Þegar ómennskan vitnar í lög Bubbi Morthens skrifar 17. september 2024 15:01 Í gegnum söguna hafa allskonar óhæfuverk verið framin af ríkisstjórnum sem réttlæta slíkt með því að vitna í lög. Þegar ráðherra vitnar í lög til þess að réttlæta það að flytja barn með ólæknandi sjúkdóm úr landi, útí óvissuna, og fjölskyldu hans með, þá getur hann um leið slökkt á samvisku sinni og sagt: Ég er bara að fylgja lögum. Með því er hinu mannlega ýtt burt og hann fer að sofa, ónæmur fyrir botnlausri skelfingu barnsins. Þegar læknir metur barn ferðafært og embættismenn vitna í það, þá má minna á að nóg dæmi eru til um að læknar hafi verið notaðir í gegnum söguna til þess að ljá óhæfuverkum trúverðugleika. Og þó að fjölfatlað barn, sem á ekki mörg ár eftir af lífinu, geti farið um borð í flugvél segir það ekkert um andlega skelfingu þess við þá upplifun. En það segir allt um andlegt ástand þeirra sem framkvæma aðförina að því. Lögreglumaðurinn segir: ekki benda á mig, ég er bara að gera það sem mér er skipað. Læknirinn segir: ég er bara að gera það sem ég var beðinn um. Ráðherrann segir: ég er bara að fylgja lögum. Það er svo mjó lína á milli þess að henda langveiku barni úr landi og að handtaka fólk útaf pólitískum skoðunum eða fyrir það að fæðast samkynhneigður eða fylgja ekki leiðtoganum. Þegar menn vitna í lög til þess að réttlæta óhæfuverk og níðingshátt þá þarf fólk að vera á verði. Því það gæti auðveldlega sjálft orðið fórnlamb þeirra sem vitna í lög sem sett voru meðan frelsið svaf á verðinum. Þjóðfélag sem réttlætir slíka meðferð á veiku barni er ekki í góðu standi og það vitum við öll. En þegar ráðherra blikkar ekki auga og segir að óréttlæti sé í raun réttlæti þá fer um mann hrollur. Og þegar hann endurtekur: við erum að fylgja lögum, þá vakna draugar sögunnar sem voru fluttir úr landi vegna þess að þeir voru ekki velkomnir en voru síðan sendir í búðir dauðans. Að fylgja lögum segir ekkert um mennsku eða kærleika, mildi né velvild. Engin lög sem eru til höfuðs fólki í neyð eiga rúm fyrir slíkt. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Yazans Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bubbi Morthens Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í gegnum söguna hafa allskonar óhæfuverk verið framin af ríkisstjórnum sem réttlæta slíkt með því að vitna í lög. Þegar ráðherra vitnar í lög til þess að réttlæta það að flytja barn með ólæknandi sjúkdóm úr landi, útí óvissuna, og fjölskyldu hans með, þá getur hann um leið slökkt á samvisku sinni og sagt: Ég er bara að fylgja lögum. Með því er hinu mannlega ýtt burt og hann fer að sofa, ónæmur fyrir botnlausri skelfingu barnsins. Þegar læknir metur barn ferðafært og embættismenn vitna í það, þá má minna á að nóg dæmi eru til um að læknar hafi verið notaðir í gegnum söguna til þess að ljá óhæfuverkum trúverðugleika. Og þó að fjölfatlað barn, sem á ekki mörg ár eftir af lífinu, geti farið um borð í flugvél segir það ekkert um andlega skelfingu þess við þá upplifun. En það segir allt um andlegt ástand þeirra sem framkvæma aðförina að því. Lögreglumaðurinn segir: ekki benda á mig, ég er bara að gera það sem mér er skipað. Læknirinn segir: ég er bara að gera það sem ég var beðinn um. Ráðherrann segir: ég er bara að fylgja lögum. Það er svo mjó lína á milli þess að henda langveiku barni úr landi og að handtaka fólk útaf pólitískum skoðunum eða fyrir það að fæðast samkynhneigður eða fylgja ekki leiðtoganum. Þegar menn vitna í lög til þess að réttlæta óhæfuverk og níðingshátt þá þarf fólk að vera á verði. Því það gæti auðveldlega sjálft orðið fórnlamb þeirra sem vitna í lög sem sett voru meðan frelsið svaf á verðinum. Þjóðfélag sem réttlætir slíka meðferð á veiku barni er ekki í góðu standi og það vitum við öll. En þegar ráðherra blikkar ekki auga og segir að óréttlæti sé í raun réttlæti þá fer um mann hrollur. Og þegar hann endurtekur: við erum að fylgja lögum, þá vakna draugar sögunnar sem voru fluttir úr landi vegna þess að þeir voru ekki velkomnir en voru síðan sendir í búðir dauðans. Að fylgja lögum segir ekkert um mennsku eða kærleika, mildi né velvild. Engin lög sem eru til höfuðs fólki í neyð eiga rúm fyrir slíkt. Höfundur er tónlistarmaður.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun