Mælirinn fullur vegna vanvirðingar á slysstað Bjarki Sigurðsson skrifar 1. október 2024 19:18 Árni Friðleifsson er aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Bjarni Rannsókn lögreglu á banaslysi við Sæbraut á aðfaranótt sunnudags gengur vel. Varðstjóri hjá lögreglunni segir það vera síalgengara að almenningur reyni að komast inn fyrir lokanir á slysstöðum. Eftir helgina sé mælirinn fullur. Íslensk kona á fertugsaldri lést í slysinu. Hún var fótgangandi við gatnamót Sæbrautar, Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Ökumaðurinn, sem var ungur karlmaður, er ekki talinn hafa verið undir áhrifum áfengis. Lögregla og Rannsóknarnefnd samgöngumála rannsaka slysið og gengur rannsókn vel að sögn lögreglu. Það sem af er ári hafa þrettán látið lífið í umferðinni sem er það mesta síðan árið 2018. Sjö af þessum þrettán létust í janúar, þar af fimm á fyrstu sautján dögum ársins. Á síðustu árum hefur lögregla einnig orðið vitni að breyttri hegðun vegfarenda þegar kemur að alvarlegum umferðarslysum segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við þurfum að loka vettvangi þar sem hafa orðið umferðarslys eða aðrir atburðir. Fólk virðist bara vilja fara þangað inn. Forvitni eða jafnvel að taka myndir. Þetta höfum við fundið að er að aukast og keyrðu eiginlega um þverbak um helgina,“ segir Árni. Hann segir þetta óboðlega hegðun. „Þetta er bara mjög sorglegt að vera að vinna á vettvangi og þurfa að sitja undir því að almenningur sé að hreyta skít í lögreglumenn því þeir komast ekki leiðar sinnar í ákveðinn tíma,“ segir Árni. Dæmi eru um að slys hafi orðið vegna þess að fólk er að reyna að ná myndum af slysstað. „Þetta er orðið bara vandamál að halda fólki frá. Þetta er ósköp einfalt. Almenningur á ekkert erindi inn á vettvang þar sem hefur orðið alvarlegt umferðarslys,“ segir Árni. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Banaslys við Sæbraut Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Íslensk kona á fertugsaldri lést í slysinu. Hún var fótgangandi við gatnamót Sæbrautar, Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Ökumaðurinn, sem var ungur karlmaður, er ekki talinn hafa verið undir áhrifum áfengis. Lögregla og Rannsóknarnefnd samgöngumála rannsaka slysið og gengur rannsókn vel að sögn lögreglu. Það sem af er ári hafa þrettán látið lífið í umferðinni sem er það mesta síðan árið 2018. Sjö af þessum þrettán létust í janúar, þar af fimm á fyrstu sautján dögum ársins. Á síðustu árum hefur lögregla einnig orðið vitni að breyttri hegðun vegfarenda þegar kemur að alvarlegum umferðarslysum segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við þurfum að loka vettvangi þar sem hafa orðið umferðarslys eða aðrir atburðir. Fólk virðist bara vilja fara þangað inn. Forvitni eða jafnvel að taka myndir. Þetta höfum við fundið að er að aukast og keyrðu eiginlega um þverbak um helgina,“ segir Árni. Hann segir þetta óboðlega hegðun. „Þetta er bara mjög sorglegt að vera að vinna á vettvangi og þurfa að sitja undir því að almenningur sé að hreyta skít í lögreglumenn því þeir komast ekki leiðar sinnar í ákveðinn tíma,“ segir Árni. Dæmi eru um að slys hafi orðið vegna þess að fólk er að reyna að ná myndum af slysstað. „Þetta er orðið bara vandamál að halda fólki frá. Þetta er ósköp einfalt. Almenningur á ekkert erindi inn á vettvang þar sem hefur orðið alvarlegt umferðarslys,“ segir Árni.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Banaslys við Sæbraut Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira