Sjö ár frá síðustu stefnuræðu Bjarna sem forsætisráðherra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2024 13:52 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína og fram fara umræður um hana á Alþingi í kvöld. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson flytur fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra síðan 2017 á Alþingi í kvöld. Meðal mála á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar í haust er frumvarp um verslun með áfengi á netinu, en málið var til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana hefjast klukkan 19:40 í kvöld og skiptast umræður í tvær umferðir. Forsætisráðherra hefur tólf mínútur til framsögu en ræðumenn annarra flokka hafa sex mínútur í hvorri umferð. Samkvæmt mælendaskrá flytja formenn flokkanna í flestum tilfellum fyrstu ræðu, að frátalinni Halldóru Mogensen í tilfelli Pírata sem ekki hafa formann. Síðast flutti Bjarni Benediktsson stefnuræðu sem forsætisráðherra í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í september 2017. Líkt og kunnugt er sprakk sú ríkisstjórn síðar sama ár. Nú í kvöld, sjö árum síðar flytur Bjarni aftur stefnuræðu sem forsætisráðherra. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru 216 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem dreift hefur verið á Alþingi og verður gerð opinber í kvöld. „Það síðan verður að koma í ljós hvað af þessu kemur fram og hvað verður afgreitt. Það auðvitað ræðst af því hvernig málum háttar hér í þinginu,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Netverslun með áfengi á dagskrá í haust Eitt þeirra mála sem boðað hefur verið á haustmánuðum samkvæmt heimildum fréttastofu er frumvarp dómsmálaráðherra um netverslun með áfengi. Málið hefur verið umdeilt, en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hóf frumkvæðisathugun í sumar vegna álitamála um netsölu með áfengi. „Við erum komin þangað í athuguninni að þrír ráðherrar hafa mætt til nefndarinnar. Dómsmála-, heilbrigðisráðherra og nú síðast í morgun fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra Sigurð Inga Jóhannsson. Svo munum við halda áfram umfjöllun á næstu fundum,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir ekki tímabært að segja til um hvað að endingu komi út úr þeirri vinnu, enda sé frumkvæðisathuguninni ekki lokið. Þórunn kveðst ágætlega stemmd fyrir komandi þingvetri. „Við vitum öll að stærstu viðfangsefnin eru að ná niður verðbólgunni og vöxtunum sem að herja með ólíkum hætti þó á heimilin og fólkið í landinu. Það er stærsta verkefnið og við í Samfylkingunni óttumst að ríkisstjórnin hafi gefist upp á þessu verkefni,“ segir Þórunn, og vísar til þess sem lesa megi úr fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í gær. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netverslun með áfengi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana hefjast klukkan 19:40 í kvöld og skiptast umræður í tvær umferðir. Forsætisráðherra hefur tólf mínútur til framsögu en ræðumenn annarra flokka hafa sex mínútur í hvorri umferð. Samkvæmt mælendaskrá flytja formenn flokkanna í flestum tilfellum fyrstu ræðu, að frátalinni Halldóru Mogensen í tilfelli Pírata sem ekki hafa formann. Síðast flutti Bjarni Benediktsson stefnuræðu sem forsætisráðherra í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í september 2017. Líkt og kunnugt er sprakk sú ríkisstjórn síðar sama ár. Nú í kvöld, sjö árum síðar flytur Bjarni aftur stefnuræðu sem forsætisráðherra. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru 216 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem dreift hefur verið á Alþingi og verður gerð opinber í kvöld. „Það síðan verður að koma í ljós hvað af þessu kemur fram og hvað verður afgreitt. Það auðvitað ræðst af því hvernig málum háttar hér í þinginu,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Netverslun með áfengi á dagskrá í haust Eitt þeirra mála sem boðað hefur verið á haustmánuðum samkvæmt heimildum fréttastofu er frumvarp dómsmálaráðherra um netverslun með áfengi. Málið hefur verið umdeilt, en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hóf frumkvæðisathugun í sumar vegna álitamála um netsölu með áfengi. „Við erum komin þangað í athuguninni að þrír ráðherrar hafa mætt til nefndarinnar. Dómsmála-, heilbrigðisráðherra og nú síðast í morgun fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra Sigurð Inga Jóhannsson. Svo munum við halda áfram umfjöllun á næstu fundum,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir ekki tímabært að segja til um hvað að endingu komi út úr þeirri vinnu, enda sé frumkvæðisathuguninni ekki lokið. Þórunn kveðst ágætlega stemmd fyrir komandi þingvetri. „Við vitum öll að stærstu viðfangsefnin eru að ná niður verðbólgunni og vöxtunum sem að herja með ólíkum hætti þó á heimilin og fólkið í landinu. Það er stærsta verkefnið og við í Samfylkingunni óttumst að ríkisstjórnin hafi gefist upp á þessu verkefni,“ segir Þórunn, og vísar til þess sem lesa megi úr fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í gær.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netverslun með áfengi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira