Vann til margra verðlauna fyrir stól sem slær í gegn Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. júlí 2024 09:47 Jón Hinrik húsgagnahönnuður ræddi við blaðamann en hann var að útskrifast með meistaragráðu og vann til margra verðlauna fyrir útskrifarverk sitt. Iona Sjöfn „Eftir margra ára erfiðisvinnu og enn meiri ákefð síðasta árið þar sem nærri hver dagur, kvöld og oft nótt hefur verið eytt í þetta er það bara frábært að fá viðurkenningu úr mismunandi áttum. Við erum bæði svo þakklát að hönnunargeirinn sjái okkur og vinnuna sem við höfum lagt í þetta,“ segir húsgagnasmiðurinn Jón Hinrik Höskuldsson sem var að ljúka meistaranámi í Kaupmannahöfn og vann til eftirsóttra verðlauna. Sat fram á nótt að svala sköpunargleðinni Blaðamaður ræddi við Jón Hinrik. Hann segist alla tíð hafa haft áhuga á handverki og smíði og eftir menntaskólagöngu lá leið hans í Tækniskólann til að læra húsgagnasmíði. „Þar voru frábærir kennarar sem gáfu mér góðan tæknilegan grunn og veittu okkur nemendum líka frelsi til að velja okkur verkefnin. Árið 2014 fæ ég sveinsbréfið mitt og vinn síðan við smíðar í nokkur ár. Ég fann nokkuð fljótlega á mér að ég hafði engan sérstakan áhuga á að vera smiður til æviloka og svalaði þörfinni minni fyrir eitthvað meira og fyrir einhverja sköpun með að skapa og brasa ýmislegt á kvöldin og um helgar. Á endanum hafði þetta nokkur áhrif á dagvinnuna þar sem ég sat langt fram á nótt með hin ýmsu verkefni. Það var síðan konan mín sem er sjálf grafískur hönnuður sem benti mér á að ég gæti allt eins sótt um nám og reynt að gera eitthvað meira úr þessum áhuga mínum. Enda tími kominn til, flestir fjölskyldumeðlimir og vinir búnir að fá nóg af hálf úthugsuðum smíðuðum gjöfum frá mér,“ segir Jón Hinrik kíminn og bætir við: „Við tókum sénsinn og fluttum til Kaupmannahafnar árið 2017 og ári seinna kemst ég inn í Konunglega listaháskólann á hönnunarbraut. Þar fann ég fljótt út úr því að ég væri með sterkan tæknilegan grunn þökk sé tækniskólanum en vantaði aldeilis upp á allt annað, enda skelfilegur að teikna og skissa og hafði engan skilning né þekkingu á hönnun og hönnunarsögu. Það kom allt saman með árunum en mikilvægast var að skólinn kenndi mér að stýra skapandi hönnunarferli þar sem stærra samhengið eins og notandinn, efnisval og efnisnýting og framleiðsluferli er leiðarljósið fram yfir mín eigin listrænu þörf. Ég hef líka verið svo heppinn að vinna sem aðstoðarhönnuður með fram skólanum, bæði fyrir hönnuðina Boris Berlin og Thomas Alken. Það hefur verið jafn mikill og jafn góður skóli og listaháskólinn,“ segir Jón Hinrik. Jón Hinrik hefur sankað að sér frábærri reynslu í meistaranáminu úti. Hér er hann með útskrifarverkefni sitt, stólinn Bundle.Iona Sjöfn Tilviljanakennd tilraunahönnun Á lokaári meistaranámsins byrjaði Jón fyrir hálfgerða tilviljun að vinna verkefni með bekkjarsystur sinni Kirstine Sejersen sem átti eftir að reynast mikið ævintýri. „Kirstine er með bakgrunn og reynslu í rannsókn á efnum og hefur látið reyna á tilraunahönnun í sinni skólagöngu. Við fundum fljótt fyrir því að samstarfið okkar væri mjög gjöfult þar sem mismunandi bakgrunnar okkar gáfu verkefnum okkar styrk frá mismunandi áttum.“ Þau fóru frumlegar og vistvænar leiðir í hönnunarferlinu. „Við tókum fyrir lífræn samsett efni í formi hörtrefja og lífræns plasts. Kirstine kenndi mér að leggja húsgagnahönnuðinn til hliðar i augnablik og að kíkja á þetta efni með bæði kritísk og forvitin augu. Síðasta árið erum við búin að rannsaka og prufa efnið í þaula og safna upplýsingum og reynslu. Þetta gerði okkur kleift að hanna stólinn Bundle fyrir sameiginlega mastersverkefnið okkar.“ View this post on Instagram A post shared by Kirstine Sejersen (@kirstinesejersen) Vistrænn og viðkunnalegur Aðspurður hvernig stóllinn sé segir Jón Hinrik: „Bundle er býsna almennur stóll sem er hægt að stafla. Hann er gerður úr lífrænu plasti sem er styrkt með hörtrefjum. Stóllinn vegur 2,5 kg þar sem helmingur þess þyngdar er lífrænt plast. Stólinn notar sem sagt bara 1.25 kg af lífrænu plasti, samanborið við marga plaststóla sem við þekkjum sem nota að lágmarki þrefalt meira plast unnið úr olíu. Stóllinn er hannaður þannig að efnið er nýtt mjög vel, ásýnd stólsins stýrist að miklu leyti af þessari kröfu og sömuleiðis framleiðsluferlið sem liggur að baki. Þó höfðum við smá frelsi til að ákveða útlil stólsins. Eitt af markmiðum okkar með þessari hönnun var að vekja athygli fólks á þessum alternative „grænu“ efnum og að gera þau aðgengileg fyrir hin almenna hönnunarunnenda. Því var mikilvægt að formið á stólnum væri viðkunnanlegt og einfalt og einnig að stóllinn væri mjög þægilegur.“ Ferlið var myndað af konu Jóns, Ionu Sjöfn.Iona Sjöfn Þakklát að makarnir hafi ekki hlaupið burt Tvíeykið kláraði meistaraverkefni sitt svo með hæstu einkunn og hafa svo verðlaunin hrannast inn. Frá útskrift höfum við verið svo lánsöm að vinna til þrennra verðlauna. Stóllinn var sýndur á 3 days of design í Kaupmannahöfn þar sem við vorum valin fyrir New talent award frá Bo bedre og Bolig magasinet, segir Jón Hinrik en slík verðlaun eru mjög eftirsótt innan hönnunarheimsins. „Verðlaunin eru gefin hvert ár til upprennandi hönnuðar. Sama dag og við fengum þau verðlaun unnum við einnig hönnunarkeppni haldin af plastiðnaðarsamband Danmerkur. Við útskrift skólans nokkrum dögum seinna fengum við stærstu verðlaunin. Grete Jalk heiðursverðlaunin eru ekki gefin hvert ár, heldur þegar tilefni þykir til. Verðlaunin eru veitt af skólanum og eru ákveðin af kennurum og leiðtogum hönnunarskólans. Eftir margra ára erfiðisvinnu og enn meiri ákefð síðasta árið þar sem nærri hver dagur, kvöld og oft nótt hefur verið eytt í þetta er það bara frábært að fá viðurkenningu úr mismunandi áttum. Við erum bæði svo þakklát að hönnunargeirinn sjái okkur og vinnuna sem við höfum lagt í þetta. Að einhverju leyti er þetta líka algjör heppni. Heppni að samvinnan hafi gengið svona vel, heppni að hönnunin hafi gengið upp og síðast en ekki síst heppni að makar okkar hafa stutt okkur svo vel og ekki hlaupið í burtu í þessu brjálæði,“ segir Jón Hinrik og brosir. Bundle stólarnir eru vistvænir, þægilegir og smart.Iona Sjöfn Stofna nýtt hönnunarstúdíó Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Jóni Hinriki og Kirstine. „Nú þegar útskrift er lokið lítum við fram á við og við höfum ákveðið að halda samstarfinu gangandi og ætlum að stofna stúdíó saman. Hönnunarbransin er erfiður og og vitum ekki enn þá hvar starfsemin á að eiga sér stað en við erum búin að ákveða að fyrirtækið muni heita Bundle og við erum vongóð að velgengni okkar geti haldið áfram. Við trúum því að mismunandi bakgrunnur okkar og tilraunakenndu aðferðir gæti fundið sér samastað í geira sem leitar í auknum mæli eftir betri og sjálfbærri hönnun,“ segir Jón Hinrik brattur og kátur að lokum. Tíska og hönnun Hús og heimili Íslendingar erlendis Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Sat fram á nótt að svala sköpunargleðinni Blaðamaður ræddi við Jón Hinrik. Hann segist alla tíð hafa haft áhuga á handverki og smíði og eftir menntaskólagöngu lá leið hans í Tækniskólann til að læra húsgagnasmíði. „Þar voru frábærir kennarar sem gáfu mér góðan tæknilegan grunn og veittu okkur nemendum líka frelsi til að velja okkur verkefnin. Árið 2014 fæ ég sveinsbréfið mitt og vinn síðan við smíðar í nokkur ár. Ég fann nokkuð fljótlega á mér að ég hafði engan sérstakan áhuga á að vera smiður til æviloka og svalaði þörfinni minni fyrir eitthvað meira og fyrir einhverja sköpun með að skapa og brasa ýmislegt á kvöldin og um helgar. Á endanum hafði þetta nokkur áhrif á dagvinnuna þar sem ég sat langt fram á nótt með hin ýmsu verkefni. Það var síðan konan mín sem er sjálf grafískur hönnuður sem benti mér á að ég gæti allt eins sótt um nám og reynt að gera eitthvað meira úr þessum áhuga mínum. Enda tími kominn til, flestir fjölskyldumeðlimir og vinir búnir að fá nóg af hálf úthugsuðum smíðuðum gjöfum frá mér,“ segir Jón Hinrik kíminn og bætir við: „Við tókum sénsinn og fluttum til Kaupmannahafnar árið 2017 og ári seinna kemst ég inn í Konunglega listaháskólann á hönnunarbraut. Þar fann ég fljótt út úr því að ég væri með sterkan tæknilegan grunn þökk sé tækniskólanum en vantaði aldeilis upp á allt annað, enda skelfilegur að teikna og skissa og hafði engan skilning né þekkingu á hönnun og hönnunarsögu. Það kom allt saman með árunum en mikilvægast var að skólinn kenndi mér að stýra skapandi hönnunarferli þar sem stærra samhengið eins og notandinn, efnisval og efnisnýting og framleiðsluferli er leiðarljósið fram yfir mín eigin listrænu þörf. Ég hef líka verið svo heppinn að vinna sem aðstoðarhönnuður með fram skólanum, bæði fyrir hönnuðina Boris Berlin og Thomas Alken. Það hefur verið jafn mikill og jafn góður skóli og listaháskólinn,“ segir Jón Hinrik. Jón Hinrik hefur sankað að sér frábærri reynslu í meistaranáminu úti. Hér er hann með útskrifarverkefni sitt, stólinn Bundle.Iona Sjöfn Tilviljanakennd tilraunahönnun Á lokaári meistaranámsins byrjaði Jón fyrir hálfgerða tilviljun að vinna verkefni með bekkjarsystur sinni Kirstine Sejersen sem átti eftir að reynast mikið ævintýri. „Kirstine er með bakgrunn og reynslu í rannsókn á efnum og hefur látið reyna á tilraunahönnun í sinni skólagöngu. Við fundum fljótt fyrir því að samstarfið okkar væri mjög gjöfult þar sem mismunandi bakgrunnar okkar gáfu verkefnum okkar styrk frá mismunandi áttum.“ Þau fóru frumlegar og vistvænar leiðir í hönnunarferlinu. „Við tókum fyrir lífræn samsett efni í formi hörtrefja og lífræns plasts. Kirstine kenndi mér að leggja húsgagnahönnuðinn til hliðar i augnablik og að kíkja á þetta efni með bæði kritísk og forvitin augu. Síðasta árið erum við búin að rannsaka og prufa efnið í þaula og safna upplýsingum og reynslu. Þetta gerði okkur kleift að hanna stólinn Bundle fyrir sameiginlega mastersverkefnið okkar.“ View this post on Instagram A post shared by Kirstine Sejersen (@kirstinesejersen) Vistrænn og viðkunnalegur Aðspurður hvernig stóllinn sé segir Jón Hinrik: „Bundle er býsna almennur stóll sem er hægt að stafla. Hann er gerður úr lífrænu plasti sem er styrkt með hörtrefjum. Stóllinn vegur 2,5 kg þar sem helmingur þess þyngdar er lífrænt plast. Stólinn notar sem sagt bara 1.25 kg af lífrænu plasti, samanborið við marga plaststóla sem við þekkjum sem nota að lágmarki þrefalt meira plast unnið úr olíu. Stóllinn er hannaður þannig að efnið er nýtt mjög vel, ásýnd stólsins stýrist að miklu leyti af þessari kröfu og sömuleiðis framleiðsluferlið sem liggur að baki. Þó höfðum við smá frelsi til að ákveða útlil stólsins. Eitt af markmiðum okkar með þessari hönnun var að vekja athygli fólks á þessum alternative „grænu“ efnum og að gera þau aðgengileg fyrir hin almenna hönnunarunnenda. Því var mikilvægt að formið á stólnum væri viðkunnanlegt og einfalt og einnig að stóllinn væri mjög þægilegur.“ Ferlið var myndað af konu Jóns, Ionu Sjöfn.Iona Sjöfn Þakklát að makarnir hafi ekki hlaupið burt Tvíeykið kláraði meistaraverkefni sitt svo með hæstu einkunn og hafa svo verðlaunin hrannast inn. Frá útskrift höfum við verið svo lánsöm að vinna til þrennra verðlauna. Stóllinn var sýndur á 3 days of design í Kaupmannahöfn þar sem við vorum valin fyrir New talent award frá Bo bedre og Bolig magasinet, segir Jón Hinrik en slík verðlaun eru mjög eftirsótt innan hönnunarheimsins. „Verðlaunin eru gefin hvert ár til upprennandi hönnuðar. Sama dag og við fengum þau verðlaun unnum við einnig hönnunarkeppni haldin af plastiðnaðarsamband Danmerkur. Við útskrift skólans nokkrum dögum seinna fengum við stærstu verðlaunin. Grete Jalk heiðursverðlaunin eru ekki gefin hvert ár, heldur þegar tilefni þykir til. Verðlaunin eru veitt af skólanum og eru ákveðin af kennurum og leiðtogum hönnunarskólans. Eftir margra ára erfiðisvinnu og enn meiri ákefð síðasta árið þar sem nærri hver dagur, kvöld og oft nótt hefur verið eytt í þetta er það bara frábært að fá viðurkenningu úr mismunandi áttum. Við erum bæði svo þakklát að hönnunargeirinn sjái okkur og vinnuna sem við höfum lagt í þetta. Að einhverju leyti er þetta líka algjör heppni. Heppni að samvinnan hafi gengið svona vel, heppni að hönnunin hafi gengið upp og síðast en ekki síst heppni að makar okkar hafa stutt okkur svo vel og ekki hlaupið í burtu í þessu brjálæði,“ segir Jón Hinrik og brosir. Bundle stólarnir eru vistvænir, þægilegir og smart.Iona Sjöfn Stofna nýtt hönnunarstúdíó Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Jóni Hinriki og Kirstine. „Nú þegar útskrift er lokið lítum við fram á við og við höfum ákveðið að halda samstarfinu gangandi og ætlum að stofna stúdíó saman. Hönnunarbransin er erfiður og og vitum ekki enn þá hvar starfsemin á að eiga sér stað en við erum búin að ákveða að fyrirtækið muni heita Bundle og við erum vongóð að velgengni okkar geti haldið áfram. Við trúum því að mismunandi bakgrunnur okkar og tilraunakenndu aðferðir gæti fundið sér samastað í geira sem leitar í auknum mæli eftir betri og sjálfbærri hönnun,“ segir Jón Hinrik brattur og kátur að lokum.
Tíska og hönnun Hús og heimili Íslendingar erlendis Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira