Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2024 16:03 Gervigreindartækni á að spila stóra rullu í nýjustu kynslóð iPhone en ekki strax. Getty/Jaap Arriens Forsvarsmenn Apple kynna í dag nýjustu græjur fyrirtækisins á viðburði í Kaliforníu. Búist er við því að sýndir verði nýjustu símar fyrirtækisins, snjallúr og önnur tæki. Þá er einnig búist við því að gervigreind muni spila stóra rullu í kynningunni, sem ber titilinn: „It‘s glowtime“. Tæknimiðlar erlendis eru samróma um að iPhone 16 verði kynntur til leiks í dag. Þá standi til að sýna nýja kynslóð heyrnartóla Apple og nýtt snjallúr. Hægt verður að horfa á kynninguna í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Starfsmenn Apple hafa unnið hörðum höndum að því að innleiða gervigreindartækni Apple í nýjustu símana en það er sagt hafa gengið verr en vonast var til. Tækni þessi heitir Apple Intelligence, eða A.I., og hafa fregnir borist af því að tæknin verði ekki komin í símana þegar sala þeirra hefst. Þá hafa fregnir borist af því að fjórar tegundir síma verði kynntar í dag. iPhone 16, 16 Plus, 16 Pro og 16 Pro Max og er það í takt við iPhone 15 línuna. Samkvæmt GSM Arena er talið að forsala hefjist í dag eða á morgun og að símarnir fari í almenna sölu þann 20. september. Tíu ár eru liðin frá því að fyrsta Apple Watch snjallúrið var gefið út. Sérfræðingar eiga því von á nýjustu úrin í aðal vörulínu fyrirtækisins verði kölluð Series 10 eða Series X. Þá er talið að skjáir þeirra verði stærri en áður, þar sem fregnir hafa borist af því að forsvarsmenn Apple hafi ákveðið að fara úr 41mm úrum í 49mm. Apple Tækni Fjarskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Tæknimiðlar erlendis eru samróma um að iPhone 16 verði kynntur til leiks í dag. Þá standi til að sýna nýja kynslóð heyrnartóla Apple og nýtt snjallúr. Hægt verður að horfa á kynninguna í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Starfsmenn Apple hafa unnið hörðum höndum að því að innleiða gervigreindartækni Apple í nýjustu símana en það er sagt hafa gengið verr en vonast var til. Tækni þessi heitir Apple Intelligence, eða A.I., og hafa fregnir borist af því að tæknin verði ekki komin í símana þegar sala þeirra hefst. Þá hafa fregnir borist af því að fjórar tegundir síma verði kynntar í dag. iPhone 16, 16 Plus, 16 Pro og 16 Pro Max og er það í takt við iPhone 15 línuna. Samkvæmt GSM Arena er talið að forsala hefjist í dag eða á morgun og að símarnir fari í almenna sölu þann 20. september. Tíu ár eru liðin frá því að fyrsta Apple Watch snjallúrið var gefið út. Sérfræðingar eiga því von á nýjustu úrin í aðal vörulínu fyrirtækisins verði kölluð Series 10 eða Series X. Þá er talið að skjáir þeirra verði stærri en áður, þar sem fregnir hafa borist af því að forsvarsmenn Apple hafi ákveðið að fara úr 41mm úrum í 49mm.
Apple Tækni Fjarskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira