„Það er galið að sjá fimm manna fjölskyldu sitja saman en öll í símanum“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. september 2024 08:02 Sunna Ólafsdóttir fjölskyldufræðingur, klínískur félagsráðgjafi og EMDR meðferðaraðili segir samskipti stundum vera lítil eða nánast engin á milli fjölskyldumeðlima. Allir í sitthvoru horninu og í símanum. Fólk vinni mikið, síðan er það ræktin og alls konar. Vísir/Vilhelm „Oft snýst málið um flókin samskipti. Eða jafnvel samskiptaleysi,“ segir Sunna Ólafsdóttir fjölskyldufræðingur, EMDR meðferðaraðili og klínískur félagsráðgjafi hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni. Sunna hefur áralanga reynslu af vinnu með fjölskyldum, en hún er einnig með diplóma á meistarastigi í sálgæslu. „Það er eins og við séum stundum farin að gleyma hvort öðru. Eða að allir sitja í sitthvoru horninu og eru í símanum,“ segir Sunna og bætir við: Það er galið að sjá fimm manna fjölskyldu sitja saman en öll í símanum. Þetta höfum við eflaust öll séð, á veitingastöðum og víðar. Mér finnst það nokkuð heilagt að fjölskyldur borði saman eina máltíð á dag. Þar sem síminn er ekki leyfður.“ Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag fræðumst við um fjölskyldumeðferð. Hægt að mæta einn í fjölskyldumeðferð Sunna segir fjölskyldur alls ekki þurfa að bíða með fjölskyldumeðferð þar til allt er komið í þrot eða algjört vesen. Fjölskyldumeðferð nýtist vel til að styrkja fjölskylduna og bæta samskipti svo eitthvað sé nefnt. Sunna segir algenga mýtu að öll fjölskyldan þurfi að mæta í fjölskyldumeðferð. „Þú getur mætt einn og stundum eru aðstæður einfaldlega þannig að það er ekki hjálplegt að öll fjölskyldan sé í fjölskyldumeðferð á sama tíma.“ Nú? Skrýtið hugsa eflaust margir. Hvers vegna að vera einn í fjölskyldumeðferð? Jú, svarið við þessu er að skilja betur hvað fjölskyldumeðferð þýðir í raun. „Það sem fjölskyldumeðferð gengur út á er að horfa til heildarinnar og samspil einstaklinganna frekar en að einblína aðeins á einstaklinginn sjálfan. Því öll fæðumst við inn í fjölskyldur sem við stundum horfum á að eigi að vera eins og þær voru alltaf. En eru ekki lengur í dag,“ segir Sunna og bætir við: Kjarnafjölskyldan hefur til dæmis verið á undanhaldi síðustu árin. Nútímafjölskyldan býr við allt aðra sviðsmynd og það sem okkur þykir sjálfsagt í dag, var ekki endilega viðurkennt áður fyrr.“ Sem dæmi nefnir Sunna samsettar fjölskyldur, fjölskyldur þar sem mömmurnar eru tvær, pabbarnir eru tveir, börn búa viku og viku á heimili og svo framvegis. „Aðferðarfræði fjölskyldumeðferðar er í grunninn kerfislæg nálgun með áherslu á tengsl og samskiptamynstur innan fjölskyldukerfisins, en fjölskyldan er í raun lifandi kerfi þar sem dýnamíkin innan hennar getur haft áhrif á tengsl, samskipti og hegðunarmynstur á alla sem tilheyra kerfinu.“ Sunna segir fólk ekki endilega koma í fjölskyldumeðferð með einhver risavaxin vandamál. Miklu frekar megi segja að fjölskyldumál séu flókin, frekar en stór eða mjög erfið. Margir átti sig ekki á því að það er hægt að koma einn í fjölskyldumeðferð. Til dæmis með það fyrir augum að vilja bæta samskipti og efla tengsl.Vísir/Vilhelm Fjölskyldumál eru flókin Sunna segir að til þess að allt gangi sem best upp í fjölskyldukerfinu, þarf fjölskyldukerfið að virka sem heild þar sem hver og einn einstaklingur á að hafa tækifæri til að leggja sitt á vogarskálarnar. ,,Áskoranir sem fjölskyldukerfið stendur frammi fyrir getur verið af ýmsum toga eins og andleg og líkamleg veikindi, sorg, áföll, breytt fjölskyldumynstur í kjölfar skilnaðar eða fráfalls, atvinnumissir, fíknivandi, ofbeldishegðun eða andlát svo dæmi séu tekin.“ Sem betur fer, hefur margt breyst til batnaðar á síðustu árum. Málin séu frekar rædd. „Ungt fólk til dæmis allt öðruvísi á þessi mál og finnst ekkert nema sjálfsagt að fólk sæki sér faghjálp. Í dag færist það líka í aukana að fjölskyldur séu í fjölskyldumeðferð sem reglubundna sjálfsrækt fyrir fjölskyldukerfið og heildina.“ En er það alltaf svo að allir í fjölskyldunni eru tilbúnir til að taka þátt eða bæta ráð sitt ef þarf? „Það er allur gangur á því. Þegar þannig er þá hitti ég gjarnan einstaklingana fyrst, en ekki alla saman. Stundum parið saman fyrst, síðan í sitthvoru lagi, börnin sér og svo framvegis,“ segir Sunna. Markmiðið er alltaf að hlutirnir gangi betur upp en áður, að efla tengslin og læra betur að bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum. Það eru alls kyns hlutir sem eru að mynda mikið álag á fjölskyldur. Mikil vinna, lítill tími. Fólk að keppast við að vera í öllu og allir síðan á samfélagsmiðlunum og í símunum. Samskipti geta stundum verið lítil eða nánast engin á milli fjölskyldumeðlima.“ Sunna segir samfélagið líka hafa áhrif og það sem er að gerast í því hverju sinni. „Ég hef til dæmis upplifað að það er aukinn kvíði hjá ungmennum vegna alls kyns alvarlegra atvika sem hafa verið að gerast í samfélaginu okkar síðustu mánuði. Ungmenni eru að upplifa sig óöruggari,“ segir Sunna. „Að ná jafnvægi einkalífs og vinnu getur líka verið krefjandi vinna og í pararáðgjöfinni sem ég er með verð ég mjög vör við að samskiptaleysi sökum tímaskorts eru einfaldlega orðin viðvarandi. Það er eins og við séum oft að gleyma því að tala saman og einfaldlega að njóta þess að vera saman.“ Sunna styðst við genogram, sem þýðir að málin eru kortlögð á myndrænan hátt eins og fjölskyldutré og oft kynslóðir aftur í tímann. Því margir taki með sér eitthvað úr fortíðinni, til dæmis samskipti eða hegðun sem tengist foreldrum eða æskuheimili. Þessi mál eru þá skoðuð og rædd og bjargráð ákveðin.Vísir/Vilhelm Nokkur dæmi um fjölskyldumál Sunna segir alls kyns ástæður fyrir því að fólk komi í fjölskyldumeðferð. „Það er alls ekkert endilega vegna þess að fólk er að glíma við einhver risavaxin vandamál. Stundum er fólk að koma vegna þess að það er að fara að takast á við stórar áskoranir. Eins og barneignir, brúðkaup, vilja bæta samskiptin við sína nánustu og svo framvegis.“ Svo margt geti hins vegar gert fjölskyldumál flókin og tilfinningarík, þótt þau teljist ekki til risastórra vandamála. „Það getur verið mikið álag á fjölskyldur þegar eldri ástvinir eru að veikjast eða missa heilsu sökum aldurs. Það getur verið erfitt að takast á við starfslok þegar fólk hefur verið að vinna áratugum saman. Í pararáðgjöfinni erum við líka að ræða mál eins og til dæmis hvað gerist þegar börnin fljúga úr hreiðrinu.“ Stundum þurfi líka að rýna í aðstæður sem hafa skapast en teljast ekki eðlilegar. „Það geta verið aðstæður sem gera það að verkum að allt í einu eru börnin farin að taka ábyrgð á hlutum sem þau eiga í raun ekki að taka ábyrgð á. Eða að þau eru farin að stjórna, sem þau eiga ekki að gera sem börn.“ Þegar upp kemur vandi á milli fjölskyldumeðlima, segir Sunna flesta foreldra vanmeta hversu mikið börnin vita. „Því börn eru ótrúlega næm. Þótt ekkert sé rifist á heimilinu eða öskrað, skynja þau hlutina. Börn kunna að lesa í svipbrigði eða að skilja þegar andrúmsloftið er í þrúgandi þögn og fýlu.“ Og Sunna nefnir dæmi: „Ég hef séð nokkur dæmi um að börn hafi fengið síma foreldra sinna lánaða og sjá þá óvart neikvæð samskipti foreldra sinna eða annarra í símanum sem þau eiga ekki að sjá. Þá upplifa þau gjarnan skömm sem þau oft á tíðum byrgja inn í sér og líður illa með.“ Sunna segir það mikla synd að fjölskyldumeðferðir séu ekki niðurgreiddar. „Það er svo mikil synd, því fjölskyldumeðferðir eru kostnaðarsamar og fyrir vikið er kannski ákveðinn hópur sem einfaldlega hefur ekki efni á að sækja sér þessa aðstoð, en virkilega þyrfti á því að halda.“ Sunna segir að stundum þurfi að losa um eitthvað hegðunarmynstur sem skapast hefur á löngum tíma. „Þá gengur meðferðin út á að skilja hver tengslin eru á þessu hegðunarmynstri og þeim áhrifum sem þessi hegðun er að hafa á fjölskyldukerfið í heild sinni. Til dæmis ef það er einhver einn sem er mest dóminerandi, sem aftur getur gert fjölskyldumálin flókin og samskiptin erfiðari.“ Að sama skapi geti það haft áhrif ef foreldri hefur ekki unnið úr erfiðum málum. „Áhrif áfalla sem aldrei hefur verið unnið úr getur skilað sér til barnanna okkar og jafnvel svo áfram til þeirra barna. Þetta minnir okkur á mikilvægi okkar sem foreldra og hvernig einstaklinga við veljum að senda út í lífið. Þó að ekki sé hægt að breyta fortíðinni þá er hægt að rjúfa vítahringa eins og flókin tengsl og óheppileg hegðunarmynstur sem hafa jafnvel fylgt fjölskyldum í áraraðir.“ Sunna segist nota EMDR aðferðina í áfallavinnu enda telji hún hana vera mjög árangursríka og hafi einfaldlega stundum upplifað töfra, svo árangursrík getur hún verið. EMDR meðferð er hins vegar einstaklingsmeðferð en ekki hluti af fjölskyldumeðferð. EMDR sé heldur ekki dáleiðsla eins og sumir halda. Heldur er þetta aðferð sem gengur út á að þegar viðkomandi fer inn í óþægilegar tilfinningar eða sárar, tengt áfallinu, er stuðst við tvíhliða örvun: „Ég nota mest að hreyfa fingur eins og klukku fyrir framan skjólstæðinginn því þá fara augun til vinstri og hægri á víxl, sem mildar það óþægilega eða sára,“ segir Sunna en leggur áherslu á að fólk misskilji ekki EMDR sem dáleiðslu. „Það sama gerum við reyndar þegar við sofum og erum á REM stiginu. Þá fara augun til hægri og vinstri á víxl á meðan heilinn er á fullu að dreyma. Þetta er svipað og einfaldasta leiðin til að sjá þessa augnhreyfingu í svefni er að fylgjast með ungabörnum sofa.“ Sunna segist oft byrja á því að hvetja fólk til að hægja á sér. Því í amstri dagsins og öllu því sem er í gangi, gleymist oft að vera saman. Að hennar mati er kvöldmaturinn heilög stund og gott dæmi um samveru sem getur verið mjög notaleg og skemmtileg fyrir fjölskyldur. Ef símarnir eru ekki leyfðir.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Til dæmis kvöldmaturinn Sunna styðst við genogram þegar málin eru kortlögð, sem þýðir að málin eru þá skoðuð myndrænt, með áherslu á tengsl og samskipti. Til útskýringar á þessu segir Sunna: „Genogramið teiknast þá upp eins og einhvers konar fjölskyldutré. Fjölskyldan er þá teiknuð upp þannig að kynslóðin sem var á undan sést líka því oft skýrir það líka ákveðin geðtengsl eða óheppilegt hegðunarmynstur. Sem dæmi má nefna tilfelli eins og: Ég er í slæmum samskiptum við mömmu. Hvernig voru samskiptin hennar við sína mömmu? Og svo framvegis. Því við berum oft svo margt með okkur, á milli kynslóða. Það er líka staðreynd að við erum mismunandi í því að takast á við erfið mál, hvernig við gerum það og hvort við getum það. Dugnaður og seigla kemur líka oft upp í þessu fjölskyldutréi því að þessir eiginleikar eru oft eitthvað sem við tökum með okkur úr okkar eigin æsku eða uppeldi og leiðist þannig áfram sem jákvæðir eiginleikar til næstu kynslóða.“ Sunna segir myndræna framsetningu sem þessa vera góða leið til að allir fjölskyldumeðlimir átti sig betur á því hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru og hvers vegna það er svo mikilvægt að nýta þau bjargráð sem síðan eru rædd og mótuð fyrir komandi tíma. Að gefnu tilefni, segir Sunna alveg ástæðu til að ræða hversu mögnuð ungmenni og ungt fólk er þegar kemur að fjölskyldumeðferðum. „Því það sem einkennir ungmenni og börn er fordómaleysi og þetta umburðalyndi sem þau hafa gagnvart því að allir fái að vera eins o þeir vilja vera. Ungmenni eru líka svo læs á eigin tilfinningar. Margt af því sem unga fólkið er því að koma með í þessu, er af hinu góða fyrir fjölskylduna og þau samtöl sem þurfa að fara fram í fjölskyldumeðferðum.“ Hvaða góðu ráð myndir þú gefa fjölskyldum sem vilja hefja þá vegferð að bæta og byggja upp sitt fjölskyldukerfi? „Mínar áherslur eru alltaf þær að fólk byrji á því að hægja á sér. Einfaldlega til þess að hafa betur tíma fyrir einkalífið. Því staðreyndin er sú að í dag er algengt að fólk er að vinna langa vinnudaga og vinna mikið, síðan er það ræktin og alls konar.“ Sunna segir margt hægt að gera sem hvorki er flókið né kostnaðarsamt en virkar mjög jákvætt fyrir fjölskyldukerfið sem heild. „Fyrir mér er kvöldmaturinn til dæmis heilög stund. Þar sem oft skapast skemmtileg stemning og andrúmsloft ef fólk situr saman, allir spjalla og segja frá sínum degi og helstu fréttir. En til þess að ná þessu, er ekki nóg að borða saman kvöldmatinn. Þarna mega símarnir ekki vera á lofti.“ Sunna segir fólk orðið mun opnari fyrir því að stunda fjölskyldumeðferð eða pararáðgjöf sem hluta af sjálfsrækt. Fjölskyldumeðferð og pararáðgjöf eiga það sameiginlegt að vera góð forvörn fyrir fjölskyldur og pör sem vilja rækta og byggja upp sitt fjölskyldukerfi og gera þannig góð sambönd enn betri. Í dag þykir það ekkert feimnismál að vinna að svona forvörnum með aðstoð fagaðila. Það er sem betur fer liðin tíð.“ Fjölskyldumál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Þráhyggja og árátta: „Er ég barnaníðingur? Slökkti ég örugglega á eldavélinni?“ „Við fáum öll óþægilegar hugsanir öðru hvoru. Sumar eru virkilega ógeðfelldar eins og að henda ungabarninu sínu í gólfið eða farþega út úr bíl á ferð,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og útskýrir að þótt hugsanirnar séu ógeðfelldar, þá sé eðlilegt að þær skjóti stundum upp kollinum. 8. september 2024 08:02 Framhjáhöld: Annar rannsóknarlögga en hinn í hundakofann „Sá sem verður fyrir því að makinn heldur framhjá vill fá að skoða alla þætti málsins aftur og aftur og ítrekað og oftar en ekki fer þessi aðili í rannsóknarlögguhlutverk um tíma,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. 30. júní 2024 08:58 „Endurtek í sífellu: Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja“ „Ég man að ég var að drepast úr hræðslu. Ég var svo viss um að ég væri að deyja og hugsaði með mér að ég hefði ekki náð að kveðja strákana mína almennilega. Að ég vildi ekki að þetta endaði svona,“ segir Sindri Már Finnbogason, stofnandi Tixly. 17. júní 2024 08:01 Neyslusaga móður: „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg“ „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg,“ segir Ásta Kristmannsdóttir þegar hún rifjar upp neyslusöguna sína. 12. maí 2024 08:00 Gallstasi á meðgöngu: „Ég grátbað um að ég yrði sett af stað“ „Þá fer mig að klæja svo rosalega að ég var viðþolslaus af kláða. Mig klæjaði það mikið að ég var komin með gaffal til að klóra mér. Svona óstjórnlegur kláði gerir mann galinn,“ segir Anna Marta Ásgeirsdóttir þegar hún lýsir kláðakastinu sem hún fékk undir lok meðgöngu dóttur sinnar Sólar, sem fæddist andvana þann 28. mars árið 2008. 28. apríl 2024 08:00 Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Sunna hefur áralanga reynslu af vinnu með fjölskyldum, en hún er einnig með diplóma á meistarastigi í sálgæslu. „Það er eins og við séum stundum farin að gleyma hvort öðru. Eða að allir sitja í sitthvoru horninu og eru í símanum,“ segir Sunna og bætir við: Það er galið að sjá fimm manna fjölskyldu sitja saman en öll í símanum. Þetta höfum við eflaust öll séð, á veitingastöðum og víðar. Mér finnst það nokkuð heilagt að fjölskyldur borði saman eina máltíð á dag. Þar sem síminn er ekki leyfður.“ Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag fræðumst við um fjölskyldumeðferð. Hægt að mæta einn í fjölskyldumeðferð Sunna segir fjölskyldur alls ekki þurfa að bíða með fjölskyldumeðferð þar til allt er komið í þrot eða algjört vesen. Fjölskyldumeðferð nýtist vel til að styrkja fjölskylduna og bæta samskipti svo eitthvað sé nefnt. Sunna segir algenga mýtu að öll fjölskyldan þurfi að mæta í fjölskyldumeðferð. „Þú getur mætt einn og stundum eru aðstæður einfaldlega þannig að það er ekki hjálplegt að öll fjölskyldan sé í fjölskyldumeðferð á sama tíma.“ Nú? Skrýtið hugsa eflaust margir. Hvers vegna að vera einn í fjölskyldumeðferð? Jú, svarið við þessu er að skilja betur hvað fjölskyldumeðferð þýðir í raun. „Það sem fjölskyldumeðferð gengur út á er að horfa til heildarinnar og samspil einstaklinganna frekar en að einblína aðeins á einstaklinginn sjálfan. Því öll fæðumst við inn í fjölskyldur sem við stundum horfum á að eigi að vera eins og þær voru alltaf. En eru ekki lengur í dag,“ segir Sunna og bætir við: Kjarnafjölskyldan hefur til dæmis verið á undanhaldi síðustu árin. Nútímafjölskyldan býr við allt aðra sviðsmynd og það sem okkur þykir sjálfsagt í dag, var ekki endilega viðurkennt áður fyrr.“ Sem dæmi nefnir Sunna samsettar fjölskyldur, fjölskyldur þar sem mömmurnar eru tvær, pabbarnir eru tveir, börn búa viku og viku á heimili og svo framvegis. „Aðferðarfræði fjölskyldumeðferðar er í grunninn kerfislæg nálgun með áherslu á tengsl og samskiptamynstur innan fjölskyldukerfisins, en fjölskyldan er í raun lifandi kerfi þar sem dýnamíkin innan hennar getur haft áhrif á tengsl, samskipti og hegðunarmynstur á alla sem tilheyra kerfinu.“ Sunna segir fólk ekki endilega koma í fjölskyldumeðferð með einhver risavaxin vandamál. Miklu frekar megi segja að fjölskyldumál séu flókin, frekar en stór eða mjög erfið. Margir átti sig ekki á því að það er hægt að koma einn í fjölskyldumeðferð. Til dæmis með það fyrir augum að vilja bæta samskipti og efla tengsl.Vísir/Vilhelm Fjölskyldumál eru flókin Sunna segir að til þess að allt gangi sem best upp í fjölskyldukerfinu, þarf fjölskyldukerfið að virka sem heild þar sem hver og einn einstaklingur á að hafa tækifæri til að leggja sitt á vogarskálarnar. ,,Áskoranir sem fjölskyldukerfið stendur frammi fyrir getur verið af ýmsum toga eins og andleg og líkamleg veikindi, sorg, áföll, breytt fjölskyldumynstur í kjölfar skilnaðar eða fráfalls, atvinnumissir, fíknivandi, ofbeldishegðun eða andlát svo dæmi séu tekin.“ Sem betur fer, hefur margt breyst til batnaðar á síðustu árum. Málin séu frekar rædd. „Ungt fólk til dæmis allt öðruvísi á þessi mál og finnst ekkert nema sjálfsagt að fólk sæki sér faghjálp. Í dag færist það líka í aukana að fjölskyldur séu í fjölskyldumeðferð sem reglubundna sjálfsrækt fyrir fjölskyldukerfið og heildina.“ En er það alltaf svo að allir í fjölskyldunni eru tilbúnir til að taka þátt eða bæta ráð sitt ef þarf? „Það er allur gangur á því. Þegar þannig er þá hitti ég gjarnan einstaklingana fyrst, en ekki alla saman. Stundum parið saman fyrst, síðan í sitthvoru lagi, börnin sér og svo framvegis,“ segir Sunna. Markmiðið er alltaf að hlutirnir gangi betur upp en áður, að efla tengslin og læra betur að bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum. Það eru alls kyns hlutir sem eru að mynda mikið álag á fjölskyldur. Mikil vinna, lítill tími. Fólk að keppast við að vera í öllu og allir síðan á samfélagsmiðlunum og í símunum. Samskipti geta stundum verið lítil eða nánast engin á milli fjölskyldumeðlima.“ Sunna segir samfélagið líka hafa áhrif og það sem er að gerast í því hverju sinni. „Ég hef til dæmis upplifað að það er aukinn kvíði hjá ungmennum vegna alls kyns alvarlegra atvika sem hafa verið að gerast í samfélaginu okkar síðustu mánuði. Ungmenni eru að upplifa sig óöruggari,“ segir Sunna. „Að ná jafnvægi einkalífs og vinnu getur líka verið krefjandi vinna og í pararáðgjöfinni sem ég er með verð ég mjög vör við að samskiptaleysi sökum tímaskorts eru einfaldlega orðin viðvarandi. Það er eins og við séum oft að gleyma því að tala saman og einfaldlega að njóta þess að vera saman.“ Sunna styðst við genogram, sem þýðir að málin eru kortlögð á myndrænan hátt eins og fjölskyldutré og oft kynslóðir aftur í tímann. Því margir taki með sér eitthvað úr fortíðinni, til dæmis samskipti eða hegðun sem tengist foreldrum eða æskuheimili. Þessi mál eru þá skoðuð og rædd og bjargráð ákveðin.Vísir/Vilhelm Nokkur dæmi um fjölskyldumál Sunna segir alls kyns ástæður fyrir því að fólk komi í fjölskyldumeðferð. „Það er alls ekkert endilega vegna þess að fólk er að glíma við einhver risavaxin vandamál. Stundum er fólk að koma vegna þess að það er að fara að takast á við stórar áskoranir. Eins og barneignir, brúðkaup, vilja bæta samskiptin við sína nánustu og svo framvegis.“ Svo margt geti hins vegar gert fjölskyldumál flókin og tilfinningarík, þótt þau teljist ekki til risastórra vandamála. „Það getur verið mikið álag á fjölskyldur þegar eldri ástvinir eru að veikjast eða missa heilsu sökum aldurs. Það getur verið erfitt að takast á við starfslok þegar fólk hefur verið að vinna áratugum saman. Í pararáðgjöfinni erum við líka að ræða mál eins og til dæmis hvað gerist þegar börnin fljúga úr hreiðrinu.“ Stundum þurfi líka að rýna í aðstæður sem hafa skapast en teljast ekki eðlilegar. „Það geta verið aðstæður sem gera það að verkum að allt í einu eru börnin farin að taka ábyrgð á hlutum sem þau eiga í raun ekki að taka ábyrgð á. Eða að þau eru farin að stjórna, sem þau eiga ekki að gera sem börn.“ Þegar upp kemur vandi á milli fjölskyldumeðlima, segir Sunna flesta foreldra vanmeta hversu mikið börnin vita. „Því börn eru ótrúlega næm. Þótt ekkert sé rifist á heimilinu eða öskrað, skynja þau hlutina. Börn kunna að lesa í svipbrigði eða að skilja þegar andrúmsloftið er í þrúgandi þögn og fýlu.“ Og Sunna nefnir dæmi: „Ég hef séð nokkur dæmi um að börn hafi fengið síma foreldra sinna lánaða og sjá þá óvart neikvæð samskipti foreldra sinna eða annarra í símanum sem þau eiga ekki að sjá. Þá upplifa þau gjarnan skömm sem þau oft á tíðum byrgja inn í sér og líður illa með.“ Sunna segir það mikla synd að fjölskyldumeðferðir séu ekki niðurgreiddar. „Það er svo mikil synd, því fjölskyldumeðferðir eru kostnaðarsamar og fyrir vikið er kannski ákveðinn hópur sem einfaldlega hefur ekki efni á að sækja sér þessa aðstoð, en virkilega þyrfti á því að halda.“ Sunna segir að stundum þurfi að losa um eitthvað hegðunarmynstur sem skapast hefur á löngum tíma. „Þá gengur meðferðin út á að skilja hver tengslin eru á þessu hegðunarmynstri og þeim áhrifum sem þessi hegðun er að hafa á fjölskyldukerfið í heild sinni. Til dæmis ef það er einhver einn sem er mest dóminerandi, sem aftur getur gert fjölskyldumálin flókin og samskiptin erfiðari.“ Að sama skapi geti það haft áhrif ef foreldri hefur ekki unnið úr erfiðum málum. „Áhrif áfalla sem aldrei hefur verið unnið úr getur skilað sér til barnanna okkar og jafnvel svo áfram til þeirra barna. Þetta minnir okkur á mikilvægi okkar sem foreldra og hvernig einstaklinga við veljum að senda út í lífið. Þó að ekki sé hægt að breyta fortíðinni þá er hægt að rjúfa vítahringa eins og flókin tengsl og óheppileg hegðunarmynstur sem hafa jafnvel fylgt fjölskyldum í áraraðir.“ Sunna segist nota EMDR aðferðina í áfallavinnu enda telji hún hana vera mjög árangursríka og hafi einfaldlega stundum upplifað töfra, svo árangursrík getur hún verið. EMDR meðferð er hins vegar einstaklingsmeðferð en ekki hluti af fjölskyldumeðferð. EMDR sé heldur ekki dáleiðsla eins og sumir halda. Heldur er þetta aðferð sem gengur út á að þegar viðkomandi fer inn í óþægilegar tilfinningar eða sárar, tengt áfallinu, er stuðst við tvíhliða örvun: „Ég nota mest að hreyfa fingur eins og klukku fyrir framan skjólstæðinginn því þá fara augun til vinstri og hægri á víxl, sem mildar það óþægilega eða sára,“ segir Sunna en leggur áherslu á að fólk misskilji ekki EMDR sem dáleiðslu. „Það sama gerum við reyndar þegar við sofum og erum á REM stiginu. Þá fara augun til hægri og vinstri á víxl á meðan heilinn er á fullu að dreyma. Þetta er svipað og einfaldasta leiðin til að sjá þessa augnhreyfingu í svefni er að fylgjast með ungabörnum sofa.“ Sunna segist oft byrja á því að hvetja fólk til að hægja á sér. Því í amstri dagsins og öllu því sem er í gangi, gleymist oft að vera saman. Að hennar mati er kvöldmaturinn heilög stund og gott dæmi um samveru sem getur verið mjög notaleg og skemmtileg fyrir fjölskyldur. Ef símarnir eru ekki leyfðir.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Til dæmis kvöldmaturinn Sunna styðst við genogram þegar málin eru kortlögð, sem þýðir að málin eru þá skoðuð myndrænt, með áherslu á tengsl og samskipti. Til útskýringar á þessu segir Sunna: „Genogramið teiknast þá upp eins og einhvers konar fjölskyldutré. Fjölskyldan er þá teiknuð upp þannig að kynslóðin sem var á undan sést líka því oft skýrir það líka ákveðin geðtengsl eða óheppilegt hegðunarmynstur. Sem dæmi má nefna tilfelli eins og: Ég er í slæmum samskiptum við mömmu. Hvernig voru samskiptin hennar við sína mömmu? Og svo framvegis. Því við berum oft svo margt með okkur, á milli kynslóða. Það er líka staðreynd að við erum mismunandi í því að takast á við erfið mál, hvernig við gerum það og hvort við getum það. Dugnaður og seigla kemur líka oft upp í þessu fjölskyldutréi því að þessir eiginleikar eru oft eitthvað sem við tökum með okkur úr okkar eigin æsku eða uppeldi og leiðist þannig áfram sem jákvæðir eiginleikar til næstu kynslóða.“ Sunna segir myndræna framsetningu sem þessa vera góða leið til að allir fjölskyldumeðlimir átti sig betur á því hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru og hvers vegna það er svo mikilvægt að nýta þau bjargráð sem síðan eru rædd og mótuð fyrir komandi tíma. Að gefnu tilefni, segir Sunna alveg ástæðu til að ræða hversu mögnuð ungmenni og ungt fólk er þegar kemur að fjölskyldumeðferðum. „Því það sem einkennir ungmenni og börn er fordómaleysi og þetta umburðalyndi sem þau hafa gagnvart því að allir fái að vera eins o þeir vilja vera. Ungmenni eru líka svo læs á eigin tilfinningar. Margt af því sem unga fólkið er því að koma með í þessu, er af hinu góða fyrir fjölskylduna og þau samtöl sem þurfa að fara fram í fjölskyldumeðferðum.“ Hvaða góðu ráð myndir þú gefa fjölskyldum sem vilja hefja þá vegferð að bæta og byggja upp sitt fjölskyldukerfi? „Mínar áherslur eru alltaf þær að fólk byrji á því að hægja á sér. Einfaldlega til þess að hafa betur tíma fyrir einkalífið. Því staðreyndin er sú að í dag er algengt að fólk er að vinna langa vinnudaga og vinna mikið, síðan er það ræktin og alls konar.“ Sunna segir margt hægt að gera sem hvorki er flókið né kostnaðarsamt en virkar mjög jákvætt fyrir fjölskyldukerfið sem heild. „Fyrir mér er kvöldmaturinn til dæmis heilög stund. Þar sem oft skapast skemmtileg stemning og andrúmsloft ef fólk situr saman, allir spjalla og segja frá sínum degi og helstu fréttir. En til þess að ná þessu, er ekki nóg að borða saman kvöldmatinn. Þarna mega símarnir ekki vera á lofti.“ Sunna segir fólk orðið mun opnari fyrir því að stunda fjölskyldumeðferð eða pararáðgjöf sem hluta af sjálfsrækt. Fjölskyldumeðferð og pararáðgjöf eiga það sameiginlegt að vera góð forvörn fyrir fjölskyldur og pör sem vilja rækta og byggja upp sitt fjölskyldukerfi og gera þannig góð sambönd enn betri. Í dag þykir það ekkert feimnismál að vinna að svona forvörnum með aðstoð fagaðila. Það er sem betur fer liðin tíð.“
Fjölskyldumál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Þráhyggja og árátta: „Er ég barnaníðingur? Slökkti ég örugglega á eldavélinni?“ „Við fáum öll óþægilegar hugsanir öðru hvoru. Sumar eru virkilega ógeðfelldar eins og að henda ungabarninu sínu í gólfið eða farþega út úr bíl á ferð,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og útskýrir að þótt hugsanirnar séu ógeðfelldar, þá sé eðlilegt að þær skjóti stundum upp kollinum. 8. september 2024 08:02 Framhjáhöld: Annar rannsóknarlögga en hinn í hundakofann „Sá sem verður fyrir því að makinn heldur framhjá vill fá að skoða alla þætti málsins aftur og aftur og ítrekað og oftar en ekki fer þessi aðili í rannsóknarlögguhlutverk um tíma,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. 30. júní 2024 08:58 „Endurtek í sífellu: Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja“ „Ég man að ég var að drepast úr hræðslu. Ég var svo viss um að ég væri að deyja og hugsaði með mér að ég hefði ekki náð að kveðja strákana mína almennilega. Að ég vildi ekki að þetta endaði svona,“ segir Sindri Már Finnbogason, stofnandi Tixly. 17. júní 2024 08:01 Neyslusaga móður: „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg“ „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg,“ segir Ásta Kristmannsdóttir þegar hún rifjar upp neyslusöguna sína. 12. maí 2024 08:00 Gallstasi á meðgöngu: „Ég grátbað um að ég yrði sett af stað“ „Þá fer mig að klæja svo rosalega að ég var viðþolslaus af kláða. Mig klæjaði það mikið að ég var komin með gaffal til að klóra mér. Svona óstjórnlegur kláði gerir mann galinn,“ segir Anna Marta Ásgeirsdóttir þegar hún lýsir kláðakastinu sem hún fékk undir lok meðgöngu dóttur sinnar Sólar, sem fæddist andvana þann 28. mars árið 2008. 28. apríl 2024 08:00 Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Þráhyggja og árátta: „Er ég barnaníðingur? Slökkti ég örugglega á eldavélinni?“ „Við fáum öll óþægilegar hugsanir öðru hvoru. Sumar eru virkilega ógeðfelldar eins og að henda ungabarninu sínu í gólfið eða farþega út úr bíl á ferð,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og útskýrir að þótt hugsanirnar séu ógeðfelldar, þá sé eðlilegt að þær skjóti stundum upp kollinum. 8. september 2024 08:02
Framhjáhöld: Annar rannsóknarlögga en hinn í hundakofann „Sá sem verður fyrir því að makinn heldur framhjá vill fá að skoða alla þætti málsins aftur og aftur og ítrekað og oftar en ekki fer þessi aðili í rannsóknarlögguhlutverk um tíma,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. 30. júní 2024 08:58
„Endurtek í sífellu: Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja“ „Ég man að ég var að drepast úr hræðslu. Ég var svo viss um að ég væri að deyja og hugsaði með mér að ég hefði ekki náð að kveðja strákana mína almennilega. Að ég vildi ekki að þetta endaði svona,“ segir Sindri Már Finnbogason, stofnandi Tixly. 17. júní 2024 08:01
Neyslusaga móður: „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg“ „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg,“ segir Ásta Kristmannsdóttir þegar hún rifjar upp neyslusöguna sína. 12. maí 2024 08:00
Gallstasi á meðgöngu: „Ég grátbað um að ég yrði sett af stað“ „Þá fer mig að klæja svo rosalega að ég var viðþolslaus af kláða. Mig klæjaði það mikið að ég var komin með gaffal til að klóra mér. Svona óstjórnlegur kláði gerir mann galinn,“ segir Anna Marta Ásgeirsdóttir þegar hún lýsir kláðakastinu sem hún fékk undir lok meðgöngu dóttur sinnar Sólar, sem fæddist andvana þann 28. mars árið 2008. 28. apríl 2024 08:00