Nýjasti kafbátur Kínverja sökk við bryggju Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2024 11:07 Þessi gervihnattarmynd var tekin þann 15. júní, við skipasmíðastöð nærri Wuhan í Kína. Hún sýnir þegar verið var að koma umræddum kafbáti upp af botni hafnarinnar. AP/Planet Labs PBC Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kína sökk við bryggju í vor. Um er að ræða nýja gerð kafbáta og er þetta fyrsti báturinn af þeirri gerð. Hann sökk við skipasmíðastöð nærri Wuhan í Kína. Ráðamenn í Kína hafa lagt mikla áherslu á uppbyggingu kínverska kafbátaflotans og var reynt að hylma yfir atvikið. Í frétt Wall Street Journal segir að kafbáturinn hafi sokkið í lok maí eða snemma í júní. Á þeim tíma var verið að útbúa kafbátinn fyrir fyrstu siglinguna. Gerð þessara kafbáta ber nafnið Zhou og er um að ræða nýja gerð árásarkafbáta sem eiga að geta beygt betur en aðrir kafbátar. Gervihnattamynd sem tekin var þann 15. júní sýndi kafbátinn sokkinn við bryggju og að verið var að reyna að ná honum af botni hafnarinnar. Aðrar myndir sem teknar voru í ágúst sýndu kafbát við bryggju á sama stað en ekki liggur fyrir hvort um sama bátinn sé að ræða. Sjá einnig: Skutu skotflaug í Kyrrhafið í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár Ekki liggur heldur fyrir hvort búið var að koma fyrir kjarnorkueldsneyti um borð í kafbátnum þegar hann sökk en sérfræðingar segja WSJ að líklegt sé að það hafi verið búið. Þá er ekki vitað hvort búið var að kveikja á kjarnakljúfi hans. Engar fregnir hafa borist af geislavirkni á svæðinu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Líklegt er að skipta þurfi um allan rafmagnsbúnað um borð í bátnum og þar á meðal mótora hans. Sérfræðingar telja að atvikið muni leiða til umtalsverðra tafa á framleiðslu þessara nýju kafbáta. Uppbygging til að einangra Taívan Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlaði í fyrra að Kínverjar ættu sex kjarnorkuknúna kafbáta sem hannaðir eru til að bera kjarnorkuvopn, sex kjarnorkuknúna árásarkafbáta og 48 dísilknúna kafbáta. Í skýrslu ráðuneytisins segir að uppbygging Kínverja á kafbátaflota þeirra sé ætlað að hjálpa Kínverjum að koma í veg fyrir að Bandaríkin og aðrir geti komið Taívan til aðstoðar, ákveði ráðamenn í Peking að gera innrás í eyríkið á komandi árum. Hernaðaruppbygging í Kína hefur að miklu leyti snúist að því að byggja vopn og þróa aðferðir til að eldflaugaárásir á herstöðvar Bandaríkjanna í vesturhluta Kyrrahafsins og granda flugmóðurskipum. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Ráðamenn í Kína hafa einnig heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Kína Hernaður Taívan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Í frétt Wall Street Journal segir að kafbáturinn hafi sokkið í lok maí eða snemma í júní. Á þeim tíma var verið að útbúa kafbátinn fyrir fyrstu siglinguna. Gerð þessara kafbáta ber nafnið Zhou og er um að ræða nýja gerð árásarkafbáta sem eiga að geta beygt betur en aðrir kafbátar. Gervihnattamynd sem tekin var þann 15. júní sýndi kafbátinn sokkinn við bryggju og að verið var að reyna að ná honum af botni hafnarinnar. Aðrar myndir sem teknar voru í ágúst sýndu kafbát við bryggju á sama stað en ekki liggur fyrir hvort um sama bátinn sé að ræða. Sjá einnig: Skutu skotflaug í Kyrrhafið í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár Ekki liggur heldur fyrir hvort búið var að koma fyrir kjarnorkueldsneyti um borð í kafbátnum þegar hann sökk en sérfræðingar segja WSJ að líklegt sé að það hafi verið búið. Þá er ekki vitað hvort búið var að kveikja á kjarnakljúfi hans. Engar fregnir hafa borist af geislavirkni á svæðinu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Líklegt er að skipta þurfi um allan rafmagnsbúnað um borð í bátnum og þar á meðal mótora hans. Sérfræðingar telja að atvikið muni leiða til umtalsverðra tafa á framleiðslu þessara nýju kafbáta. Uppbygging til að einangra Taívan Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlaði í fyrra að Kínverjar ættu sex kjarnorkuknúna kafbáta sem hannaðir eru til að bera kjarnorkuvopn, sex kjarnorkuknúna árásarkafbáta og 48 dísilknúna kafbáta. Í skýrslu ráðuneytisins segir að uppbygging Kínverja á kafbátaflota þeirra sé ætlað að hjálpa Kínverjum að koma í veg fyrir að Bandaríkin og aðrir geti komið Taívan til aðstoðar, ákveði ráðamenn í Peking að gera innrás í eyríkið á komandi árum. Hernaðaruppbygging í Kína hefur að miklu leyti snúist að því að byggja vopn og þróa aðferðir til að eldflaugaárásir á herstöðvar Bandaríkjanna í vesturhluta Kyrrahafsins og granda flugmóðurskipum. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Ráðamenn í Kína hafa einnig heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði.
Kína Hernaður Taívan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira