Ekki miklar líkur á meiriháttar milliríkjaátökum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2024 21:00 Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðamálum ræddi við Margréti Helgu um stöðuna í Mið-Austurlöndum. Vísir/Arnar Halldórsson Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ólíklegt að dráp Ismail Haniyeh muni leiða til meiriháttar milliríkjaátaka þrátt fyrir að þær muni hafa ýmsar afleiðingar í för með sér. Ástæða þess séu þeir miklu hernaðarlegu yfirburðir sem Ísrael hefur yfir nágrannaríkin. Æðstiklerkur Íran segir að Ísraelar muni gjalda fyrir að hafa ráðið Ismail Haniyeh, pólitískan leiðtoga Hamas, af dögum í Tehran höfuðborg Íran. Í yfirlýsingu sagði Ayatollah Ali Kamenei að Haniyeh hafi verið þeirra gestur og að hans yrði hefnt. Haniyeh fórst í eldflaugaárás á íbúðarhús í norðurhluta borgarinnar en hann dvaldi þar á meðan hann sótti embættistöku forseta Írans. Hamas-samtökin vísuðu ábyrgðinni nær samstundis á Ísraela sem hafa þó ekki lýst henni yfir. Hamas-liðar segja um alvarlega stigmögnun átakanna að ræða. Haniyeh gegndi lykilhlutverki í viðræðum Hamas um vopnahlé og sagði forsætisráðherra Katar, sem hefur haft milligöngu um viðræðurnar, að það sé ekki vænlegt til árangur að ráða viðsemjanda af dögum. Öruggt að ekki verði samið um vopnahlé í bráð Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðamálum segir fyrstu afleiðingar árásarinnar þær að endir verði bundinn á vopnahlésviðræður Ísraels og Hamas. „Kannski eiga þessar viðræður ekki mikinn séns hvort eð er en það er alveg öruggt að þær stoppa í bili að minnsta kosti.“ Þá séu auðvitað áhyggjur af því að árásin kunni að leiða til stigmögnunar og útbreiðslu átakanna sem fyrir eru. Þá sé horft til Írans og Ísraels. „Það virðast ekki miklar líkur á því að það verði meiri háttar milliríkjaátök vegna drápsins á Haniyeh. Og þar horfum við til reynslunnar,“ segir Albert og bendir á að ekki hafi komið til slíkra átaka eftir árás Hamas á Ísrael 7. október. „Margir óttuðust það og hafa óttast það frá þeim degi en það hefur ekki orðið meiriháttar stigmögnun undanfarin ár í þessum heimshluta þó ærið tilefni sé til.“ Enn óljóst hvernig Íranir svara Albert segir lykilástæðu þess að stigmögnun hafi ekki aukist til muna þá að Ísrael hafi mikla hernaðarlega yfirburði yfir nágrannana, þar á meðal Íran. „Það er ekki bara að Ísrael hafi feikilega öflugar loftvarnir eins og kom í ljós í apríl þegar Íran gerði eldflauga- og flugskeytaárás á Ísrael sem mistókst algjörlega. Heldur hefur Ísrael líka afskaplega vel þjálfaðan og öflugan flugher sem getur ógnað Íran og nágrannaríkjunum.“ Hann telur þó að Írönum muni ábyggilega finnast ærið tilefni til stigmögnunar en til hvaða bragðs þeir taka eigi enn eftir að koma í ljós. Möguleikar Írana takmarkaðir Albert segir mikinn álitshnekki fyrir írönsk stjórnvöld að náinn bandamaður og skjólstæðingur sé ráðinn af dögum í höfuðborginni. „Það er mikið áfall auðvitað og sendir skilaboð um þennan heimshluta og víðar að Íranir séu kannski ekki nógu burðugir.“ Möguleiki Írana til að ráðast á Ísrael sé samt sem áður mjög takmarkaður. Aðrir möguleikar séu til dæmis að siga Hizbollah-samtökunum í Líbanon eða Hútum í Jemen á Ísrael í auknum mæli, eða reynt að gera aðra eldflauga- eða flugskeytaárás. „Svo er nefndur möguleikinn á hryðjuverkum. Ef til þeirra kæmi, þá er stigmögnun væntanleg vegna þess að Ísraelsmenn myndu bregðast mjög harkalega við slíku. Og einnig hefur verið nefnd svokölluð netárás á Ísrael. Ég held bara að Íranir séu ekki nógu burðugir í þeim efnum.“ Sem fyrr segir bendi þó flest til þess að nú sé ekki veruleg hætta á meiriháttar milliríkjaátökum í kjölfar drápsins á Haniyeh. Íran Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31. júlí 2024 06:46 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Æðstiklerkur Íran segir að Ísraelar muni gjalda fyrir að hafa ráðið Ismail Haniyeh, pólitískan leiðtoga Hamas, af dögum í Tehran höfuðborg Íran. Í yfirlýsingu sagði Ayatollah Ali Kamenei að Haniyeh hafi verið þeirra gestur og að hans yrði hefnt. Haniyeh fórst í eldflaugaárás á íbúðarhús í norðurhluta borgarinnar en hann dvaldi þar á meðan hann sótti embættistöku forseta Írans. Hamas-samtökin vísuðu ábyrgðinni nær samstundis á Ísraela sem hafa þó ekki lýst henni yfir. Hamas-liðar segja um alvarlega stigmögnun átakanna að ræða. Haniyeh gegndi lykilhlutverki í viðræðum Hamas um vopnahlé og sagði forsætisráðherra Katar, sem hefur haft milligöngu um viðræðurnar, að það sé ekki vænlegt til árangur að ráða viðsemjanda af dögum. Öruggt að ekki verði samið um vopnahlé í bráð Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðamálum segir fyrstu afleiðingar árásarinnar þær að endir verði bundinn á vopnahlésviðræður Ísraels og Hamas. „Kannski eiga þessar viðræður ekki mikinn séns hvort eð er en það er alveg öruggt að þær stoppa í bili að minnsta kosti.“ Þá séu auðvitað áhyggjur af því að árásin kunni að leiða til stigmögnunar og útbreiðslu átakanna sem fyrir eru. Þá sé horft til Írans og Ísraels. „Það virðast ekki miklar líkur á því að það verði meiri háttar milliríkjaátök vegna drápsins á Haniyeh. Og þar horfum við til reynslunnar,“ segir Albert og bendir á að ekki hafi komið til slíkra átaka eftir árás Hamas á Ísrael 7. október. „Margir óttuðust það og hafa óttast það frá þeim degi en það hefur ekki orðið meiriháttar stigmögnun undanfarin ár í þessum heimshluta þó ærið tilefni sé til.“ Enn óljóst hvernig Íranir svara Albert segir lykilástæðu þess að stigmögnun hafi ekki aukist til muna þá að Ísrael hafi mikla hernaðarlega yfirburði yfir nágrannana, þar á meðal Íran. „Það er ekki bara að Ísrael hafi feikilega öflugar loftvarnir eins og kom í ljós í apríl þegar Íran gerði eldflauga- og flugskeytaárás á Ísrael sem mistókst algjörlega. Heldur hefur Ísrael líka afskaplega vel þjálfaðan og öflugan flugher sem getur ógnað Íran og nágrannaríkjunum.“ Hann telur þó að Írönum muni ábyggilega finnast ærið tilefni til stigmögnunar en til hvaða bragðs þeir taka eigi enn eftir að koma í ljós. Möguleikar Írana takmarkaðir Albert segir mikinn álitshnekki fyrir írönsk stjórnvöld að náinn bandamaður og skjólstæðingur sé ráðinn af dögum í höfuðborginni. „Það er mikið áfall auðvitað og sendir skilaboð um þennan heimshluta og víðar að Íranir séu kannski ekki nógu burðugir.“ Möguleiki Írana til að ráðast á Ísrael sé samt sem áður mjög takmarkaður. Aðrir möguleikar séu til dæmis að siga Hizbollah-samtökunum í Líbanon eða Hútum í Jemen á Ísrael í auknum mæli, eða reynt að gera aðra eldflauga- eða flugskeytaárás. „Svo er nefndur möguleikinn á hryðjuverkum. Ef til þeirra kæmi, þá er stigmögnun væntanleg vegna þess að Ísraelsmenn myndu bregðast mjög harkalega við slíku. Og einnig hefur verið nefnd svokölluð netárás á Ísrael. Ég held bara að Íranir séu ekki nógu burðugir í þeim efnum.“ Sem fyrr segir bendi þó flest til þess að nú sé ekki veruleg hætta á meiriháttar milliríkjaátökum í kjölfar drápsins á Haniyeh.
Íran Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31. júlí 2024 06:46 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31. júlí 2024 06:46