Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2024 22:27 Björgunarsveitarmenn við lokunarpóst við Grindavíkurveg í kvöld. Vísir/Vilhelm Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. Eldgosið hófst klukkan 21:26 í kvöld í kjölfar kröftugrar smáskjálftahrinu. Veðurstofan áætlar að sprungan sé nú um 1,4 kílómetra löng. Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir Vísi að jarðskjálftavirknin teygi sig lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík. Í fyrri gosum á þessum slóðum hafi sprungurnar byrjað á þessum stað en síðan teygt sig til suðurs. Það eru mögulega góðar fréttir upp á innviði? „Já, allavegana eins og staðan er núna. Hraunið rennur ansi hratt og það er svona farið að teygja sig ágætlega á milli Sýlingafells og Stóra-Skógfells og farið að styttast svolítið í Grindavíkurveg. Það er svona það sem við erum helst að horfa á núna,“ segir hún. Svipað að stærð og fyrri gos Gosið nú virkar svipað að stærð og fyrri gos. Sigríður Magnea segir jarðskjálftavirkni enn kröftuga en hún hefur yfirleitt minnkað aðeins þegar gos hefur byrjað. „Hún er áfram nokkuð öflug sem getur svo sem passað við að hún sé að færast til norðurs,“ segir hún. Reynslan hefur sýnt að krafturinn er mestur fyrst eftir að gos hefst en síðan dregur úr því og gígar myndast. Sigríður Magnea segir ekkert hægt að segja um hversu lengi gosið gæti staðið núna og langur aðdragandi gefi ekki endilega vísbendingu um það. Gert hefur verið ráð fyrir að gos gæti hafist á hverri stundu í nokkrar vikur. „Þegar gaus fyrst var það mjög öflugt og það stóð í rúman sólarhring eða tvo. Svo fengum við líka ágætisöfluga byrjun núna síðast og það stóð í næstum því mánuð. Þannig að það er bara rosalega erfitt að segja til um það,“ segir hún. Mökkinn leggur frá byggð Hvöss norðanátt er á gosstöðvunum og leggur gosmökkinn til hásuðurs, fjarri byggð. Á morgun er áfram spáð norðanátt. Sigríður Magnea segir að ef hún verði norðvestlæg gæti mengunin stefnt að Þorlákshöfn og Selfossi. „En við verðum að bíða og sjá hvernig því vindur fram.“ Fréttin er í vinnslu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Eldgosið hófst klukkan 21:26 í kvöld í kjölfar kröftugrar smáskjálftahrinu. Veðurstofan áætlar að sprungan sé nú um 1,4 kílómetra löng. Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir Vísi að jarðskjálftavirknin teygi sig lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík. Í fyrri gosum á þessum slóðum hafi sprungurnar byrjað á þessum stað en síðan teygt sig til suðurs. Það eru mögulega góðar fréttir upp á innviði? „Já, allavegana eins og staðan er núna. Hraunið rennur ansi hratt og það er svona farið að teygja sig ágætlega á milli Sýlingafells og Stóra-Skógfells og farið að styttast svolítið í Grindavíkurveg. Það er svona það sem við erum helst að horfa á núna,“ segir hún. Svipað að stærð og fyrri gos Gosið nú virkar svipað að stærð og fyrri gos. Sigríður Magnea segir jarðskjálftavirkni enn kröftuga en hún hefur yfirleitt minnkað aðeins þegar gos hefur byrjað. „Hún er áfram nokkuð öflug sem getur svo sem passað við að hún sé að færast til norðurs,“ segir hún. Reynslan hefur sýnt að krafturinn er mestur fyrst eftir að gos hefst en síðan dregur úr því og gígar myndast. Sigríður Magnea segir ekkert hægt að segja um hversu lengi gosið gæti staðið núna og langur aðdragandi gefi ekki endilega vísbendingu um það. Gert hefur verið ráð fyrir að gos gæti hafist á hverri stundu í nokkrar vikur. „Þegar gaus fyrst var það mjög öflugt og það stóð í rúman sólarhring eða tvo. Svo fengum við líka ágætisöfluga byrjun núna síðast og það stóð í næstum því mánuð. Þannig að það er bara rosalega erfitt að segja til um það,“ segir hún. Mökkinn leggur frá byggð Hvöss norðanátt er á gosstöðvunum og leggur gosmökkinn til hásuðurs, fjarri byggð. Á morgun er áfram spáð norðanátt. Sigríður Magnea segir að ef hún verði norðvestlæg gæti mengunin stefnt að Þorlákshöfn og Selfossi. „En við verðum að bíða og sjá hvernig því vindur fram.“ Fréttin er í vinnslu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira