„Algjör synd að við fengum ekkert út úr þessum leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 23. september 2024 21:43 Viktor Jónsson í baráttunni við Viktor Örn Margeirsson Vísir/Anton Brink ÍA tapaði 2-0 gegn Blikum á Kópavogsvelli. Viktor Jónsson, fyrirliði ÍA, var svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum þar sem honum fannst frammistaða liðsins góð. „Mér fannst úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum. Mér fannst algjör synd að við fengum ekkert út úr þessum leik því mér fannst þetta ótrúlega vel spilaður leikur hjá okkur. Þetta var einn af okkar bestu leikjum hvað varðar að halda bolta, halda pressu og hlaupagetu. Það var ótrúlega svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr þessu,“ sagði Viktor Jónsson í samtali við Vísi eftir leik. Staðan var 0-0 í hálfleik þrátt fyrir að fyrri hálfleikur hafi verið lokaður fengu Skagamenn nokkur færi undir lok fyrri hálfleiks. „Við vorum að gera vel í að koma okkur í góðar stöður en vorum ekki að gera alveg nógu vel í að nýta okkur það. Síðan vantaði aðeins upp á fyrirgjafirnar hjá okkur og það er stutt á milli í þessu þegar að góð lið mætast og við náðum ekki að setja inn mark þarna sem svíður.“ Blikar komust yfir á 55. mínútu eftir að Johannes Vall, leikmaður ÍA, gerði sjálfsmark. Eftir að heimamenn komust yfir urðu þeir hættulegri. „Það róaði Blika sennilega aðeins að komast yfir. Þeir þorðu að halda boltanum meira og fengu meira sjálfstraust í spilinu. Mér fannst við samt hafa fín tök á leiknum en það er stutt á milli í þessu og þeir skoruðu tvö mörk. Þetta var fokking svekkjandi.“ Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að ÍA er fimm stigum frá þriðja sæti deildarinnar sem gefur Evrópusæti. Viktor viðurkenndi að það sé súrt að hugsa til þess eftir leik. „Við ætluðum okkur sigur og við ætluðum að setja þetta upp sem fimm leikja mót sem við ætluðum að vinna. Hver leikur telur og það er dýrt að tapa en við höldum bara áfram og mætum ferskir í næsta leik og vinnum rest,“ sagði Viktor Jónsson að lokum. ÍA Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
„Mér fannst úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum. Mér fannst algjör synd að við fengum ekkert út úr þessum leik því mér fannst þetta ótrúlega vel spilaður leikur hjá okkur. Þetta var einn af okkar bestu leikjum hvað varðar að halda bolta, halda pressu og hlaupagetu. Það var ótrúlega svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr þessu,“ sagði Viktor Jónsson í samtali við Vísi eftir leik. Staðan var 0-0 í hálfleik þrátt fyrir að fyrri hálfleikur hafi verið lokaður fengu Skagamenn nokkur færi undir lok fyrri hálfleiks. „Við vorum að gera vel í að koma okkur í góðar stöður en vorum ekki að gera alveg nógu vel í að nýta okkur það. Síðan vantaði aðeins upp á fyrirgjafirnar hjá okkur og það er stutt á milli í þessu þegar að góð lið mætast og við náðum ekki að setja inn mark þarna sem svíður.“ Blikar komust yfir á 55. mínútu eftir að Johannes Vall, leikmaður ÍA, gerði sjálfsmark. Eftir að heimamenn komust yfir urðu þeir hættulegri. „Það róaði Blika sennilega aðeins að komast yfir. Þeir þorðu að halda boltanum meira og fengu meira sjálfstraust í spilinu. Mér fannst við samt hafa fín tök á leiknum en það er stutt á milli í þessu og þeir skoruðu tvö mörk. Þetta var fokking svekkjandi.“ Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að ÍA er fimm stigum frá þriðja sæti deildarinnar sem gefur Evrópusæti. Viktor viðurkenndi að það sé súrt að hugsa til þess eftir leik. „Við ætluðum okkur sigur og við ætluðum að setja þetta upp sem fimm leikja mót sem við ætluðum að vinna. Hver leikur telur og það er dýrt að tapa en við höldum bara áfram og mætum ferskir í næsta leik og vinnum rest,“ sagði Viktor Jónsson að lokum.
ÍA Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira