Ekkert skriflegt áhættumat og spurt hvort vinnan hafi verið áhættunnar virði Lovísa Arnardóttir skrifar 1. október 2024 10:50 Frá yfirborði jarðar voru um fimmtán metrar að vatni sem var metið um fimmtán metra djúpt. Vísir Vinnueftirlitið segir að slysið í Grindavík í janúar, þar sem maður féll ofan í sprungu, megi rekja til þess að ekki hafi verið til staðar fullnægjandi áhættumat og að ekki hafi farið fram nægilega góð kynning á helstu hættum sem gætu steðjað að þeim sem ynnu á vettvangi. Þá veltir Vinnueftirlitið því fram hvort verkið sem var unnið hafi verið áhættunnar virði. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnueftirlitsins um slysið sem átti sér stað þann 10. janúar í Grindavík. Fréttastofa hefur skýrsluna undir höndum. Maðurinn sem féll ofan í sprunguna hét Lúðvík Pétursson. Þriggja daga leit fór fram eftir að hann hvarf sem var að enda blásin af vegna erfiðra og hættulegra aðstæðna á vettvangi. Lúðvík var fæddur árið 1973 og lét eftir sig unnustu, fjögur börn, tvö stjúpbörn og tvö barnabörn. Sjá einnig: Unnur minnist unnusta síns Lúðvíks sem hvarf í sprungu Í skýrslunni segir að mati Vinnueftirlitsins hefði verið eðlilegast að unnið hefði verið heildstætt skriflegt áhættumat. Sérstakar aðstæður hafi verið á vettvangi sem hafi kallað á það af hálfu bæði verkfræðistofunnar sem tók að sér verkið og verktakanna sem unnu þar. Þá kemur fram að ekki hafi verið sérstök eftirfylgni með því að öryggisatriðum á vettvangi hafi verið fylgt. Til dæmis var fallvarnabúnaður á vettvangi en ekki notaður. Að mati verkfræðistofunnar hefði línan getað slitnað við þær aðstæður sem slysið varð. Vinnueftirlitið er ekki sammála þeirri niðurstöðu og telur að línan hefði mögulega getað haldið. Hvergi sjáanlegur þegar hann kom til baka Í skýrslu Vinnueftirlitsins er farið vel yfir aðstæður á vettvangi og atburðarásina þann 10. janúar. Þar segir að starfsmaður verktakafyrirtækisins hafi tilkynnt um klukkan 10 að samstarfsmaður hans, Lúðvík, hefði að öllum líkindum fallið ofan í sprungu við vinnu sína við Vesturhóp í Grindavík. Umferð og vinna hafi verið takmörkuð á þessum tíma í bænum vegna hamfara þann 10. nóvember 2023 þegar mikil skjálftahrina reið yfir bæinn. „Ljóst er að verið var að fá við fordæmalausar aðstæður þar sem miklir hagsmunir voru í húsi,“ segir í skýrslunni Í skýrslunni er staðan í Grindvík rakin frá því í nóvember. Að á svæðinu hafi frá nóvember og til janúar ýmist verið hættu- og neyðarstig almannavarna og að bærinn hafi verið rýmdur. Sjá einnig: Vinnueftirlitið rannsakar slysið í Grindavík og vill lögregluskýrslu Verktakarnir voru við vinnu til að fylla í sprungur sem opnuðust í jarðskjálftahrinunni en fram kemur í skýrslunni að unnið hafði verið við sprungufyllingar frá því um mánaðamót nóvember og desember. Verktökum hafi þótt skipulagið í kringum vinnuna óreiðukennd eða jafnvel óskýrt. Þegar eldgos hófst svo 18. desember var gert hlé á sprungufyllingum en sú vinna hófst svo aftur 8. janúar. Lúðvík og vinnufélagi hans höfðu hafið störf við Vesturhóp þann dag og höfðu því unnið við húsið í tvo daga þegar slysið átti sér stað. Verkinu nærri lokið Fram kemur í skýrslunni að verkinu hafi verið nærri lokið þegar slysið átti sér stað. Lúðvík hafi unnið við lokafrágang við yfirborðsþjöppun á jarðvegi og samstarfsmaður hans sótt efni á vörubíl sem átti að nota við frágang. Þeir hafi verið nýbúnir að losa einn farm sem þeir töldu duga en hafi ákveðið að sækja meira til öryggis. Samstarfsmaður Lúðvíks hafi farið um 9.30 en komið aftur um 10 með meira. Lúðvík hafi þá hvergi verið sjáanlegur. Maðurinn reyndi að hringja í hann en fann svo síma Lúðvíks í gröfu á vettvangi sem var í gangi. Stuttu seinna sér hann svo holu við húsið þar sem hafði verið unnið við fyllingar og áttar sig á því að Lúðvík hafi sennilega fallið ofan í holuna. Þá hringdi hann eftir aðstoð. Stuttu seina hafi komið á vettvang jarðverkfræðingur sem einnig er björgunarsveitarmaður. Hann hafi verið látinn síga ofan í holuna og séð jarðvegsþjöppuna sem Lúðvík hafði verið notuð til að þjappa ofan á holunni. Þegar hann var siginn niður kom í ljós mikið holrými. Bergið við sprunguna hafi verið stuðlað og einn stuðill hafi losnað og stungist niður. Niðri í sprungunni hafi verið hrúga af grjóti og lausu efni og jarðvegsþjappan hafi legið neðarlega í hrúgunni, um tólf metrum fyrir neðan gatið sem opnaðist á yfirborðinu. Frá þeim stað þar sem þjappan fannst voru um þrír metrar niður á vatn sem var metið um fimmtán metra djúpt. Sjá einnig: Ekki hægt að réttlæta áframhaldandi leit Í skýrslunni segir að veðuraðstæður hafi líklega haft áhrif á að stuðullinn hafi losnað og að ekki sé líklegt að þjappan hafi beinlínis valdið því að hann féll. Titringurinn frá þjöppunni hafi þó mögulega hjálpað til. Verkfræðistofan metur verkið gerlegt Húsið sem var unnið við er við Vesturhóp. Húsið var tjónametið þann 18. nóvember 2023 og var í kjölfarið skráð „varasamt“ af Náttúruhamfaratryggingu Íslands, NTÍ. Verkið var samkvæmt skýrslunni unnið að beiðni NTÍ en stofnunin ber ábyrgð á því að koma í veg fyrir frekara tjón. Fram kemur í skýrslunni að NTÍ hafi átt í samskiptum við Grindavíkurbæ, almannavarnir og verkfræðistofu til að leita ráðgjafar um hvernig væri hægt að gera það. Verkfræðistofan taldi að hægt væri að fylla undir húsið í holu sem myndaðist í jarðskjálftahrinunni og tók að sér verkið. Eigandi hússins samþykkti svo að það yrði gerð. Eftir það hafði NTÍ engin frekari afskipti af verkinu samkvæmt skýrslu Vinnueftirlitsins. Verkfræðistofan hafði eftirlit með verkinu en fékk greitt fyrir það frá NTÍ. Í skýrslunni er nokkuð ítarlega farið yfir það hvernig verklagið var við sprungufyllingar. Hver sprunga hafi verið metin og unnið eftir ákveðnu verklagi miðað við hvort hún var við klöpp eða hversu opnar þær voru. Sprungan sem hér um ræðir hafi verið undir húsinu sem gerði það að verkum að ekki hafi verið hægt að fylla í hana og setja yfir jarðvegsdúk. Hætta hafi verið á því að sökkull hússins myndi síga og því lagt upp með að verkið yrði unnið úr gröfu með áfastan „víbrósleða“ til að starfsmenn þyrftu ekki að fara úr tækjum við vinnu sína. Þó svo að unnið hafi verið eftir einhverju ákveðnu verklagi kemur fram í skýrslunni að verklag við sprungufyllingar hafi hvorki verið skriflegt né fastmótað og tekið mið af aðstæðum hverju sinni. Brýnt hafi verið fyrir starfsfólki, af verkfræðistofunni, að fara ekki úr tækjum og að vinna ekki eitt. Þá kemur einnig fram að einhverjir verktakar hafi ekki kannast við þessar leiðbeiningar. Fyrsta spurning eigi að vera hvort verkið sé áhættunnar virði Niðurstaða Vinnueftirlitsins var því að rekja mætti slysið til þess að ekki hafi verið gert fullnægjandi og skriflegt áhættumat, ekki sé hægt að fullyrða um að öryggisaðstæður hafi verið kynntar verktökum sem unnu á vettvangi. Vinnueftirlitið segir að þegar verk eru áhættumetin eigi fyrsta spurningin alltaf að vera hvort algjörlega nauðsynlegt sé að vinna verkið. „Í ljósi aðstæðna í Grindavík, þar sem atburðarás í tengslum við náttúruhamfarir var enn í gangi, má velta upp hvort þetta tiltekna verk hafi verið áhættunnar virði.“ Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Vinnuslys Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Jörðin bara opnast undir fótum hans“ Karlmanns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í dag er enn leitað. Aðstæður í bænum eru sagðar hættulegar fyrir björgunarfólk. Lögreglustjóri á Suðurnesjum lýsir slysinu þannig að jörðin hafi opnast undan manninum og hann hafi ekki ráðið við aðstæður. Hans verði leitað í alla nótt gerist þess þörf. 10. janúar 2024 19:06 „Þetta er óþarfa tjón“ Jarðeðlisfræðingur segir andvaraleysi hafa ríkt í skipulagsmálum með tilliti til náttúruvár. Til að mynda hefði verið hægt að koma í veg fyrir tjón í Grindavík. 11. febrúar 2024 13:16 Segir ekki hægt að kalla fall mannsins í sprunguna slys Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir ekki hægt að kalla það þegar maður féll í sprungu í Grindavík slys. Hann telur óafsakanlegt að vinna hafi þegar verið hafin við að fylla í sprungur sem ekki var nauðsynlegt að fylla í, né heldur að hann hafi verið einn að störfum. 31. janúar 2024 08:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Vinnueftirlitsins um slysið sem átti sér stað þann 10. janúar í Grindavík. Fréttastofa hefur skýrsluna undir höndum. Maðurinn sem féll ofan í sprunguna hét Lúðvík Pétursson. Þriggja daga leit fór fram eftir að hann hvarf sem var að enda blásin af vegna erfiðra og hættulegra aðstæðna á vettvangi. Lúðvík var fæddur árið 1973 og lét eftir sig unnustu, fjögur börn, tvö stjúpbörn og tvö barnabörn. Sjá einnig: Unnur minnist unnusta síns Lúðvíks sem hvarf í sprungu Í skýrslunni segir að mati Vinnueftirlitsins hefði verið eðlilegast að unnið hefði verið heildstætt skriflegt áhættumat. Sérstakar aðstæður hafi verið á vettvangi sem hafi kallað á það af hálfu bæði verkfræðistofunnar sem tók að sér verkið og verktakanna sem unnu þar. Þá kemur fram að ekki hafi verið sérstök eftirfylgni með því að öryggisatriðum á vettvangi hafi verið fylgt. Til dæmis var fallvarnabúnaður á vettvangi en ekki notaður. Að mati verkfræðistofunnar hefði línan getað slitnað við þær aðstæður sem slysið varð. Vinnueftirlitið er ekki sammála þeirri niðurstöðu og telur að línan hefði mögulega getað haldið. Hvergi sjáanlegur þegar hann kom til baka Í skýrslu Vinnueftirlitsins er farið vel yfir aðstæður á vettvangi og atburðarásina þann 10. janúar. Þar segir að starfsmaður verktakafyrirtækisins hafi tilkynnt um klukkan 10 að samstarfsmaður hans, Lúðvík, hefði að öllum líkindum fallið ofan í sprungu við vinnu sína við Vesturhóp í Grindavík. Umferð og vinna hafi verið takmörkuð á þessum tíma í bænum vegna hamfara þann 10. nóvember 2023 þegar mikil skjálftahrina reið yfir bæinn. „Ljóst er að verið var að fá við fordæmalausar aðstæður þar sem miklir hagsmunir voru í húsi,“ segir í skýrslunni Í skýrslunni er staðan í Grindvík rakin frá því í nóvember. Að á svæðinu hafi frá nóvember og til janúar ýmist verið hættu- og neyðarstig almannavarna og að bærinn hafi verið rýmdur. Sjá einnig: Vinnueftirlitið rannsakar slysið í Grindavík og vill lögregluskýrslu Verktakarnir voru við vinnu til að fylla í sprungur sem opnuðust í jarðskjálftahrinunni en fram kemur í skýrslunni að unnið hafði verið við sprungufyllingar frá því um mánaðamót nóvember og desember. Verktökum hafi þótt skipulagið í kringum vinnuna óreiðukennd eða jafnvel óskýrt. Þegar eldgos hófst svo 18. desember var gert hlé á sprungufyllingum en sú vinna hófst svo aftur 8. janúar. Lúðvík og vinnufélagi hans höfðu hafið störf við Vesturhóp þann dag og höfðu því unnið við húsið í tvo daga þegar slysið átti sér stað. Verkinu nærri lokið Fram kemur í skýrslunni að verkinu hafi verið nærri lokið þegar slysið átti sér stað. Lúðvík hafi unnið við lokafrágang við yfirborðsþjöppun á jarðvegi og samstarfsmaður hans sótt efni á vörubíl sem átti að nota við frágang. Þeir hafi verið nýbúnir að losa einn farm sem þeir töldu duga en hafi ákveðið að sækja meira til öryggis. Samstarfsmaður Lúðvíks hafi farið um 9.30 en komið aftur um 10 með meira. Lúðvík hafi þá hvergi verið sjáanlegur. Maðurinn reyndi að hringja í hann en fann svo síma Lúðvíks í gröfu á vettvangi sem var í gangi. Stuttu seinna sér hann svo holu við húsið þar sem hafði verið unnið við fyllingar og áttar sig á því að Lúðvík hafi sennilega fallið ofan í holuna. Þá hringdi hann eftir aðstoð. Stuttu seina hafi komið á vettvang jarðverkfræðingur sem einnig er björgunarsveitarmaður. Hann hafi verið látinn síga ofan í holuna og séð jarðvegsþjöppuna sem Lúðvík hafði verið notuð til að þjappa ofan á holunni. Þegar hann var siginn niður kom í ljós mikið holrými. Bergið við sprunguna hafi verið stuðlað og einn stuðill hafi losnað og stungist niður. Niðri í sprungunni hafi verið hrúga af grjóti og lausu efni og jarðvegsþjappan hafi legið neðarlega í hrúgunni, um tólf metrum fyrir neðan gatið sem opnaðist á yfirborðinu. Frá þeim stað þar sem þjappan fannst voru um þrír metrar niður á vatn sem var metið um fimmtán metra djúpt. Sjá einnig: Ekki hægt að réttlæta áframhaldandi leit Í skýrslunni segir að veðuraðstæður hafi líklega haft áhrif á að stuðullinn hafi losnað og að ekki sé líklegt að þjappan hafi beinlínis valdið því að hann féll. Titringurinn frá þjöppunni hafi þó mögulega hjálpað til. Verkfræðistofan metur verkið gerlegt Húsið sem var unnið við er við Vesturhóp. Húsið var tjónametið þann 18. nóvember 2023 og var í kjölfarið skráð „varasamt“ af Náttúruhamfaratryggingu Íslands, NTÍ. Verkið var samkvæmt skýrslunni unnið að beiðni NTÍ en stofnunin ber ábyrgð á því að koma í veg fyrir frekara tjón. Fram kemur í skýrslunni að NTÍ hafi átt í samskiptum við Grindavíkurbæ, almannavarnir og verkfræðistofu til að leita ráðgjafar um hvernig væri hægt að gera það. Verkfræðistofan taldi að hægt væri að fylla undir húsið í holu sem myndaðist í jarðskjálftahrinunni og tók að sér verkið. Eigandi hússins samþykkti svo að það yrði gerð. Eftir það hafði NTÍ engin frekari afskipti af verkinu samkvæmt skýrslu Vinnueftirlitsins. Verkfræðistofan hafði eftirlit með verkinu en fékk greitt fyrir það frá NTÍ. Í skýrslunni er nokkuð ítarlega farið yfir það hvernig verklagið var við sprungufyllingar. Hver sprunga hafi verið metin og unnið eftir ákveðnu verklagi miðað við hvort hún var við klöpp eða hversu opnar þær voru. Sprungan sem hér um ræðir hafi verið undir húsinu sem gerði það að verkum að ekki hafi verið hægt að fylla í hana og setja yfir jarðvegsdúk. Hætta hafi verið á því að sökkull hússins myndi síga og því lagt upp með að verkið yrði unnið úr gröfu með áfastan „víbrósleða“ til að starfsmenn þyrftu ekki að fara úr tækjum við vinnu sína. Þó svo að unnið hafi verið eftir einhverju ákveðnu verklagi kemur fram í skýrslunni að verklag við sprungufyllingar hafi hvorki verið skriflegt né fastmótað og tekið mið af aðstæðum hverju sinni. Brýnt hafi verið fyrir starfsfólki, af verkfræðistofunni, að fara ekki úr tækjum og að vinna ekki eitt. Þá kemur einnig fram að einhverjir verktakar hafi ekki kannast við þessar leiðbeiningar. Fyrsta spurning eigi að vera hvort verkið sé áhættunnar virði Niðurstaða Vinnueftirlitsins var því að rekja mætti slysið til þess að ekki hafi verið gert fullnægjandi og skriflegt áhættumat, ekki sé hægt að fullyrða um að öryggisaðstæður hafi verið kynntar verktökum sem unnu á vettvangi. Vinnueftirlitið segir að þegar verk eru áhættumetin eigi fyrsta spurningin alltaf að vera hvort algjörlega nauðsynlegt sé að vinna verkið. „Í ljósi aðstæðna í Grindavík, þar sem atburðarás í tengslum við náttúruhamfarir var enn í gangi, má velta upp hvort þetta tiltekna verk hafi verið áhættunnar virði.“
Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Vinnuslys Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Jörðin bara opnast undir fótum hans“ Karlmanns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í dag er enn leitað. Aðstæður í bænum eru sagðar hættulegar fyrir björgunarfólk. Lögreglustjóri á Suðurnesjum lýsir slysinu þannig að jörðin hafi opnast undan manninum og hann hafi ekki ráðið við aðstæður. Hans verði leitað í alla nótt gerist þess þörf. 10. janúar 2024 19:06 „Þetta er óþarfa tjón“ Jarðeðlisfræðingur segir andvaraleysi hafa ríkt í skipulagsmálum með tilliti til náttúruvár. Til að mynda hefði verið hægt að koma í veg fyrir tjón í Grindavík. 11. febrúar 2024 13:16 Segir ekki hægt að kalla fall mannsins í sprunguna slys Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir ekki hægt að kalla það þegar maður féll í sprungu í Grindavík slys. Hann telur óafsakanlegt að vinna hafi þegar verið hafin við að fylla í sprungur sem ekki var nauðsynlegt að fylla í, né heldur að hann hafi verið einn að störfum. 31. janúar 2024 08:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Jörðin bara opnast undir fótum hans“ Karlmanns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í dag er enn leitað. Aðstæður í bænum eru sagðar hættulegar fyrir björgunarfólk. Lögreglustjóri á Suðurnesjum lýsir slysinu þannig að jörðin hafi opnast undan manninum og hann hafi ekki ráðið við aðstæður. Hans verði leitað í alla nótt gerist þess þörf. 10. janúar 2024 19:06
„Þetta er óþarfa tjón“ Jarðeðlisfræðingur segir andvaraleysi hafa ríkt í skipulagsmálum með tilliti til náttúruvár. Til að mynda hefði verið hægt að koma í veg fyrir tjón í Grindavík. 11. febrúar 2024 13:16
Segir ekki hægt að kalla fall mannsins í sprunguna slys Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir ekki hægt að kalla það þegar maður féll í sprungu í Grindavík slys. Hann telur óafsakanlegt að vinna hafi þegar verið hafin við að fylla í sprungur sem ekki var nauðsynlegt að fylla í, né heldur að hann hafi verið einn að störfum. 31. janúar 2024 08:30