Inga segir landið að sökkva í sæ vargaldar Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2024 11:00 Inga Sæland sagði hér allt á hverfanda hveli, vargöld ríkir og ekki er reynt að ráðast gegn rót vandans. Flokkur fólksins stendur hins vegar vaktiina. vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, boðaði nýja tíma í ræðustól Alþingis undir dagskrárliðnum Störf þingsins. Margir þingmenn stigu í ræðustól og kvörtuðu undan mansali sem var til umfjöllunar á Ríkissjónvarpinu í vikunni en Inga víkkaðu umræðuna svo um munaði. „Hér ríkir vargöld þegar kemur að skipulagðri glæpastarfsemi,“ sagði formaðurinn. Og vildi meina að allt væri þetta í boði ríkisstjórnarinnar. Segir Flokk fólksins standa vaktina Þessi mál liggja greinilega þungt á Ingu sem lét í sér heyra, heldur betur: „Sjálfstæðisflokkurinn segir landið land tækifæranna og Framsókn segir þetta allt að koma!“ En hvað er að koma? Inga nefndi ýmis dæmi: „Innbrot í Elko þar sem kostnaðurinn væri tugir milljóna. Við höfum aldrei séð annað eins af morðum í sögu landsins, við höfum aldrei heyrt annað eins mansal og óhugnað og það sem við erum að takast á við núna. Níu, tíu, ellefu glæpahópar og mafía sem allir vita af. Það er ekki tekið á málunum og lögreglan hefur ekki mannafla til að ráðast gegn rót vandans.“ Og í því er komið að Flokki fólksins sem Inga sagði að stæði vaktina. „Við í Flokki fólksins skulum sko ráðast að vandanum. Við kærum okkur ekki um að fallega landið sökkvi í sæ í boði ríkisstjórnarinnar. Það er kominn tími til breytinga og þær breytingar er ég að boða nú.“ Heit umræða um útlendingafrumvarp Ingu Uppfært 12:00: Umræða er nú á Alþingi um hin ýmsu mál. Og nýlega flutti Inga svo frumvarp sitt um útlendinga, en til þess vísaði hún óbeint þegar hún sagði Flokk fólksins vilja ráðast í breytingar. Það frumvarp gengur í grófum dráttum út á það að leyfilegt verði að vísa hælisleitendum sem gerst hafa brotlegir við lög umsvifalaust úr landi; að veita stjórnvöldum auknar heimildir til að vísa úr landi einstaklingum sem hafa hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi en framið glæpi eftir komu til landsins. Arndís Anna vildi gjalda varhug við frumvarpi Ingu Sæland um útlendinga og spurði Ingu hvort hún vildi taka upp dauðarefsingar.Vísir/Vilhelm Heit umræða skapaðist, Inga flutti mál sitt af kappi en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírötum vildi meðal annars spyrja Ingu, sem hún sagði óskýra í tali, um hvort hún væri þá fylgjandi dauðarefsingum. Inga hafnaði því alfarið að hafa verið óskýrmælt og Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki blandaði sér í umræðuna, sagðist styðja tillöguna og taldi það hinn stækasta dónaskap að tala um dauðarefsingar í þessu sambandi. „Við viljum þetta ekki,“ sagði Ásmundur. Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira
Margir þingmenn stigu í ræðustól og kvörtuðu undan mansali sem var til umfjöllunar á Ríkissjónvarpinu í vikunni en Inga víkkaðu umræðuna svo um munaði. „Hér ríkir vargöld þegar kemur að skipulagðri glæpastarfsemi,“ sagði formaðurinn. Og vildi meina að allt væri þetta í boði ríkisstjórnarinnar. Segir Flokk fólksins standa vaktina Þessi mál liggja greinilega þungt á Ingu sem lét í sér heyra, heldur betur: „Sjálfstæðisflokkurinn segir landið land tækifæranna og Framsókn segir þetta allt að koma!“ En hvað er að koma? Inga nefndi ýmis dæmi: „Innbrot í Elko þar sem kostnaðurinn væri tugir milljóna. Við höfum aldrei séð annað eins af morðum í sögu landsins, við höfum aldrei heyrt annað eins mansal og óhugnað og það sem við erum að takast á við núna. Níu, tíu, ellefu glæpahópar og mafía sem allir vita af. Það er ekki tekið á málunum og lögreglan hefur ekki mannafla til að ráðast gegn rót vandans.“ Og í því er komið að Flokki fólksins sem Inga sagði að stæði vaktina. „Við í Flokki fólksins skulum sko ráðast að vandanum. Við kærum okkur ekki um að fallega landið sökkvi í sæ í boði ríkisstjórnarinnar. Það er kominn tími til breytinga og þær breytingar er ég að boða nú.“ Heit umræða um útlendingafrumvarp Ingu Uppfært 12:00: Umræða er nú á Alþingi um hin ýmsu mál. Og nýlega flutti Inga svo frumvarp sitt um útlendinga, en til þess vísaði hún óbeint þegar hún sagði Flokk fólksins vilja ráðast í breytingar. Það frumvarp gengur í grófum dráttum út á það að leyfilegt verði að vísa hælisleitendum sem gerst hafa brotlegir við lög umsvifalaust úr landi; að veita stjórnvöldum auknar heimildir til að vísa úr landi einstaklingum sem hafa hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi en framið glæpi eftir komu til landsins. Arndís Anna vildi gjalda varhug við frumvarpi Ingu Sæland um útlendinga og spurði Ingu hvort hún vildi taka upp dauðarefsingar.Vísir/Vilhelm Heit umræða skapaðist, Inga flutti mál sitt af kappi en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírötum vildi meðal annars spyrja Ingu, sem hún sagði óskýra í tali, um hvort hún væri þá fylgjandi dauðarefsingum. Inga hafnaði því alfarið að hafa verið óskýrmælt og Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki blandaði sér í umræðuna, sagðist styðja tillöguna og taldi það hinn stækasta dónaskap að tala um dauðarefsingar í þessu sambandi. „Við viljum þetta ekki,“ sagði Ásmundur.
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira