ESB fyrir almenning Oddný G. Harðardóttir skrifar 3. júlí 2024 17:01 Með því að halda Íslandi utan Evrópusambandsins er ekki er verið að verja kjör heimila í landinu, ekki kjör fyrirtækjanna í landinu og ekki stöðu ríkissjóðs. Með því að halda Íslandi utan Evrópusambandsins er verið að loka dyrum á betra efnahagsumhverfi fyrir Ísland og útiloka Ísland frá því að hafa áhrif á ákvarðanatöku sem varðar okkur öll. Ef planið er að halda Íslandi utan Evrópusambandsins og halda áfram að nota íslenskar krónur þarf að draga það skýrt fram hvað það þýðir fyrir atvinnulífið í landinu, samsetningu þess og rekstrarumhverfi. Ekki síður þarf að rökstyðja hvað það þýðir fyrir heimilin í landinu og velferðina því það er mjög kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð og Seðlabankann að halda úti krónunni, minnsta sjálfstæða gjaldmiðli í heimi. Áætlað er að kostnaðurinn við krónuna sé um 200 milljarðar á ári. Við gætum nýtt þá 200 milljarða í ýmislegt annað og þarfara. Hingað til hefur enginn kynnt betri eða öruggari leið til að koma á stöðugleika en að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evruna. Það eru gríðarlegir hagsmunir undir við inngöngu í Evrópusambandið. Við höfum siglt ólgusjó vegna krónunnar, sem leiðir okkur stundum upp í hæstu hæðir og svo aftur niður í öldudali. Þetta hefur ekki bara áhrif á rekstur fyrirtækja, heldur líka rekstur heimila sem þurfa að bera kostnaðinn af himinháum vöxtum og verðtryggingu. Ef Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki upp evru myndu vextir lækka og verðtrygging verða úrelt og óþörf. Allt varðar þetta almannahag og framtíð fólks og atvinnulífsins hér á landi. Króna eða evra Í riti Seðlabankans sem kom út haustið 2012 og fjallar um gjaldeyrismál segir að ef Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu og tæki upp evru hefði það meðal annars í för með sér að innlendir raunvextir lækki, innlendur fjármagnsstofn stækki og landsframleiðsla á mann hækki varanlega við inngöngu lítils lands eins og Íslands í stærra myntsvæði. Einnig fylgja aðild að ESB og evrusvæðinu kvaðir varðandi stefnuna í ríkisfjármálum og aðra þætti efnahagsstefnunnar sem ætlað er að sporna gegn agaleysi í hagstjórn. Við höfum búið við mikla verðbólgu og efnahagslegan óstöðugleika og agaleysi í hagstjórn, bæði fyrr og nú. Ásamt þátttöku í margvíslegu samráði um efnahagsstefnu og fjármálastöðugleika fengist með aðild að Evrópusambandinu aðgangur að björgunarsjóðum og sameiginlegu öryggisneti sem ætlað er að takast á við áföll í einstökum ríkjum. Það er augljós hagur nýsköpunar og hugverkageirans að skipt verði um gjaldmiðil og eini raunhæfi kosturinn fyrir Ísland er evra. Nýsköpunarfyrirtæki sem hafa náð fótfestu ná ekki að blómstra í því umhverfi sem krónan skapar. Þessi fyrirtæki eru mjög mikilvæg okkur Íslendingum, skapa vel launuð störf og laða að og halda ungu efnilegu fólki heima. Þjóðaratkvæðagreiðsla Niðurstöður skoðanakannanna eru afgerandi og mun fleiri landsmenn eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið en þeir sem eru því andvígir. Meirihlutinn er afgerandi og fer vaxandi. Þegar aðildarviðræðum er lokið og niðurstaða fengin í hvern málefnakafla yrði samningurinn í heild borinn undir þjóðina. Þá fyrst yrði ljóst hvernig sjávarútvegskaflinn og landbúnaðarkaflinn liti út og þeir sem mest óttast slæma niðurstöðu þar gætu hætt að spekúlera og spá um hver niðurstaðan gæti orðið. Ríkisstjórnin sem neitar þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildaviðræður starfar ekki fyrir fólkið í landinu að þessu leyti. Spurningin er: Fyrir hvern starfar hún þá? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Evrópusambandið Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Með því að halda Íslandi utan Evrópusambandsins er ekki er verið að verja kjör heimila í landinu, ekki kjör fyrirtækjanna í landinu og ekki stöðu ríkissjóðs. Með því að halda Íslandi utan Evrópusambandsins er verið að loka dyrum á betra efnahagsumhverfi fyrir Ísland og útiloka Ísland frá því að hafa áhrif á ákvarðanatöku sem varðar okkur öll. Ef planið er að halda Íslandi utan Evrópusambandsins og halda áfram að nota íslenskar krónur þarf að draga það skýrt fram hvað það þýðir fyrir atvinnulífið í landinu, samsetningu þess og rekstrarumhverfi. Ekki síður þarf að rökstyðja hvað það þýðir fyrir heimilin í landinu og velferðina því það er mjög kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð og Seðlabankann að halda úti krónunni, minnsta sjálfstæða gjaldmiðli í heimi. Áætlað er að kostnaðurinn við krónuna sé um 200 milljarðar á ári. Við gætum nýtt þá 200 milljarða í ýmislegt annað og þarfara. Hingað til hefur enginn kynnt betri eða öruggari leið til að koma á stöðugleika en að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evruna. Það eru gríðarlegir hagsmunir undir við inngöngu í Evrópusambandið. Við höfum siglt ólgusjó vegna krónunnar, sem leiðir okkur stundum upp í hæstu hæðir og svo aftur niður í öldudali. Þetta hefur ekki bara áhrif á rekstur fyrirtækja, heldur líka rekstur heimila sem þurfa að bera kostnaðinn af himinháum vöxtum og verðtryggingu. Ef Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki upp evru myndu vextir lækka og verðtrygging verða úrelt og óþörf. Allt varðar þetta almannahag og framtíð fólks og atvinnulífsins hér á landi. Króna eða evra Í riti Seðlabankans sem kom út haustið 2012 og fjallar um gjaldeyrismál segir að ef Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu og tæki upp evru hefði það meðal annars í för með sér að innlendir raunvextir lækki, innlendur fjármagnsstofn stækki og landsframleiðsla á mann hækki varanlega við inngöngu lítils lands eins og Íslands í stærra myntsvæði. Einnig fylgja aðild að ESB og evrusvæðinu kvaðir varðandi stefnuna í ríkisfjármálum og aðra þætti efnahagsstefnunnar sem ætlað er að sporna gegn agaleysi í hagstjórn. Við höfum búið við mikla verðbólgu og efnahagslegan óstöðugleika og agaleysi í hagstjórn, bæði fyrr og nú. Ásamt þátttöku í margvíslegu samráði um efnahagsstefnu og fjármálastöðugleika fengist með aðild að Evrópusambandinu aðgangur að björgunarsjóðum og sameiginlegu öryggisneti sem ætlað er að takast á við áföll í einstökum ríkjum. Það er augljós hagur nýsköpunar og hugverkageirans að skipt verði um gjaldmiðil og eini raunhæfi kosturinn fyrir Ísland er evra. Nýsköpunarfyrirtæki sem hafa náð fótfestu ná ekki að blómstra í því umhverfi sem krónan skapar. Þessi fyrirtæki eru mjög mikilvæg okkur Íslendingum, skapa vel launuð störf og laða að og halda ungu efnilegu fólki heima. Þjóðaratkvæðagreiðsla Niðurstöður skoðanakannanna eru afgerandi og mun fleiri landsmenn eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið en þeir sem eru því andvígir. Meirihlutinn er afgerandi og fer vaxandi. Þegar aðildarviðræðum er lokið og niðurstaða fengin í hvern málefnakafla yrði samningurinn í heild borinn undir þjóðina. Þá fyrst yrði ljóst hvernig sjávarútvegskaflinn og landbúnaðarkaflinn liti út og þeir sem mest óttast slæma niðurstöðu þar gætu hætt að spekúlera og spá um hver niðurstaðan gæti orðið. Ríkisstjórnin sem neitar þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildaviðræður starfar ekki fyrir fólkið í landinu að þessu leyti. Spurningin er: Fyrir hvern starfar hún þá? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun