Sögulegur dagur fyrir frönsku þjóðina að baki Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. júní 2024 23:37 Þúsundir Parísarbúa mótmæltu frönsku Þjóðfylkingunni á lýðveldistorginu í kvöld. AP Bandalag vinstri flokka og miðjuflokkar Macrons Frakklandsforseta hvetja kjósendur til að kjósa taktískt gegn öfgahægriflokknum frönsku Þjóðfylkingunni í seinni umferð þingkosninganna sem fer fram í næstu viku. Útlit er fyrir stórsigur Þjóðfylkingarinnar ef marka má fyrstu tölur eftir fyrri umferð kosninganna. Eins og fram hefur komið er öfgahægriflokkurinn franska Þjóðfylkinginn með öruggt forskot á hina flokkana samkvæmt getspá sem birt var fyrr í kvöld. Flokkurinn hefur aldrei mælst sterkari. Ef hann nær að fjölga þingmönnum úr 88 í 289 og mynda þannig hreinan meirihluta verður það í fyrsta skipti í sögu Frakklands sem öfgahægriflokkur sigrar þingkosningar. Bandalag vinstri flokka er með 28 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám og bandalag miðjuflokka er með rúm tuttugu prósent. Kjörsókn var að auki sögulega há, hátt í sjötíu prósent. Marine Le Pen formaður þjóðfylkingarinnar hrósaði sigri í ræðu sem hún flutti eftir að kjörstaðir lokuðu. Hún sagði frönsku þjóðina hafa sett þjóðfylkinguna í forystu og svo gott sem þurrkað út bandalag Macrons forseta. Fólk vilji greinilega snúa blaðinu við eftir sjö ár af svívirðilegri harðstjórn Macrons. Eftir að tölur kvöldsins voru birtar kallaði Emmanuel Macron Frakklandsforseti eftir að breitt bandalag miðju- og vinstriflokka yrði myndað til að sporna gegn sigri þjóðfylkingarinnar í seinni umferð kosninganna næstu helgi. Forystufólk í flokkum miðju- og vinstribandalaganna hefur tekið undir ákall hans. Macron rauf þingið skyndilega og boðaði til kosninganna fyrr í mánuðinum eftir að hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í Evrópuþingskosningunum. Ljóst er að þetta útspil Macrons skilaði honum ekki góðum árangri. Breska ríkisútvarpið hefur haldið uppi fréttavakt um kosningarnar þar sem hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum og lesa ítarlega umfjöllun um atburði dagsins. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir „Ástæða til að hafa áhyggjur“ Franska þjóðfylkingin er stærsti flokkur Frakklands með 34 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám sem birtar voru fyrr í kvöld. Prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands segir ástæðu til að hafa áhyggjur af því að flokkur með blendna afstöðu til mannréttinda gæti náð völdum. 30. júní 2024 19:30 Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 30. júní 2024 18:09 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Eins og fram hefur komið er öfgahægriflokkurinn franska Þjóðfylkinginn með öruggt forskot á hina flokkana samkvæmt getspá sem birt var fyrr í kvöld. Flokkurinn hefur aldrei mælst sterkari. Ef hann nær að fjölga þingmönnum úr 88 í 289 og mynda þannig hreinan meirihluta verður það í fyrsta skipti í sögu Frakklands sem öfgahægriflokkur sigrar þingkosningar. Bandalag vinstri flokka er með 28 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám og bandalag miðjuflokka er með rúm tuttugu prósent. Kjörsókn var að auki sögulega há, hátt í sjötíu prósent. Marine Le Pen formaður þjóðfylkingarinnar hrósaði sigri í ræðu sem hún flutti eftir að kjörstaðir lokuðu. Hún sagði frönsku þjóðina hafa sett þjóðfylkinguna í forystu og svo gott sem þurrkað út bandalag Macrons forseta. Fólk vilji greinilega snúa blaðinu við eftir sjö ár af svívirðilegri harðstjórn Macrons. Eftir að tölur kvöldsins voru birtar kallaði Emmanuel Macron Frakklandsforseti eftir að breitt bandalag miðju- og vinstriflokka yrði myndað til að sporna gegn sigri þjóðfylkingarinnar í seinni umferð kosninganna næstu helgi. Forystufólk í flokkum miðju- og vinstribandalaganna hefur tekið undir ákall hans. Macron rauf þingið skyndilega og boðaði til kosninganna fyrr í mánuðinum eftir að hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í Evrópuþingskosningunum. Ljóst er að þetta útspil Macrons skilaði honum ekki góðum árangri. Breska ríkisútvarpið hefur haldið uppi fréttavakt um kosningarnar þar sem hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum og lesa ítarlega umfjöllun um atburði dagsins.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir „Ástæða til að hafa áhyggjur“ Franska þjóðfylkingin er stærsti flokkur Frakklands með 34 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám sem birtar voru fyrr í kvöld. Prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands segir ástæðu til að hafa áhyggjur af því að flokkur með blendna afstöðu til mannréttinda gæti náð völdum. 30. júní 2024 19:30 Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 30. júní 2024 18:09 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
„Ástæða til að hafa áhyggjur“ Franska þjóðfylkingin er stærsti flokkur Frakklands með 34 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám sem birtar voru fyrr í kvöld. Prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands segir ástæðu til að hafa áhyggjur af því að flokkur með blendna afstöðu til mannréttinda gæti náð völdum. 30. júní 2024 19:30
Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 30. júní 2024 18:09