kallað barbí-lyfið af því að þetta eykur brúnku og minnkar matarlyst, fólki verður óglatt. Svo eykur þetta kynhvöt líka. Það eru mjög alvarlegar aukaverkanir sem geta fylgt líka,“ segir Ragna. Aukaverkanir geti verið nýrnabilun, vöðvaniðurbrot, áhrif á heilann, krampi, og heilabjúgur. „Svo geturðu fengið sortuæxli, sem er lífshættulegt húðkrabbamein. Það er það sem við fáum á okkar borð og höfum áhyggjur af,“ segir Ragna. Ragna segir þó að um sé að ræða smá „svona hænan og eggið dæmi,“ af því að týpurnar sem nota lyfið séu yfirleitt fólk sem annars fer mikið í ljósabekki, liggur lengi í sólinni og annað slíkt. Það sé einnig mjög óhollt fyrir húðina. Uggandi yfir því að ljósabekkir séu aftur í tísku Ragna segir að ljósabekkir séu stórhættulegir, og er uggandi yfir því að þeir séu komnir aftur í tísku. Hún segir að alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi nýlega sett ljósabekki í sama flokk og sígarettur, hlutirnir séu álíka krabbameinsvaldandi. „Ungt fólk er farið að stunda ljós kannski tvisvar, þrisvar í viku. En einn tími í ljósabekk eykur líkur á húðkrabbameini hundraðfalt,“ segir Ragna. Vilji fólk verða brúnt, mælir Ragna með brúnkukremi. „Brúnkukremin eru stórfín, þau eru langbesta brúnkuaðferðin.“
Krabbamein Reykjavík síðdegis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira