Skynsemishyggja Miðflokksins hvarf hratt Kristófer Már Maronsson skrifar 28. september 2024 16:32 Það er gaman fyrir okkur unga Sjálfstæðismenn að loksins heyrist eitthvað í öðrum ungliðahreyfingum í íslenskum stjórnmálum. Það kemur þó úr óvæntri átt en nýlega var stofnuð ungliðahreyfing í Suðvesturkjördæmi hjá Miðflokknum undir formennsku Antons Sveins McKee. Eins og góður maður sagði eitt sinn við mig þá þarf gott fólk í alla flokka. Anton er gæðablóð og hefur verið landi og þjóð til sóma á alþjóðlegum vettvangi. Við gengum saman í Verzlunarskólann og ég hafði hlakkað til að sjá hann, sem stjórnarmann í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, láta til sín taka á milliþingi ungra Sjálfstæðismanna í október. Allt kom þó fyrir ekki. Skynsemishyggju skipt út fyrir tilfinningar? Í viðtali á dögunum sagði Anton: „Ég ákvað að ganga til liðs við Miðflokkinn af því að stefna hans, þá sérstaklega skynsemishyggjan og sígilt frjálslyndið, höfðaði betur til mín. Eins og ég skil skynsemishyggju þá er hún hugmyndafræði sem leggur áherslu á að ákvarðanir séu teknar á grundvelli staðreynda. Í stað þess að láta tilfinningar eða popúlískar skoðanir stýra för þá byggir skynsemishyggja á því að ákvarðanir séu teknar með langtímahugsun og staðreyndir til hliðsjónar.” Það er málflutningur að mínu skapi að byggja á staðreyndum og það hafa Sjálfstæðismenn gert í áratugi, að mestu leyti í baráttu við tilfinningapólitík úr mörgum flokkum og frá flestum fjölmiðlum. Það skaut því skökku við þegar varaformaður ungliðahreyfingar Miðflokksins sendi frá sér grein þar sem því var haldið fram að Ísland væri land sem ungt fólk flýr. Ég svaraði þeirri grein enda var þar um að ræða bullyrðingu sem átti ekki við rök að styðjast. Í vikunni birtist svo grein eftir formanninn sem spyr hvort Miðflokkurinn sé fyrir ungt fólk. Því hefur verið ágætlega svarað af kollega mínum sem fer yfir eyðimerkurgöngu þingmanna Miðflokksins í málefnum ungs fólks og kraftinn í Sjálfstæðismönnum þegar kemur að málaflokknum. Það sem vakti helst athygli mína í pistli Antons voru þessi orð: „Þrátt fyrir þetta segja stjórnvöld okkur að ofangreind upptalning sé ekki rétt, við séum einfaldlega að upplifa hlutina rangt; Ísland hafi aldrei áður upplifað eins hagvöxt og hér sé best að búa. En ef almenningur finnur ekki fyrir því, hvaða máli skiptir það hvað Excel-skjölin segja? Fyrir hvern er þessi hagvöxtur?” Þetta er sannarlega viðsnúningur frá því að leggja áherslu á að ákvarðanir séu teknar á grundvelli staðreynda. Á nú að byggja á tilfinningum? Það hefur oft reynst fólki erfitt að kíkja undir húddið og skoða staðreyndir því þær passa ekki alltaf við umræðuna í samfélaginu. Það hefur verkalýðshreyfingin séð ítrekað þegar hún boðar til mótmæla sem sárafáir mæta á og flestir sem mæta eru að mótmæla öðru en því sem átti að mótmæla. Öll þjóðfélög takast á við áskoranir, Ísland er þar ekki undanskilið. Ofan í heimsfaraldur og fordæmalausa fólksfjölgun höfum við tekist á við Reykjaneselda. Flest samfélög sem fengju þrjár svona stórar áskoranir á stuttum tíma væru rjúkandi rúst - en við stöndum enn. Það er m.a. góðri stöðu þjóðarbúsins áður en yfir dundi að þakka og staðan er betri í dag en menn þorðu að vona fyrir nokkrum árum. Fyrir mörgum er róðurinn þungur, það finnst engum gaman að borga háa vexti eða háa leigu þó að einstaka aðilum þyki gaman að borga skatta. Eftir sem áður vona ég að ungliðahreyfing Miðflokksins muni taka slaginn með ungum Sjálfstæðismönnum hugmyndafræðilega við þá sem hallast til vinstri. Sjálfstæðisstefnan hefur ekki breyst Sjálfstæðisflokkurinn hefur viðhaft sömu grunnstefnu í 95 ár. Einhverjum þykir stefnunni ekki hafa verið fylgt nægilega vel undanfarið og það er ekki ósanngjörn gagnrýni að þessi ríkisstjórn hafi ekki fylgt Sjálfstæðisstefnunni í einu og öllu. Það er því miður ekki hægt að stjórna öllu þegar maður hefur innan við helming þingmanna meirihlutans. Við höfum þurft að kyngja erfiðum málum til að fá okkar í gegn, sér í lagi til að rjúfa kyrrstöðuna í orkumálum og tryggja mikilvæg framfaraskref til að ná stjórn á landamærunum eftir fjölmargar tilraunir. Fólk verður svo að gera upp við sig í næstu kosningum hvort því þyki rétt að við hefðum frekar sett orku- og hælisleitendamálin í hendur vinstri manna og verið valdalaus í stjórnarandstöðu. Þeir sem eldri eru og muna tímana þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk næstum hreinan meirihluta gera eðlilega þá kröfu að sjálfstæðisstefnan umlyki allt í stjórnmálunum. Á þeim tíma tókust Sjálfstæðismenn á innan flokks en flúðu ekki í aðra flokka, eins og vinstri menn hafa blessunarlega gert alla tíð. Þessi óheillaþróun á hægri væng stjórnmálanna gerir hægri mönnum erfiðara fyrir að koma sínum sjónarmiðum á framfæri innan þings. Það er alveg ljóst að Sjálfstæðisstefnan fær ekki að njóta sín nema Sjálfstæðisflokkurinn fái meira fylgi á milli kosninga. Höfundur er hagfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það er gaman fyrir okkur unga Sjálfstæðismenn að loksins heyrist eitthvað í öðrum ungliðahreyfingum í íslenskum stjórnmálum. Það kemur þó úr óvæntri átt en nýlega var stofnuð ungliðahreyfing í Suðvesturkjördæmi hjá Miðflokknum undir formennsku Antons Sveins McKee. Eins og góður maður sagði eitt sinn við mig þá þarf gott fólk í alla flokka. Anton er gæðablóð og hefur verið landi og þjóð til sóma á alþjóðlegum vettvangi. Við gengum saman í Verzlunarskólann og ég hafði hlakkað til að sjá hann, sem stjórnarmann í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, láta til sín taka á milliþingi ungra Sjálfstæðismanna í október. Allt kom þó fyrir ekki. Skynsemishyggju skipt út fyrir tilfinningar? Í viðtali á dögunum sagði Anton: „Ég ákvað að ganga til liðs við Miðflokkinn af því að stefna hans, þá sérstaklega skynsemishyggjan og sígilt frjálslyndið, höfðaði betur til mín. Eins og ég skil skynsemishyggju þá er hún hugmyndafræði sem leggur áherslu á að ákvarðanir séu teknar á grundvelli staðreynda. Í stað þess að láta tilfinningar eða popúlískar skoðanir stýra för þá byggir skynsemishyggja á því að ákvarðanir séu teknar með langtímahugsun og staðreyndir til hliðsjónar.” Það er málflutningur að mínu skapi að byggja á staðreyndum og það hafa Sjálfstæðismenn gert í áratugi, að mestu leyti í baráttu við tilfinningapólitík úr mörgum flokkum og frá flestum fjölmiðlum. Það skaut því skökku við þegar varaformaður ungliðahreyfingar Miðflokksins sendi frá sér grein þar sem því var haldið fram að Ísland væri land sem ungt fólk flýr. Ég svaraði þeirri grein enda var þar um að ræða bullyrðingu sem átti ekki við rök að styðjast. Í vikunni birtist svo grein eftir formanninn sem spyr hvort Miðflokkurinn sé fyrir ungt fólk. Því hefur verið ágætlega svarað af kollega mínum sem fer yfir eyðimerkurgöngu þingmanna Miðflokksins í málefnum ungs fólks og kraftinn í Sjálfstæðismönnum þegar kemur að málaflokknum. Það sem vakti helst athygli mína í pistli Antons voru þessi orð: „Þrátt fyrir þetta segja stjórnvöld okkur að ofangreind upptalning sé ekki rétt, við séum einfaldlega að upplifa hlutina rangt; Ísland hafi aldrei áður upplifað eins hagvöxt og hér sé best að búa. En ef almenningur finnur ekki fyrir því, hvaða máli skiptir það hvað Excel-skjölin segja? Fyrir hvern er þessi hagvöxtur?” Þetta er sannarlega viðsnúningur frá því að leggja áherslu á að ákvarðanir séu teknar á grundvelli staðreynda. Á nú að byggja á tilfinningum? Það hefur oft reynst fólki erfitt að kíkja undir húddið og skoða staðreyndir því þær passa ekki alltaf við umræðuna í samfélaginu. Það hefur verkalýðshreyfingin séð ítrekað þegar hún boðar til mótmæla sem sárafáir mæta á og flestir sem mæta eru að mótmæla öðru en því sem átti að mótmæla. Öll þjóðfélög takast á við áskoranir, Ísland er þar ekki undanskilið. Ofan í heimsfaraldur og fordæmalausa fólksfjölgun höfum við tekist á við Reykjaneselda. Flest samfélög sem fengju þrjár svona stórar áskoranir á stuttum tíma væru rjúkandi rúst - en við stöndum enn. Það er m.a. góðri stöðu þjóðarbúsins áður en yfir dundi að þakka og staðan er betri í dag en menn þorðu að vona fyrir nokkrum árum. Fyrir mörgum er róðurinn þungur, það finnst engum gaman að borga háa vexti eða háa leigu þó að einstaka aðilum þyki gaman að borga skatta. Eftir sem áður vona ég að ungliðahreyfing Miðflokksins muni taka slaginn með ungum Sjálfstæðismönnum hugmyndafræðilega við þá sem hallast til vinstri. Sjálfstæðisstefnan hefur ekki breyst Sjálfstæðisflokkurinn hefur viðhaft sömu grunnstefnu í 95 ár. Einhverjum þykir stefnunni ekki hafa verið fylgt nægilega vel undanfarið og það er ekki ósanngjörn gagnrýni að þessi ríkisstjórn hafi ekki fylgt Sjálfstæðisstefnunni í einu og öllu. Það er því miður ekki hægt að stjórna öllu þegar maður hefur innan við helming þingmanna meirihlutans. Við höfum þurft að kyngja erfiðum málum til að fá okkar í gegn, sér í lagi til að rjúfa kyrrstöðuna í orkumálum og tryggja mikilvæg framfaraskref til að ná stjórn á landamærunum eftir fjölmargar tilraunir. Fólk verður svo að gera upp við sig í næstu kosningum hvort því þyki rétt að við hefðum frekar sett orku- og hælisleitendamálin í hendur vinstri manna og verið valdalaus í stjórnarandstöðu. Þeir sem eldri eru og muna tímana þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk næstum hreinan meirihluta gera eðlilega þá kröfu að sjálfstæðisstefnan umlyki allt í stjórnmálunum. Á þeim tíma tókust Sjálfstæðismenn á innan flokks en flúðu ekki í aðra flokka, eins og vinstri menn hafa blessunarlega gert alla tíð. Þessi óheillaþróun á hægri væng stjórnmálanna gerir hægri mönnum erfiðara fyrir að koma sínum sjónarmiðum á framfæri innan þings. Það er alveg ljóst að Sjálfstæðisstefnan fær ekki að njóta sín nema Sjálfstæðisflokkurinn fái meira fylgi á milli kosninga. Höfundur er hagfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun