Eigandi stakk af eftir að hundur beit konu með ungbarn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júlí 2024 11:53 Aleksandra segir atvikið hafa verið þeim mæðginum mikið áfall. Getty/Aðsend Þýskur fjárhundur, sjeffer, réðst á konu sem var á gangi með ungbarn sitt í Árbænum í síðasta mánuði með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á hendi. Konan segir eigandann hafa flúið vettvang og hunsað beiðni hennar um að hringja á sjúkrabíl. Þann 13. júní var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um hund sem hafði bitið konu í Árbænum og sjúkrabíll kallaður til. Dýraverndarþjónustu Reykjavíkur var tilkynnt um málið. Þetta staðfestir Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Aleksandra Demovic Slaveski er konan sem um ræðir. Þýskur fjárhundur, sjeffer, réðst að henni og sextán mánaða gömlum syni hennar þegar þau voru á göngu heim úr matvöruverslun rétt fyrir hádegi. Lét sig hverfa með hundana Í samtali við fréttastofu segir hún frá því að kona með tvo hunda af sömu tegund hafi orðið á vegi þeirra á göngustígnum. Mæðginin hafi fært sig yfir á grasblett við hliðina á gangstéttinni til að halda hæfilegri fjarlægð meðan þau tóku fram úr henni. Skyndilega hafi annar hundurinn stokkið að syni hennar og ætlað að bíta í fótlegg hans. „Ég rétt náði að snúa mér og færa hann frá hundinum. Þá beit hundurinn mig í hendina og það liðu nokkrar sekúndur þar til hann sleppti,“ segir Aleksandra. Þá hafi mæðginin fallið í jörðina. Hún segir eigandann ekki hafa verið að fylgjast með og ekki vitað hvað væri í gangi fyrr en hún hóf að hrópa. Þegar eigandinn áttaði sig á því hvað hefði skeð hafi hún forðað sér burt. „Eigandinn gerði ekki neitt, hringdi ekki í neinn. Hún var greinilega að reyna að koma hundunum heim. Ég bað hana um að hringja á sjúkrabíl, sem hún gerði ekki,“ segir Aleksandra. Ábyrgðin hvíli á eiganda Aleksandra hlaut áverka á hendi og var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi. Þar voru teknar röntgenmyndir og skurðurinn saumaður. Sonurinn slapp sem betur fer án meiðsla. „Þetta hefði verið enn verra hefði ég ekki haldið á honum. Maður býst ekki við hættu af þessu tagi,“ segir Aleksandra og bendir á að í nágrenninu eru skólar og leikskólar og börn oft ein á ferð. Hún áréttir að ekki sé við hundana að sakast. Sjálf sé hún mikill hundavinur og hafi nærri alltaf átt hund. „En það hefði átt að vera búið að temja hundana. Það er á ábyrgð eigandans. Hún hefði átt að biðjast afsökunar, eða að minnsta kosti hringja í sjúkrabíl,“ segir Aleksandra og að hún stefni á að lögsækja hundaeigandann. Hundsbitum fari fjölgandi Málum þar sem hundar bíta fólk og önnur dýr á höfuðborgarsvæðinu fer fjölgandi að sögn deildarstjóra hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur. Þá fjölgi slíkum atvikum yfir sumartímann. Nýlega fjallaði Vísir um mál þegar óður hundur af tegundinni Standard Schnauzer réðst á konu og karlmann á sjötugsaldri í sameign íbúðarhúss í Grafarvogi. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús með áverka á hendi. Þá hefur Dýraþjónusta Reykjavíkur til skoðunar mál tveggja veiðihunda sem grunaðir er um að hana banað ketti í Laugardal í síðasta mánuði. Sömu hundar eru grunaðir um að hafa drepið tvo ketti áður. Hundar Dýr Lögreglumál Reykjavík Gæludýr Tengdar fréttir Blóð á veggjum og gólfi og maður fluttur með sjúkrabíl Einn var fluttur á sjúkrahús með skurð á hendi eftir að óður hundur réðst á konu og karlmann í stigagangi fjölbýlishúss í Grafarvogi á föstudagskvöld. Konan og karlmaðurinn eru á sjötugsaldri og voru með hundinn í pössun. 1. júlí 2024 10:38 Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54 Hundsbitum fari fjölgandi Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir málum þar sem hundar bíta fólk og önnur dýr fara fjölgandi. Hann hefur áhyggjur af því hversu margir trassa að skrá hunda hjá sveitarfélögum. 30. júní 2024 21:01 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Þann 13. júní var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um hund sem hafði bitið konu í Árbænum og sjúkrabíll kallaður til. Dýraverndarþjónustu Reykjavíkur var tilkynnt um málið. Þetta staðfestir Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Aleksandra Demovic Slaveski er konan sem um ræðir. Þýskur fjárhundur, sjeffer, réðst að henni og sextán mánaða gömlum syni hennar þegar þau voru á göngu heim úr matvöruverslun rétt fyrir hádegi. Lét sig hverfa með hundana Í samtali við fréttastofu segir hún frá því að kona með tvo hunda af sömu tegund hafi orðið á vegi þeirra á göngustígnum. Mæðginin hafi fært sig yfir á grasblett við hliðina á gangstéttinni til að halda hæfilegri fjarlægð meðan þau tóku fram úr henni. Skyndilega hafi annar hundurinn stokkið að syni hennar og ætlað að bíta í fótlegg hans. „Ég rétt náði að snúa mér og færa hann frá hundinum. Þá beit hundurinn mig í hendina og það liðu nokkrar sekúndur þar til hann sleppti,“ segir Aleksandra. Þá hafi mæðginin fallið í jörðina. Hún segir eigandann ekki hafa verið að fylgjast með og ekki vitað hvað væri í gangi fyrr en hún hóf að hrópa. Þegar eigandinn áttaði sig á því hvað hefði skeð hafi hún forðað sér burt. „Eigandinn gerði ekki neitt, hringdi ekki í neinn. Hún var greinilega að reyna að koma hundunum heim. Ég bað hana um að hringja á sjúkrabíl, sem hún gerði ekki,“ segir Aleksandra. Ábyrgðin hvíli á eiganda Aleksandra hlaut áverka á hendi og var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi. Þar voru teknar röntgenmyndir og skurðurinn saumaður. Sonurinn slapp sem betur fer án meiðsla. „Þetta hefði verið enn verra hefði ég ekki haldið á honum. Maður býst ekki við hættu af þessu tagi,“ segir Aleksandra og bendir á að í nágrenninu eru skólar og leikskólar og börn oft ein á ferð. Hún áréttir að ekki sé við hundana að sakast. Sjálf sé hún mikill hundavinur og hafi nærri alltaf átt hund. „En það hefði átt að vera búið að temja hundana. Það er á ábyrgð eigandans. Hún hefði átt að biðjast afsökunar, eða að minnsta kosti hringja í sjúkrabíl,“ segir Aleksandra og að hún stefni á að lögsækja hundaeigandann. Hundsbitum fari fjölgandi Málum þar sem hundar bíta fólk og önnur dýr á höfuðborgarsvæðinu fer fjölgandi að sögn deildarstjóra hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur. Þá fjölgi slíkum atvikum yfir sumartímann. Nýlega fjallaði Vísir um mál þegar óður hundur af tegundinni Standard Schnauzer réðst á konu og karlmann á sjötugsaldri í sameign íbúðarhúss í Grafarvogi. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús með áverka á hendi. Þá hefur Dýraþjónusta Reykjavíkur til skoðunar mál tveggja veiðihunda sem grunaðir er um að hana banað ketti í Laugardal í síðasta mánuði. Sömu hundar eru grunaðir um að hafa drepið tvo ketti áður.
Hundar Dýr Lögreglumál Reykjavík Gæludýr Tengdar fréttir Blóð á veggjum og gólfi og maður fluttur með sjúkrabíl Einn var fluttur á sjúkrahús með skurð á hendi eftir að óður hundur réðst á konu og karlmann í stigagangi fjölbýlishúss í Grafarvogi á föstudagskvöld. Konan og karlmaðurinn eru á sjötugsaldri og voru með hundinn í pössun. 1. júlí 2024 10:38 Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54 Hundsbitum fari fjölgandi Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir málum þar sem hundar bíta fólk og önnur dýr fara fjölgandi. Hann hefur áhyggjur af því hversu margir trassa að skrá hunda hjá sveitarfélögum. 30. júní 2024 21:01 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Blóð á veggjum og gólfi og maður fluttur með sjúkrabíl Einn var fluttur á sjúkrahús með skurð á hendi eftir að óður hundur réðst á konu og karlmann í stigagangi fjölbýlishúss í Grafarvogi á föstudagskvöld. Konan og karlmaðurinn eru á sjötugsaldri og voru með hundinn í pössun. 1. júlí 2024 10:38
Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54
Hundsbitum fari fjölgandi Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir málum þar sem hundar bíta fólk og önnur dýr fara fjölgandi. Hann hefur áhyggjur af því hversu margir trassa að skrá hunda hjá sveitarfélögum. 30. júní 2024 21:01