Grillmeistari Íslands krýndur um helgina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2024 12:01 Guðni Th. Jóhannesson forseti var á meðal þeirra sem grilluðu kótelettur árið 2019. magnús hlynur hreiðarsson Von er á tíu til fimmtán þúsund manns á Selfoss um helgina þar sem Kótelettan fer fram. Grillmeistari Íslands verður krýndur í bænum og stórskotalið tónlistarfólks stígur á svið. Hátíðin fer fram í fjórtánda sinn og byrjar með óformlegum hætti annað kvöld þegar upphitunartónleikar fara fram. Frítt er inn á tónleikana og eru Stuðmenn, Aron Can og Patrik Atlason meðal þeirra sem koma fram. „Þeir hefja leikinn klukkan hálf átta annað kvöld. Það er ekkert aldurstakmark og allir velkomnir að koma og njóta,“ sagði Einar Björnsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Stórskotalið tónlistarfólks Von er tíu til fimmtán þúsund manns á svæðið um helgina þar sem fjöldi tónlistarfólks kemur fram á stærðarinnar tónleikum á föstudags- og laugardagskvöld. „Þar er stórskotalið enn og aftur, Stebbi Hilmars, Helgi Björns, SSSól gamli hópurinn, Stjórnin, Páll Óskar og fleiri og fleiri. Þar eru til miðar en því miður er laugardagskvöldið að verða uppselt.“ Frítt inn á fjölskylduhátíðina Á laugardeginum verður keppt um titilinn: Grillmeistari Íslands auk þess sem besta grillpylsan verður valin við mikinn fögnuð. „Og það er frítt inn á þetta líka. Fjölskylduhátíðin er algjörlega frí og allir geta komið og notið.“ Kenna Audda og Steinda að grilla Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna verður með kótelettusölu til styrktar félaginu og hvetur Einar fólk til að staldra þar við. „Steindi og Auddi verða heiðursgrillarar hjá þeim. Það verður mjög kyndugt að sjá þá grilla, ég er ekki viss um að þeir kunni neitt að grilla en þeim verður kennt það.“ Hann hvetur þá sem koma frá Suðvesturlandi að fara Þrengslin svo umferðarteppa myndist ekki um heiðina. „Ég skora á alla að kynna sér dagskrána á kotelettan.is og koma á Selfoss og njóta.“ Kótelettan Árborg Tónlist Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Hátíðin fer fram í fjórtánda sinn og byrjar með óformlegum hætti annað kvöld þegar upphitunartónleikar fara fram. Frítt er inn á tónleikana og eru Stuðmenn, Aron Can og Patrik Atlason meðal þeirra sem koma fram. „Þeir hefja leikinn klukkan hálf átta annað kvöld. Það er ekkert aldurstakmark og allir velkomnir að koma og njóta,“ sagði Einar Björnsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Stórskotalið tónlistarfólks Von er tíu til fimmtán þúsund manns á svæðið um helgina þar sem fjöldi tónlistarfólks kemur fram á stærðarinnar tónleikum á föstudags- og laugardagskvöld. „Þar er stórskotalið enn og aftur, Stebbi Hilmars, Helgi Björns, SSSól gamli hópurinn, Stjórnin, Páll Óskar og fleiri og fleiri. Þar eru til miðar en því miður er laugardagskvöldið að verða uppselt.“ Frítt inn á fjölskylduhátíðina Á laugardeginum verður keppt um titilinn: Grillmeistari Íslands auk þess sem besta grillpylsan verður valin við mikinn fögnuð. „Og það er frítt inn á þetta líka. Fjölskylduhátíðin er algjörlega frí og allir geta komið og notið.“ Kenna Audda og Steinda að grilla Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna verður með kótelettusölu til styrktar félaginu og hvetur Einar fólk til að staldra þar við. „Steindi og Auddi verða heiðursgrillarar hjá þeim. Það verður mjög kyndugt að sjá þá grilla, ég er ekki viss um að þeir kunni neitt að grilla en þeim verður kennt það.“ Hann hvetur þá sem koma frá Suðvesturlandi að fara Þrengslin svo umferðarteppa myndist ekki um heiðina. „Ég skora á alla að kynna sér dagskrána á kotelettan.is og koma á Selfoss og njóta.“
Kótelettan Árborg Tónlist Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira